Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 50

Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Suma vini losnar þú ekki við...hvort sem þér líkar betur eða verr GRÚPPÍURNAR Sýnd kl. 8 og 10. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 10. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT kl. 5.30 og 9. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i.16 áraSýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Hrikalega flottur spennutryllir með rapparanum Ja Rule og Steven Seagal Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 5 og 8. B.i 12 ára YFIR 86.000 GESTIR Sýnd kl. 4 og 8. Bi. 12. JONATHAN Raban er margverð- launaður höfundur fyrir ferðabækur sínar sem margar hverjar eru afskap- lega vel skrifaðar og merkilegar, nefni Bad Land: An Am- erican Romance og Passage to Juneau: A Sea and Its Meaning sem báð- ar eru fyrirtaks lesning. Eftir því sem næst verður komist er Foreign Land fyrsta skáld- saga Rabans, eða í það minnsta sú fyrsta sem fær al- menna dreifingu, og kemur ekki á óvart hve fagmannlega hún er skrifuð þótt ekki sé hún gallalaus. Foreign Land segir frá miðaldra Englendingi sem hefur starfað í fjölda ára sem skipamiðlari í landi í Afríku þar sem áður var portúgölsk nýlenda. Þar kemur að hann ákveður að flytj- ast aftur til Englands, en þar á hann meðal annars dóttur frá hjónabandi sem fór í hundana fyrir langa löngu. Skipamiðlarinn, George Grey, ákveður að setjast að í St. Cadix í Corwall, í sjávarþorpi sem er einskon- ar elliheimili, en þar á hann hús sem hann erfði eftir föður sinn, sem sjálfur eyddi síðustu ævidögunum í St. Cadix. Fljótlega fer tilgangsleysið í St. Cadix að kreppa að en það verður geð- heilsunni til bjargar að Gray kynnist fyrrverandi poppsöngkonu, heldur yngri en hann, og kaupir sér bát. Að- allega verða bátskaupin vendipunktur og eftir að hafa búið sig sem best og farið stuttar skreppur leggur Grey upp í langferð. Galli við bókina er hve samskipti Grey við dóttur sína eru tilviljana- kennd og einnig hve persóna dóttur- innar er ósannfærandi; það er eins og Grey hafi skrifað sig út í horn með hana í upphafi bókar og kemst aldrei úr sporunum. Sambýlismaður dóttur- innar er ekki vel heppnaður heldur, ágæt skissa reyndar en verður nánast til trafala þegar líður að sögulokum. Sama má reyndar segja um söngkon- una, en hún nýtist reyndar nokkuð vel til að gefa óvænta mynd inn í líf ein- mana gamalmenni undir lokin. Stjarna bókarinnar er þó sérvitring- urinn George Grey sem lesandi fær mikla samúð með. Eins og áður sagði er bókin vel skrifuð og skemmtilega meinhæðin á köflum og lokakaflinn, þar sem Grey siglir úr fortíð sinni inn í nútímann á skútunni sinni er bráðfyndinn og vel skrifaður. Forvitnilegar bækur Siglt úr fortíðinni Foreign Land, skáldsaga eftir Jonathan Raban. Vintage Books gefur út. 352 síðna kilja sem kostar 2935 kr. í Máli og menningu. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur Snúin flétta The Silence of the Rain, skáldsaga eftir Luiz Alfredo Garcia-Roza. Picador gefur út 2002. 261 síða innb. Kostaði 2.995 í Máli og menningu. Árni Matthíasson GLÆPASAGAN er löngu orðin alþjóðlegt fyrirbæri; úti um allan heim er að finna sérvitra lögreglu- foringja, ólánsama drykkfellda spæjara og dul- arfull morðmál. Svo virðist það í það minnsta ef rýnt er í glæpa- sögur frá öllum heimsálfum, sumar útflattar formúlur en inni á milli bækur sem gefa lesanda innsýn inn í líf á framandi stað og um leið nasasjón af hugsunarhætti sem er í mörgu frábrugðinn því sem hann þekkir best. Þannig er því til að mynda farið með glæpa- söguna The silence of the Rain, sem er víst fyrsta skáldsaga höfundar- ins, heimspekingsins og sálfræð- ingsins Luis Alfredo Garcia-Rosa, og kom út í heimalandinu fyrir fimm árum en á ensku á síðasta ári. Sagan, sem er óvenjuleg um margt, fléttan snúin og framvindan ófyrirsjáanleg, hefst þar sem ungur maður á framabraut sviptir sig lífi í bílakjallara í miðborg Ríó. Áður en varir er sjálfsvígið orðið að morð- máli og ekki líður á löngu að lík- unum fjölgar. Lögreglumaðurinn sem tekur málið að sér, Espinosa, lögregluforingi í 12 deild í Copacabana, er kunnugleg per- sóna, gamall í hettunni og sérvitur einfari, býr einn og safnar bókum og ástkonum. Getur nærri að Esp- inosa er öðrum gleggri þegar morð- mál eru annars vegar þó hann sé á villigötum lengstaf bókarinnar, og hann á sér líka lærisvein svo flest er eftir bókinni. Fléttan er aftur á móti býsna snúin og verður snúnari eftir því sem líður á bókina – leysist reyndar aldrei alveg því spurning- unum sem koma upp við rannsókn málsins er ekki öllum svarað og í lokin eru allmargir endar lausir, sem kemur ekki svo að sök því les- andinn getur skemmt sér við að fylla í eyðurnar. Mjög er gaman fyrir þá sem mæddir eru orðnir á stórborgum vestan hafs og austan að lesa glæpasögu frá suðurálfu því þótt Ríó de Janeiro, en þar gerist sagan, sé ekki beinlínis í aðalhlutverki þá er gaman að fá nasasjón af lífi fólks þar í borg, bæði þeirra sem lifa í efstu þrepum samfélagsstigans og þeirra sem ná ekki í neðsta stigið. Garcia-Roza er bráðskemmtilegur höfundur og forvitnilegt verður að komast í fleiri bækur um Espinosa, en þær eru víst til á portúgölsku. BOOKER-verðlaunin bresku þykja með helstu verðlaun- um sinnar tegundar, því ekki er bara að þeim fylgi þokka- leg fjárupphæð, á sjöundu milljón, heldur eru verðlaunin ávísun á góða sölu og vel- gengni framvegis svo fram- arlega sem menn haldi áfram að skrifa góðar bækur. Síðustu Booker-verðlaun, sem veitt voru í haust, féllu í skaut kan- adíska höfundarins Yanns Mart- els fyrir skáldsögu hans, Life of Pi, sem fengið hafði góða dóma gagnrýnenda þegar hún kom út fyrr á árinu. Eftir að tilkynnt var um verðlaunin spunnust nokkrar deilur vegna þess að bókin er byggð á hugmynd annars manns ef svo má segja, því Martel fékk inn- blásturinn af ritdómi um bók eftir brasilískan höfund. Víðförull Foreldrar Martels voru í utanrík- isþjónustu Kanada og hann fór því víða í uppvextinum aukinheldur sem hann hefur ferðast talsvert eftir að hann komst til vits og ára. Þannig kannast hann vel við sig á Spáni, í Alaska, Kosta Ríka, Frakklandi, Perú, Ekvador, Tyrklandi og Ind- landi, en býr núorðið ýmist í Berlín eða Montreal. Martel reyndi um tíma fyrir sér í pólitík, lærði mannfræði og heim- speki. Hann vildi ekki feta í fótspor föður síns, en sá, Emile Martel, er viðurkennt skáld í Québec. Martel yngri gat þó ekki flúið örlög sín og áður en varði var hann farinn að skrifa, byrjaði á nokkrum slæmum leikritum, eins og hann lýsir því sjálfur, slæmum smásögum og slæmri skáldsögu. Á meðan hann vann að skáldsögunni, Self, fékk hann mikinn áhuga á trúarbrögðum sem átti eftir að skila sér í Life of Pi, en Pi aðhyllist öll trúarbrögð sem hann kemst í kynni við. Kveikjan að Pi var dómur í New York Times fyrir áratug þar sem John Updike fjallaði um bók bras- ilíska höfundarins Moacyr Scliar. Bókin eftir Scliar heitir Max and the Cats í enskri útgáfu og segir frá gyð- ingafjölskyldu sem flyst frá Þýska- landi 1933 undan of- sóknum nasista en hún rekur dýragarð í Berlín. Skipið sekkur á leið yfir Atlatshaf og aðins einn far- þega kemst lífs af, Max, og eitt dýr- anna, svart pardusdýr. Martel segist hafa hrifist af hugmyndinni og einn- ig fyllst öfund yfir að hafa ekki fund- ið upp á þessu sjálfur. Hann hóf að leita að bókinni en tókst ekki að hafa upp á henni og á endanum gleymdi hann henni, vísvitandi að því hann segir sjálfur, enda vildi hann ekki lesa hana og komast að því að ekki væri bara hugmyndin fullkomin heldur líka útfærslan. Grét af einmanaleika og vonleysi Nokkrum árum síðar þegar Mart- el var orðinn rithöfundur, búinn að gefa út sitthvað og þar á meðal fyrstu skáldsöguna, hélt hann til Indlands að viða að sér efni í næstu skáldsögu sem hann var með hálf- karaða í huganum. Þegar þangað var komið áttaði hann sig aftur á móti á því að hugmyndin væri von- laus, sagan dó hið innra með honum, eins og hann lýsir því. Þá var það eitt sinn, þar sem hann sat á rúmi sínu á gistiheimili í Mumbai og grét af ein- manaleika og vonleysi yfir því hve hann hefði sóað ævi sinni að hann einsetti sér að gera eina tilraun til, leita að söguefni á Indlandi. Daginn eftir fór hann til Matheran, sem er lestarstöð í útjaðri Mumbai, og þar sem hann sat á steini og fylgdist með mannlífinu mundi hann eftir sögunni hans Scliars og segir að sagan af Pi hafi sprottið fram nánast fullsköpuð á augabragði. Það gekk þó ekki svo vel að koma henni niður á blað, því næstu fjögur ár fóru í að skrifa bókina. Hann var hálft ár í Indlandi að leita sér upp- lýsinga um dýragarða og kynnast betur indversku hversdagslífi. Síðan eyddi hann hálfu öðru ári heima í Kanada að lesa sér til um trúar- brögð, dýragarðalíffræði, dýrasál- fræði og einnig frásagnir skipreka manna. Fyrst fíll, þá nashyrningur, loks tígrisdýr Smám saman tók sagan á sig mynd í óteljandi miðum, en þess má geta að til að byrja með var dýrið í bátnum lítill indverskur fíll og síðan indverskur nashyrningur „en það er ekki margt hægt að gera við gras- ætu úti á miðju Kyrrahafi“, eins og hann orðaði það sjálfur; lesendur myndu ekki fá minni leiða á þaraáti en nashyrningurinn. Á endanum urðu ferðafélagarnir unglingurinn Piscine Patel, sem kallaður er Pi, tígrisdýrið Richard Parker, zebrahestur, hýena og órangútanapi; dýrin táknræn fyrir mannlega eiginleika, hýenan hug- leysi, apinn móðureðli og zebrahest- urinn framandleika. Við sögu koma einnig skjaldbökur, meerkat, nokkr- ir fuglar, frönsk mannæta og ótelj- andi fiskar. Breska útgáfan og síðar banda- ríska er nokkuð frábrugðin kan- adísku útgáfunni en í henni var til að mynda mun fínna sagt frá trúving- ulshætti söguhetjunnar en í end- anlegri útgáfu. Þótt sagan af Pi sé ævintýraleg er Martel ekki á því að sögumaðurinn, Pi, sé eitthvað sérkennilegur, fyrir sér sé hann venjulegur piltur sem lendi í óvenjulegu ævintýri, „allir eru eins, en sýna einsleika sinn á ólíkan hátt“, segir hann. Allir eru eins Booker-verðlaunahafi síðasta árs, Yann Martel, er umdeildur fyrir uppruna sigursög- unnar. Árni Matthías- son segir frá sögunni af Pi og tígrisdýrinu Richard Parker. Getty Images Yann Martel hróðugur eftir að tilkynnt var um hver hlyti Booker-verðlaunin 2002 í október sl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.