Morgunblaðið - 05.02.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 51
Naomi Watts er búin að sparka
Heath Ledger eftir nokkurra mán-
aða samband. Ástralska parið kynnt-
ist við tökur á myndinni The Kelly
Gang en hún er þekktust fyrir að
leika ljóskuna í Mulholland Drive og
hann fyrir að leika í myndum á borð
við 10 Things I Hate About You, A
Knight’s Tale, Monster’s Ball og The
Patriot. Ellefu ára aldursmunur er á
þeim, hún 34 ára og hann 23 ára, en
þrátt fyrir það var það hann sem var
tilbúinn að festa ráð sitt og að sögn
félaga tilbúinn að ganga að eiga
Watts. Svo langt voru brúðkaups-
áformin reyndar gengin að fregnir
herma að þau hafi verið búin að
senda út 100 boðskort. En svo virðist
sem hún hafi fengið bakþanka og ku
vera farin að hitta aðra karlmenn, í
kyrrþey þó.
…
Lara Flynn Boyle
hefur loksins gef-
ist upp á Jack
Nicholson og
kvennastandinu á
karlinum. Það
gerðist eftir að
hafa gripið hann
enn eina ferðina
glóðvolgan í ból-
inu með súludansara. Á þetta að hafa
gerst á heimili Nicholsons í Aspen og
sást til Boyle, sem er 34 árum yngri en
hann, þar sem hún rauk í fússi á dyr.
Parið hafði nýtekið saman á ný. Í
millitíðinni hafði hún yngt verulega
upp og gert sér dælt við Bruce Willis.
…
Jennifer Lopez
leggur nú allt
kapp á að fá unn-
usta sinn Ben
Affleck til að
hætta að reykja
og svo virðist sem
hún fái sínu fram-
gengt – eins og
vanalega. Nú segist hann reykja eina
á dag og jórtra þess á milli
nikótíntyggjó.
…
Hjónaband
leikaranna bresku
Judes Law og
Sadie Frost ku í
molum. Þau hafa
verið gift í fimm
ár en nú virðist
sem álag frægð-
arinnar sé end-
anlega að ganga
af sambandinu
dauðu, líkt og nær öllum öðrum
stjörnuhjónaböndum. Sögusagnir
segja leynilegt ástarsamband Law
við Nicole Kidman hafa verið kornið
sem fyllti mælinn, en trúlegri skýring
er að Law sé búinn að fá sig full-
saddan á ráðríki hennar og af-
brýðisemi. Hjónakornin segja sögu-
sagnir þessar úr lausu lofti gripnar
og hafa hótað að lögsækja bresku
götublöðin fyrir að halda þeim á lofti.
…
Bryan McFadder úr Westlife og
eiginkona hans Kerry Katona, fyrr-
um Atomic Kitten-liðsmaður, hafa
eignast aðra dóttur. Fæddist hún á
Mount Carmen-spítala í Dyflinni á
mánudagskvöld og hefur þegar verið
nefnd Rosie. Mæðgunum heilsast
báðum vel. Eldri dóttirin Molly er
orðin 16 mánaða.
…
FÓLK Ífréttum
www.laugarasbio.is
Náðu þeim í bíó í dag.
SV Mbl
í mynd eftir Steven Spielberg.
Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4.30. B.i. 12.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14.
www.regnboginn.is
Nýr og betri
DV
RadíóX
Sýnd kl. 5.30 og 10. B.i 12 áraSýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 14 ára
Suma vini losnar þú ekki
við...hvort
sem þér líkar betur eða verr
Hverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 12.
kvikmyndir.com
Á bakvið rómantíkina, glæsileikann og
ástríðurnar var átakanleg og ögrandi
saga einstakrar konu. Ein allra besta
myndin sem þú sérð í ár! Salma Hayek er
stórkostleg sem listakonan Frida.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.30.
GRÚPPÍURNAR