Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 58. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kvikmynda Njálu Björn Br. Björnsson leikstýrir Njálu fyrir sjónvarp Fólk 65 Linsa meistarans Myndir Ólafs K. Magnússonar í Gerðarsafni Lesbók 14 F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki›  sem flig langar í? Sterk til leiks Vala Flosadóttir stefnir á HM í frjálsum í París Íþróttir 60 BACHAR Sbeiti talar ar- abísku, ensku og frönsku. Hann kann heiti landa frá Djíbútí til Svíþjóðar, höf- uðborgir þeirra og fána, upp á sína tíu fingur. Hann getur þulið 99 nöfn Allah. Samt er hann aðeins þriggja ára. „Bachar er undravert barn,“ segir Maysoon Khatib, sem hef- ur skipulagt fjársöfnun í Michigan til að dreng- urinn geti gengið í einka- skóla fyrir afburðagreind börn. Söfnunin er á veg- um nefndar sem berst gegn fordómum gagnvart arabískum Bandaríkjamönnum. Það er alls ekki auðvelt að ala upp undra- barn, að sögn móður hans. „Hann talar all- an sólarhringinn. Hann er alltaf að spyrja spurninga,“ segir hún. „Hann talar vissulega mikið,“ segir Khatib á ensku. „Ég tala ekki mikið. Ég veit margt,“ svarar Bachar – á arabísku. Dearborn. AP. Undrabarnið Bachar Sbeiti með móður sinni. „Veit margt“ HÆGRIMAÐURINN Vaclav Klaus, fyrrver- andi forsætisráðherra Tékklands, var í gær kjörinn forseti landsins í þriðju tilraun tékkneska þingsins frá því í janúar til að kjósa eftirmann Vaclavs Havels sem lét af embætti fyrir mán- uði. Landið hefur verið án forseta síðan þá. Klaus fékk 142 atkvæði, einu atkvæði meira en hann þurfti til að ná kjöri. Heim- spekiprófessorinn Jan Sokol, forsetaefni stjórnar vinstri- og miðflokkanna, fékk 124 atkvæði. Þingið hafði tvisvar sinnum áður komið saman til að kjósa forseta en hvorugt for- setaefnanna fékk tilskilinn meirihluta at- kvæða. Ef þriðja tilraunin hefði misheppn- ast hefði þingið þurft að breyta stjórnarskránni til að heimila að forsetinn yrði þjóðkjörinn. Það hefði tekið að minnsta kosti hálft ár, þannig að kosningarnar hefðu þurft að fara fram nokkrum mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í júní um aðild Tékklands að Evrópusambandinu. Klaus kjör- inn forseti Tékklands Prag. AFP. Vaclav Klaus EIÐUR Smári Guðjohnsen verður á meðal leikmanna í heimsúrvali sem mætir úrvalsliði Afríku á Reebok- leikvanginum í Bolton næsta þriðjudagskvöld. Alls munu um 40 leikmenn frá 15 þjóðlöndum skipa heimsúrvalið og flestir þeirra koma frá enskum liðum, kjarninn frá Chelsea og Arsenal. Hver leik- maður spilar því ekki mikið, enda fyrst og fremst um sýningarleik að ræða, þar sem allur ágóði fer til styrktar börnum í Afríku. Það er Nwankwu Kanu, nígeríski framherjinn hjá Arsenal, sem stendur fyrir leiknum en hann hefur verið afar öflugur í hjálp- arstarfi í sinni heimsálfu. „Heimsliðið“ er að mestu skip- að leikmönnum frá enskum fé- lögum en þó mætir Ronaldinho frá París SG, Claude Makelele frá Real Madrid, Patrick Kluivert frá Barcelona og Lilian Thuram frá Juventus. Leikmenn Afríku- úrvalsins koma hins vegar frá lið- um víðs vegar að úr Evrópu. Eiður Smári í heimsúrvali Eiður Smári ALÞJÓÐLEG umhverfisverndar- samtök gera nú tilraun til að koma í veg fyrir að fjármálafyr- irtæki á alþjóðavettvangi veiti lán til byggingar Kárahnjúkavirkjun- ar. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um hafa samtök er nefnast Int- ernational Rivers Network og starfrækt eru í Bandaríkjunum sett sig í samband við a.m.k. eitt þessara fjármálafyrirtækja og hvatt til þess að lánafyrirgreiðslu til Landsvirkjunar vegna Kára- hnjúkavirkjunar verði hafnað. Jafnframt hefur verið gefið til kynna, að samtökin muni hafa samband við önnur fjármálafyr- irtæki, sem fyrirhugað er að komi við sögu við fjármögnun virkjana- framkvæmdanna. Þetta kemur fram í bréfi, sem Peter Bosshard, einn af forráða- mönnum samtakanna hefur skrif- að a.m.k. einu fjármálafyrirtækj- anna. Peter Bosshard var hér á landi fyrir nokkru á vegum Nátt- úruverndarsamtaka Íslands og í bréfi hans kemur fram, að þau samtök hafi látið fara fram mat á rekstrarhlið Kárahnjúkavirkjun- ar, sem bendi til þess, að árlegt tap á rekstri hennar verði um 36 milljónir Bandaríkjadala. Samtökin hafa einnig gefið til kynna, að þau muni beita sér fyrir víðtækum tölvupóstssendingum til fjármálafyrirtækjanna með hvatn- ingum um hið sama. Ætla að taka málið upp opinberlega innan tíðar Samtökin International Rivers Network halda því fram í bréfi þessu að ekki eigi að ráðast í framkvæmdir við Kárahnjúka- virkjun fyrr en opnar umræður hafi farið fram um framkvæmd- irnar og hugsanlegar aðrar leiðir á Íslandi. Í bréfi Peter Bosshard segir að margir Íslendingar séu hræddir við að láta skoðanir sínar á Kárahnjúkavirkjun í ljós opin- berlega. Er hvatt til þess að við- komandi fjármálafyrirtæki taki ekki þátt í fjármögnun fram- kvæmdanna, hvorki beint né óbeint. International Rivers Network segjast ætla að taka þetta mál upp á opinberum vettvangi innan tíðar og hvetja stuðningsmenn sína og samstarfsaðila til að kynna sjónarmið þessara aðila fyrir Landsvirkjun og Alcoa svo og fyrir fjármögnunaraðilum. Svo virðist skv. bréfinu sem þessir aðilar hafi góðar upplýs- ingar um til hvaða fjármálafyr- irtækja Landsvirkjun muni snúa sér vegna fjármögnunar fram- kvæmdanna. Reynt að hindra fjármögn- un Kárahnjúkavirkjunar Alþjóðleg umhverfissamtök gera tilraun til að þrýsta á fjármála- fyrirtæki á alþjóðavettvangi HANS Blix, yfirmaður vopnaeftir- litsmanna Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær loforði Íraka um að eyða bönnuðum eldflaugum en tals- maður Bandaríkjaforseta sakaði þá um blekkingu. „Þetta er mikilvægt dæmi um raunverulega afvopnun,“ sagði Blix eftir að embættismenn í Bagdad til- kynntu að hafist yrði handa í dag við að eyða eldflaugunum. „Þetta er blekking sem við höfðum búist við,“ sagði hins vegar Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkjafor- seta. Hann bætti við að Bandaríkja- stjórn krefðist „algjörrar afvopnun- ar“ af hálfu Íraka sem hún sakar um að hafa falið gereyðingarvopn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng. „Þetta er ekki rétti tíminn til að bregða á leik,“ sagði hann og kvaðst hafa vitað um leið og Saddam Hussein lýsti því yfir að eldflaugunum yrði ekki eytt að hann myndi fallast á það skömmu áður en fresturinn til þess rynni út. Utanríkisráðherra Frakklands sagði hins vegar að loforð Íraka stað- festi að vopnaeftirlitið skilaði ár- angri og styrkti þá afstöðu Frakka að halda ætti vopnaeftirlitinu áfram. Utanríkisráðuneytið í Moskvu tók í sama streng. Hans Blix gaf til kynna að skýrsla, sem búist er við að verði birt á mánu- dag, væri jákvæðari í garð Íraka en gert hefur verið ráð fyrir. Fulltrúar aðildarríkja öryggisráðsins fengu skýrsluna í gær. Raunveruleg afvopnun? Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP. BANDARÍSKIR hermenn ganga framhjá flugvél sem notuð er til að flytja hersveitir frá Fort Campbell í Kentucky á Persaflóasvæðið vegna hugsanlegs stríðs í Írak. Þar eru nú 225.000 bandarískir hermenn og 20.000 verða sendir þangað í næstu viku. Utanríkisráðherra Rússa ýjaði að því í gær að þeir kynnu að beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna gegn nýrri ályktun sem heimilaði hernað í Írak. Hann sagði þá tilbúna að beita neit- unarvaldinu „þegar heimsfriðurinn er í hættu“. / 22 Reuters Ekkert lát á liðsflutningunum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.