Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Verð á mann frá 19.800* kr.
þegar bókað er á www.icelandair.is
www.icelandair.is
Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu
Flugsæti á broslegu verði
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
19
89
0
01
/2
00
3
*Innifalið: Flug og flugvallarskattar
REYNT AÐ HINDRA LÁN
Alþjóðleg umhverfisvernd-
arsamtök, International Rivers Net-
work, reyna nú að koma í veg fyrir
að fjármálafyrirtæki á alþjóðavett-
vangi veiti lán til byggingar Kára-
hnjúkavirkjunar. Samtökin hafa sett
sig í samband við a.m.k. eitt fyr-
irtækjanna og gefið til kynna að þau
hyggist hafa samband við fleiri.
Búnaðarbankinn braut lög
Fjármálaeftirlitið hefur komist að
þeirri niðurstöðu að Búnaðarbank-
inn hafi tekið þátt í fyrirætlunum
keppinautar viðskiptavinar síns,
Norðurljósa samskiptafélags, um
leiðir til þess að yfirtaka rekstur
hans. Norðurljós hyggjast kæra
bankann til ríkislögreglustjóra.
Málið ekki endurupptekið
Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu
til að gera sakborningum í Geir-
finnsmálinu grein fyrir efnisatriðum
skýrslu Láru V. Júlíusdóttur, setts
saksóknara, á grundvelli laga um
endurupptöku mála. Hann hefur
skýrt dómsmálaráðherra frá þessu.
Blix fagnar loforði Íraka
Hans Blix, yfirmaður vopnaeft-
irlitsmanna Sameinuðu þjóðanna,
sagði í gær að loforð Íraka um að
eyða bönnuðum eldflaugum væri
„mikilvægt dæmi um raunverulega
afvopnun“. Frakkar tóku í sama
streng en Bandaríkjamenn og Bret-
ar sökuðu Íraka um blekkingar.
Eiður Smári í heimsúrvali
Eiður Smári Guðjohnsen verður á
meðal um 40 leikmanna frá 15 lönd-
um í svokölluðu heimsúrvali sem
mætir úrvalsliði Afríku í Bolton á
þriðjudaginn kemur.
L a u g a r d a g u r
1.
m a r s ˜ 2 0 0 3
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 48/53
Viðskipti 14/16 Messur 45/46
Erlent 18/24 Kirkjustarf 46/47
Neytendur 26 Bréf 56/57
Heilsa 28 Myndasögur 56
Höfuðborgin 28/29 Staksteinar 58
Akureyri 30 Dagbók 58/59
Suðurnes 30/31 Íþróttir 60/63
Landið 31/32 Leikhús 64
Árborg 32 Fólk 64/69
Listir 33/35 Bíó 66/69
Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70
Viðhorf 40 Veður 71
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablaðið FAGRA VER-
ÖLD 2003 frá Heimsklúbbi Ingólfs.
Blaðinu verður dreift um allt land.
FLUGVÉLABENSÍN í tönkum ol-
íufélaga og einkaaðila sem prófað
var víðs vegar um landið reyndist
ekki uppfylla lágmarksgæðakröfur
um uppgufunarþrýsting og hefur
notkun þess verið bönnuð með öllu.
Eldsneytið var rannsakað í kjölfar
þess að við venjubundið eftirlit kom í
ljós að eldsneyti af sömu tegund
uppfyllti ekki gæðakröfur.
Hefur Flugmálastjórn sent til-
kynningu þar að lútandi, einnig á
ensku, svo ferjuflugmenn geti gert
sér grein fyrir því að ekki sé hægt að
fá þetta eldsneyti alls staðar á land-
inu. Búist er við því að nýr farmur af
eldsneytinu berist eftir 10 til 14
daga. Segist Flugmálastjórn í til-
kynningu telja að fjarlægja beri það
eldsneyti sem fyrir er á flugvélum
nema umráðandi eða flugstjóri hafi
fullvissu fyrir því að það uppfylli lág-
markskröfur.
Olíuverslun Íslands tilkynnti í gær
að við rannsókn hefði komið fram að
hluti af birgðum félagsins, um 9 þús-
und lítrar, uppfyllti staðla, og félagið
hefði því hafið að nýju sölu á flug-
vélabensíni, en afgreiðslan yrði til að
byrja með takmörkuð við afgreiðslur
á Reykjavíkurflugvelli. Félagið hefði
kynnt fulltrúum Flugmálastjórnar
niðurstöður rannsóknarinnar „og
hefur stofnunin samþykkt að flug-
vélar sem félagið afgreiðir með um-
rætt eldsneyti fái loftferðarleyfi,
enda ekkert athugavert við gæði um-
rædds eldsneytis,“ segir á heimasíðu
Olís.
Flugvélabensín víðar um
land stenst ekki kröfur
Sala aftur hafin
hjá Olís á Reykja-
víkurflugvelli
SÆMUNDUR Pálsson, varðstjóri og
lögreglumaður á Seltjarnarnesi, bet-
ur þekktur sem Sæmi rokk, lét af
störfum sl. fimmtudag eftir rúmlega
34 ára starf hjá lögreglunni. Í gær
fór hann í heimsókn á gamla vinnu-
staðinn og kvaddi vinnufélaga og
vini sem komu víða að til að heilsa
upp á hann.
Það var árið 1969 sem Sæmundur
hóf störf hjá Lögreglunni í Reykja-
vík og sex árum síðar flutti hann sig
út á Seltjarnarnes þar sem hann hef-
ur haldið til síðan með „bræðrum
sínum á hæðinni“ eins og hann
kemst að orði. „Þetta er búinn að
vera yndislegur tími og ekki allir
sem geta sagt að þeir vakni spenntir
yfir því að komast í vinnuna með
svona góðu fólki,“ segir Sæmundur.
Árið 1975 var lögreglustöðin til
húsa í gamla Mýrarhúsaskólanum, í
timburhúsi undir súð. Þá voru tveir
lögreglumenn á Nesinu, hann, og
Ingimundur Kr. Helgason sem starf-
aði með honum um áratugaskeið.
Sæmundur segir það vera einkenn-
andi við að gæta laga í litlum bæ að
hér þekki allir alla. Seltirningar hafi
jafnvel lag á að biðja hann að gæta
húsa sinna á meðan þeir skreppi í frí.
Viðkvæðið sé: „Geturðu litið eftir
húsinu? Ég er að fara í hálfan mánuð,
þrjár vikur og þú hefur þetta síma-
númer ef eitthvað kemur upp á.“
„Þetta er svona á Nesinu,“ segir
Sæmundur.
Hann er lærður byggingarmeist-
ari og vonast til að geta snúið sér í
auknum mæli að smíðavinnu. Hann
segist einnig enn þá vera liðtækur
dansari og vís með að setja á sig
dansskóna á opinberum vettvangi ef
sá gállinn er á honum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Félagar Sæmundar Pálssonar í lögreglunni gerðu sér glaðan dag með honum í gær. Meðal þeirra voru Böðvar
Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Sæmi rokk lætur af störfum
Viðkvæðið var: „Get-
urðu litið eftir húsinu?“
MAÐURINN sem slasaðist er
bíll hans lenti út af veginum um
Bjarngötudal, sem liggur milli
Patreksfjarðar og Rauðasands,
liggur enn þungt haldinn á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Samkvæmt upplýsingum vakt-
læknis á gjörgæsludeild er
maðurinn mjög alvarlega slas-
aður og er honum haldið sof-
andi í öndunarvél. Líðan hans
er þó stöðug. Hann hefur enn
ekki gengist undir aðgerð.
Kastaðist út
úr bílnum
Maðurinn var á leið til Pat-
reksfjarðar í fyrrakvöld en
þegar hann skilaði sér ekki
þangað fór lögreglan á Pat-
reksfirði að svipast um eftir
honum. Hún fann manninn um
klukkan hálf ellefu þar sem bif-
reið hans hafði farið út af veg-
inum og runnið um 30 m niður í
gil. Maðurinn hafði kastast út
úr bifreiðinni á miðri leið en tal-
ið er að um tvær klukkustundir
hafi liðið frá slysinu og þar til
lögregla fann hann. Þyrla
Landhelgisgæslunnar sótti
manninn og kom hún með hann
til Reykjavíkur nokkru eftir
miðnætti í gær.
Liggur
mjög al-
varlega
slasaður
LANDSBANKI Íslands greiddi
Halldóri J. Kristjánssyni, banka-
stjóra, samtals um 19,2 milljónir
króna árið 2002 fyrir utan greiðslur í
lífeyrissjóð, en hann er ekki með
neinn kaupaukasamning og fékk því
engan kaupauka greiddan.
Halldór J. Kristjánsson var hæst
launaði starfsmaður Landsbanka Ís-
lands á liðnu ári. Hann fékk 1.512 þús-
und krónur í laun á mánuði og skatt-
mat bifreiðahlunninda, sem
bankastjóri naut, var 86 þúsund krón-
ur á mánuði. Áunninn kaupréttur
hans á bréfum í Landsbankanum var
3,3 m.kr. að nafnverði á genginu 3,58
og greitt var í séreignarlífeyrissjóð
5% framlag, umfram lífeyrissjóðskjör
bankamanna.
Haukur Þór Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Lands-
bankans, segir að mismunur á mark-
aðsgengi og kaupréttargengi bréf-
anna nemi um 1,1 milljón og því nemi
heildargreiðslur til bankastjórans um
19,2 milljónum króna fyrir utan
greiðslur í lífeyrissjóð.
Haukur Þór segir að bankinn hafi
ákveðið að greina frá launakjörum
bankastjóra á liðnu ári vegna þess að
Kauphöllin hafi boðað nýjar reglur
varðandi upplýsingagjöf og taki þær
gildi 1. júlí. Í öðru lagi hafi verið
ákveðin umræða í fjölmiðlum um
þetta auk þess sem Davíð Oddsson
forsætisráðherra hafi skorað á banka
og fjármálastofnanir að birta þessar
upplýsingar á aðalfundum. Aðalfund-
ur Landsbankans hafi verið haldinn
14. febrúar og því væri ekki lengur
tækifæri til að koma upplýsingunum
á framfæri á þeim vettvangi í ár.
Enginn kaup-
auki hjá Lands-
bankanum
Greiðslur til bankastjórans námu um
19,2 milljónum króna árið 2002
TALSVERT magn af svartolíu fór í
sjóinn austan við Ósland við Höfn í
Hornafirði í gær. Það var Björn Arn-
arson fuglaáhugamaður sem fyrstur
varð var við olíumengunina í Ós-
landinu þegar hann var að líta eftir
fuglum.
Starfsmenn hafnarinnar ásamt
bæjartæknifræðingi fóru þegar að
leita að upptökum mengunarinnar,
en strax varð ljóst að hún kom ekki
frá skipi. Ekki var hægt að staðfesta
upptök olíulekans í gær en í ná-
grenninu er fiskimjölsverksmiðja
sem brennir svartolíu og því ekki
ólíklegt að olían sé þaðan komin.
Ekki er vitað um hve mikið magn
er að ræða en þykk olíuleðja er í fjör-
unni á nokkrum kafla. Mengunin er
bundin við vík sem er opin á móti
vindáttinni og því helst mengunin á
afmörkuðu svæði.
Ósland er landföst eyja við Höfn í
Hornafirði og er vestari hluti hennar
friðlýstur fólkvangur. Þar eru leirur
með miklu fuglalífi og þar koma jafn-
an farfuglarnir fyrst að landinu.
Töluvert er af æðarfugli við Óslandið
og ekki er ólíklegt að eitthvað af fugli
lendi í olíunni.
Björn og félagar hans eru búnir að
gera sig klára að bjarga fuglum og
þrífa af þeim olíuna. Hann segir það
mildi að ekki var norðanátt því þá
hefði olíubrákin dreifst um stórt
svæði með hörmulegum afleiðingum.
Svartolía í sjóinn
Hornafirði. Morgunblaðið.