Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 6

Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, kynnti í gær á fundi ríkisstjórnarinnar frumvarp til laga um raforkuver, sem felur í sér heimild til að veita Landsvirkjun leyfi fyrir Norðlinga- ölduveitu í samræmi við úrskurð setts umhverfisráðherra. Þá lagði ráðherra fram frumvarp um stækk- un álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga, sem felur í sér að framleiðslugeta þess verði aukin í allt að 300 þúsund tonn á ári. Með frumvörpunum er lagður grunnur að heimildum til að semja um aukningu á framleiðslugetu ál- verksmiðju Norðuráls á Grundar- tanga í áföngum úr 90.000 árstonn- um í allt að 300.000 árstonn af áli og útgáfu virkjunarleyfa vegna orku- öflunarframkvæmda til að mæta aukinni raforkuþörf vegna stækk- unar álversins úr 90.000 tonnum í 180.000 tonn. Gert er ráð fyrir að stækkun ál- versins komi til framkvæmda í tveimur áföngum, annars vegar 90.000 árstonn sem geti hafið fram- leiðslu í byrjun árs 2006 og hins vegar um 60.000 árstonn sem geti hafið framleiðslu árið 2009. Stefnt er að því að byggingarframkvæmdir við fyrri hluta stækkunar álversins hefjist á þessu ári og er fram- kvæmdatími áætlaður 24–30 mán- uðir. Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á byggingu síðari áfanga stækkunarinnar. Seint lagt fram Í frumvarpi um raforkuver er lagt til að iðnaðarráðherra verði heimilt að veita Landsvirkjun leyfi fyrir Norðlingaölduveitu í samræmi við úrskurð setts umhverfisráð- herra, Orkuveitu Reykjavíkur leyfi fyrir stækkun Nesjavallavirkjunar og Hitaveitu Suðurnesja hf. leyfi fyrir nýju 80 MW raforkuveri á Reykjanesi og stækkun raforkuvers í Svartsengi um 16 MW. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist ákaf- lega ánægð með að frumvörpin séu komin fram þar sem um afar þýð- ingarmiklar framkvæmd sé að ræða. „Ég vonast til þess að þetta muni ganga hratt í gegn og ég held að það muni gera það því það er mikil samstaða um þessa framkvæmd. Þinginu mun reyndar ljúka eftir rúman hálfan mánuð þannig að þetta er í sjálfu sér seint fram kom- ið en engu að síður ætti það að nást því það er svo mikil samstaða um þetta.“ Valgerður segir að rétt hafi þótt að binda Norðlingaölduveitu í lög þótt áhöld séu um hvort þörf hafi verið á því. „Í rauninni kveða vatna- lög á um veitur þannig að það hefði mátt hugsa sér að það hefði verið nægjanlegt að fá leyfi ráðherra fyrir framkvæmdinni. En við töldum al- veg ástæðu til þess að fara með þetta fyrir þingið,“ sagði iðnaðar- ráðherra. Frumvörp vegna Norðlingaölduveitu og stækkunar Norður- áls á Grundartanga voru kynnt í ríkisstjórninni í gær Ráðherra telur að frum- vörpin fari hratt í gegn Kosningaáherslur VG Veiði- heimildir fyrndar á 20 árum STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs kynnti kosningaáherslur flokksins á flokksráðsfundi í gær. Setti hann fram forgangsverkefni í ýmsum málaflokkum á næsta kjörtímabili þar á meðal eftir- farandi kosningaáherslur:  Ríkið tryggi allt að 1.800 milljónum í sameiginlegt átaks- verkefni þess og sveitarfélaga um ókeypis leikskóla í áföng- um.  Sköttum verði létt af lægstu launum í áföngum á næsta kjör- tímabili með hækkun skattleys- ismarka og tekjutengdum end- urgreiðslum.  Dregið verði úr skattlagn- ingu meðaltekna og lægri tekna með stiglækkandi skattbyrði um leið og jaðaráhrif verði tak- mörkuð. Fjármagnstekjur undir 100 þús. verði skattfrjálsar  Fjármagnstekjur undir 100.000 kr. verði skattfrjálsar og skattþrep á hækkandi tekjur umfram það verði tvö, 12% og 18%, og skili allt að 2.000 milljón kr. viðbótar- tekjum.  Lítil og meðalstór fyrirtæki njóti skattalegs hagræðis á fyrstu rekstrarárum.  Veiðiheimildir verði fyrndar út úr kvótakerfinu á 20 árum og þeim endurráðstafað þannig að þriðjungur þeirra verði byggðatengdur, þriðjungur boðinn til leigu og þriðjungur boðinn núverandi handhöfum til afnota með sérstökum samn- ingum.  Hafnar verði aðgerðir til að efla atvinnulíf á Suðurnesjum vegna minnkandi umsvifa hers- ins og til að undirbúa brottför hans.  Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar verulega.  Samfélagslaun, lífeyrir og atvinnuleysisbætur taki mið af vandaðri lífskjarakönnun.  Samræmt húsnæðisframlag innan skattkerfisins í stað vaxtabóta og húsaleigubóta.  Allt að 1.000 milljónum á ári varið í stofnstyrki til byggingar leiguíbúða á vegum félagslegra aðila.  Hver fjölskylda greiði aðeins leikskólagjöld fyrir eitt barn í senn frá og með árinu 2004.  Stytting vinnuvikunnar verði meginmarkmið í kjara- samningum næstu ára og þrí- hliða samskiptum hins opin- bera og aðila vinnumarkað- arins.  Göngudeildir sjúkrahúsanna verði efldar og gjaldtaka á þeim afnumin.  600 milljón kr. viðbótarfram- lag til atvinnuþróunarfélaga ásamt stofnstyrkjum og hag- stæðum lánum til nýrra fyrir- tækja. Umhverfisgjöld verði innleidd  Umhverfisgjöld verði inn- leidd til að hvetja til visthæfra framleiðsluaðferða.  Breiðbandsvæðing landsins á næstu þremur árum.  Engar frekari stórfram- kvæmdir á hálendinu fyrr en fyrsta áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma er lokið og nýtt aðal- skipulag á þeim grunni hefur verið staðfest.  Skólagjöld verði afnumin í opinberum skólum. STEINGRÍMUR J. Sigfússon for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG), sagði í yfirlits- ræðu á flokksráðsfundi í dag að markmið flokksins í alþingiskosning- unum væri algjörlega skýrt: að fella ríkisstjórnina og knýja fram í grund- vallaratriðum breytta stjórnar- stefnu. „Andstæðingar okkar eða keppi- nautar geta valið sér annan vígvöll þar sem persónur og væntanlegir titlar eru aðalatriðin en einu heiti ég ykkur og það er að Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun halda sig við málefnin,“ sagði Steingrímur. Framsókn leitaði að- stoðar í örvæntingu sinni Hann sagði VG vera aftur og aftur í þeirri stöðu að vera póllinn á móti ríkisstjórninni og beindi gagnrýni að Framsóknarflokknum og Samfylk- ingunni. „Reyndar er það svo að Framsókn réð sér auglýsingaskrif- stofu og ráðgjafa, leitaði aðstoðar í örvæntingu sinni snemma á þessu kjörtímabili. Hvað eigum við að nota á Vinstri græna? – var lagt fyrir sér- fræðinga. Og niðurstaðan var: Alltaf á móti stimpillinn. Segið það bara nógu oft, þá fara menn að trúa því. Framsóknarmenn fengu þau fyrir- mæli frá áróðursmeisturunum, allt frá foringjanum sjálfum og niður í óbreyttra fótgönguliða að tyggja þetta aftur og aftur og blanda hæfi- lega með fjallagrasa- og hundasúru- bröndurum. En er þetta pólitík? Eru þetta rök? Nei, þetta er dapurlegt birtingar- form hins gagnstæða. Rökþrot flokks sem hefur týnt sjálfum sér í vistinni hjá íhaldinu og það svo rækilega að það þarf að minna varaformanninn á að hann sé nú í Framsóknarflokkn- um en ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þegar þessi plata hefur svo verið spiluð í ein tvö ár, hvað gerist þá? Jú, allt í einu vakna þessir menn upp við vondan draum og telja, vegna skoð- anakannana, að þeim stafi fullt eins mikil ef ekki meiri ógn af Samfylk- ingunni. Og þá er skipt um óvin, snú- ið við blaðinu, hlaupið af hestinum í miðri á, eins og heyra mátti endur- óma frá flokksþingi framsóknar- manna um síðustu helgi. Er þetta pólitík? Nei, ekki heldur og ekki frek- ar en barnalegir tilburðir vina okkar í Samfylkingunni sem samviskusam- lega fylgja þeirri dagskipun frá sinni auglýsingastofu að láta sem við í Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði séum ekki til, hreinlega ekki til. Það hlýtur a.m.k. að vera ástæðan fyrir því að þau geta ekki nefnt okkur á nafn. Tæplega getur heill stjórn- málaflokkur orðið svo heltekinn mál- helti og það allur á sama tíma að hann missi hæfileikann til að segja þessi fallegu orð: Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Og spurningunni er fljótsvarað þetta er heldur ekki póli- tík,“ sagði Steingrímur. Engin vinstristjórn verður mynduð án vinstriflokks Í ræðu sinni lagði Steingrímur áherslu á að ef mynda eigi velferð- arstjórn í vor eins og VG berjist fyrir, hljóti sú velferðarstjórn að byggjast á vinstristefnu og félagshyggju. „Það verður ekki mynduð nein vinstri- stjórn á Íslandi nema í henni sé vinstriflokkur,“ sagði hann. Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar Markmiðið að fella ríkis- stjórnina Morgunblaðið/Jim Smart Steingrímur J. Sigfússon fjallaði um stjórnmálin í byrjun kosningabaráttu í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstrihreyfingarinnar síðdegis í gær. RÍKISSAKSÓKNARI telur ekki ástæðu til að gera sakborningum í Geirfinnsmálinu grein fyrir efnis- atriðum skýrslu Láru V. Júlíusdótt- ur, setts saksóknara, á grundvelli laga um endurupptöku mála. Þetta kemur fram í bréfi sem hann hefur skrifað dómsmálaráðherra og Láru. „Það sem var verið að skoða hjá saksóknaraembættinu var hvort það væri eitthvað í þessari skýrslu sem væri ástæða til að kynna dóm- fellu í málinu. Þetta er ákvæði í 2. málsgrein, 184. greinar um lögmeð- ferð opinberra mála sem þar er vís- að til. Ég sá ekkert í þessari skýrslu sem gaf tilefni til þess og hef engan rökstuðning fyrir því að þess sé þörf,“ sagði Bogi Nilsson ríkissaksóknari við Morgunblaðið í gær. Ragnar Aðalsteinsson, hæsta- réttarlögmaður og lögmaður Sæv- ars Ciesielskis, telur víst að skjól- stæðingur hans óski nú eftir endurupptöku á svokölluðu Guð- mundar- og Geirfinnsmáli á grund- velli skýrslu Láru með vísan til ný- legra laga um endurupptöku mála. „Ég býst þó við að áður en það ger- ist muni dómsmálaráðherra svara ríkissaksóknara þessu bréfi hans, en í því er enginn rökstuðningur fyrir niðurstöðunni. Í nútíma stjórnsýslu ber handhöfum stjórn- sýslunnar að rökstyðja ákvarðanir sínar og niðurstöður þannig að ég tel víst að dómsmálaráðherra muni um hæl senda ríkissaksóknara bréf og óska eftir að hann rökstyðji af- stöðu sína,“ sagði Ragnar. Hann sagði jafnframt að það kæmi sér ekki á óvart að stjórnvöld taki ekki upp rannsókn að nýju að eigin frumkvæði. „Það er ríkjandi sjón- armið hjá stjórnvöldum og jafnvel hjá dómstólum að þeir eigi ekki að viðurkenna að það geti orðið mistök í framkvæmd starfa þeirra og það sé betra að láta mistökin óleiðrétt heldur en að þurfa að standa frammi fyrir að leiðrétta þau því það kunni að draga úr virðingu al- mennings fyrir óskeikulleika stjórnvalda og dómstóla,“ sagði Ragnar og bætti við að nauðsynlegt væri að breyta þessu viðhorfi. Ríkissaksóknari hefur skoðað skýrsluna um Geirfinnsmálið Málið ekki endurupptekið140 milljónir til Ábyrgðar- sjóðs launa SKIPTAFUNDIR í þrotabúum Fréttablaðsins ehf. og Nota bene fóru fram á fimmtudag. Alls nema lýstar kröfur í búin um 650 milljónum króna, þar af um 435 milljónir í Fréttablaðið og fundust engar eignir á móti þeim kröfum. Launa- og lífeyrissjóðskröf- ur í Fréttablaðið ehf. nema nærri 102 milljónum og um 38 milljónum hjá auglýsingaskiltafyrirtækinu Nota bene, en eigendur þessara félaga voru að langmestu leyti þeir sömu. Að sögn Sigurðar Gizurarsonar skiptastjóra verður þessum forgangs- kröfum, alls 140 milljónir, vísað til Ábyrgðarsjóðs launa og ekki er talin ástæða til að halda fleiri skiptafundi. Á skiptafundi Fréttablaðsins kom fram að félagið hefði frá upphafi virst hafa átt við fjárhagserfiðleika að stríða, sem síðan hefðu aukist svo að ekki hefði neitt við ráðist. Þegar út- gáfa blaðsins stöðvaðist um mitt síð- asta ár var rekstur þess, nafn, að- staða, vélar og tæki selt Ragnari Tómassyni lögmanni og Gunnari Smára Egilssyni ritstjóra í umboði óstofnaðs hlutafélags. Í framhaldinu varð einkahlutafélagið Frétt eigandi Fréttablaðsins og hóf útgáfu á því og rekstur – og hefur gert síðan. Kaup- verðið var 15 milljónir króna sem skyldu greiðast með því að greiða laun blaðbera Fréttablaðsins. Mis- munur, ef einhver yrði, skyldi ganga til seljenda en hann virðist enginn hafa orðið, segir í fundargerð skipta- fundar. Þrot Fréttablaðsins og Nota bene GUÐJÓN Arnar Kristjánsson al- þingismaður er í efsta sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvestur- kjördæmi en tillaga kjördæmaráðs um skipan. Miðstjórn flokksins á eft- ir að samþykkja tillöguna formlega í næstu viku. Gerð er tillaga um Sig- urjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Sauðárkróki í 2. sæti. Guðjón A. Kristjánsson í efsta sæti ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.