Morgunblaðið - 01.03.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Er vit í hlátri?
Mikilvægi hlát-
urs athugað
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐog Háskóli Íslandsstanda að sameig-
inlegri dagskrá á stóra
sviði Þjóðleikhússins í
dag. Dagskráin er liður í
hátíðarhöldum vegna
Vetrarhátíðar Reykjavík-
urborgar 2003 og er hún
tileinkuð hlátri í öllum sín-
um myndum. Guðrún J.
Bachmann kynningar-
stjóri er í forsvari fyrir
dagskrána og svaraði hún
nokkrum spurningum.
– Hvað felst í yfirskrift-
inni „Er vit í hlátri?“?
„Það má lesa ýmislegt
út úr þessari yfirskrift.
Hún getur falið í sér
vangaveltur um hvort
hlátur geri eitthvert gagn,
hvort hann sé tóm léttúð
og alvöruleysi eða hvort hann hafi
eitthvert annað og jafnvel æðra
hlutverk. Svo má spyrja sig hvort
sé eitthvert vit í að vera yfirhöfuð
að ræða um hlátur af fullri al-
vöru.“
– Hverjum datt í hug að halda
dagskrá um þetta efni?
„Þegar leitað var til Háskóla
Íslands um þátttöku í Vetrarhátíð
Reykjavíkurborgar fórum við að
velta fyrir okkur ýmsum árstíða-
bundnum viðfangsefnum, svo sem
skammdeginu, vorinu sem nálg-
ast, ýmu í þjóðfræðum og menn-
ingarfræði sem tengdist árstím-
anum, kjötkveðjuhátíðum og svo
framvegis. Einhvern veginn fór
efnið að tengjast æ meir fögn-
uðinum yfir því að vera til,
gleðinni í lífinu. Þá kom Hugvís-
indastofnun með þá hugmynd að
halda ráðstefnu um hlátur og
skop. Þegar málið var skoðað
frekar sáum við hvað listin leikur
stórt hlutverk í sögu hlátursins
og meðal annars þess vegna þótti
okkur mikilvægt að leita sam-
starfs við listamenn. Hugmynd-
inni var strax mjög vel tekið í
Þjóðleikhúsinu, að tvinna saman
listir og vísindi og vinna sameig-
inlega dagskrá um hlátur.“
– Eru einhverjar sérstakar
áherslur í dagskránni?
„Fyrst og fremst langaði okkur
að nálgast efnið frá sem flestum
hliðum og möguleikarnir eru
næstum óendanlegir. Fræðimenn
og spekingar hafa um aldaraðir
velt fyrir sér fyrirbærinu hlátri
og mikilvægi hans fyrir mann-
skepnuna. Það sama hafa lista-
menn gert í gegnum tíðina. Þess
vegna var lögð áhersla á að setja
saman dagskrá sem sýndi sem
flestar hliðar hlátursins: Hlut-
verk hláturs í samfélaginu og
menningarsögunni, mikilvægi
hans í daglegu lífi og lækninga-
gildi hláturs fyrir sál og líkama,
svo eitthvað sé nefnt.“
– Hvernig verður dagskráin
samsett?
„Það verða flutt sjö erindi um
hlátur, frá margvíslegum sjónar-
hornum fræðanna. Inni á milli er-
indanna og innan þeirra verða
flutt leikin, lesin og sungin atriði
sem hvert á sinn hátt
vekur hlátur og gleði.
Stundum verður hluti
erindanna „leikgerð-
ur“. Sem sagt tal og
tónar, gamansöm al-
vara í bland við alvöru gaman-
semi.“
– Er dagskráin fyndin eða á
hún bara að útskýra hvað fyndni
er?
„Það verður örugglega hlegið
og það verður gaman. Spurning
dagsins er kannski þessi: Hvað er
fyndið og hvers vegna? Hvers
vegna hlæjum við? Kannski er
ekki einu sinni hægt að útskýra
fyndni. Eða hlátur. En það er
varla hægt að hugsa sér
skemmtilegra viðfangsefni!“
– Nefndu okkur nokkur dæmi
um dagskrárliði?
„Kynnir hátíðarinnar er Örn
Árnason, einn fremsti gleðigjafi
þjóðarinnar. Meðal erinda má
nefna að Ólafur Þ. Harðarson
stjórnmálafræðingur fjallar um
hlátur og stjórnmál. Auðbjörg
Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur
talar um hlátur og heilbrigði,
Þorbjörn Broddason fjölmiðla-
fræðingur flytur erindi um húmor
í fjölmiðlum og Torfi H. Tulinius
bókmenntafræðingur fjallar um
Freud og hláturinn. Torfi er jafn-
framt forstöðumaður Hugvísinda-
stofnunar Háskóla Íslands sem
hefur átt drjúgan hlut í undirbún-
ingi dagskrárinnar. Aðrir fyrir-
lesarar eru Kristín Einarsdóttir
þjóðfræðingur, Gottskálk Þór
Jensson fornfræðingur og Friðrik
Rafnsson bókmenntafræðingur.
Einvalalið leikara Þjóðleik-
hússins mun leiklesa, syngja og
leika úr gömlum og nýjum verk-
um, auk þess að skreyta erindin
með ýmsum hætti. Þarna stíga á
svið Pálmi Gestsson, Þórunn Lár-
usdóttir, Rúnar Freyr Gíslason,
Ólafur Darri Ólafsson, Atli Rafn
Sigurðarson og auðvitað Örn
Árnason.“
– Var mikið hlegið þegar þið
skipulögðuð dagskrána?
„Við skemmtum okkur alveg
konunglega, það var
mikið hlegið og af fullri
alvöru. Þetta þyrfti að
vera árviss atburður.“
– Fyrir hverja er
þessi dagskrá?
„Aðgangur er ókeypis og allir
eru velkomnir á meðan húsrúm
leyfir. Dagskráin er fyrir alla, en
líklega una yngstu börnin sér þó
betur við að spjalla við Sollu
stirðu og Höllu hrekkjusvín
frammi á gangi á meðan foreldr-
arnir hlýða á erindi, en dagskráin
er þannig uppbyggð að allir eiga
að geta notið hennar eða einhvers
hluta hennar.“
Guðrún J. Bachmann
Guðrún J. Bachmann fæddist
1953. Stúdent frá MH og bók-
menntafræðingur frá HÍ. Starf-
aði um árabil við þýðingar,
kennslu, búskap og fleira. Frá
1984 textagerð, hugmyndasmíði
og almannatengsl á auglýsinga-
stofum. 1993–2001 markaðs- og
kynningarstjóri Þjóðleikhússins
og kennari við Endurmennt-
unarstofnun HÍ og víðar. Frá
2001 verkefnastjóri á þróunar-
og kynningarsviði Háskóla Ís-
lands og kynningarstjóri Háskól-
ans frá 2002. Maki er Leifur
Hauksson dagskrárgerðarmaður
og eiga þau fimm börn og tvö
barnabörn.
… örugglega
hlegið og það
verður gaman
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
03
52
03
/2
00
3
afsláttur
af öllum vorlaukum & fræjum
frá föstudegi til sunnudags
20%
ræktunardagar
Nei, nei, Guðni, þú átt ekki heima í Valhöll og Davíð er ekki pabbi þinn.