Morgunblaðið - 01.03.2003, Síða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
S
ÓLVEIG Pétursdóttir
dómsmálaráðherra gerði
grein fyrir vandanum í
opnunarávarpi sínu á
ráðstefnunni. Hún minnti
á að þessi vandi varðaði brot á
grundvallarmannréttindum og
snerti því Íslendinga eins og aðrar
þjóðir. Hún sagði að skýrsla um
vændi á Íslandi frá 2001 hefði leitt í
ljós að vændi þrifist meðal ungs
fólks í vímuefnaneyslu og í tengslum
við næturklúbba borgarinnar. Þá
nefndi hún til hvaða aðgerða hefði
verið gripið í framhaldi af skýrsl-
unni, t.d. hefðu bæði Reykjavík og
Akureyri bannað svokallaðan einka-
dans í sveitarfélögunum. Að lokum
tók Sólveig fram að hún hefði lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga um
að verslun með konur yrði sérstakt
brot samkvæmt almennum hegning-
arlögum og gæti varðað allt að 8 ára
fangelsi.
Sérstök nálgun í hverju landi
Að loknu ávarpi félagsmálaráð-
herra tók Gunilla Ekberg, lögfræð-
ingur og verkefnisstjóri átaks Norð-
urlandanna og Eystrasaltsríkjanna
gegn verslun með konum, til máls.
Gunnilla byrjaði á því að minna á að
vandamálið væri ekki nýtt af nálinni
heldur hefði þekkst í margar aldir.
Mansal væri heldur ekki bundið við
ákveðin lönd heldur breiddi sig út
um allan heim. Oftast væru gerend-
urnir karlar og þolendurnir konur
og börn – og kæmu oftast frá fátæk-
ari löndum heimsins. Fram kom að
hátt í 4 milljónir kvenna og barna
gengju kaupum og sölum á hverju
ári.
Gunilla minnti á að vandinn fælist
ekki aðeins í mansali. Þúsundir
Vesturlandabúa ferðuðust til fátæk-
ari landa til að notfæra sér konur og
börn í kynferðislegum tilgangi.
Dæmi væru um að melludólgar ferð-
uðust á milli staða með hópa vænd-
iskvenna á sínum snærum, þekkt
væru dæmi um að rússneskar konur
væru keyptar til Norður-Noregs og
Svíþjóðar til lengri eða skemmri
tíma og áfram mætti telja.
Hún sagði að blásið væri til átaks-
ins í því skyni að fræða og efla um-
ræðu um vandann meðal almenn-
ings. Átakið hefði verið unnið með
ýmsum hætti. Gunilla nefndi í því
sambandi að í Eystrasaltslöndunum
hefði verið reynt að ná til ungmenna
og alveg sérstaklega ungra stúlkna
með fyrirlestrum um mansal í skól-
um.
Lífstíðarfangelsi fyrir mansal
„Það er dapurlegt frá því að segja
að sala á konum frá Austur-Evrópu
og Rússlandi sem stunda nektar-
dans eða vændi var einmitt það sem
vakti athygli okkar á verslun með
konur fyrir nokkrum árum, líkt og
er að gerst hér á Íslandi,“ sagði
Andrew Lelling, lögfræðingur á
mannréttindaskrifstofu bandaríska
dómsmálaráðuneytisins. Lelling
sagði frá því að alríkisstjórnin í
Bandaríkjunum hefði á undanförn-
um árum brugðist mjög hart við
brotum af þessari tegund. Hefðu
Bandaríkjamenn tekið upp ýmsar
aðgerðir til að koma í veg fyrir man-
sal. Meðal annars hefðu lögreglu-
þjónar verið þjálfaðir sérstaklega.
Einnig hefði verið tekin upp síma-
þjónusta allan sólarhringinn þar
sem fólk getur greint frá því ef það
hefur orðið vart við mansal.
Lelling taldi mikilvægt að komið
væri í veg fyrir að fórnarlömbin
væru send úr landi og þannig væri
það í Bandaríkjunum. Þeim væri út-
vegað húsnæði, læknishjálp, sál-
fræðileg aðstoð og hjálpað til að fá
vinnu. Einnig væri unnið að því að
þau fengju skaðabætur, þegar
dæmt væri í mansalsmálum. „Við
höfum á þann hátt flutt milljónir
dollara frá þeim sem stunda verslun
með konur og til fórnarlamba
þeirra.“
Lelling sagði frá því að lögin um
mansal frá 2000 hefðu gefið þeim
sem vinna að þessum málum nýtt
vopn í hendur. „Með lögunum voru
refsingar fyrir alvarleg brot þyngd-
ar, allt upp í lífstíðarfangelsi. Lögin
gerðu það einnig refsivert að að-
stoða við verslun með konur. Einnig
er það saknæmt að gera upptæk
vegabréf eða vegabréfsáritun í þeim
tilgangi að neyða konur til vændis.
Það sem er svo ógnvekjandi við
þennan vanda er hvað starfsemin er
orðin háþróuð. Oft er hún skipulögð
og rekin af stórum, alþjóðlegum
glæpahringjum, sem selja fíkniefni
og vopn.“
80% Svía vilja refsa þeim
sem kaupa kynmök
Camilla Örndahl, yfirmaður man-
salsdeildar ríkislögreglustjórans í
Stokkhólmi, sagði að 200–500 konur
væru fluttar til Svíþjóðar á hverju
ári og gerðar út sem vændiskonur,
þær væru á aldrinum 18–25 ára.
Flestar kvennanna kæmu frá Aust-
ur-Evrópulöndum, einkum frá Eist-
landi, Litháen og Rússlandi.
Gunnilla tók fram að á síðastliðnu
ári hafi Svíar sett lög sem gera það
refsivert að flytja konur á milli
landa í því skyni að gera þær að
vændiskonum. Refsing við slíku at-
hæfi væri frá tveimur og upp í tíu
ára fangelsisvist. Hún sagði að sam-
kvæmt sænskum viðmiðunum þættu
þetta ströng viðurlög. „Lögin gera
það mögulegt að refsa öllum þeim
sem koma við sögu við slíkt mansal.
Það kom einnig fram í máli hennar
að vændiskaup eru refsiverð í Sví-
þjóð samkvæmt lögum frá 1999.
„Við getum ekki horft framhjá þætti
þess sem kaupir þjónustu vændis-
kvenna. Refsing fyrir slíkt brot eru
fjársektir eða fangelsun í allt að sex
mánuði.“ Hún kvað ýmsar þjóðir
hafa sýnt áhuga á að taka upp við-
urlög sem þessi. En samkvæmt
skoðunarkönnun frá 2001 væru 80%
Svía hlynnt þessum lögum.
Gamilla greindi frá því að vænd-
iskonur hefðu sagt sænskum lög-
regluþjónum að melludólgar og þeir
sem flytja inn konur til kynlífs-
þrælkunar litu ekki lengur á Svíþjóð
sem vænlegan markað. Símahleran-
ir lögreglunnar hafa einnig leitt
þetta í ljós. „Glæpamenn eru eins og
aðrir sem stunda viðskipti, þeir
velta fyrir sér ágóða, ástandi á
markaðnum og áhættuna á því að
vera gómaðir.“
Ljósmyndaðar og
kvikmyndaðar
Þær erlendu konur sem hafa ver-
ið fluttar hingað til lands á nekt-
ardansstaðina, hafa ekki leitað mik-
ið til Neyðarmóttökunnar, sagði
Guðrún Agnarsdóttir, læknir og for-
stöðumaður Neyðarmóttöku Land-
spítala – háskólasjúkrahúss.
„Hinsvegar hafa nokkrar þeirra
leitað á slysa- og bráðamóttökuna
og þá yfirleitt vegna mála sem
tengjast alvarlegum vanda í lífi
manneskju. Síðan hefur einnig verið
rætt um að þær hafi leitað eftir því
að komast í fóstureyðingar.“
Guðrún kvað fólk sem starfar á
Neyðarmóttökunni hafa orðið vart
við að ofbeldi í nauðgunum væri
orðið grófara. „Það eru fleiri hóp-
nauðganir og hegðunin er ofbeld-
isfyllri og yfirvegaðri en áður.
Við höfum einnig séð mun fleiri
tilvik þar sem konur eru ljósmynd-
aðar eða kvikmyndaðar. Oft er þetta
þegar þær eru undir áhrifum áfeng-
is sem beinlínis er notað af geranda
í þessu skyni eða þá vegna þess að
þær eru hrifnar af þeim er stjórnar
för og vilja allt til vinna til að þókn-
ast honum. Eru eins og viljalaus
verkfæri og andlit þeirra falin í
hauspoka meðan myndað er.“ Guð-
rún minnti á að stór hluti þeirra sem
koma til Neyðarmóttökunnar væri
unglingar. „Þetta eru telpur undir
átján ára aldri og langflestar hafa
orðið fyrir nauðgun en einnig sjáum
við tilraunir til nauðgana og ýmis
önnur birtingaform kynferðisofbeld-
is, og hin stríða markaðssetning á
konum sem bergmálar yfir á æ
yngri stúlkur, vekur ugg hjá þeim
sem starfa á móttökunni.“
Áhrif alþjóðavæðingar
Rósa Erlingsdóttir, stjórnmála-
fræðingur, fjallaði m.a. um áhrif
hnattvæðingar og efnahagslegs
samruna í Evrópu á stöðu kvenna í
löndum fyrrum Austur-Evrópu.
Rósa sagði m.a. að stórfelldur nið-
urskurður á útgjöldum hins opin-
bera til velferðarmála hefði valdið
því að félagslegt öryggisnet kvenna
hefði nánast horfið á sama tíma og
atvinnuþátttaka kvenna á aldrinum
18 til 64 ára hefði að meðaltali lækk-
að úr 80% niður í 40–50%. „Önnur
afleiðing örra stjórnarfars- og efna-
hagslegra breytinga er nátengd
slæmri efnahags- og félagslegri
stöðu kvenna en eins og hér hefur
komið fram er talið að um 500.000
konur frá löndum Austur-Evrópu
leiðist árlega út í vændi eða verði
fórnarlömb mansals,“ sagði hún og
lagði ennfremur áherslu á að út-
þensla útflutningsmarkaða og að-
lögunarstefna alþjóðfjármálastofn-
ana hefði ekki síður haft alvarlegar
afleiðingar í för með sér fyrir stöðu
kvenna í Asíu, Afríku og Rómönsku-
Ameríku.
Fórnarlambavernd
tekin upp
Margrét Steinarsdóttir, lögfræð-
ingur í framkvæmdahópi Stígamóta,
sagði að miklvæg reynsla frjálsra
félagasamtaka nýttist vel í barátt-
unni gegn verslun með konur. Með-
al verkefna Stígamóta í baráttunni
gegn verslun með konur er að setja
upp grænt númer. Númerið geta
konur og karlar í klám- og vænd-
isiðnaði notað til að fá aðstoð eða
veita upplýsingar. Ungt fólk á veg-
um Stígamóta hefur afhent starf-
andi stúlkum á nektarstöðum 500
kr. peningaseðla með græna núm-
erinu.
Margrét lýsti yfir ánægju sinni
með frumvörp Sólveigar Péturs-
dóttur og Kolbrúnar Halldórsdóttur
til breytinga á hegningarlögum.
Frumvörpin kveða bæði á um bann
við mansali. Frumvarp Kolbrúnar
gerir ráð fyrir banni við kaupum á
kynlífsþjónustu.
Hún sagði Stígamót leggja til að
tekin yrði upp svokölluð fórnar-
lambavernd til að gera konum
mögulegt að komast úr klóm þeirra
sem gera þær út. Slík vernd veitir
konum m.a. landvistarleyfi, endur-
hæfingu, félagslega, lögfræðilega og
sálfræðilega aðstoð.
Karlmennirnir vilja hætta
Ingófur Gíslason, félagsfræðingur
á Janfréttisstofu, brá upp tölum um
það hversu margir karlar hafa keypt
kynlíf. Sagði hann það misjafnt eftir
löndum. Allt frá 6% í Bretlandi upp í
40% á Spáni. Hér á landi hafa 7%
karlmanna keypt kynlíf, samkvæmt
könnun sem gerð var af Landlækn-
isembættinu árið 1992. Ingólfur
sagði einnig frá rannsókn og tillög-
um sem Prostitusjons Centret í
Noregi hefur sett fram. Rannsök-
uðu þeir hverjir viðskiptavinirnir
væru. Í niðurstöðum rannsóknar-
innar er stungið upp á meðferð fyrir
kynlífskaupendur. „Það kom fram í
könnuninni og svo mörgum öðrum
að mjög fáir karlmenn eru ánægðir
með að vera viðskiptavinir vænd-
iskvenna og vilja hætta því. Margir
hætti að kaupa kynlif eftir að hafa
prófað það einu sinni eða tvisvar.“
Ingólfur kvað kveikjuna að því að
menn byrjuðu að kaupa sér kynlíf
væri glæst mynd sem dregin væri
upp af hamingjusömu vændiskon-
unni en karlmennirnir uppgötvuðu
fljótlega að þessi tegund af kynlífi
væri niðurlæging og ofbeldi.
Ekki sýnd
lágmarksvirðing
Þorbjörg I. Jónsdóttir, hrl., fram-
kvæmdastjóri Kvennaráðgjafarinn-
ar og formaður Kvenréttindafélags
Íslands, sagði að hlutverk Kvenna-
ráðgjafarinnar væri að veita konum
ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf.
Starfsemin byggðist á þeirri hug-
myndafræði að konur hefðu síður
fjárráð en karlar til að kaupa sér
sérfræðiráðgjöf af þessum toga.
Þorbjörg sagði að til Kvennaráð-
gjafarinnar hefðu leitað starfandi
konur á íslenskum nektarstöðum.
Þá hefði hún sem lögfræðingur unn-
ið fyrir konur sem hefðu haft nekt-
ardans að atvinnu sinni hér á landi.
Hún sagði að sín upplifun af þess-
um heimi væri að konunum væri
ekki sýnd lágmarksvirðing sem
manneskjur. „Þannig hafa komið
konur til að vinna hér á landi sem
boðið hefur verið upp á húsnæði
sem hinn almenni Íslendingur
myndi aldrei sætta sig við, verið
boðið upp á vinnutilhögun, s.s. varð-
andi vinnutíma og yfirstjórn sem við
myndum aldrei sætta okkur við og
verið boðið upp á framkomu og sam-
skiptareglur sem við myndum aldrei
sætta okkur við, t.d. að þurfa greiða
háar sektir ef við komum of seint til
vinnu, fá ekki greitt nema fyrir
hluta hinnar svokölluðu vinnu og
þurfa jafnvel að borga sekt fyrir að
blóta, sem er nú landlægur siður,
eða ósiður eftir því hvernig maður
lítur á það.“
Mansal
verði gert
refsivert
á Íslandi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Átak gegn verslun með konur var yfirskrift ráðstefnunnar, sem Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra setti.
Reuters
Lögregla í einu úthverfa Moskvu ræðir við konu, sem grunuð er um að
stunda vændi. Árlega eru mörg hundruð þúsund konur frá Austur-Evrópu
seldar mansali og oft er starfsemin í höndum glæpahringja.
Dóms- og kirkjumála-
ráðuneyti gekkst fyrir
ráðstefnu um átak
Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna
gegn verslun með konur
á Grand hóteli í gær. Vel
á annað hundrað manns
sat ráðstefnuna.
’ Í Bandaríkjunumeru milljónir dollara
fluttar frá þeim sem
stunda verslun með
konur til fórnar-
lamba þeirra. ‘