Morgunblaðið - 01.03.2003, Qupperneq 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VUR
V
IÐ
SK
IPTAÞJÓNUSTA
U
T
A
N
R Í K I S R Á Ð U N
E Y
T I
S
I N
S
í verki með íslenskri útrás
www.vur.is
Borgarplast
í Austurvegi
„Ég má til með að þakka fyrir þá
þjónustu sem við fengum hjá VUR
í Moskvu í tengslum við
útflutningsverkefnið okkar.
Viðskiptafulltrúinn við sendiráðið
reyndist okkur frábærlega, eldsnögg
og nákvæm. Undirbúningur og
framkvæmd var til fyrirmyndar og
skýrslur mjög góðar.
Það kom mér líka þægilega á óvart
að finna hve sendiherranum í Moskvu
er umhugað um að verslun milli
þjóðanna gangi sem best. Hann telur
það greinilega hlutverk
utanríkisþjónustunnar að bæta
viðskiptaumhverfið og ryðja
hindrunum úr vegi, svo auka megi
viðskipti milli þjóðanna.
Við eigum eftir að eiga frekari viðskipi
við VUR í framtíðinni, það er víst.“
Jón Guðmundsson,
fjármálastjóri Borgarplasts
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
V
U
R
6
0
1
-0
3
hlutafjárvæðingu, yfirtökutilrauna
Búnaðarbankans, flutnings höfuð-
stöðva og hás framlags í afskriftar-
reikning útlána.
Hann segir að dregið hafi verið úr
markaðsáhættu í rekstri með sölu á
hlutabréfum SPRON í Kaupþingi
banka og styrkum stoðum verið skot-
ið undir reksturinn með kaupum á
Frjálsa fjárfestingarbankanum, sem
auka muni stöðugleika í rekstri spari-
sjóðsins. Vaxtamunur SPRON hafi
aukist lítillega á árinu 2002 og numið
alls 3,7%, en verið 3,4% árið 2001.
Skýringuna segir Guðmundur vera
þá að með kaupum á Frjálsa fjárfest-
ingarbankanum og sölu hlutabréfa í
Kaupþingi banka lækki verulega
hlutfall þeirra eigna SPRON sem
ekki beri vexti og það hafi áhrif á út-
reikning vaxtamunar.
Guðmundur segir að horfur í
rekstri SPRON á yfirstandandi ári
séu góðar og þess sé vænst að sam-
starf sparisjóðsins og Frjálsa fjár-
festingarbankans hafi í för með sér
sóknarfæri á lánamarkaði.
Vaxtatekjur aukast um 34,5%
Hreinar vaxtatekjur SPRON námu
alls 1.689 milljónum króna, sem er um
34,5% aukning frá fyrra ári. Hreinar
vaxtatekjur móðurfélagsins drógust
aftur á móti saman um 2,8%. Segir í
tilkynningu að samdrátt hreinna
vaxtatekna móðurfélagsins megi
einkum rekja til mikillar lækkunar
verðbólgu á árinu 2002. Hreinar
rekstrartekjur jukust um 42,9%.
Gengishagnaður af annarri fjár-
málastarfsemi á árinu 2002 jókst um
69,3% og nam alls 350 milljónum.
Gengishagnaður af hlutabréfum nam
HAGNAÐUR samstæðu SPRON á
árinu 2002 nam 734 milljónum króna
eftir skatta. Árið áður var hagnaður-
inn 238 milljónir. Hagnaður fyrir
skatta var 272 milljónir í fyrra en 12
milljónir á árinu 2001.
Guðmundur Hauksson, sparisjóðs-
stjóri, segir að arðsemi af rekstri
SPRON á árinu 2002 hafi verið mjög
góð, eða 23%. Árið áður var arðsemin
8,5%. Hann segir að þessi árangur
hafi náðst þrátt fyrir sérstaka kostn-
aðarliði í rekstri sparisjóðsins, svo
sem vegna brostinna áforma um
171 milljón og af skuldabréfum nam
gengishagnaður 175 milljónum.
Rekstrargjöld SPRON námu alls
2.057 milljónum á árinu. Rekstrar-
gjöld samstæðunnar hækkuðu um
32,0% frá fyrra ári.
Framlag í afskriftarreikning útlána
hækkaði um 24,7% frá fyrra ári og
nam alls 591 milljón.
Afskriftarreikningur
útlána 2,7%
Útlán SPRON námu í árslok 2002
alls 35.996 milljónum króna, sem er
um 40,8% hækkun frá árslokum árið
áður. Segir í tilkynningunni að hækk-
un útlána megi einkum rekja til kaupa
SPRON á Frjálsa fjárfestingarbank-
anum þar sem um 4,8% samdráttur
hafi orðið í útlánum móðurfélagsins.
Heildarinnlán SPRON í lok ársins
námu alls 25.070 milljónum og hækk-
uðu um samtals 3.150 milljónir eða
14,4%. Innlán og lántaka hækkuðu úr
29.376 milljónum í 37.620 milljónir,
eða um 28,1%.
Afskriftarreikningur útlána nam í
lok ársins 1.113 milljónum. Afskrift-
arreikningur útlána í hlutfalli af út-
lánum og veittum ábyrgðum nam alls
2,7% í árslok en var 2,5% í árslok
2001.
Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins
samkvæmt CAD reglum var í árslok
11,5% en var 11,2% í árslok 2001.
Heildareignir SPRON í árslok
námu alls 51.635 milljónum og jukust
um 33,9% frá fyrra ári.
Stjórn SPRON mun leggja fram
tillögu á aðalfundi félagsins um að
greiddur verði 18,0% arður til stofn-
fjáreigenda vegna ársins 2002.
SPRON hagnast
um 734 milljónir
!!
"#
$!
%
&
'&
&(
##%
"$
%$#
!
#
!
#
%
%"
!"
'&
& )*+,-
&&
&
&
& .
!!/0
/"0
! !
!!/0
/0
!%
!
!!
"#$
HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra á
síðasta ári var 501 milljón króna en
var 590 milljónir króna á árinu á
undan. Heildar eigið fé félagsins í
árslok 2002 var 5.942 milljónir króna
en var 4.398 milljónir í lok ársins áð-
ur og hækkaði um 35% á árinu.
Í fréttatilkynningu frá félaginu
segir að á árinu hafi fjárfestingar-
tekjur lækkað verulega miðað við
fyrra ár. Því valdi einkum minni
verðbólga og styrking krónunnar en
langtímafjárfesting félagsins í dótt-
urfélögum leiði einnig til tímabund-
innar lækkunar á vaxtaberandi eign-
um. „Afkoma samstæðunnar er því
nokkuð undir væntingum stjórn-
enda. Vátryggingareksturinn er að
vísu í betra jafnvægi en mörg und-
anfarin ár en hagnaður af fjármála-
starfsemi er borinn uppi af hagnaði
af sölu fjárfestinga,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Jafnframt kemur fram að hagstæð
matsþróun tjónaskuldar eldri ára
leiðir til jákvæðrar afkomu í lög-
boðnum ökutækjatryggingum.
Fjöldi ökutækjatjóna á árinu 2002 er
svipaður og á árinu áður. Jákvæð
þróun í eignatryggingum framan af
ári gekk til baka á síðari hluta ársins
en tíð stórtjón í brunatryggingum
fasteigna höfðu neikvæð áhrif á af-
komu félagsins. Versnandi afkoma af
almennum ábyrgðartryggingum er
einnig áhyggjuefni. Áhrif dóttur- og
hlutdeildarfélaga á afkomuna eru
neikvæð um 36 milljónir króna á
árinu.
Spáir 700 milljóna afkomu
Um rekstrarhorfur hjá fyrirtæk-
inu segir Einar Sveinsson forstjóri í
fréttatilkynningunni að að því gefnu
að tjónaþróun verði með svipuðum
hætti og árið áður er gert ráð fyrir
að afkoma félagsins á árinu 2003
verði ekki undir 700 milljónum
króna.
Bókfærð iðgjöld samstæðunnar í
skaðatryggingum voru 8.153 milljón-
ir króna en bókfærð iðgjöld líftrygg-
inga voru 1.036 milljónir króna.Bók-
færð tjón skaðatrygginga voru 5.371
milljón króna en bókfærðar líftrygg-
ingabætur voru 234 milljónir króna.
Hreinn rekstrarkostnaður vegna
skaðatryggingarekstrar var 1.402
milljónir króna og vegna líftrygg-
ingarekstrar 351 milljón króna.
Fjárfestingartekjur yfirfærðar á
skaðatryggingarekstur voru 640
milljónir króna en voru 1.403 millj-
ónir króna árið áður. Fjárfestingar-
tekjur samstæðunnar voru 1.548
milljónir króna á árinu og fjárfest-
ingargjöld voru 653 milljónir króna.
Að teknu tilliti til yfirfærðra fjárfest-
ingartekna á vátryggingarekstur
var hagnaður af fjármálarekstri 250
milljónir króna á árinu.
Stjórn félagsins leggur til að
greiddur verði 30% arður til hluthafa
á árinu 2003.
Hagnaður
Sjóvár-Almennra
undir væntingum
%
&'()*
'&
& &
1 '&
& 2
3
2)
&
4 & .
5
.
%"
%"
" $
!#
!"
#
'&
&(
&
!$"
$
( 4
6(. '&
& )*+,-
!"#
!$$
/0
!
!!
&' +
KRISTINN Björnsson, forstjóri
Skeljungs, sagði á aðalfundi félagsins
í gær að sá „plagsiður“ sumra ís-
lenskra eftirlitsstofnana að gæta ekki
þagmælsku um rannsóknarefni sín
væri afar undarlegur, „og auðvitað
óþolandi með öllu, þegar þess er gætt,
að einvörðungu sjónarmið rannsókn-
araðila koma fram í slíkum skipulögð-
um leka.“
Hann gagnrýndi einnig hve langan
tíma rannsókn Samkeppnisstofnunar
á meintum brotum Skeljungs á sam-
keppnislögum hefði tekið. Rannsókn
stofnunarinnar hefur staðið yfir síðan
í desember 2001, þegar hún gerði
húsleit á skrifstofu Skeljungs.
„Ekki þarf að fara mörgum orðum
um það óhagræði og réttaróvissu,
sem fylgir því að fólk og fyrirtæki séu
svo lengi undir rannsókn hjá eftirlits-
aðilum í þjóðfélaginu,“ sagði Kristinn
í ræðu sinni á aðalfundinum.
Líkur á að rannsóknin taki
nokkur ár til viðbótar
Kristinn sagði að líkur væru á að
rannsóknin myndi taka nokkur ár til
viðbótar, með tilheyrandi afleiðingum
fyrir alla viðkomandi. „Hlýtur það að
vera umhugsunarefni, svo ekki sé
fastar að orði kveðið, hvort hér sé ver-
ið að fylgja eðlilegum og viðurkennd-
um vinnubrögðum eins og þau eru
tíðkuð í öðrum löndum. Hvort skyldi
það vera betra fyrir viðskiptaþjóð-
félagið í heild sinni að beina sjónum
fram á veg með ný vinnubrögð,
grundvölluð á breyttu lagaumhverfi,
að leiðarljósi, eða eltast árum saman
við fornar syndir?“
Að sögn Kristins hefur Skeljungi
nú borist svokölluð frumathugun nr. 1
frá Samkeppnisstofnun. Hann segir
að þar sé um einhliða frásögn stofn-
unarinnar að ræða, af atvikum og at-
burðarás eins og hún blasi við starfs-
mönnum hennar eftir að hafa blaðað í
skjölum, minnisblöðum og tölvupósti
starfsfólks olíufélaganna og spjallað
við nokkra starfsmenn þeirra. „Vissu-
lega ber hún þess merki, að verið sé
að geta sér til um hluti, enda ekki ann-
að hægt, þar sem starfsmenn Sam-
keppnisstofnunar voru hvorki þátt-
takendur né áhorfendur að þeirri
atburðarás, sem leitast er við að lýsa.“
Forstjóri Skeljungs gagnrýnir seinagang við rannsókn
Samkeppnisstofnunar vegna meintra brota félagsins
Sakar stofnunina um
skipulagðan leka
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, gagnrýndi Samkeppnisstofnun á
aðalfundi félagsins, sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gær.
ÞAU mistök urðu í frétt á forsíðu
Morgunblaðsins í gær um hagnað tíu
fyrirtækja sem greindu frá uppgjöri
ársins 2002 í fyrradag, að afkomutöl-
ur fyrir Ker hf. voru rangar. Hagn-
aður Kers á árinu 2002 var sagður
hafa numið 888 milljónum króna en
2.120 milljónum árið áður. Hið rétta
er að hagnaðurinn var 2.120 milljónir
árið 2002 en 378 milljónir árið 2001.
Beðist er velvirðingar á þessum
leiðu mistökum.
Leiðrétting