Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 22
ERLENT
22 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
V
IÐ höfum mikið velt því
fyrir okkur hvernig
heimurinn geti breyst
svo mikið á einu ári að
menn eins og forseti
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og
forseti Frakklands skiptist á jafn
hörðum orðum og gefi öðrum fyr-
irskipanir eins og reyndin er orðin,“
segir Riitta Uosukainen, forseti
finnska þingsins. „Fyrir skömmu
var ég á fundi með fulltrúum aðild-
arríkja Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu í Vín. Við ræddum
einnig Íraksmálin en þar var talað á
öðrum nótum og allir lögðu áherslu á
að efla bæri frið.“ Hún segir Finna
að sjálfsögðu vona að friðsamleg
lausn finnist á deilunum.
Uosukainen er hér á landi í op-
inberri heimsókn. Hún er spurð
hvað henni finnist um harða gagn-
rýni Jacques Chirac Frakklands-
forseta á stefnu væntanlegra nýrra
ríkja Evrópusambandsins, ESB en
þau hafa stutt sjónarmið Banda-
ríkjamanna og Breta í Íraksmál-
unum. Chirac gaf í skyn að aðild
ríkjanna gæti runnið út í sandinn ef
þau söðluðu ekki um. Uosukaninen,
sem er liðsmaður flokks íhalds-
manna, segir að samkvæmt finnsk-
um hefðum tjái þingforseti sig ekki
mikið um einstakar stjórn-
máladeilur. En það valdi sér áhyggj-
um að Chirac skyldi tjá sig með
þessum hætti. „Við verðum alltaf að
haga okkur vel, jafnvel þótt okkur
greini á,“ segir hún.
– Stuðningur við hugsanlega aðild
Finnlands að Atlantshafsbandalag-
inu, NATO, fer nú minnkandi í könn-
unum. Er aðild mikið rædd á þingi
eða á göngunum?
„Við höfum rætt þessi mál á göng-
unum og líka í salnum. Mín afstaða
er sú sama og hún hefur verið, ég tel
að dyrnar inn í NATO eigi áfram að
vera lokaðar en ekki læstar. Flestir
Finnar telja að við eigum ekki að
ganga í bandalagið. Stuðningurinn
minnkaði síðan skyndilega núna
vegna deilnanna um stríð við Írak.
Þrjú Norðurlandanna eru í
NATO, þrjú í ESB, Finnar taka síð-
an þátt í evrusamstarfinu og ég held
að þetta sá í góðu lagi. Við störfum
öll ágætlega saman og lærum af
reynslu hvert annars. Þetta er mjög
sérstakt og að mínu áliti mjög
skandinavískt.“
Málamiðlun en samt
meirihlutastjórn
– Er hefðin fyrir málamiðlun jafn-
sterk á finnska þinginu og á þingum
Dana, Svía og Norðmanna?
„Málamiðlanahefðin er afar sterk í
Finnlandi en við höfum hins vegar
lagt áherslu á að ríkisstjórn hafi
ávallt meirihluta á þingi. Þannig hef-
ur það verið öll þau 20 ár sem ég hef
verið í stjórnmálum.
Ég furða mig á því hvernig t.d.
Norðmönnum tekst þetta án þess að
stjórnin hafi þingmeirihluta, það er
mjög athyglisvert. Hjá okkur hefur
lengi tíðkast að mynda svonefndar
„regnbogastjórnir“ og í núverandi
stjórn sitja flokkar bæði til hægri og
vinstri. Þannig höfum við siglt í
gegnum margan ölduganginn. Sumir
hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag en
þá ber að geta þess að stjórnar-
andstaðan er öflug. Miðflokkurinn
hefur í könnunum mælst álíka stór
og flokkur jafnaðarmanna, minn
eigin flokkur er á svipuðu róli og þeir
tveir en ívið minni. Eðlilegt er að
Miðflokkurinn sæki núna í sig
veðrið, minn flokkur hefur setið í
stjórn undanfarin 16 ár. Viðhorf
kjósenda breytast með tímanum.“
– Hver er reynsla Finna af ESB-
aðildinni síðustu átta árin?
„Hún er góð, stuðningurinn við
aðild er nú meiri en hann var þegar
við ákváðum í þjóðaratkvæða-
greiðslu að ganga í sambandið. Við
erum ánægð. Þetta er samstarf sjálf-
stæðra þjóða og það er mjög mik-
ilvægt. Finnar telja líka mikilvægt
að hlutverk þjóðþinganna sé stórt og
þannig er það hjá okkur.“
– Væri það jákvætt að völd Evr-
ópuþingsins yrðu aukin og hver yrðu
áhrifin á finnska þingið, yrði það ut-
anveltu?
„Þingin eru ekki keppinautar,
hlutverk þeirra eru ólík. Ég hef velt
þessu mikið fyrir mér og tel að þing-
ið í Helsinki skipti okkur mestu, það
er mikilvægt. Völdin hafa ekki farið
til Brussel og þingstörfin hafa ekki
farið þangað heldur því að við höfum
meira að gera núna. Ég óttast ekki
að þingið í Helsinki verði utanveltu,
finnska þjóðin vill ekki að svo fari og
þess vegna mun það ekki gerast.“
Hvar er kjarninn?
– Sagt er að þið Finnar viljið ekki
vera á jaðrinum í evrópsku samstarfi
heldur vera með í öllu. En hvar er
kjarninn í vestrænu samstarfi núna
þegar klofningur er orðinn augljós?
„Ég held að kjarninn sé í Helsinki!
Kjarninn er þar sem við erum, segja
þeir sem hafa gott sjálfstraust, allt
annað er á jaðrinum. Fyrir Finna
sem starfa í Brussel er hann þar,
fyrir þá sem vinna í Helsinki er
kjarninn þar.
Litlu þjóðirnar hafa nóg af verk-
efnum í Evrópusamstarfinu. Skrif-
ræðið í Brussel er gríðarlegt. Auka
þarf gegnsæi í stjórnsýslunni og
ákvarðanatekt, við viljum að þetta sé
opnara og þarna er mikið starf óunn-
ið. Við höfum tekið til í okkar eigin
ranni, í Finnlandi, en höfum nú kom-
ist að raun um að ástandið var síst
skárra annars staðar.
Finnska þingið hefur nú sérstakan
fulltrúa til að sinna þessum málum í
Brussel sem skiptir miklu vegna
þess að við þurfum að fá upplýsingar
um það sem gerist eins fljótt og unnt
er. Fulltrúinn tryggir líka að ná-
lægðarreglunni, um að ákvörðun sé
tekin sem næst þeim sem mest eiga
undir henni, sé beitt.
Þessar umbætur verða hins vegar
ekki að veruleika í einni svipan,
kannski aldrei en okkur finnst að
stefna beri að þeim og jafnframt að
vandað sé meira til setningar laga og
reglugerða. Og við höfum þrátt fyrir
allt séð að hinar þjóðirnar virða
skoðanir okkar á þessum málum,“
segir Riitta Uosukainen, forseti
finnska þingsins.
Riitta Uosukainen, forseti finnska þjóðþingsins, í opinberri heimsókn á Íslandi
Þjóðin mun
ekki samþykkja
að þingið verði
utanveltu
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Riitta Uosukainen, forseti finnska þingsins, hlustar á hvíslið í steinlista-
verki Ólafar Nordal, „Vituð ér enn – eða hvað?“, í nýbyggingu Alþingis.
LIÐSSÖFNUN Bandaríkjahers í
grennd við Írak heldur ótrautt áfram
þessa dagana. Greint var frá því á
fimmtudag, að sjötta bandaríska
flugmóðurskipið, með tilheyrandi
flotadeild, hefði nú fengið fyrirmæli
um að vera til taks ef ákveðið verður
að ráðast inn í Írak. Einnig var til-
kynnt að sveit torséðra B-2-
sprengjuflugvéla væri í viðbragðs-
stöðu.
Bandarískir embættismenn, sem
ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu
að síðustu daga hefði orðið vart við
liðsflutninga Lýðveldisvarðarins,
sérsveita íraska hersins, að því er
virtist í þeim tilgangi að efla varn-
irnar í kjarnalandi súnní-múslima í
Mið-Írak, í kring um Bagdad.
Í þessari viku óx liðsafli Banda-
ríkjahers á Persaflóasvæðinu og við
austanvert Miðjarðarhaf í 225.000
manns, að sögn heimildarmanns
AFP-fréttastofunnar í varnarmála-
ráðuneytinu í Washington. Tæplega
helmingur þessa herliðs, um 111.000
manns, er í Kúveit, þaðan sem mest-
ur þungi innrásarliðsins myndi
streyma inn í Írak, ef til kæmi.
„Tilgangurinn með liðsflutningum
er að sýna með óyggjandi hætti
ákveðni alþjóðasamfélagsins,“ sagði
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna. „Og það er ein-
mitt það sem ég tel að sé að gerast.“
Talsmenn bandaríska flotans
sögðu að flugmóðurskipið USS Nim-
itz hefði fengið fyrirmæli um að halda
úr heimahöfn sinni í San Diego í Kali-
forníu hinn 3. marz og halda áleiðis til
Persaflóa, en þar og í austanverðu
Miðjarðarhafi eru fyrir fimm flug-
móðurskip ásamt samtals um 100
skipa flota.
B-2-sprengjuþotur hugsanlega
notaðar til að hefja árásir
Og talsmaður flughersins sagði að
B-2-sprengjuflugvélasveitin, sú eina
sem til er, hefði fengið fyrirmæli um
að hafa hinar torséðu vélar í við-
bragðsstöðu á ótilgreindum stöðum.
B-2-vélunum var beitt bæði í loft-
árásum NATO í Kosovo og átökun-
um gegn talibönum í Afganistan. Þær
eru óskavopn flughersins til að hefja
næturárásir á vel varin svæði eins og
Bagdad.
Vitað er að B-2-vélar eru geymdar
í sérsmíðuðum flugskýlum í Fairford
á Englandi og í herstöð Bandaríkja-
hers á brezku eyjunni Diego Garcia á
Indlandshafi, en frá þessum stöðum
geta vélarnar auðveldlega náð að
fljúga yfir hvaða skotmark sem er í
Írak.
„Ef maður sendir fjórar eða fimm
B-2-vélar af stað einhvers staðar í
heiminum er hægt að valda ómæld-
um usla með því,“ tjáði John Jumper,
hershöfðingi í bandaríska flughern-
um, blaðamönnum á miðvikudag.
Annað merki um að hernaðarátök
séu að nálgast þykir að bandaríski
flotinn hefur nú fullmannað sjúkra-
hússkipið USS Comfort með um 800
manna sérhæfðu starfsliði. Í skipinu
eru 1.000 sjúkrarúm, en er það var
sent inn á Persaflóann í síðasta mán-
uði var það aðeins mannað lágmarks-
áhöfn.
Loks má nefna, að þýzk stjórnvöld
– sem eru andvíg hernaðaríhlutun í
Írak eins og kunnugt er – hafa ákveð-
ið að senda fleiri hermenn, sem eru
sérþjálfaðir í að athafna sig og
hreinsa svæði þar sem efna-, sýkla-
eða geislavopnum hefur verið beitt,
til Kúveit. Þar var fyrir slík sérsveit
þýzka hersins, sem starfar með
bandaríska herliðinu í nafni alþjóð-
legra hryðjuverkavarna.
!
"#$% &
'( $$
)*
", ,-,
!"#$"%&!'(")*#'''+#'$,-#"#''
$.$/01'2""."#$,',34$$)#" /".''.
$&* ..
#/ / + ((
.+ & # . / # .
.&/ .0 "$$*. 1... .
.,
/
##. / +
/
# .2/* & +$
5#"#''
".0%&6"7'("#"
8"",$,3%$,"
9"#'&*, ,&1:"
('#7$.1:"
%$(#.(
,$'.'&.9
$".%$&&'#( ,&"
2"'#&"$*;"'$/01"
< ,&;0,".9=
<37",;0,".9=
</'',".9
<#" ,&1:"
>'(&/'&,.0"
-< ) "#''
*;.0"
? ,&.0"
<1#.$
<<?$%":0"
%"",$,3%$'=
-1#.$."
<@%"",$,
3%$'
<%"",$,%&
4"4"3%$,"
<%"",$,3%$,"
!<!9"#'&*,1:"
?.''"4"%&
$,0'.'&.9=
< *;$'(.*+"+
%$(#.(." ,&
;0,".9
<3*;01"0.0"
%&1"1#.$."0."+$
<'(&/'&,.0"=
<? ;$&/'&,.0"
%&.0#''6"7'1#.$
A-#"#''
3" ."-#"#''
3" ,&1:"
3" <-.0("#"
<6"7'("#"
Vel yfir
200.000 her-
menn í við-
bragðsstöðu
Sjötta flotadeild Bandaríkjahers
á leið til Persaflóa