Morgunblaðið - 01.03.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.03.2003, Qupperneq 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUMIR hljómsveitarstjórar hreyfa sig varla, bæra rétt fingurna þegar þeir stýra hljóm- sveitinni, en aðrir nota allan líkamann eins og þeir vilji helst setja allt á annan endann. Valerí Gergíev, aðalhljómsveitarstjóri Maríínskí- óperunnar og -ballettsins í Santi Pétursborg, er í flokki með þeim síðarnefndu. Þegar hann stjórnar, stekkur hann upp, hristir höfuðið og beygir sig svo mikið, að áheyrendur búast við, að hann muni falla í gólfið. „Ef ég er spurður hvort ég stundi mikið íþróttir, þá er svarið já ... þegar ég stjórna,“ segir Gergíev glettnislega en hann hefur verið tilnefndur til þrennra Grammy-verðlauna á þessu ári fyrir kórinn og hljómsveitina. Hann rekur Maríínskí með sama hætti og hann stjórnar hljómsveitinni – með því að hrista upp í hlutunum, krefjast hins ítrasta af hljóðfæra- leikurunum og með því að auka sífellt fjöl- breytni efnisskrárinnar. Honum er ekki aðeins þakkað að hafa bjargað Maríínskí, Kírov- ballettinum, sem áður var, heldur einnig fyrir vaxandi vinsældir hans og velgengni. Aðalgestastjórnandi í Metrópólitan Gergíev er tíður gestur í erlendum hljóm- leikasölum og aðalgestastjórnandi Metrópólit- an-óperunnar í New York. Var sú staða raunar stofnuð sérstaklega fyrir hann. „Hann sannaði ekki aðeins, að rússnesk óp- eru- og balletthús standi jafnfætis þeim bestu annars staðar, heldur sýndi hann líka, að þau eru fær um að hafa áhrif um allan heim,“ sagði Gjúljara Sadyk-Zade, tónlistargagnrýnandi í Sankti Pétursborg. Gergíev hefur breytt og aukið efnisskrána, einkanlega með sígildum, rússneskum verk- um, til dæmis með óperum Mússorgskís, Tjaíkovskís, Rímskí-Korsakovs, Prókófíevs og Shostakovítsj og með ballettum Stravínskís. „Hann gerði Maríínskí að því, sem það er,“ sagði Sadyk-Zade. „Áður gat hljómsveitin ekki leikið Wagner með sama hætti og nú enda hef- ur hún aldrei verið betri.“ Borgar vel og krefst mikils Maríínskí er nú í hópi helstu upptökuhúsa í heimi og Gergíev, sem setur upp allt að sjö óp- erur á ári, er auk þess önnum kafinn við um- sjón með byggingu nýs húss. Hann hefur nú á sínum snærum nokkra frábæra söngvara, þar á meðal Olgu Borodínu og Vladímír Galouzíne, enda er hann kunnur fyrir að borga sínu fólki vel og sjá því fyrir húsnæði að auki. Þegar Gergíev tók við Maríísnkí 1996 lét hann svo ummælt, að húsið væri aðeins rekið á 10% afköstum með þeim afleiðingum, að starfsmennirnir neyddust til að hafa einhverja aukavinnu til að geta framfleytt sér og sínum. Segja má, að það hafi breyst á einni nóttu. Hann fjölgaði verkefnunum og utanlandsferð- unum svo mjög, að hann var sakaður um að þrælka hljóðfæraleikarana. „Ég lét þá æfa svo mikið, að þeir höfðu varla tíma til að fá sér kaffisopa og það skilaði sér líka,“ segir Gergíev. „Ég hlusta ekki á aðra gagnrýni en þá, sem kemur frá samstarfs- mönnum mínum. Ef einhver þeirra segir, að ég sé að drepa þá, þá tek ég mark á því.“ Þolir ekki letingja Konstantín Plúzhníkov, einn söngvaranna, segir, að Gergíev krefjist þess ekki aðeins, að hans fólk hafi tæknilega getu í heimsklassa, heldur einnig, að sviðsframkoman sé skemmti- leg, að fólkið sé hreyfanlegt og lifandi. Segir Plúzhníkov, að oft get þetta verið erfitt en ekki sé um neitt annað að ræða. „Við getum ekki þrifist nema fyrir þrotlaust starf.“ Gergíev segir, að helsta gremjuefni hans séu „letingjar, sem tala mikið“. „Það er einmitt þessi leti, sem hefur hrjáð okkur Rússa á öllum öldum,“ segir hann. Forspár píanókennari Gergíev ólst upp í Kákasushéruðum Rúss- lands og hann var ekki nema níu ára gamall þegar píanókennarinn hans sagði honum, að hann yrði síðar frábær stjórnandi. „Á þeim tíma fannst mér knattspyrnan miklu skemmtilegri,“ segir Gergíev. „Ég skildi ekki hvað hún var að fara og skil raunar ekki enn hvað hún sá í fari mínu.“ Gergíev sigraði í Herbert von Karajan- stjórnendakeppninni í Berlín þegar hann var 23 ára gamall og hann var farinn að stjórna hjá Kírov þegar hann var enn í námi. Hann býr nú í Sankti Pétursborg með konu sinni og tveimur sonum, í sama húsi og móðir hans og tvær systur. Gergíev hefur staðið fyrir nokkrum stórum tónlistarhátíðum: Mússorgskí-hátíðinni 1989; Prókófíev-hátíðinni 1991 og 1992 og hátíð, sem kennd er við stjörnur og bjartar nætur og haldin hefur verið árlega í Sankti Pétursborg frá 1993. Gergíev segir um Grammy-tilnefningarnar, að viðurkenningar af því tagi séu ánægjulegar „en meginverkefni mitt er að tryggja, að Marí- ínskí-óperu- og balletthúsið verði það besta í heimi“. Eins og hann vilji setja allt á annan endann Valerí Gergíev, aðalhljómsveitarstjóri Marí- ínskí-óperu- og balletthússins í Sankti Péturs- borg, ætlar að gera það að því besta í heimi Sankti Pétursborg. AP. AP Valery Gergiev, aðalhljómsveitarstjóri og stjórnandi Maríínskí-óperu- og balletthússins í Sankti Pétursborg. ’ Ég lét þá æfa svo mikið,að þeir höfðu varla tíma til að fá sér kaffisopa. ‘ LAUST fyrir hádegi á heldur hryssingslegum vetrardegi komu tveir menn, ungur Bandaríkjamað- ur og nokkru eldri Breti, blaðskell- andi inn á krána The Eagle í Cam- bridge í Englandi. Sá eldri var ekkert að tvínóna við hlutina, held- ur tilkynnti hátt og snjallt: „Við höfum fundið sjálfan leyndardóm lífsins.“ Þennan dag, 28. febrúar árið 1953, fyrir 50 árum, hafði það runnið upp fyrir James Watson, 24 ára gömlum, og Francis Crick, 36 ára, að þeir hefðu leyst eina ef mestu gátum líffræðinnar, efna- fræðilega uppbyggingu DNA, erfðaefnis allra lífvera. Þessi uppgötvun var risastórt skref fyrir erfðavísindin en nokkru áður, raunar fyrir síðari heims- styrjöld, var menn farið að gruna, að DNA, sem lengi hafði verið talin heldur ómerkileg sameind, kynni að vera lykillinn að sjálfum erfð- unum. Þá hafði enginn hugmynd um efnafræðilega uppbyggingu þess eða hvernig það geymdi fyr- irskipanir um blá augu og blakka brá, litskrúð blómanna og lífið sjálft í öllum sínum myndum. Einnar síðu vísindaritgerð Vísindamenn um allan heim minnast nú þessara tímamóta með margvíslegum hætti, með sam- komum og glasaglaum og mikilli ráðstefnu á Long Island í New York. Francis Crick er nú prófess- or við Salk-stofnunina en farinn að heilsu og á lítið heimangengt. James Watson er forseti Cold Spring Harbor-rannsóknastofnun- arinnar í New York og enn í fullu fjöri. Í apríl, þegar liðin verða 50 ár frá því þeir félagarnir birtu einnar síðu ritgerð um uppgötvunina í vís- indatímaritinu Nature, ætlar hann að afhjúpa minningarskjöld um at- burðinn í gömlu kránni, The Eagle. Allt húllumhæið á þessum tíma- mótum er fyllilega réttmætt. Upp- götvun þeirra Watsons og Cricks hefur valdið byltingu í næstum öll- um greinum læknisfræði, líffræði, landbúnaðar og lyfjaframleiðslu. Án skilnings á DNA væri enginn lífefnaiðnaður, engar upplýsingar um erfðamengi mannsins og engar vonir um svokallaðar stofnfrumu- lækningar. Ekkert nema kolsvart myrkur fáfræðinnar um grundvall- aratriði líkamsstarfseminnar. Rosalind Franklin og hennar framlag Þegar þessa afreks er minnst verður þó ekki hjá því komist að minnast á þann þátt, sem breska vísindakonan Rosalind Franklin átti í því. Hún og samstarfsmenn hennar í King’s College í London höfðu á þessum tíma unnið að því í nokkur ár að taka röntgenmyndir af kristölluðu DNA. Hafði Frankl- in tekið mynd, sem nú er fræg, og sýndi vel lögun DNA-kjarnasýru- nnar. Þeir Watson og Crick höfðu raunar reiknað út hvernig DNA ætti að líta út ef hugmynd þeirra væri rétt og þegar yfirmaður Franklin, Maurice Wilkins, sýndi þeim myndina hennar, þá voru þeir ekki lengur í neinum vafa. Wilkins hafði hins vegar ekki fyrir því að segja Rosalind Franklin frá þessu og þegar hún lést ekki löngu síðar úr krabbameini hafði hún ekki hugmynd um sinn hlut í þessari tímamótauppgötvun. Fyrir hana fengu þeir Watson og Crick Nób- elsverðlaunin en reglur sænsku vísindaakademíunnar leyfa ekki, að látið fólk sé sæmt verðlaunun- um. Heimildir: Los Angeles Times, BBC. „Við höfum fundið sjálf- an leyndardóm lífsins“ Hálf öld liðin frá einni mikilvæg- ustu uppgötvun erfðavísindanna Reuters Tölvuteikning af DNA-kjarnasýrunni, erfðaefni lífverunnar. MIKILL viðbúnaður er nú í Ríó de Janeiro, höfuðborg Brasilíu, vegna hinnar árlegu kjötkveðjuhátíðar sem nú er hafin. Stjórnvöld sendu 3.000 hermenn á vettvang í gær í því skyni að koma á röð og reglu en mikið hef- ur borið á ofbeldi og óeirðum í borg- inni í þessari viku. Fyrr í vikunni gengu eiturlyfja- gengi berserksgang í Ríó, brenndu strætisvagna og skutu úr byssum á bækistöðvar lögreglunnar og ýmsa stórmarkaði. Þá var heimatilbúnum sprengjum kastað á íbúðarhús í borginni. Verst varð ofbeldið á mánudag en hélt þó áfram fram eftir viku. Tíma- setningin er slæm fyrir borgina, enda er kjötkveðjuhátíðin jafnan mikil lyftistöng fyrir verslun og við- skipti. Kemur jafnan fjöldi erlendra ferðamanna til borgarinnar til að fylgjast með hátíðahöldunum, en þau standa í fjóra daga. Fólk gerir sér glaðan dag, drekkur og dansar, en hugmyndafræði hátíðarinnar er að kveðja syndugt líferni með þessum hætti; að kjötkveðjuhátíðinni lokinni tekur við fjörutíu daga föstuhátíð, sem stendur allt fram að páskum. Búist við 400.000 gestum til borgarinnar Í ár hefur ofbeldið þó sett strik í reikninginn. Gert hefur verið ráð fyrir um 400.000 gestum til borgar- innar en ferðamálafrömuðir óttast nú um hag sinn. „Það hafa að vísu ekki margir afboðað komu sína ennþá, en ef ofbeldið heldur áfram þá mun það skemma hátíðahöldin,“ sagði Sergio Almeida, yfirmaður Ferðamálaráðs, TurisRio. „Ég skemmti mér alltaf vel á há- tíðinni, en nú er ég óttaslegin,“ segir tannlæknirinn Rosa Menezes Graca. „Ef ég væri ekki búsett hérna þá myndi ég halda mig fjarri Ríó.“ AP Lögreglumenn í Borel Hill-fátækrahverfinu í Ríó de Janeiro. Þar hefur verið mikið um átök og ofbeldi og óttast er, að það geti spillt fyrir kjöt- kveðjuhátíðinni í borginni. Mikill við- búnaður í Ríó Ríó de Janeiro. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.