Morgunblaðið - 01.03.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.03.2003, Qupperneq 26
NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUNGUR aukaverkana vegna fæðubótarefna reyndist al- varlegur samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rannsóknar sem greint er frá í janúarhefti lækna- tímaritsins The Lancet. Mary E. Palmer eiturefnasérfræðingur, að- alhöfundur greinarinnar, segir nið- urstöðurnar gefa til kynna „að notk- un sumra fæðubótarefna geti haft í för með sér umtalsverða áhættu fyrir hluta fólks“. Um er að ræða stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á aukaverk- unum af völdum fæðubótarefna. Skilgreining fæðubótarefna spannar vítt svið í Bandaríkjunum, frá efnum sem unnin eru úr kirtlum eða líffærum dýra til efna úr jurta- ríkinu og allt þar á milli, að sögn Mary. Hérlendis er gerður greinarmun- ur á náttúrulyfjum, náttúruvörum og fæðubótarefnum. Skilgreiningin á náttúruvöru er vara úr efnum sem unnin eru úr náttúrunni en ekki er skilgreind sem lyf. Náttúrulyf gangast undir nákvæma athugun hjá Lyfjastofnun áður en markaðs- leyfi er veitt og þau má selja sem lyf. Fæðubótarefni geta bæði inni- haldið náttúruvöru og efni sem búin eru til á rannsóknastofu. Til hefur staðið hjá Evrópusambandinu að þrengja skilgreininguna á fæðubót- arefnum. Þá mætti einvörðungu skilgreina þekkt vítamín, málmsölt og snefilefni sem líkamanum eru nauðsynleg sem fæðubótarefni. Önnur efni sem hingað til hafa verið kölluð fæðubótarefni mætti ekki kalla því nafni án samþykkis vís- indanefndar ESB, sem ekki veitir slíkt leyfi án þess að vísindalegar rannsóknir liggi þar að baki, sam- kvæmt upplýsingum frá Lyfjastofn- un. Veikindi nefnd sem ástæða notkunar fæðubótarefna Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á gögnum frá 11 eitrunar- miðstöðvum í Bandaríkjunum árið 1998. Haldin var nákvæm skrá yfir 2.332 símtöl og 1.466 tilvik sem tengdust neyslu fæðubótarefna. Einkennum var lýst í 784 tilfella og voru 489 þeirra valin þar sem rann- sakendur töldu sig að minnsta kosti 50% vissa um að aukaverkanir tengdust fæðubótarefnum. Segir Mary Palmer að aukaverk- anir hafi talist alvarlegar í þriðjungi tilfella og nefnir hjartadrep, lifrar- bilun, blæðingar, slag og fjögur dauðsföll, sem dæmi. Fæðubótarefnin sem oftast voru nefnd sem ástæða aukaverkana voru ma huang, en virka efnið í því er efedrín, guarana, ginseng, jó- hannesarjurt (St. John’s wort), króm, melatónín og sink. Fram kemur á vefsíðu Los Ang- eles Times, að Bandaríska Mat- væla- og lyfjastofnunin, FDA, telji að einungis 1% alvarlegra auka- verkana af völdum fæðubótarefna sé tilkynnt heilbrigðisyfirvöldum. Ástæða notkunar fæðubótarefna var sögð veikindi í 28% tilvika og segir Mary aukaverkanir alvarlegri eftir því sem efnasambönd eru fleiri í hverri vöru. Í sumum tilvikum var um að ræða allt að 44 mismunandi gerðir efna. Aukaverkanir vegna fæðubótar- efna eru allt frá því að teljast mildar upp í alvarlegar og er ekkert líffæri og enginn aldurshópur undanskil- inn hvað þær varðar, að hennar sögn. Aukaverkanir verða jafnframt alvarlegri með aldri, segir hún enn- fremur. Mary Palmer segir að gallar á eftirliti með aukaverkunum af völd- um fæðubótarefna í Bandaríkjunum séu áhyggjuefni. „Talið er að 29.000 tegundir fæðubótarefna séu á markaði í Bandaríkjunum um þess- ar mundir og notkun þeirra hefur margfaldast undanfarin tíu ár,“ seg- ir hún. Fæðubótarefna er meðal annars neytt vegna veikinda, sem fyrr greinir, og segja rannsakendur það vísbendingu um að tilgangurinn með neyslu þeirra sé sá sami og þegar lyfja er neytt, það er að fá bata. Telja þeir til að mynda sérstakt áhyggjuefni að fæðubótarefni skuli framleidd í umbúðum sem börn geta auðveldlega opnað og velta fyr- ir sér áhrifum þeirra á fóstur og ný- bura. Fleiri álitamál eru fjöldi efna í sumum vörutegundum, langtíma- notkun og skortur á eftirliti. „Þrátt fyrir tölfræðilega ann- marka á rannsókninni og takmark- aðar ályktanir sem draga má af nið- urstöðum eiga þær að minnsta kosti að undirstrika þörfina fyrir allsherj- ar gagnabanka um fæðubótarefni, hert markaðseftirlit, gjaldfrjálsa upplýsingaþjónustu og skyldu- skráningu alvarlegra aukaverkana,“ segir Mary E. Palmer að síðustu. Aukaverkanir tengdar neyslu fæðubótarefna Morgunblaðið/Þorkell Mary E. Palmer er eiturefnasérfræðingur og með meistaragráðu í grasa- fræði. Hún starfaði til skamms tíma á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. LÍFRÆNT ræktað kornmeti inni- heldur minna af myglusvepp og sveppaeitri en annað korn, segir Aft- enposten. Borin voru saman 100 sýni af lífrænt ræktuðu byggi, höfrum og hveiti og öðru kornmeti og leitað að eiturefnum fusarium-sveppsins í framleiðslunni. Sýni voru tekin í Þrændalögum og suðausturhluta Noregs. „Niðurstöðurnar sýna að lífrænt ræktað kornmeti inniheldur mark- tækt minna af sveppaeitri en korn- meti sem úðað er og ræktað með til- búnum áburði,“ segir Aftenposten. Sveppaeitur getur valdið ógleði, uppsölum og niðurgangi og er jafn- framt talið hindra stofnfrumur í bein- merg líkamans. Fusarium sýkir kornið í ræktun og er hann talinn stærsta ástæða þess að sveppaeitur finnst í kornmeti, segir Aksel Bernhoft við stofnun í dýra- lækningum, sem stendur fyrir rann- sókninni í samvinnu við norsk land- búnaðaryfirvöld. Spurt er hvort niðurstöðurnar þýði að lífrænt ræktað kornmeti sé hollara en annað kornmeti og svarar Bern- hoft að of snemmt sé að segja til um það. „En á því er enginn vafi að eitrið er skaðlegt mönnum og skepnum og finnst í minna mæli í lífrænt rækt- uðum afurðum.“ Tíföld aukning á sölu speltmjöls Fram kemur að lífrænt ræktað kornmeti er tvöfalt dýrara í verslun- um en annað, þrátt fyrir að salan fari sífellt vaxandi. „Umsvifin hafa aukist um 20–40% árlega síðastliðin fjögur ár,“ er haft eftir sölustjóra Helios, en fyrirtækið er með næstum 50% markaðshlut- deild í Noregi. Framleiðsla Helios er seld í heilsu- verslunum hérlendis. Sala á speltmjöli hefur aukist um- fram aðrar tegundir og segir Aften- posten að um sé að ræða tífalda aukn- ingu á síðastliðnum fjórum árum. Þá segir að norsk stjórnvöldi miði að því að lífræn ræktun verði 10% af norskum landbúnaði innan árs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sala á brauði úr speltmjöli hefur tífaldast í Noregi. Sveppaeitur síður í lífrænu kornmeti HEILDSÖLUVERÐ á mjólk og mjólkurvörum í samsettum pappa- umbúðum frá Mjólkursamsölunni hækkar um 61 eyri í dag. Hækk- unin er gerð vegna gildistöku laga nr. 162/2002 um úrvinnslugjald á umbúðir. Í kjölfarið var lagt úr- vinnslugjald á samsettar pappaumbúðir fyrir drykkjar- vörur frá og með 1. janúar síðast- liðnum, 22,23 krónur á hvert kíló umbúða. Kostnaðarauki sem af gjaldinu leiðir er mismik- ill eftir stærð pakkninga og svarar það til 0,61 krónu á hvern lítra mjólkur í pappaumbúðum. Af því leiðir að heildsöluverð mjólkur í eins lítra umbúðum hækkar úr 67,83 krónum í 68,44 krónur. Aðrar mjólkurvörur í pappaumbúðum hækka í samræmi við þyngd um- búða, samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni. Hækkun um síðustu áramót Heildsöluverð mjólkur hækkaði að meðaltali um 3,36% um síðustu áramót og hafði smásöluverð 26 af 376 vörutegundum hækkað um- fram það í verðkönnun ASÍ í jan- úar síðastliðnum. Meðalverð á ein- um lítra léttmjólkur var 84,13 krónur í umræddri verðkönnun og meðalverð Fjörmjólkur 105 krónur. Meðalverð á ½ lítra af AB-mjólk með perum var 146,75 krónur, svo dæmi séu tekin. Mjólkin hækkar um eina krónu Mjólkin hefur hækkað tvisvar það sem af er þessu ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.