Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 29

Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 29
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 29 STEFÁN Karl Stefánsson, leikari og forsvarsmaður Regnboga- barna, fjöldasamtaka áhugafólks um einelti, tók í gær við mynd- arlegu peningaframlagi sem nem- endur Áslandsskóla höfðu safnað á sérstökum menningardögum í skólanum síðustu daga. Pen- ingana fengu þau fyrir sölu á myndefni ýmiss konar sem þau unnu í skólanum og með sölu á kaffi, kakó, vöfflum og öðru með- læti í kaffihúsinu, Café Ásland, sem eldri nemendur skólans sáu um að reka. Að sögn Leifs Garð- arssonar skólastjóra fóru menn- ingardagarnir vel fram í alla staði og var aðsókn á viðburði þeim tengdum mjög góð. Í vikunni var undankeppni í upplestri en tveir nemendur skólans komast þaðan í úrslit á upplestrarkeppni sem haldin verður í Hafnarborg. Nem- endur lásu ljós að eigin vali og upp úr Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Á menningardögunum hafa stofur nemenda verið til sýnis auk þess sem hver bekkur var með at- riði í sal skólans. Ágóðinn rennur til Regnbogabarna Hafnarfjörður Morgunblaðið/Kristinn LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir neikvæð viðbrögð Magnúsar Gunnarssonar, oddvita sjálfstæðismanna, vegna tillögu sinnar um auknar byggingafram- kvæmdir í bæjarfélaginu vekja undrun sína. Ekki sé um að ræða neinar aðrar framkvæmdir en þær sem full samstaða ríki um að fara í. „Við erum fyrst og fremst að fara í átak í að fjölga dagvistarplássum sem er brýn ástæða til og ljúka ein- setningu grunnskólanna sem hefur legið fyrir,“ segir Lúðvík. Hann segir að við afgreiðslu síð- ustu fjárhagsáætlunar hafi Sjálf- stæðisflokkurinn lagt fram tillögur um að fara í stórkostlegar einka- framkvæmdir til viðbótar við það sem þegar hafi verið gert. „Við að sjálfsögðu felldum það vegna þess að það er ekki okkar stefna að vera í þessum einkafram- kvæmdum og um það var meðal ann- ars kosið í síðustu kosningum.Við teljum að þær einkaframkvæmda- leiðir sem hér hafa verið farnar séu ekki þær hagkvæmustu leiðir sem eru í boði,“ segir hann. Engin endanleg ákvörðun tekin Hann segir að ástæða þess að mál- ið komi upp núna og með þessum hætti sé að nýverið hafi stjórn Fast- eignafélags Hafnarfjarðar tekið til starfa en tillagan gangi út á að fela henni að hefja undirbúning fram- kvæmda. Engin endanleg ákvörðun um framkvæmdir hafi hins vegar verið tekin. Það verði bæjarráðs og bæjarstjórnar að ákveða hvort rétt sé að fara af stað. Bæjarstjóri svarar gagnrýni oddvita D-lista Samstaða um fram- kvæmdir Hafnarfjörður ♦ ♦ ♦ BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar hefur ákveðið að nýta sér eignarnáms- heimild á gamla ullarþvottarhúsinu í Álafosskvosinni en umhverfisráðu- neytið veitti bænum heimildina fyrr í mánuðinum. Var samþykkt á fundi bæjarráðs í síðustu viku að senda eiganda hússins bréf um ákvörð- unina hið fyrsta. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hyggst bærinn rífa húsið til að framfylgja deiliskipulagi fyrir Álafosskvosina sem samþykkt var árið 1997 en ekki hefur náðst sam- komulag við eiganda þess um upp- kaup eignarinnar. Eignar- námsheim- ild nýtt Mosfellsbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.