Morgunblaðið - 01.03.2003, Síða 34
LISTIR
34 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur
Hátúni 14 kl. 10–14
Íþróttafélag fatlaðra býður
gestum að prófa bogfimi,
borðtennis, boccia, lyftingar
o.fl. undir leiðsögn reyndra
leiðbeinenda.
Vetrargarður í
Smáralind kl. 12
Alþjóðleg keppni matreiðslu-
meistara – Food & Fun
Austurvöllur
kl. 13
Leikskólabörn
sýna eigin
myndverk.
Sundahöfn kl. 13
Menningar-
ganga í Viðey.
Kristinn E.
Hrafnsson
myndlistar-
maður og Ragnar Sigurjóns-
son, ráðsmaður í Viðey, leiða
göngu þar sem kynnt er úti-
listaverk Richards Serra og
náttúra og saga.
Þjóðleikhhúsið kl. 13–16.30
Er vit í hlátri? – Háskóli Ís-
lands og Þjóðleikhúsið hafa
tekið höndum saman um dag-
skrá sem tileinkuð er hlátri í
öllum myndum. Þar leiða
fræðimenn Háskólans og lista-
menn Þjóðleikhússins saman
hesta sína.
Ásgarður, Glæsibæ, kl. 13.30
Lífsorka og létt lund.
Dagskrá Félags eldri borg-
ara. Karl Ágúst Úlfsson flytur
erindið „Um gildi húmors“.
Borgarleikhúsið kl. 14
Ljósin í leikhúsinu - Á dag-
skrá verða m.a. atriði úr sýn-
ingum sem eru á fjölunum um
þessar mundir. Þá mun Dísa
ljósálfur birtast og leikarar
Nýja sviðsins búa til
Draumspuna með börnunum í
salnum. Athyglinni verður
beint að samspili ljóss og
skugga og ljósamenn hússins
framkvæma gjörning. Að-
gangur er ókeypis.
Miðberg, Gerðubergi kl. 14
Bland í poka-hópurinn Léttir
laugardagar sýnir eigin kvik-
mynd, syngur og er með uppi-
stand.
Gerðuberg kl. 15
Þetta vil ég sjá! Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir velur verk
á sýninguna.
Kl. 16 Gerðubergskórinn
syngur vetrarlög, Flosi
Bjarnason kveður rímur og
Hjálmar Jónsson dómkirkju-
prestur svarar honum með
vísum og glettni. Söngur og
dans.
Alþjóðahús,
Hverfisgötu, kl. 16
Opnuð verður sýning á búlg-
örskum listmunum og Hilmir
Snær Guðnason leikari og Júl-
íana Grigorova Tzankova lesa
búlgarskar sögur og ljóð. Kl.
20.30 syngur Tzvetana Peeva
búlgörsk þjóðlög.
Hitt húsið, Pósthússtræti
3–5 kl. 16–22.30
Stanslaus tónlist á Loftinu,
sýningin Hverfull í Gallerí
Tukt, Tukthús í kjallaranum.
Opið hús.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar kl. 17
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleik-
ari og Anna Málfríður Sigurð-
ardóttir píanóleikari taka for-
skot á sumartónleika safnsins
og leika verk eftir Bach, Jón-
as Tómasson, Saint-Saëns og
Chopin.
Breiðholtsbrekkan kl. 17
ÍTR stendur fyrir bretta-
stökki unglinga.
Ingólfstorg kl. 18–24
Galopið bíó. Íslenskar og er-
lendar stuttmyndir sýndar.
Kvikmyndasýningum verður
haldið áfram fram eftir nóttu
á Sirkus.
Austurbær, Snorrabraut 37,
kl. 18 og 21
Páll Rósinkranz, Karlakórinn
Stefnir og hljómsveit sýna á
sér rómantísku hliðina.
Miðaverð í forsölu í Japis og
Máli og menningu.
Perlan, Öskjuhlíð, kl. 19.30–24
Alþjóðlegur matreiðslumeist-
ari ársins – Iceland Naturally
Food & Fun Chef of the year
2003 – verð-
launaður. Gala-
kvöld í Perl-
unni með
sérstökum há-
tíðarmatseðli.
Öskjuhlíð kl.
20.45
Öfl góðs og ills
mætast í
Öskjuhlíð og
almenningi gefst kostur á að
fylgjast með af svölum Perl-
unnar. Gjörningaklúbburinn
og slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins skapa sjónarspil.
Sundhöll Reykjavíkur
kl. 20.30
Íslenskir og danskir sund-
kappar heyja einvígi á sundi
undir glitrandi ljósum og
glymjandi tónlist.
Listasafn Reykjavíkur – Hafn-
arhús kl. 21–23
Ákveðin ókyrrð / Certain
Turbulence. Gjörningar nem-
enda í LHÍ.
Iðnó kl. 24
Miðnæturtónleikar Þvotta-
kvenna
Sérstakur gestur Vetrarhátíð-
ar, er hin finnska sveit Clean-
ing Women.
Kringla, efri hæð
Ljóðið í Fókus – Ljósmynda-
félagið Fókus tengir saman
ljóð og ljósmyndir sem vísa á
margvíslegan hátt til vetrar-
ins. Sýningin stendur til 9.
mars.
SÍM-húsið, Hafnarstræti 16
Helga Óskarsdóttir og Magn-
ús Kjartansson sýna hið leyni-
lega landslag borgarinnar.
Sýningin verður opin 1. og 2.
mars kl. 13–18.
SPRON, Skólavörðustíg
Upplýstar tilfinningar – Ef
lengi er staldrað við er hægt
að upplifa 80 tilfinningar, sem
verða æ sterkari eftir því sem
rökkvar. Verk Haraldar Jóns-
sonar myndlistarmanns.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús
Ó!Frjáls? Verðlaunaverk Al-
freðs Sturlu Böðvarssonar, 2.
verðlaun í hugmyndasam-
keppni Vetrarhátíðar.
Ingólfsstræti 8 kl. 20
Opna galleríið. Íslenskir
myndlistarmenn, sem staddir
eru í útlöndum sýna. Sýningin
er opin kl. 13–17 til sunnu-
dags.
Epal, Skeifunni 6
Ljósin í borginni – Sýning á
myndum Önnu Maríu Sigur-
jónsdóttur ljósmyndara. Sýn-
ingin stendur til 22. mars.
Eldskálin við Reykjavíkurtjörn
er orkubrunnur Vetrarhátíðar
2003. Í henni logar eldur með-
an Vetrarhátíð stendur.
Stytturnar tala
Hringdu í þær gjaldfrjálst og
hlustaðu á það sem fram fer í
koparhöfði Jóns Sigurðssonar,
Pilts og stúlku, Skúla fógeta,
Hannesar Hafstein, Bertels
Thorvaldsen, Jónasar Hall-
grímssonar, Ólafs Thors,
Kristjáns níunda, Adonis, Pal-
las Aþenu, Friðriks Friðriks-
sonar og Ingólfs Arnarsonar.
Styttur bæjarins svara í síma
meðan á Vetrarhátíð stendur
en símanúmerin eru á stytt-
unum. Kort af styttum bæj-
arins fæst í Ráðhúsinu, Lista-
safni Reykjavíkur og Upplýs-
ingamiðstöð ferðamála.
Vetrarhátíð
GJÖRNINGAKLÚBBURINN
mætir Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins í Öskjuhlíð í kvöld kl.
20.45 í tilefni af Vetrarhátíð í
Reykjavík og getur almenningur
fylgst með sjónarspilinu af svölum
Perlunnar. „Við erum að fara að
vinna með Slökkviliðinu, fyrst og
fremst, en svo eru margir aðrir
sem blandast inn í þetta, kvenna-
kór og fleiri, þannig að þetta verð-
ur mikið „show“. Með þessu erum
við að reyna að lækna ófriðinn í
sálu fólks,“ segir Eirún Sigurð-
ardóttir, sem ásamt þeim Jóní
Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfs-
dóttur skipa Gjörningaklúbbinn. Í
fyrra óskaði Slökkviliðið eftir sam-
starfi við Gjörningaklúbbinn fyrir
Ljósahátíðina, sem tókst svo vel
að ákveðið var að halda samstarf-
inu áfram í ár. „Þeir opna allt hjá
sér fyrir okkur, við megum nota
allan mannskap og græjur. Við
vinnum því með Slökkviliðið eins
og hvert annað efni.“
„Þakka ykkur fyrir að sætta
okkur! Við gerðum okkur ekki
grein fyrir eyðileggingarmætti
reiðinnar!“ er setning sem Eirún
segir kristalla það sem fram fer í
kvöld. „Við viljum auðvitað ekki
fara að segja alveg nákvæmlega
hvað gerist, sjón er sögu ríkari og
allt það gamla grín. En þessi setn-
ing er mjög lýsandi fyrir það sem
við erum að fara að gera.“
Gjörningaklúbburinn er þekktur
fyrir skemmtilegar uppákomur af
ýmsu tagi og hljómar þessi ekki
síður spennandi. Eirún segir þessa
sýningu vera eitthvað sem allir
aldurshópar ættu að geta haft
gaman af. „Þetta er einstakt tæki-
færi, eitthvað sem hefur ekki verið
gert áður og verður ekki gert aft-
ur,“ segir hún að síðustu.
Ljós og skuggar í brennidepli
Ýmislegt fleira forvitnilegt er á
dagskrá Vetrarhátíðar í dag. Fjöl-
skyldudagskráin „Ljósin í leikhús-
inu“ fer fram í Borgarleikhúsinu
kl. 14, þar sem listamenn leikhúss-
ins koma fram á stóra sviðinu.
Flutt verða atriði úr sýningum
sem eru á fjölunum um þessar
mundir, m.a. söngatriði úr Sól og
Mána og Ljóta andarunganum, at-
riði úr Púntila bónda og Matta
vinnumanni eftir Bertold Brecht,
sem er næsta frumsýning leik-
hússins á stóra sviðinu. Íslenski
dansflokkurinn sýnir atriði úr sýn-
ingunni Lát hjartað ráða för, og
Dísa ljósálfur heimsækir gestina.
Ljós og skuggar verða í brenni-
depli, en ljósamenn hússins munu
framkvæma ljósasýningu með tón-
list. Hanna María Karlsdóttir leik-
kona sér um dagskrána.
Þetta vill Ingibjörg Sólrún sjá
Þá verður opnuð sýningin Þetta
vil ég sjá! í Gerðubergi kl. 15. Að
þessu sinni velur Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir verk á sýninguna, eftir
22 íslenska listamenn. Þeirra á
meðal eru Gabríela Friðriksdóttir,
Georg Guðni, Húbert Nói, Ilmur
Stefánsdóttir, Ragna Róberts-
dóttir, Rúrí, Spessi og Sigurður
Guðmundsson, en verkin eru öll
gerð á árunum 1989-2003.
„Ég á verk eftir suma þessara
listamanna, en annað eru verk eft-
ir listamenn sem ég hef fylgst
með og haft áhuga á,“ segir Ingi-
björg Sólrún, en hún á sjálf þrjú
verkanna sem eru á sýningunni.
Hún segist þó ekki vera sérstakur
listaverkasafnari. „Það er meira
tilviljun sem ræður því hvað það
er, sem ég eignast.“
Ingibjörg segir val sitt nokkuð
handahófskennt og að ekkert sér-
stakt þema einkenni verkin sem
valin eru til sýningarinnar. „Það
er einmitt frekar þetta: Hvað ég
vil sjá.“ Skilyrði fyrir vali á sýn-
inguna er að verkin séu eftir núlif-
andi listamenn, sem skýrir ef til
vill hvers vegna Kjarval og fleiri
gamlir meistarar urðu ekki fyrir
valinu hjá Ingibjörgu. „Ég hef
mjög gaman af abstrakt-málurum,
en það er í sjálfu sér bara einn
slíkur þarna á meðal á sýningunni,
Hafsteinn Austmann. Þeim hefur
fækkað.“ Þrátt fyrir áhuga Ingi-
bjargar á abstrakt-málaralist end-
urspeglast mikill fjölbreytileiki í
vali hennar, þar er allt frá inn-
setningum til málverka. „Ég hugs-
aði þetta sem þversnið og lagði
áherslu á að vera ekki bara með
málverk, heldur einnig ljósmyndir,
innsetningar og líkan, svo eitthvað
sé nefnt, til þess að endurspegla
þessa flóru sem er í myndlistinni.“
Fiðla og píanó leysa úr dvala
Í Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar á Laugarnestanga verður
risið úr vetrardvala, eins og yf-
irskrift tónleika þar í dag kl. 17,
gefur til kynna. Þá leika Hlíf Sig-
urjónsdóttir fiðluleikari og Anna
Málfríður Sigurðardóttir píanó-
leikari einleiksverkið Vetrartré
eftir Jónas Tómasson, samið fyrir
Hlíf Sigurjónsdóttur 1982-83,
Næturljóð opus 9 og opus 27
ásamt Fantasíu opus 49 í f moll
eftir Chopin sem Anna Málfríður
mun leika, og samleiksverk fyrir
fiðlu og píanó eftir Þórarin Jóns-
son, Atla Heimi Sveinsson, Fritz
Kreisler og Saint-Saëns. Á morg-
un mæta þær Hlíf og Anna Sigríð-
ur einnig til leiks í safninu, en
milli kl. 14 og 15 flytja þær létta
skemmtitónlist fyrir gesti safns-
ins. Jafnframt verður leiðsögn um
sýninguna Andlitsmyndir og af-
straksjónir kl. 14 og 16 á morgun.
Slökkviliðið efniviður
Gjörningaklúbbsins
Flutt verða atriði úr Ljóta andarunganum og fleiri sýningum Borgarleikhússins á fjölskyldudagskrá í dag.
Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu-
leikari leika í Listasafni Sigurjóns í dag kl. 17 og á morgun kl. 14.