Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 35
HAFNARFJARÐARBÆR hefur
nýlega veitt ýmsum menningarsam-
tökum í bænum ríflega starfsstyrki.
Slík styrkveiting er gríðarlega mikil
lyftistöng fyrir starfsemi þeirra
hópa sem reyna að halda uppi menn-
ingarstarfsemi. Þótt starfið sé unnið
að mestu í sjálfboðavinnu og fólk
leggi á sig og aðstandendur sína
ótakmarkaða sjálfsfórn kostar allt
sitt. Það mættu fleiri sveitarfélög
taka Hafnarfjarðarbæ til fyrirmynd-
ar hvað þetta varðar. Það er nefni-
lega mikill mannauður falinn í slíkri
áhugastarfsemi. Hún kennir fólki
öguð vinnubrögð, tillitssemi við
náungann, eykur þekkingu og fyllir
upp í frítíma og gefur þátttakendum
óendanlega mikið sem aldrei verður
metið til fjár. Allt kemur þetta svo í
heild sveitarfélaginu til góða á ein-
hvern hátt, t.d. með blómlegra
mannlífi því allir íbúarnir eiga kost á
að njóta uppskerunnar.
Það var ánægjulegt að kórarnir
fjórir skyldu taka sig saman og halda
sameiginlega tónleika í tilefni af
styrkveitingunni.
Kór Öldutúnsskóla reið á vaðið
með In monte Oliveti eftir G. Martini
og ungverskt þjóðlag, Óskasteina, í
útsetningu Bardos Lajos við texta
Hildigunnar Halldórsdóttur. Kórinn
var dálítið seinn í gang og náði ekki
að hljóma í þessum lögum en það átti
eftir að lagast strax í þriðja laginu,
íslenska þjóðlaginu Ljósið kemur
langt og mjótt, í útsetningu Jóns Ás-
geirssonar sem var fallega sungið.
Kveðja, úkraínskt þjóðlag við texta
Sigríðar Þorgeirsdóttur, var næst á
dagskrá og þar söng einn kórfélaga,
Árný Gunnarsdóttir, einsöng. Hún
hefur mjög fallega rödd og skilaði
sínu hlutverki með sóma sem og kór-
inn. Í maoríska þjóðlaginu Tutira
Mai fór kórinn á kostum. Stúlkurnar
sungu með leikrænum og að hluta til
dansrænum tilbrigðum. Kórinn söng
síðan aukalag frá Japan, Sakura, og
þar söng Árný einnig einsöng. Þetta
er lítið og fallegt lag og var sungið á
japönsku. Öldutúnskórinn hefur
löngum verið þekktur og ávallt
tengdur nafni síns ötula söngstjóra,
Egils Friðleifssonar.
Kór Flensborgarskólans er góður
kór með þéttan og mjúkan en um leið
kraftmikinn hljóm og syngur fallega
út með gott vald á styrkleikabreyt-
ingum án þess að klemma eða þvinga
tóninn. Kórinn söng fyrst lag Þor-
kels Sigurbjörnssonar, Heyr himna
smiður, og þar næst íslenska þjóð-
lagið Grafskrift í útsetningu Hjálm-
ars H. Ragnarssonar og síðan Fyr-
irlátið mér eftir Jón Ásgeirsson við
texta úr Lilju Eysteins Ásgrímsson-
ar. Öll þessi þrjú lög eru langt frá því
að vera einföld og auðsungin en kór-
inn skilaði þeim mjög vel. Spænska
lagið Pase al agua er létt og
skemmtilegt og á eftir því komu þrjú
ungversk og krefjandi þjóðlög í út-
setningu Bela Bartók við texta
Harðar Zophaníassonar. Þetta eru
skemmtileg lög og vel útfærð af
kórnum sem naut aðstoðar Antoníu
Hevesi á flygilinn. Hrafnhildur er
hér að gera mjög góða hluti með
þessum 50 söngglöðu og prúðu ung-
lingum og ekki þarf hún að kvarta
undan áhugaleysi drengjanna.
Báðir þessir kórar eru skólakórar
sem þýðir örar mannabreytingar,
reyndustu félagarnir vaxa upp úr
kórnum og inn koma nýir og óreynd-
ir. Þess vegna er gaman þegar svona
góðir kórar ná að halda háum stand-
ard ár eftir ár.
Kammerkór Hafnarfjarðar steig
næst á stokk og hélt sig við alíslenskt
lagaval. Hið sívinsæla þjóðlag Ég að
öllum háska hlæ er í raun tvö lög og
tveir textar sett saman og útsett af
Hallgrími Helgasyni sem ein heild
og hefur í raun hepnast vel og er
endirinn (án enda) í raun eitt erf-
iðasta atriði lagsins. Þjóðlagið og
þjóðvísan Vinarspegill í útsetningu
Róberts A. Ottóssonar stendur fylli-
lega fyrir sínu. Í þessum fyrstu lög-
um átti sópraninn eitthvað erfitt með
að syngja hreint á efra sviðinu þegar
sungið var veikt og virtist þetta
vandamál vera dálítið viðloðandi í
öllum lögunum.
Næst söng kórinn tvö þjóðlög í
frábærum útsetningum Árna Harð-
arsonar, Feigur Fallandason og
Tíminn líður trúðu mér. Bæði lögin
voru vel útfærð af kór og söngstjóra.
Barnagælurnar í raddsetningu Jór-
unnar Viðar voru vel fluttar og sama
er að segja um lag Gunnsteins Ólafs-
sonar, Gömul vísa um vorið, og heil-
ræðavísu Jóns Nordals. Helgi
Bragason er vandvirkur söngstjóri
sem leggur mikla áherslu á veikan,
skýran og fágaðan söng sem kannski
kemur niður á samhljómnum þegar
tekið skal á, en þá vantar oft kraftinn
og fyllinguna.
Karlakórinn Þrestir er að ég held
elsti karlakór landsins, stofnaður
1912. Núverandi söngstjóri kórsins,
Jón Kristinn Cortez, er greinilega
mjög ákveðinn og góður söngstjóri
sem er að vinna mjög góða hluti með
kórnum og verður gaman að fylgjast
með framhaldinu. Kórinn hóf raust
sína á lagi Stephens Fosters, Húmar
að kveldi, og söng síðan íslenska
þjóðlagið Hrafninn flýgur um aftan-
inn í raddsetningu Sigfúsar Einars-
sonar. Bæði voru þessi lög vel sungin
og með fallega mótaðar hendingar,
Glófagrar rósir eftir Pál Þorleifsson
við texta Jóns B. Péturssonar fylgdi
þar á eftir, ágætlega sungið. Stef –
frá Nýja heiminum eftir Dvorák í
umritun söngstjórans við texta Hall-
dórs Halldórssonar var vel sungið og
útfært. Litla friðarbænin, Domine,
pacem da nobis sem Jakob Christ
raddsetti, er lítið einfalt og fallegt
bænalag sem alls ekki er auðsungið
og náði ekki að hljóma hjá kórnum.
Lag Þorkels Sigurbjörnssonar Til
þín Drottinn hnatta og heima við
friðarbæn Páls G. Kolka var á köfl-
um vel sungið, en alls ekki án
hnökra, enda erfitt lag. Síðasta lag
kórsins Ár vas alda, þjóðlag í útsetn-
ingu Þórarins Jónssonar við texta úr
Völuspá, var án efa besta lag kórsins
og þar náði kórinn loks að hljóma og
ná fullu valdi á öllum styrkleikaskal-
anum og hefði ég vilja heyra þennan
hljóm í friðarbæninni, Domine, pac-
em da nobis. Kórinn hefur mjúkan,
kröftugan og fylltan hljóm og syngur
sig vel saman en þarf að passa að
klemma ekki á háu tónunum í veik-
um söng og sýndi í síðasta laginu að
hann getur það. Að lokum sungu allir
kórarnir saman lag Friðriks Bjarna-
sonar, Þú hýri Hafnarfjörður við
texta Guðlaugar Pétursdóttur, og
Antonia Hevesi lék með á flygilinn.
Undirritaður óskar kórunum til
hamingju með styrkinn og hlakkar
til að fylgjast með grósku þeirra í
framtíðinni.
TÓNLIST
Hásalir í Hafnarfirði
Kór Öldutúnsskóla, stjórnandi Egill Frið-
leifsson, Kór Flensborgarskólans, stjórn-
andi Hrafnhildur Blomsterberg, Kamm-
erkór Hafnarfjarðar, stjórnandi Helgi
Bragason, Karlakórinn Þrestir, stjórnandi
Jón Kristinn Cortez. Píanóleikari Antonía
Hevesi. Sunnudagurinn 23. febrúar 2003
kl. 20.00.
KÓRSÖNGUR
Fjórir kórar í Hafnarfirði
Jón Ólafur Sigurðsson
EITT af síðustu embættisverkum
Ingibjargar Sólrúnar, fráfarandi
borgarstjóra, var að undirrita
stofnskjal nýs listasafns í miðborg
Reykjavíkur. Hér er auðvitað um að
ræða hið glæsilega einkasafn Péturs
Arasonar og eiginkonu hans, Rögnu
Róbertsdóttur, en stór hluti þess
eru verk eftir heimsfræga lista-
menn, hverra verk er hvergi að
finna annars staðar í íslenskum
söfnum.
Við undirritunina sagði Ingibjörg
Sólrún eitthvað á þá leið að hún
þyrfti ekki að vera sérstök áhuga-
manneskja um samtímamyndlist til
að gera sér grein fyrir nytsemi slíks
listasafns, ekki frekar en hún þyrfti
að vera tónlistarunnandi til að gera
sér grein fyrir því að tónlistarhús
skipti máli fyrir Reykjavíkurborg.
Það er merkilegt að borgarstjór-
inn skyldi nefna tónlist í sömu andrá
og myndlist, því varla er hægt að
finna meiri andstæður innan
listanna að formi til, tjáningu, aðferð
og afstöðu, eða hvað?
Þegar talað er um myndlist í sam-
tímanum er gjarnan átt við einn og
sama hlutinn. Fæstir mundu vilja
kannast við að myndlistin sé klofin í
ólíkar leiðir þó svo að hér á landi
eigi allstór hópur manna ef til vill
erfitt með að sjá og skilja myndlist
síðustu fimmtíu ára sem eina ná-
tengda heild.
En ef tekið er mið af almennu við-
horfi Vesturlandabúa kannast al-
menningur sem á annað borð heim-
sækir söfn, sýningar, liststefnur eða
stórhátíðir ekki við nein djúptæk
vatnaskil sem greini myndlist í
óbrúanlegar andstæður. Listasagan
fram til síðustu aldamóta er skrifuð
sem eitt órofa mengi, hversu margir
og ólíkir sem straumar hennar eru.
Í tónlistinni er því allt öðruvísi
varið. Þegar í byrjun tuttugustu ald-
ar var þar kominn ósættanlegur
klofningur milli há- og láglistar, bet-
ur nefnt klassískrar tónlistar og al-
þýðlegrar. Við síðustu aldamót er
svo komið að himinn og haf aðskilur
megingreinar tónlistar, þó svo að í
reynd sé hægðarleikur fyrir hvern
þann sem hefur sæmilega heyrn að
skilja og njóta allra þessara ólíku
greina.
Það breytir því þó ekki að lang-
stærstur hluti fólks hlustar á dæg-
urtónlist – hvers kyns popp og rokk
– án þess að líta við annarri tónlist.
Þeir sem hlusta á klassíska tónlist
eru að fjölda til ekki nema brot af
fyrrnefnda hópnum. Hluti af þess-
um hópi hlustar ekki á neina aðra
tegund tónlistar. Þeir eru þó sem
betur fer fjölmargir sem geta bæði
haft ánægju af klassík og annarri
tegund tónlistar.
Einkum á þetta við tónlist-
armenn; tónskáld og hljóðfæraleik-
ara. Margir þeirra fást við hvort
tveggja í senn án þess að bíða af því
tjón. En þeir eru einnig margir sem
einskorða eyrun við aðeins eina teg-
und klassískrar tónlistar. Það sanna
ómældar vinsældir svokallaðra Vín-
arkvölda hjá Sinfóníuhljómsveitinni.
Þá er ótalinn sá hópur sem hlustar á
djass, gamlan eða nýjan, eða ein-
hverja tegund, eða tegundir heims-
tónlistar.
Líklega er sá hópur þó minnstur
sem aðhyllist nútímatónlist, eða ætti
að kalla minimalisma þeirra Reich
og Riley, og postmódernisma Pärt
og Tavener samtímatónlist? Eitt er
víst að það gengi ekki í myndlist að
einskorða sig með slíkum hætti við
þröng tímabil eða tegundir. Hugs-
um okkur mann sem segðist bara
horfa á popplist, samsvarandi popp-
tónlist eða rokki. Mundum við ekki
telja smekk hans fáránlega þröng-
an? Eða hvað finnast um mann sem
einungis metur myndlist frá 18. og
19. öld en fúlsar við öllu öðru?
Ef vel á að vera þarf að huga að
allri flórunni í listum. Það er auðvit-
að hægur vandi fyrir yfirvöld að
hlúa að þeirri list sem mestra vin-
sælda nýtur.
Hitt er mun vanþakklátara þegar
styðja skal list sem ekki nýtur mik-
ils skilnings almennings. En ef gæta
á þeirrar margbreytni sem endur-
speglar nútímalegt lýðræði með allri
sinni fjölmenningarlegu flóru þarf
hið opinbera að sýna framsýni og
áræði.
Það hafa þau hjónin Ragna Ró-
bertsdóttir og Pétur Arason svo
sannarlega gert með söfnun sinni á
ómetanlegum listaverkum, íslensk-
um jafnt sem alþjóðlegum, þó sú list
sé einmitt af þeirri tegundinni sem
margir álíta torskilda. Því hljótum
við hin að fagna gagnkvæmri
dirfsku yfirvalda sem sjá sér leik á
borði með hagstæðum samningi við
þessa stórmerkilegu safnara. Hagur
allra vænkast með opnun slíkrar
stofnunar við rótgrónustu versl-
unargötu borgarinnar, ekki síst
þeirra sem vilja tryggja fjölbreytni í
athafnalífi miðborgarinnar.
Alþjóðlegt
samtímasafn
Ljósmynd/Halldór Björn
Hjónin Ragna Róbertsdóttir og Pétur Arason í húsakynnum Safns, sam-
tímalistasafnsins sem opnað verður við Laugaveg 37 á komandi mánuðum.
Bak við þau má sjá verk eftir Donald Judd, helsta frumkvöðul hinnar al-
þjóðlegu naumhyggju, og annan gimstein eftir Roger Ackling. Glugga-
kistuna prýðir eitt af öndvegisverkum Sigurðar Guðmundssonar.
Eftir Halldór Björn Runólfsson
Höfundur er lektor við
Listaháskóla Íslands.
ÍSLENSKIR listamenn hlutu tölu-
verða athygli í norskum og
sænskum dagblöðum í vikubyrj-
un, er sýning á verkum þeirra Ás-
gríms Jónssonar og Georgs
Guðna í Akvarelle-safninu í Skår-
hamn í Svíþjóð og skáldsaga Ein-
ar Más Guðmundssonar, Draumar
á jörðu, voru tekin til umfjöll-
unar.
Sagði sænski veffréttamiðillinn
ST. tidningen, sem fjallaði um
sýninguna á verkum Ásgríms og
Georgs Guðna til að mynda að í
verkum Ásgríms brenndi ástríða
hans „gagnvart landslaginu sig
inn í bergsprungurnar, hraun-
breiðurnar, grasi vaxin engi, og
feykir á áhrifaríkan hátt burt öll-
um yfirborðskendum hugmyndum
um ógestrisið landslag,“ líkt og
segir í dómi gagnrýnandans.
ST. tidningen hrósar myndum
Ásgríms í hvívetna og gerir að
sérstöku umfjöllunarefni frum-
herjastarf hans sem eins fyrsta ís-
lenska listamannsins sem gerði
náttúru landsins að viðfangsefni
sínu. Verk Georgs Guðna fá einn-
ig jákvæða dóma, en ST. tidn-
ingen segir sýn hans á landslagið
nokkuð aðra. Hér liggi eins konar
líflína í gegnum landslagið. Þoka,
gufukenndar uppsprettur, himinn
sem grúfir yfir óbyggðunum,
skapi verk sem séu „mistri hulin
en mettuð litum.“ Verk þessara
listamanna séu því töluvert ólík
því á meðan að rýmið í verkum
Georgs Guðna verði að tómi verði
landslag Ásgríms villtara með
sterkari litanotkun.
Þurr húmor og
jarðbundinn stíll
Norskir aðdáendur Einar Más
Guðmundssonar eru þá sagðir fá
eitthvað fyrir sinn snúð með bók
hans, Draumar
á jörðu. Í
norska dag-
blaðinu Dags-
avisen segir að
kunnuglegar
persónur komi
að nýju fram í
bókinni, sem og
spítalinn sem
kom fyrir í
Englum al-
heimsins. Í bók-
inni fái þurr húmor höfundarins
þá að njóta sín samtvinnaður við
jarðbundinn og lýsandi stíl sem til
hins ýtrasta nái að skapa áherslur
og veita sögunni líf.
„Hér er ekki dregin fram svart-
hvít mynd af hinum góðu og fá-
tæku annars vegar og hinum
efnameiri og óskammfeilnu hins
vegar – heldur er sagt frá per-
sónum og aðstæðum á hinn ólýs-
anlega máta [Einars Más] Guð-
mundssonar,“ segir í frásögn
blaðsins, sem telur söguna gefa
sérlega skarpa og tilfinningaríka
sýn á kynslóð fátæks fólks í okk-
ar nánustu fortíð.
Íslenskum
listamönn-
um hrósað í
norrænum
fjölmiðlum
Einar Már
Guðmundsson
GRUNNNÁMSKEIÐ í þrí-
víddarforritinu Form Z hefst
10. mars. Námskeiðið er eink-
um ætlað arkitektum, vöru- og
iðnhönnuðum. Kennari er
Bárður Bergsson.
Þá hefst námskeið 17. mars
þar sem farið verður yfir helstu
grunnaðferðir í silkiþrykki.
Kennari er Ríkharður Valting-
ojer myndlistarmaður.
Námskeið
í LHÍ