Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 36
36 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
R
ÚSSNESKI sagnfræðingurinn Edvard
Radzinski fullyrðir að samstarfsmenn Jós-
efs Stalíns hafi byrlað honum eitur til að
koma í veg fyrir að hann hæfi þriðju heims-
styrjöldina. Þetta kom fram í fræðsluþætti
sem breska útvarpið sendi út á mánudaginn var í tilefni af
því að 5. mars verður hálf öld liðin frá því að Stalín lést.“
Með þessum orðum hófst frétt í Morgunblaðinu síðast-
liðinn miðvikudag. Síðan er rakið í henni hvernig hinn
rússneski sagnfræðingur komst að niðurstöðu sinni.
Margir verða efalaust til að andmæla þessari tilgátu
sagnfræðingsins enda líklega seint unnt að komast að
hinu sanna. Þegar einræðisherrar ofurseldir ótta við nán-
ustu samstarfsmenn sína eiga í hlut getur verið erfitt að
átta sig á því hvað er satt og hverju er logið.
Strax eftir síðari heimsstyrjöldina fól breska ríkis-
stjórnin sagnfræðingnum Hugh Trevor-Roper að kanna
afdrif Adolfs Hitlers og ritaði hann bókina Síðustu dagar
Hitlers eftir rannsókn sína. Almenna bókafélagið gaf
hana út á sínum tíma í þýðingu Jóns R. Hjálmarssonar.
Trevor-Roper andaðist fyrir skömmu og var hans minnst
sem eins af merkustu sagnfræðingum Englendinga á síð-
ustu öld þótt hann hefði ratað í þær ógöngur á efri árum
að telja falsaðar dagbækur Hitlers sannar heimildir úr
fórum einræðisherrans.
Sagnfræðilega skýrslan um síðustu daga
í senn til að komast örugglega að hinu sanna
skyni að birta sannleikann öllum almenning
líkum á því að goðsagnir mynduðust um dau
ans. Dregur enginn í efa að Hitler hafi svipt
hann sá þúsund ára ríki sitt breytast í rústir
x x x
Alistair Cooke hefur flutt hlustendum BB
isútvarpsins, bréf frá Ameríku reglulega síð
Þótt hann sé kominn vel á tíræðisaldur má e
lýsa atburðum samtímans og bregða á þá ljó
sinnar og reynslu.
Nú í byrjun febrúar minntist hann þess m
að þeir sem eru að fást við Saddam Hussein
mundir hefðu annaðhvort ekki verið fæddir
börn þegar Neville Chamberlain taldi sig ha
um vora daga“ við Hitler á fundi þeirra í Mü
Í bréfi sínu sagði Cooke:
„Ég minnist á München og miðjan fjórða
þess að þá var ég kominn vel til vits og ára, a
ur, og veit að mikill kvíði sótti að okkur. Og s
semdunum sem beitt er í umræðum síðustu
einmitt þær sömu sem við heyrðum í breska
um í frönsku blöðunum á þeim tíma.
VETTVANGUR
Að læra af glímu við
Eftir Björn Bjarnason
S
KÖMMU fyrir hádegi hinn 29. jan-
úar síðastliðinn er verslunarstjóri
til átján ára hjá stórfyrirtæki hér í
borg að sinna daglegum störfum
sínum þegar inn gengur nýlega
ráðinn yfirmaður útibúanna, tekur hann afsíð-
is og segir án málalenginga að honum sé hér
með sagt upp störfum og best að hann hætti
nú þegar.
Starfskona mötuneytis í öflugu fjármálafyr-
irtæki biður yfirmann sinn um frí í fáeina daga
því að eiginmaður hennar sé að verða sextug-
ur og þau langi til að fara í helgarferð til út-
landa af því tilefni. Yfirmaðurinn segir að hún
þurfi ekki að koma aftur, henni sé hér með
sagt upp störfum.
Konu hjá miðlunarfyrirtæki er sagt upp en
boðið hálft starf. Tilkynnt skömmu síðar að
hún geti ekki sótt um hálft starf annars staðar
á móti, því að fyrirtækið þurfi að geta kallað
hana til í forföllum og veikindum annarra
starfsmanna.
Vel menntaður og vaskur maður í yngri
kantinum er meðal þeirra sem missa vinnuna í
einni af hópuppsögnum síðustu missera.
Vinnufélagar hans trúa því ekki að fyrirtækið
megi við því að missa hann en þegar einn
þeirra tjáir sig um þetta á vinnustaðnum er
hann umsvifalaust kallaður inn til yfirmanns-
ins og sagt að hafa sig hægan ef hann ætli að
vinna þarna áfram.
Kona með víðtæka reynslu á sviði ferða-
þjónustu, farsælan starfsferil og geislandi
framkomu, fær krabbamein, þarf að láta
fjarlægja það og fara í erfiða lyfjameðferð
að því loknu. Af þeim sökum er hún nokkrar
vikur frá vinnu en nær sér að fullu. Í upp-
hafi næsta árs er hún kölluð upp til unga,
fríska og árangurstengda yfirmannsins,
sem kveðst vera að fara yfir stöðuna á liðnu
ári og sjá þar að hún hafi ekki selt jafn
margar ferðir og aðrir. Það sé ekki nógu
gott og henni sé hér með sagt upp störfum.
Kona sem starfar hjá fyrirtæki á sviði
ferðamála við góðan orðstír er nýkomin á
fætur einn morguninn og er að tygja sig í
vinnuna þegar knúð er dyra. Fyrir utan
stendur leigubifreiðastjóri með uppsagnar-
bréf frá fyrirtækinu sem hún hefur unnið
fyrir í meira en tvo áratugi. Hún les bréfið
og leggur það frá sér, snyrtir sig vandlega,
klæðir sig upp á og tekur leigubifreið á
vinnustaðinn. Er í of miklu uppnámi til að
aka sjálf. Það sést þó ekki á henni þegar hún
gengur með stíl og stillingu heimskonunnar
inn til yfirmanns síns, réttir honum höndina
og segir ljúflega að hún hafi vanist því að
kveðja með handabandi og þakka fyrir sig
þegar leiðir skildu eftir gott og ánægjulegt
samstarf. Að því búnu gengur hún virðulega
út og kemur ekki aftur á þennan vinnustað.
x x x
Varla líður sú vika að manni berist ekki
til eyrn
hér eru
misseru
anir á þ
getur v
unarefn
ekki ljó
heldur
samski
hin full
gjör að
ónæmi
afbrigð
Fyri
um ást
versna
breytt
fyrirtæ
að segj
settir e
að segj
því af þ
sökun.
meiri e
upp sta
við han
og hann
réttur f
um ára
starfse
þar og
ekki ge
svipta h
Mátturinn og dýrðin
Eftir Jónínu Michaelsdóttur
Hífa og slaka, myndin er tekin á athafnasvæði Orkuveitu Reykjavíkur á Ártúnshöfða.
BATNANDI AFKOMA EIMSKIPS
UMSKIPTI HJÁ FLUGLEIÐUM
Augljóst er, að mikil umskiptihafa orðið í rekstri Flugleiða.Á síðasta ári nam hagnaður
af rekstri félagsins eftir skatta 2,6
milljörðum króna. Afkoma félagsins
á milli áranna 2001 og 2002 hefur
batnað um 5,5 milljarða króna.
Mikil breyting hefur líka orðið í
rekstri dótturfélaga Flugleiða. Þar
vekur ekki sízt athygli rekstrarár-
angur Flugfélags Íslands, sem skil-
aði 200 milljóna króna hagnaði á síð-
asta ári, en eins og kunnugt er var
innanlandsflugið rekið með miklu
tapi árum saman.
Þessi rekstrarafkoma Flugleiða er
mikilvæg af mörgum ástæðum. Í
fyrsta lagi er ljóst, að félagið og
helztu stjórnendur þess hafa ein-
faldlega náð miklum árangri í að
draga úr kostnaði og koma fram
margvíslegum umbótum í rekstri fé-
lagsins. Það er því von til þess að af-
koma Flugleiða á næstu árum verði
mun betri en hún hefur verið í all-
mörg undanfarin ár. Þótt ekki megi
gleyma því að hér er um að ræða
mikinn áhætturekstur og atburðir,
sem forráðamenn flugfélaga hafa
engin áhrif á, geti haft mikil áhrif á
afkomu félaganna.
Í öðru lagi fer ekki á milli mála,
að það er mikilvægt fyrir þjóðina
alla, að rekstur Flugleiða standi á
traustum grunni. Flugleiðir eru fyr-
irtækið, sem tryggir Íslendingum
traustar og öruggar samgöngur á
milli Íslands og annarra landa. Önn-
ur flugfélög koma og fara. Þau
fleyta rjómann af þeirri umferð, sem
er milli Íslands og nágrannaland-
anna en þau tryggja Íslendingum
ekki öruggar og reglulegar sam-
göngur.
Sigurðar Helgason, forstjóri Flug-
leiða, sem hefur leitt félagið í gegn-
um mikið breytingaskeið frá því að
hann tók við starfi og raunar má
frekar líkja við byltingu en breyt-
ingu, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að fyrirtækið hefði náð
því marki að rekstrarkostnaður á
sætiskílómetra væri hinn sami og
hjá lággjaldaflugfélögum á borð við
Ryanair og EasyJet. Það er mikill
árangur.
Á undanförnum árum hafa hvað
eftir annað vaknað áhyggjur um að
innanlandsflug mundi leggjast niður
vegna mikils tapreksturs. Þess
vegna er það sérstakt fagnaðarefni,
að mikill umsnúningur hefur orðið í
rekstri Flugfélags Íslands, sem eyk-
ur vonir um að takast megi að finna
öruggan rekstrargrundvöll fyrir
flugi innanlands. Það hefði verið
mikil afturför í samgöngumálum
innanlands, ef flugsamgöngur hefðu
lagst af. Því má heldur ekki gleyma,
að Flugfélag Íslands rekur innan-
landsflug sitt með flugvélum, sem
eru bæði þægilegar og traustar.
Flugleiðir hafa lengi legið undir
umtalsverðri gagnrýni, m.a. hér í
Morgunblaðinu. En staðreyndin er
sú, að starfsmenn fyrirtækisins og
stjórnendur hafa náð svo miklum ár-
angri við að bæta þjónustu við far-
þega og á sama tíma að draga úr
rekstrarkostnaði að það er full
ástæða til að óska starfsmönnum
Flugleiða og dótturfélaga til ham-
ingju með glæsilegan árangur í
starfi þeirra.
Eimskipafélag Íslands hefur tekiðmiklum breytingum á skömm-
um tíma. Í upphafi byggðist starf-
semi félagsins fyrst og fremst á
skipaflutningum. Síðar urðu land-
flutningar drjúgur þáttur í starfsemi
félagsins. Þá tók við tímabil, þar sem
félagið byggði upp öfluga fjárfesting-
arstarfsemi og varð hluthafi í fjöl-
mörgum öðrum fyrirtækjum og loks
hóf félagið mikil afskipti af sjávar-
útvegi. Nú byggist starfsemi Eim-
skipafélagsins á þremur meginstoð-
um, flutningum, fjárfestingum og
sjávarútvegi. Í gær opnaði félagið
svonefnt Vöruhótel, sem er ótrúleg
bygging í alla staði.
Í fyrradag birti félagið ársreikn-
inga sína, sem sýna að viðsnúningur í
rekstri þess á milli ára hefur numið,
hvorki meira né minna en 7,7 millj-
örðum króna. Hagnaður af flutninga-
starfseminni nam á síðasta ári um
1200 milljónum króna en heildar-
hagnaður félagsins um 4,5 milljörð-
um króna. Það verður fróðlegt að sjá,
hvernig sjávarútvegsarmur félagsins
kemur út á þessu ári eftir miklar
breytingar á uppbyggingu þeirra
rekstrarþátta á síðasta ári.
Sú var tíðin að gagnrýna mátti fyr-
irferð Eimskipafélagsins í viðskipta-
lífinu. Það er liðin tíð. Atvinnulíf
landsmanna hefur tekið miklum
breytingum. Hér hafa orðið til stór
og öflug fyrirtæki. Eimskipafélagið
er eitt af mörgum slíkum fyrirtækj-
um og á vettvangi viðskiptalífsins
hefur orðið til nauðsynlegt jafnvægi,
sem mörg fyrirtæki eiga þátt í að
skapa.
Eimskipafélag Íslands er og hefur
verið um langa hríð einn af burðar-
ásum atvinnulífs landsmanna og aug-
ljóst að félagið er á góðri leið með að
ná fyrri styrkleika miðað við afkomu-
tölur þess nú.
Lengi hefur verið ástæða til að
hafa áhyggjur af takmarkaðri sam-
keppni í skipaflutningum á milli
landa. Tæpast er lengur ástæða til
þess, því að nú halda þrjú skipafélög
uppi reglulegum flutningum með
skipum á milli landa. Auk Eimskips
eru það Samskip og hið nýja skipa-
félag Atlantsskip. Ekki verður betur
séð en samkeppnin blómstri á milli
þessara þriggja skipafélaga.
Í forstjóratíð Ingimundar Sigur-
pálssonar hafa orðið miklar breyt-
ingar á uppbyggingu Eimskipa-
félagsins enda kalla breyttir tímar á
ný vinnubrögð á öllum sviðum at-
vinnulífsins.
Það skiptir máli fyrir samfélag
okkar að helztu fyrirtækin í atvinnu-
og viðskiptalífi landsmanna byggi á
traustum rekstrargrunni og það á
augljóslega við um Eimskipafélag Ís-
lands hf.