Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN
42 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á SÍÐASTA ári hélt Styrktar-
félag lamaðra og fatlaðra (SLF) upp
á 50 ára afmæli sitt. Félagið var
stofnað árið 1952 til að gera sjúkling-
um sem fengið höfðu lömunarveiki
kleift að komast í endurhæfingu.
Markmið Styrktarfélagsins hefur
alltaf verið að veita þeim sem búa við
skerta hreyfigetu, einkum börnum,
allan þann stuðning sem félagið hef-
ur tök á og getur stuðlað að aukinni
orku, starfshæfni og velferð þeirra.
Meirihluti þeirra sem koma í
sjúkraþjálfun á æfingastöð Styrkt-
arfélags lamaðra og fatlaðra eru
börn og unglingar en einnig er sinnt
fullorðnum sem eiga við hreyfihöml-
un að stríða vegna ýmissa sjúkdóma.
Börnum er vísað í sjúkraþjálfun
vegna skertrar hreyfifærni af marg-
víslegum ástæðum. Allt frá grun um
seinkaðan hreyfiþroska upp í mikla
hreyfihömlun og allt þar á milli.
Börnin eru á öllum aldri, þau yngstu
aðeins nokkurra vikna. Markmið
þjálfunar er að hjálpa barninu að öðl-
ast þá færni sem því er nauðsynleg á
hverjum tíma. Í upphafi meðferðar
ræðir sjúkraþjálfari við foreldra
barnsins m.a. um þroskaframvindu
þess og getu. Síðan skoðar hann
barnið og leggur mat á líkamlega
getu þess og færni. Á grundvelli
skoðunarinnar og í samráði við for-
eldra og barnið sjálft eru sett mark-
mið. Fræðsla til foreldra og annarra
umönnunaraðila eru órjúfanlegur
hluti meðferðar. Sjálf meðferðin er
afar mismunandi og er sniðin að
þörfum hvers og eins. Reynt er að
mæta barninu þar sem það er statt
og örva það áfram til frekari þroska.
Ef þörf er á hjálpartækjum getur
sjúkraþjálfari séð um að finna við-
eigandi hjálpartæki og kennt notkun
þeirra. Undanfarið hafa sjúkraþjálf-
arar Æfingastöðvarinnar í auknum
mæli sinnt ráðgjöf og þjálfun í skól-
um og leikskólum á höfuðborgar-
svæðinu. Í því sambandi má nefna
öflugt samstarf Æfingastöðvarinnar
og Öskjuhlíðarskóla.
Það var því vel við hæfi á afmæl-
isárinu að Styrktarfélagið hélt veg-
lega ráðstefnu hinn 25. október þar
sem yfirskriftin var Nýjar áherslur í
iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun barna.
Tveir virtir erlendir fræðimenn, dr.
Mary Law iðjuþjálfi og dr. Thubi
Kolobe sjúkraþjálfari, voru aðalfyr-
irlesarar en auk þeirra fluttu ís-
lenskir iðju- og sjúkraþjálfarar er-
indi. Undanfarin ár hefur mikil
þróun verið í sjúkra- og iðjuþjálfun
barna og var mjög áhugavert að
heyra um það nýjasta sem er að ger-
ast í þessum fögum. Dr. Kolobe
fjallaði m.a. um árangursmælingar í
sjúkraþjálfun og hvernig ná má fram
hámarksárangri í færni við hreyfi-
þjálfun hjá börnum með þroskafrá-
vik. Aðrir fyrirlesarar fjölluðu m.a.
um iðjumiðuð matstæki, reiðþjálfun,
styrktar- og þolþjálfun barna og
sjálfstæða búsetu hreyfihamlaðra.
Fyrirlesararnir lögðu áherslu á mik-
ilvægi þess að mæla árangur þjálf-
unar, að setja skýr markmið og að
vinna að þeim í samvinnu við barn og
foreldra. Einnig var lögð áhersla á
að þjálfun væri hluti af daglegu lífi
barnsins. Í hléum gafst ráðstefnu-
gestum kostur á að skoða nýjungar í
hjálpartækjum frá nokkrum fyrir-
tækjum. Ráðstefnan var mjög vel
sótt og voru þátttakendur alls staðar
að af landinu.
Nauðsynlegt er fyrir þjálfara Æf-
ingastöðvarinnar að fylgjast með
nýjungum í sínu fagi. Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra leggur metnað
sinn í símenntun starfsmanna og var
þessi ráðstefna liður í því.
Ljóst er að SLF hefði ekki getað
haldið þessa ráðstefnu ef ekki hefði
komið til velvild og fjárhagslegur
stuðningur einkafyrirtækja og opin-
berra stofnana og er þeim þakkað
það.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna
sér nánar starfsemi Æfingastöðvar-
innar er bent á heimasíðu SLF, slóð-
in er www.slf.is.
Afmælisráð-
stefna SLF
Eftir Áslaugu
Jónsdóttur og Áslaugu
Guðmundsdóttur
„Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra leggur
metnað sinn í símennt-
un starfsmanna og
var þessi ráðstefna lið-
ur í því.“
Höfundar eru sjúkraþjálfarar á
Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra.
Áslaug
Jónsdóttir
Áslaug
Guðmundsdóttir
FORSETI lagadeildar Háskól-
ans í Reykjavík skrifar grein í
Morgunblaðið 24. febrúar um inn-
tak laganáms o.fl.
Greininni er ætlað að svara
gagnrýni á frumvarp dómsmála-
ráðherra til breytinga á lögum um
lögmenn. Eftir þá breytingu gæti
lagadeild HR og aðrar nýstofnaðar
og væntanlegar lagadeildir við ís-
lenska háskóla útskrifað lögfræð-
inga með embættisgengi án þess
að fyrir liggi hvaða lágmarkskröf-
ur eru gerðar til menntunar þess-
ara lögfræðinga.
Í greininni koma fram yfirlýs-
ingar líkar þeim sem lesa mátti
þegar lagadeild HR var stofnuð.
Námið er undirbúið af nokkrum
„reyndustu og menntuðustu lög-
fræðingum þjóðarinnar“. Það er
„nútímalegt og framsækið laga-
nám“ án þess að vikið sé frá „ýtr-
ustu kröfum um gæði og umfang“
og stendur „a.m.k. jafnfætis því
besta“ sem boðið er í „öðrum há-
skólum sem Íslendingar vilja helst
miða sig við“.
Ekkert er upplýst um hvaða
greinar eru kenndar við lagadeild
HR, hversu margar einingar í
hverju fagi eða hvaða prófkröfur
eru gerðar.
Þær upplýsingar skipta þó
meira máli fyrir lagadeild HR, en
hástemmdar yfirlýsingar um gæði
námsins og hæfni kennaranna.
Nú hefur Páll Hreinsson, pró-
fessor við lagadeild Háskóla Ís-
lands, upplýst málið í grein í Mbl.
26. febrúar. Skyldukennsla HR í
nokkrum grundvallarfögum lög-
fræðinnar er miklu minni en
kennsla lagadeildar HÍ og laga-
deildar Kaupmannahafnarháskóla
í þessum fögum. Þetta á við um al-
menna lögfræði, réttarfar, stjórn-
skipunarrétt, samninga-, skaða-
bóta-, eigna-, kröfu-, stjórnsýslu-
og refsirétt.
Þessar upplýsingar sýna svart á
hvítu að kjarnanám HR stenst
ekki samanburð við HÍ og Hafn-
arháskóla. Hvernig verður náms-
skrá væntanlegrar lagadeildar Há-
skólans á Akureyri og Viðskipta-
háskólans á Bifröst?
Undirritaður sér ekki nauðsyn
þess að minnka kröfur til kunnáttu
lögmanna í grundvallarfögum lög-
fræðinnar, eins og fyrrnefnd
breyting á lögum um lögmenn
mun hafa í för með sér.
Stutt námskeið og prófraun til
að öðlast lögmannsréttindi bætir
ekki upp það sem kann að vanta á
lögfræðikunnáttu eftir háskólanám
eins og lektor við lagadeild HR ýj-
ar að í grein í Mbl. 26. febrúar.
Kjarni málsins er þessi:
Tryggja þarf að ekki verði slak-
að á þeim kröfum sem gerðar eru
til menntunar lögmanna og dóm-
ara hér á landi enda ástæðulaust
með öllu þó að fleiri skólar útskrifi
lögfræðinga en Háskóli Íslands.
Samræma þarf þær kröfur sem
gerðar eru til laganáms í þessum
skólum, þannig að ákveðin grunn-
þekking lögmanna og dómara sé
til staðar.
Áður en þær lágmarkskröfur
eru skilgreindar og ákveðnar er
ótímabært að samþykkja fyrrnefnt
frumvarp til breytinga á lög-
mannalögum.
Laganám
og lögmenn
Eftir Vilhjálm
H. Vilhjálmsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
„Ekki verði
slakað á
kröfum til
menntunar
lögmanna
og dómara.“
1. MARS er þjóðhátíðardagur
bjórunnenda því þann dag 1989 gekk
úr gildi bann við sölu á áfengu öli. Í
dag er 14 ára afmæli bjórsölunnar á
Íslandi. Á þessum tímamótum veltum
við því fyrir okkur hverjir fagna?
Þegar umfjöllunin átti sér stað 1989
og bann við sölu á áfengu öli var fellt
úr gildi sögðu þeir sem lögðu tillög-
una fram að neyslan myndi ekki
aukast og neyslan yrði ekki algeng-
ari. Við sjáum öll núna að heildarsala
áfengis hefur aukist stöðugt undan-
farin ár og sér ekki fyrir endann á
því. Við sjáum öll núna að þörf er á að
sporna við fjölgun þeirra staða og
tækifæra þar sem áfengi er haft um
hönd. Við sjáum öll núna að drykkja
hefur færst neðar í aldri. Hverjir
fagna?
Við vitum að þeir sem fagna mest á
þessum tímamótum eru áfengisfram-
leiðendur sem hagnast hafa á mark-
aðssetningunni og því, að fleiri neyta
núna áfengis heldur en áður. Hvað
gera þeir í tilefni dagsins? Við vitum
að dagurinn hjá þeim gengur út á að
finna leiðir til að fá fleiri neytendur,
stækka neytendahópinn, fá fólk til að
byrja yngra og drekka meira. Hvaða
leiðir finna þeir upp í dag? Nýjustu
leiðirnar hér á landi eru auglýsinga-
herferðir og nota þeir allar gloppur
sem finnast í kerfinu til að koma sín-
um vörum á framfæri. Næst koma
þeir með drykki sem eru litríkari og
líklegri til að falla þeim í geð sem
yngri eru. Nýjar bragðtegundir sem
komast í tísku hjá unglingum, því að
við vitum að eftir því sem neytandinn
byrjar yngri þeim mun meiri verður
neyslan hjá honum.
Nú er mál að linni. Hraðinn í þjóð-
félaginu í dag gerir kröfur um að fólk
sé allsgáð. Gott dæmi er áfengisbann
sem gildir á virkjunarsvæðinu hjá
Kárahnjúkum. Það er hluti af örygg-
isreglum þar og í raun góður og gegn
siður. Það er skylda okkar að huga
líka að börnum okkar og skapa góðar
aðstæður þar sem þau geta alist upp í
vímulausu umhverfi.
Til hamingju?
Eftir Aðalstein
Gunnarsson
Höfundur er formaður Barnahreyf-
ingar IOGT á Íslandi.
„Nú er mál
að linni.
Hraðinn í
þjóðfélaginu
í dag gerir
kröfur um að fólk sé
allsgáð.“
ÞEGAR undirritaður sá og heyrði
af úrskurði setts umhverfisráðherra
um Norðlingaölduveitu minntist
hann fleygra ummæla Niccolo Mach-
iavelli: „Jafnvel fíflið getur virst sem
vitringur, ef það er umsveipað meiri
fíflum en það er sjálft“ en þegar nán-
ar er að gáð er komin fram mjög
snjöll lausn á Þjórsárveramálinu.
Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að á
Íslandi séu teknar heimskulegar
pólitískar ákvarðanir í iðnaðarmál-
um. Má þá vitna til Kísilnámsverk-
smiðjunar á Reyðarfirði, sem drepin
var í fæðingu af Alþýðubandalaginu,
en þrátt fyrir það var haldið áfram að
eyða miklu fé í sýndarmennsku, en
nú er ekkert slíkt á ferðinni.
Það sem er nýtt í þessum vinnu-
brögðum ráðherra er það að nú virð-
ist vera hægt að panta verkfræðiálit,
lögfræðiálit og endurskoðenda-
skýrslur, sem passa vel við skoðanir
stjórnmálamanna, sem borga vel fyr-
ir á kostnað skattborgara. Ekki er þó
allt sem sýnist um þá leið sem valin
var í úrskurðinum. Úrskurðurinn er
allt önnur framkvæmd. Sem er þó
eigi að síður mjög snjöll útfærsla
þegar vel er að gætt og ætti Lands-
virkjun að íhuga það að bjóða út Búð-
arhálsvirkjun á þeim forsendum sem
þarna eru gefnar. Þar sem dæling-
arkostnaður og stíflustæðið og jarð-
gangaleiðin eru órannsökuð má með
nokkurri vissu segja að afhending á
raforku til Norðurálshafi verið eitt-
hvað skert í bili. Með útboði á Búð-
arhálsi myndi atvinnuleysi hverfa og
þá sérstaklega hjá fólki í bygging-
ariðnaði og ekki hefði þurft að spýta
inn 6 milljörðum frá ríkinu til að
stemma stigu við atvinnuleysinu í
landinu.
Settur umhverfisráðherra sagðist
hafa tekið ákvörðun að mjög vand-
lega hugsuðu máli og það efa ég ekki,
þegar tekið er tillit til gengis Fram-
sóknar á atkvæðamarkaði. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum er for-
maður flokksins í fallhættu í
Reykjavík norður og er vitað að stór
hópur innan Framsóknarflokksins
eru græningjar, sem dansa á línunni
milli Framsóknar og Vinstri grænna.
Hr. Guðni Ágústsson er samkv.
könnunum annar vinsælasti ráð-
herra landsins, sem hann á vissulega
skilið. Ummæli hans, þess efnis að
ekki ætti að skerða 1 fermetra af
Þjórsárverum, ollu að hluta til þess-
um miklu vandræðum. Ég efa það
ekki að vandi ráðherra var mikill og
vandasamur og ber að þakka ráð-
herra þessa útfærslu á mjög svo erf-
iðu máli.
Landsvirkjun hefur að mínu mati
annan kost. Kosturinn er sá að hægt
er að veita meira vatni inn á vatna-
svæði Tungnaár gegnum Langasjó
og fleira til þess að gera virkjanir á
Tungnaársvæðinu arðbærar og af-
kastameiri. Það mun taka lengri
tíma og raska öllum tímaáætlunum.
Landsvirkjun hefur líka bent á hve
óheppilegt það getur orðið fyrir
efnahagslífið, ef framkvæmdir á
Suðurlandi falla saman við Kára-
hnjúkavirkjun. Þess vegna ætti
Landsvirkjun að taka þessum úr-
skurði vel.
Því er þó ekki þannig farið, að ekki
sé lengur hægt að nýta orku efri
Þjórsár, frá nýja lóninu sem ég vil
kalla Ráðherralón. Hægt er að fara í
heilboruðum (TBM) göngum frá
Ráðherralóni 566 m.y.s. niður í Gljúf-
urleit og taka fráfallið í Sultartanga-
lón 297 m.y.s. Verg fallhæð yrði þá
269 m. Til viðbótar Þjórsárvatni má
taka inn í veituna þverár Þjórsár,
þ.e.a.s. Kisu, Miklalæk, Dalsá, Gljúf-
urá og Geldingalæk. Þessar þverár
koma frá vatnasvæði Kerlingarfjalla
sem er umtalsvert. Á svæðinu er
auðvelt að koma fyrir nokkrum miðl-
unarlónum, sem myndu fegra lands-
lagið. Einnig er auðvelt að byggja
varamiðlun frá Kvíslárveitum eftir
gömlum árfarvegi.
Með þessari tilhögun giska ég á,
að Gljúfurleitarvirkjun, sem yrði
neðanjarðarvirkjun eins og Blöndu-
virkjun, myndi skila u.þ.b. sömu
orku og Búrfellsvirkjun fyrir stækk-
un, eða 210 mw. Jafnvel meiru með
snjöllum vatnabúskap.
Hræðslupólitískur
úrskurður
Eftir Elías
Kristjánsson
„Það sem er
nýtt í þess-
um úrskurði
ráðherra er
að nú virðist
vera hægt að panta
verkfræðiálit …“
Höfundur er forstjóri.
alltaf á föstudögumDAGLEGT LÍF