Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 49
✝ Guðný Magnús-dóttir fæddist að
Streiti í Breiðdal 10.
september 1912.
Hún andaðist á St.
Franciskusspítalan-
um í Stykkishólmi
hinn 20. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Júlíana
Valgerður Símonar-
dóttir, f. 1871, d.
1948, og Magnús
Þorvarðarson, f.
1855, d. 1930. Guðný
var yngst níu systk-
ina, sem öll eru lát-
in.
Hinn 1. júní 1941 giftist Guðný
Ingvari F. Kristjánssyni frá
Hrísakoti í Helgafellssveit, f. 2.
júní 1912, d. 9. ágúst 1978. Eign-
uðust þau eina dóttur, Fanneyju,
bankastarfsmann, f. 5.11. 1943,
gift Jóni Kr. Lárus-
syni, húsasmíða-
meistara, f. 2.12.
1939. Eiga þau þrjá
syni, Ingvar, f. 5.6.
1962, Lárus, f. 20.5.
1964, og Kristján S.
F., f. 21.1. 1968.
Alls eru barna-
barnabörn Guðnýj-
ar orðin tíu. Oftast
voru þau hjón
Guðný og Ingvar
kennd við Mel, en
svo hét hús þeirra í
Stykkishólmi sem
þau bjuggu hvað
lengst í. Guðný fluttist frá
Streiti til Akureyrar og bjó þar
um nokkur ár, áður en hún flutt-
ist til Stykkishólms.
Útför Guðnýjar verður gerð
frá Stykkishólmskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Nú er lokið langri lífsgöngu
elskulegrar ömmu minnar og lang-
ömmu barnanna minna. Eftir frek-
ar stutt veikindi kom að kveðju-
stund. Síðasta ánægjustund okkar
saman var þegar haldið var upp á
90 ára afmælið hennar á dvalar-
heimilinu í Stykkishólmi. Heilsa
hennar var þá nokkuð góð og fannst
henni dagurinn heppnast vel og
vera hinn ánægjulegasti.
Minningin um Mel og samveru-
stundir okkar þar eru aðeins góðar.
Látlaust og notalegt heimili, þar
sem alltaf var látið við mann eins og
maður væri að koma úr langferð
eða að fara í langferð. Nóg var af
mat og öðru góðgæti og ekki mátti
maður kveðja án þess að hafa með
nesti. Á túninu var oft spilaður fót-
bolti eða farið í aðra leiki. Amma og
afi höfðu hænur sem gaman var að
taka eggin undan og þó maður bryti
eitt óvart var ekki gert mikið mál
úr því tjóni. Oft kom það fyrir að við
bræðurnir stigum á nagla og komu
þá amma eða afi með gamla stóra
tveggja króna peninginn og settu
við sárið til að koma í veg fyrir sýk-
ingu. Þau höfðu tröllatrú á að engin
yrði sýkingin, ef hann væri strax
notaður. Ótrúlegt en satt þá rekur
mig ekki minni til þess að ígerð hafi
nokkurn tímann komið í slík sár
okkar bræðra.
Mér leið alltaf vel á Mel, enda
fannst mér ég oft vera húsbóndi
númer tvö. Það gerðist oft þegar ég
var að aðstoða afa sem þá starfaði
við útkeyrslu hjá Kaupfélagi Stykk-
ishólms, að amma hringdi í hann og
spurði hvað hann vildi borða. Þá
kom svarið: „Bíddu aðeins,“ og svo
var kallað: „Lárus, hvað eigum við
að borða í kvöld?“ Þannig var
kvöldverður okkar ákveðinn og ekki
stóð á því að uppfylla óskir vinnu-
karlanna. Það var alltaf til nóg af
mat á Mel, en aðalréttur skipti mig
minna máli, ef ég fékk heimsins
bestu kakósúpu með kringlum í for-
rétt því þar var amma algjör snill-
ingur.
Fastur liður í þeirra lífi var að
fara bílferð um helgar upp í sveit og
oftast var komið við á einhverjum
sveitabæ. Oftar en ekki fékk litli
húsbóndinn að ráða hvaða sveitabæ
við skyldum heimsækja. Þetta voru
hinar ánægjulegustu bílferðir og
ekki spillti fyrir uppspunnar eða
sannar sögur sveitunganna. Þegar
hausta tók var farið í nokkrar
berjaferðir inn í Álftafjörð til að
tína ber til sultugerðar eða í berja-
saft. Þetta voru náttúrlega dags-
ferðir þar sem notið var náttúru,
kyrrðar og fuglasöngs. Afi og amma
nutu þess að leggja sig aðeins eftir
að tekið hafði verið til nestisins. Í
dag býr maður enn að þessum ferð-
um, hvort tveggja lærðist að njóta
þess að komast út úr skarkala
hversdagsins í kyrrð náttúrunnar
með allri sinni fegurð og að um-
gangast hana með virðingu.
Fljótt komst maður að því að
amma var mjög trúuð kona. And-
legan styrk sinn sótti hún í trúna og
eftir að afi dó varð maður þess bet-
ur áskynja hvað trúin var henni
mikils virði. Nú er hún líka komin
til þeirra sem hún var alltaf fullviss
um að biðu komu hennar.
Elskulega amma mín, mér finnst
svolítið sárt að þú skyldir ekki geta
séð eða kynnst yngstu dóttur okkar
sem var þriggja mánaða 21. febrúar
sl. Huggun er þó harmi gegn, að
sonur minn eða eldri dætur geta
sýnt henni myndir af þér og sagt
henni sögur af kynnum sínum af
þér.
Elsku amma og langamma, hjart-
ans þakkir fyrir allar okkar stundir.
Guð veri með þér.
Lárus Kristinn Jónsson
og fjölskylda.
Elsku Guðný amma mín er farin.
Það er svo sárt og erfitt að þurfa að
kveðja en allar mínar ljúfustu minn-
ingar um þig, elsku amma, ylja mér
um hjartarætur. Hugsunin um að
þú sért komin til Ingvars afa, sem
ég fékk aldrei að kynnast, er ljúf
því nú ert þú komin til hans aftur.
Þó að þú sért farin á annan góðan
stað verður þú ávallt hjá mér bæði í
hjarta mínu og minningum. Allar
minningarnar frá litla húsinu á
Austurgötunni, í kjallaranum á
Höfðagötunni og svo í íbúðinni
þinni á dvalarheimilinu verða alltaf
til staðar því minningarnar lifa.
Ég verð líka að segja frá súkku-
laðikökunni þinni sem þú varst yf-
irleitt búin að baka þegar ég og
pabbi minn komum í heimsókn,
pabba fannst hún sú allra besta
kaka í heimi og ég heillaðist alltaf
að því hvernig þú skreyttir kökuna
og ekki var hún verri á bragðið. Þú
hefur alla tíð verið rosalega dugleg,
þegar þú vildir koma til Reykjavík-
ur að heimsækja okkur að þá var
það minnsta málið, tókst bara
næstu rútu.
Ég er svo ánægð að hafa fengið
að þekkja þig í tuttugu ár, þessi ár
voru mér mikils virði. Þú veittir
mér mikla gleði og hamingju.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þau auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Mér þykir vænt um þig, elsku
amma.
Þín
Inga Rún.
Elsku amma, ég trúi varla að þú
sért farin frá mér. Ég hélt að ég
þyrfti ekki að kveðja þig strax og
var að vona að það yrði langt, langt
þangað til.
Ég elskaði þig og alltaf varst þú
ljúf og góð við mig þegar ég kom í
heimsókn til þín. Ég man eftir öll-
um ömmubrjóstsykrinum sem þú
bauðst mér, Ingu Rún og Önnu
Guðnýju alltaf upp á ásamt kóki.
Þú hélst upp á 90 ára afmælið
þitt í setptember í fyrra og þótti
mér gaman að koma í boðið og sjá
hvað þú varst falleg, hress og kát.
Mér leið ekki vel þegar ég frétti
að þú værir orðin alvarlega veik og
komin inn á sjúkrahús, en ég veit
nú að þér líður vel hjá Guði og Ingv-
ari afa.
Elsku amma, það eru svo margar
minningar sem ég geymi í hjarta
mínu, ég gleymi þér aldrei.
Þín
Fanney.
GUÐNÝ
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Anna S. Bjarna-dóttir fæddist á
Ísafirði hinn 9. ágúst
1918. Hún lést á
heimili sínu Hlíf I á
Ísafirði 23. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Bjarni Einar Krist-
jánsson frá Kambi í
Reykhólasveit, járn-
smiður og landpóst-
ur, f. 8. mars 1873, d.
26. ágúst 1960, og
Ólína Salóme Guð-
mundsdóttir, ljós-
móðir frá Krossi,
Barðastrandarhreppi, f. 9. maí
1880, d. 24. ágúst 1970. Systkini
Önnu eru: Jóna, f. 3. sept. 1911,
Kristmundur Breiðfjörð, f. 24. jan.
1914, d. 17. júní 2001, Þorsteinn
Torfi, f. 2. ágúst 1916, d. 16. feb.
1986, Kristján, tvíburabróðir
Önnu, f. 9. ágúst 1918, d. 15. des.
1957.
Anna giftist 1952 Kára Sam-
úelssyni verkamanni, f. 4. nóv.
1903, d. 23. mars 1976. Foreldrar
hans voru hjónin Samúel Hall-
grímsson og Jóhanna Sesselja
Bjarnadóttir frá Skjaldbjarnarvík.
Börn Önnu og Kára
eru: 1) Samúel Jó-
hann, f. 20. okt. 1952,
d. 11. okt. 1992, kona
Erla Þorbjörnsdótt-
ir. Börn þeirra eru
Tómas Björn, f. 23.
des. 1982, Anna, f.
22. júlí 1985, og
Bryndís, f. 12. apríl
1990, sonur Samúels
og Helgu Maríu
Carlsdóttur er Kári
Þór, f. 29. júní 1972.
2) Óskar, f. 27. okt.
1953, kona Ásdís
Margrét Hansdóttir.
Sonur þeirra er Viðar Þórðarson,
f. 8. des. 1972. 3) Óskírð dóttir, f.
12. mars 1959, dáin sama dag. Áð-
ur eignaðist Anna soninn Sævar
Gestsson, f. 6. des. 1947, kona
Ragna Arnaldsdóttir. Synir þeirra
eru Arnaldur, f. 13. nóv. 1976, og
Gestur Már, f. 10. des. 1981.
Anna ólst upp á Ísafirði og bjó
þar alla tíð. Auk heimilisstarfa á
eigin heimili vann hún við ræsting-
ar og húshjálp.
Útför Önnu fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Amma á Ísafirði er dáin. Það er
erfitt að trúa því að þessi sérstaka
kona sem þótti svo vænt um okkur
skuli ekki aftur bjóða okkur heim til
sín í öl, sælgæti og ís. Það var ómiss-
andi hluti af okkar árlegu heimsókn-
um til Ísafjarðar. Með þessum orð-
um viljum við minnast ömmu okkar
sem alltaf þótti jafn gaman að sjá
okkur, þótt alltof sjaldan væri.
Við eldri systkinin munum vel eft-
ir heimili ömmu við Túngötu. Þangað
bauð hún okkur ævinlega í mat og
vorum við á einu máli um að hún
væri einfaldlega besti kokkur í
heimi. Þar kenndi hún okkur að rúlla
upp pönnukökum með sykri, með
misjöfnum árangri, og þar gátum við
unað okkur dagana langa við leiki í
garðinum og fjörunni.
Þegar amma flutti á Hlíf fórum við
kannski meira að taka eftir því að
hún var orðin gömul kona. Minna
varð um matarboð þótt alltaf værum
við jafn velkomin í heimsókn og átti
hún þá ætíð eitthvert góðgæti á boð-
stólunum.
Amma var sérstaklega tónelsk og
gat spilað á hvaða hljóðfæri sem var,
sama þótt hún hefði aldrei séð það
áður og vissi varla hvað það héti.
Minnisstæðast hjá okkur er fína
munnharpan sem við áttum heima
en gátum aldrei komið stökum tón
úr. Þegar amma kom í heimsókn
sóttum við munnhörpuna og hún gat
spilað heilu lögin á hana þótt hún
hefði aldrei lært það.
Amma var sérstök kona. Hún
hafði gaman af fólki og gat vingast
við hvern sem var. Henni leið vel í
hópi vina eða ættingja og þótt líðan
hennar væri ekki alltaf góð var ætíð
stutt í gleði og barnslega einlægni
ömmu.
Amma var fædd, uppalin og búsett
á Ísafirði. Þau örfáu skipti sem hún
fór út fyrir Ísafjörð fór hún sem
gestur. Aldrei steig hún fæti út fyrir
landsteinana og þótti það heldur
ekkert atriði. Útlönd voru bara út-
lönd og að hennar mati átti hún ekk-
ert erindi þangað.
Amma var afskaplega myndarleg
húsmóðir og þótt hún ætti ekki mikið
af hlutum tókst henni ætíð að gera
fallegt í kringum sig og þess báru
íbúðir hennar á Túngöu og Hlíf báð-
ar vitni og áður heimili hennar í
Fjarðarstræti. Hún leyfði sér ekki
mikið en alltaf gat hún samt gefið
okkur ýmislegt og fórum við í hvert
sinn ríkari heim frá Ísafirði en þegar
við komum, bæði í veraldlegum og
andlegum skilningi.
Við viljum enda á þessu ljóði til
minningar um ömmu okkar með
mjúku húðina:
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgr.)
Tómas, Anna og Bryndís.
Margar minningar komu upp í
huga okkar systra, þegar við fengum
fregnir af andláti Önnu föðursystur
okkar.
Minningar frá æskuárum okkar á
Ísafirði, þar sem Anna var stór þátt-
ur í lífi okkar öll æskuárin.
Hún bjó hjá okkur í nokkur ár og
var okkur til halds og trausts. Þegar
móðir okkar sem var ljósmóðir varð
að sinna sínum störfum, og var því
fjarri heimilinu, stundum dögum
saman, þá varst þú alltaf til staðar.
Þegar þú kynntist stóru ástinni
þinni, honum Kára, sem var móður-
frændi okkar og einnig uppáhalds-
frændinn vorum við systur vissar um
að við hefðum átt smá þátt í því að
koma ykkur saman.
Okkur þótti gaman að sjá þegar
þið tóku danssporin á stofugólfinu
heima, þá ríkti mikil gleði.
Kári lést árið 1976 og varð það
mikill missir fyrir þig og strákana,
sem eftir það hlúðu vel að þér.
Í október 1992 kom annað áfall,
þegar Sammi þinn lést af slysförum,
í blóma lífsins, frá konu og fjórum
ungum börnum, það voru erfiðir
tímar því hann var okkur öllum svo
kær.
Nú er komið að kveðjustund. Við
vitum að nú ert þú í faðmi Kára og
Samma.
Vertu sæl, elsku frænka, og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Elsku Óskar, Ása, Erla, Sævar,
Ragna og barnabörn, við sendum
ykkur samúðarkveðjur og biðjum
guð að styrkja ykkur og varðveita.
Ólöf, Kristín og fjölskyldur.
ANNA S.
BJARNADÓTTIR
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, langamma og systir,
ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Skólagerði 15,
Kópavogi,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans
Fossvogi fimmtudaginn 27. febrúar.
Ingi Jónsson,
Guðmundur Ingason, Sólfríður Guðmundsdóttir,
Jón Ingi Ingason, Kristín Jónsdóttir,
Markús Ingason, Oddný Hólmsteinsdóttir,
Arnþrúður Guðmundsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
UNNUR ÞÓRARINSDÓTTIR
frá Miðbæ,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtu-
daginn 27. febrúar.
Jarðsett verður frá Þingeyrarkirkju laugar-
daginn 8. mars kl. 14.
Katrín J. Gunnarsdóttir,
Guðrún Ó. Gunnarsdóttir,
Sigurður Þ. Gunnarsson,
Ingibjörg Ó. Gunnarsdóttir,
G. Kristján Gunnarsson,
Erla Ebba Gunnarsdóttir,
Jónína S. Gunnarsdóttir,
Einar G. Gunnarsson,
Guðbjörg Ó. Gunnarsdóttir,
Una H. Gunnarsdóttir,
Höskuldur B. Gunnarsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.