Morgunblaðið - 01.03.2003, Qupperneq 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 51
barnabörnum og ættmennum öllum
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur og biðjum þeim Guðsblessunar.
Kvenfélagskonur
í Hveragerði.
Nú ertu farin frá okkur, elsku
Magga frænka, og margar góðar
minningar um þig koma upp í hug-
ann.
Það var alltaf svo gott að koma í
heimsókn til þín, þú tókst alltaf svo
vel á móti manni og maður gat setið
og spjallað við þig í langan tíma. Þú
varst alltaf svo áhugasöm um allt sem
maður var að gera, hvort sem það var
skólinn, vinnan eða eitthvert áhuga-
mál. Svo sást þú til þess að enginn
færi frá þér nema hann væri búinn að
fá eitthvað að drekka og góðgæti með.
Hún Magga mundi alltaf eftir öll-
um afmælisdögum og man ég þegar
ég átti afmæli eitt sumarið og var á
morgunvakt í sundlauginni þá kom
Magga labbandi yfir túnið eld-
snemma um morguninn til að óska
mér til hamingju með afmælið, þótti
mér afar vænt um að sjá nöfnu mína
svona snemma morguns. Magga var
ávallt sú fyrsta til að óska manni til
hamingju með afmælið.
Magga var vinamörg og átti marga
góða kunningja. Þegar ég var að
vinna í sundlauginni var alltaf að
koma fólk sem var að spyrjast fyrir
um hana Möggu og fá fréttir af henni.
Margir byrjuðu á því að segja smá-
sögu af því hvernig þeir þekktu
Möggu og enduðu þær oft á því hvað
Magga væri nú góð og skemmtileg
kona og báðu fyrir kveðju til hennar.
Magga kallaði mig alltaf nöfnu sína
og er ég ánægð og stolt af að heita eft-
ir henni.
Sárt er vinar að sakna,
sorgin er djúp og hljóð.
Minningarnar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
lýsir upp myrkrið svarta
vinir þó falli frá.
Góðar minningar geyma,
gefur syrgjendum ró.
Til þín munu þakkir streyma,
þér munum við ei gleyma,
sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Guð geymi þig, elsku Magga mín,
og þakka þér fyrir allt.
Með ást og söknuði, þín frænka og
nafna,
Margrét Rós.
Mig langar að minnast með nokkr-
um orðum frænku minnar, Mar-
grétar Þorsteinsdóttur.
Margt hefur leitað á huga minn síð-
ustu daga. Sorg vegna fráfalls þíns en
einnig góðar minningar um þig.
Alltaf var gott að koma upp í
Laugaskarð. Undantekningarlaust
galdraðir þú fram dýrindis kræsingar
og aldrei fór maður svangur frá þér.
Það var einungis fyrir skömmu sem
ég heimsótti þig til að þakka fyrir af-
mælisgjöfina sem þú gafst mér því þú
mundir alltaf eftir öllum afmælisdög-
um í fjölskyldunni.
Það var svo gaman að sitja með þér
og spjalla því þú varst víðlesin og stál-
minnug og var sérstaklega gaman
þegar sagðir frá gömlu dögunum þeg-
ar þið bjugguð fyrir norðan í Kirkju-
hvammi. Þú varst líka vel að þér í ætt-
fræðinni en þá eiginleika hafðirðu
örugglega frá Ögn ömmu. Tónlistin
var þér einnig í blóð borin eins og
ykkur öllum systkinunum. Komin á
sextugsaldur sýndir þú mikinn dugn-
að þegar þú laukst stúdentsprófi, en
þú lagðir alltaf mikið uppúr gildi
menntunar.
Þið Hjörtur voruð dugleg að
ferðast um landið og ósjaldan buðuð
þið Þorsteini afa með, sérstaklega
þótti honum vænt um að fara með
ykkur á landsmótin. Þið Hjörtur vor-
uð afskaplega hjálpleg ef eitthvað
bjátaði á innan fjölskyldunnar og létt-
uð oftar en ekki undir með ömmu við
hennar stóra heimili á Ljósalandi.
Þú gafst börnum þínum og barna-
börnum gott veganesti út í lífið og þau
þökkuðu það með því að reynast góðir
og gegnir borgarar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hvíl þú í friði, Magga mín.
Hjalti Helgason.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Okkur langar að kveðja þig, elsku
Magga frænka, og þakka þér fyrir öll
árin sem við áttum saman. Við vitum
að þú ert meðal ástvina núna og það
er okkur huggun í sorginni. Hvíldu í
friði. Guð geymi þig.
Blessuð sé minning Möggu í
Laugaskarði.
Sigrún Ögn, Bjarni og
synir, Borgarnesi.
Það er erfitt að trúa því að hún
Magga í Laugaskarði sé farin frá okk-
ur. Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur
áfram, það eru komin á fjórða tug ára
síðan ég fór að venja komur mínar í
Laugaskarð til að leika við Jóhönnu.
Magga stýrði heimilinu af miklum
myndarskap og alltaf var til eitthvert
góðgæti í kaffitímanum þegar stelpu-
skotturnar komu glorhungraðar úr
skólanum eða sundlauginni þar sem
miklum tíma var varið.
Við stöllur urðum fullorðnar og
eignuðumst okkar fjölskyldur en
samt héldum við áfram að hittast í
Laugaskarði hjá Möggu. Hún var
miðdepillinn í fjölskyldunni, klettur-
inn sem allir gátu leitað til. Hún lét
sér alveg einstaklega annt um börnin
sín og þeirra fjölskyldur. Hún var svo
óendanlega stolt af hópnum sínum og
hafði fulla ástæðu til.
Eftir því sem árin liðu þá hætti ég
að líta á Möggu einungis sem mömmu
hennar Jóhönnu, í mínum huga varð
hún vinkona mín, ekki síður en Jó-
hanna. Við unnum saman í sex ár í
Sundlauginni í Laugaskarði og áttum
þar margar góðar stundir saman. Það
var hægt að ræða alla hluti við hana
og alltaf átti hún góð ráð handa
manni. Magga var góð kona sem lét
sér annt um alla sem hún umgekkst.
Hún var líka einstaklega jákvæð og
bjartsýn sem sást ekki hvað síst síð-
ustu mánuði þegar hún háði sitt stríð,
það var alltaf allt gott að frétta af
henni, ef maður spurði. Hún hafði
meiri áhyggjur af öllum öðrum.
Nú er þessi glaða og hressa kona
horfin okkur og vil ég þakka henni
góða samfylgd í gegnum árin. Það
verður skrýtið að horfa upp á hæðina
á háa húsið í Laugaskarði og vita að
það er ekki hægt að kíkja í kaffi til
Möggu oftar. Ég efast þó ekki um það
eitt augnablik að henni líður vel þar
sem hún er núna og að hann Hjörtur
hefur tekið vel á móti henni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku Jóhanna, Ester, Þorsteinn
og fjölskyldur, við Hannes sendum
ykkur öllum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Inga Lóa Hannesdóttir.
Látin er nágrannakona okkar hún
Magga í Laugaskarði, eins og hún var
alltaf kölluð.
Röð af góðum minningum koma
upp í hugann hver á fætur annarri er
við hugsum til nágranna okkar um
áratuga skeið. Betri nágranna var
ekki hægt að hugsa sér en þau Möggu
og Hjört í Laugaskarði en hann lést
langt um aldur fram árið 1985. Hjört-
ur var sundlaugarvörður í Lauga-
skarði um langt árabil.
Þau unnu þar merkt uppbygging-
ar- og brautryðjendastarf.
Þegar okkur barst fregnin sunnu-
daginn 16. febrúar um að Magga væri
látin fylltist hugurinn tregablöndnum
söknuði. Við vissum að hún var búin
að glíma við illvígan sjúkdóm um
nokkurt skeið en við vorum að vona
að frestur yrði á því að kallið kæmi.
Hún ræddi aldrei um sjúkdóm sinn
við okkur en bar sig alltaf eins og
hetja og með þeirri reisn sem ein-
kenndi allt hennar fas.
Umhyggja þeirra hjóna fyrir vel-
ferð okkar systkinanna á Reykjum er
við vorum að alast upp var einstök og
mjög góð vinátta á milli heimila okk-
ar.
Við eigum margt að þakka. Er við
hjónin hófum búskap okkar á Reykj-
um fundum við svo vel áfram þessa
umhyggju frá fyrri árum. Við minn-
umst margra ánægjulegra stunda í
bæði leik og starfi og alltaf voru mót-
tökurnar á heimili þeirra jafn hlýjar
og gestrisni mikil. Þessi rausn og
hlýja fylgdi Möggu alla tíð.
Það eitt að vita af Möggu í næsta
nágrenni okkar veitti okkur öryggi
því þangað vissum við að við gætum
alltaf leitað, hvort sem um var að
ræða landsins gagn og nauðsynjar,
rifja upp skemmtilegar minningar frá
fyrri tíð eða fara með gamanmál úr
samtíðinni.
Magga lét sér annt um velferð
barna okkar, samgladdist þeim og
okkur er áföngum var náð í námi og
starfi og gladdist með okkur á stórum
stundum í lífi okkar og þeirra og
sýndi okkur djúpa samúð og hlut-
tekningu á sorgarstundum.
Magga var einstaklega hlý og
traust kona sem hafði mjög góða nær-
veru. Hún var stolt af uppruna sínum
úr Húnaþingi en í Hveragerði ólst
hún upp og bjó alla sína tíð. Þeim
fækkar nú óðum fyrstu íbúunum. Þeir
sem nú byggja staðinn eiga þessu
fólki mikið að þakka en hætt er við því
að það gleymist oft í dagsins önn og
að ekki sé þakkað á meðan tími gefst
til. Við gerðum einhvern veginn ráð
fyrir því að Magga yrði alltaf á sínum
stað þó að við vissum að okkur öllum
er skammtaður takmarkaður ævi-
tími. Það var svo margt sem okkur
hefði langað að ræða um við hana og
að eiga með henni margar fleiri
ánægjulegar samverustundir. En
tíminn til þess er útrunninn og hann
kemur ekki aftur en við yljum okkur
við góðar minningar um gott fólk og
góða nágranna.
Við kveðjum Möggu í Laugaskarði
með söknuði og þakklæti fyrir allt það
sem hún var okkur. Góð kona hefur
kvatt hinsta sinni. Okkur þótti vænt
um það, að þegar komið var með
hennar jarðnesku leifar á heimaslóð
var ekinn hringur hér um Reykj-
astað, þar sem hún hafði átt svo mörg
sporin.
Börnum hennar, tengdabörnum og
barnabörnum og öðrum ættingjum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Guðrún og Grétar J.
Unnsteinsson.
Það er ekki hægt að minnast Mar-
grétar Þorsteinsdóttur án þess að
nefna jafnframt þann stað sem er
samofinn starfi hennar og ævi. Sund-
laugin í Laugaskarði er heimsins
besta sundlaug í hugum margra og
ekki vafi í minni fjölskyldu. Þar var
ríki og starfsvettvangur þeirra Mar-
grétar og Hjartar, eiginmanns og lífs-
förunautar hennar, og þar fæddust
börnin þeirra. Hjörtur lést um aldur
fram árið 1985 en Margrét starfaði
áfram til ársins 2001. Þau hjón
byggðu sér hús á hæð fyrir ofan sund-
laugina og nefndu það Laugaskarð.
Þaðan er víðsýnt og þrátt fyrir að
Margrét byggi á sama stað mestan
hluta ævinnar gerði það hana ekki
þröngsýna heldur sá hún tilveruna
með augum fjarlægðarinnar eilítið
heimspekilega og með opnu og já-
kvæðu hugarfari. Lundin ljúf og
glettin og gott að minnast stunda með
henni í þeim félagsskap sem leiddi
okkur saman.
Barnung var hún ein margra stofn-
enda Kirkjukórs Hveragerðis- og
Kotstrandarsókna og þar var samleið
okkar í mörg ár og alveg fram að
þeirri stund að heilsu hennar hrakaði
á síðastliðnu ári. Ég vil rifja upp síð-
ustu utanlandsferð kórsins til Þýska-
lands en þar tók hann þátt í kirkju-
dögum í Stuttgart en samskipti hafa
verið á milli Hveragerðiskirkju og
Neugereutkirkju með gagnkvæmum
heimsóknum. Eftir kirkjudaga hélt
hópurinn til Bad Wildbad í Svarta-
skógi og dvaldi á heilsuhóteli. Bað-
menningin prófuð og dagsferðir farn-
ar og tónlistardagskrá okkar að
sjálfsögðu flutt í fallegri kirkju stað-
arins. Á myndakvöldi kórsins hér
heima rifjaði Margrét upp ferðina, en
hún hélt dagbók í ferðalaginu. Góð og
skemmtileg upprifjun og glöggt auga
hennar fyrir því spaugilega.
Margrét var næm fyrir umhverfi
sínu og náttúru og naut vel einveru í
gönguferðum í Reykjalandi og mætti
ég henni oft á slíkum ferðum en hún
var líka næm á fólk og fór varlega
með orð en var alls ekki skoðanalaus.
Fjölskylduböndin voru sterk og hlut-
verk hennar mörg sem stóra systir,
eiginkona, móðir, amma og ferða-
félagi með vinum og vandamönnum.
Kórfélagarnir sjá á bak góðum
söngfélaga og viljum við þakka þér
samfylgdina og vináttu áranna sem
nú eru að baki. Nú að leiðarlokum vill
fjölskylda mín og kirkjukórsfélagarn-
ir færa börnum þínum og ættingjum
innilegar samúðarkveðjur og megi
minning þín lifa, afkomendum til
huggunar.
Jóna Einarsdóttir.
Elskuleg vinkona, Margrét í
Laugaskarði, er látin.
Þegar við Ásdís og börnin fluttum
til Hveragerðis 1958 voru þau hjón,
Margrét og Hjörtur í Laugaskarði,
ein allra fyrsta fjölskyldan sem við
kynntumst. Þau kynni og vináttan
sem myndaðist entust meðan þau
lifðu og aldrei man ég til að blettur
félli þar á. Enda voru þau bæði þann-
ig skapi farin að lífsins ómögulegt var
að móðgast við þau eða reiðast. Mar-
grét brosti bara sínu blíðasta og
Hjörtur sagði: Kva! Ekkert mál.
Þau hjón voru ákaflega samrýnd
og hvar sem annað þeirra fór var hitt
ekki langt undan. Því er það að mér
reynist erfitt að koma þessu grein-
arkorni saman án þess að minnast
Hjartar, svo samtengdar eru minn-
ingarnar um þau í huga mér. Enda
vorum við Hjörtur vinir og samstarfs-
menn í 27 ár.
Þau voru bæði ákaflega greiðvikin
og þegar mér bauðst að fara í náms-
ferð til Bandaríkjanna veturinn 1963–
64, og Ásdís myndi koma vestur
nokkrum vikum síðar, bauðst Mar-
grét strax til að taka af okkur yngsta
barnið og Hjörtur sagði: Kva! Ekkert
mál.
Þau höfðu bæði yndi af söng og
hljóðfæraleik. Margrét hafði ljúfa og
þýða alt-rödd og Hjörtur fallegan 1.
bassa. Þær eru ótaldar æfingarnar
með kórunum, þ.e. kirkjukórnum,
sem organistinn yfirleitt stjórnaði, og
samkórnum, sem Hjörtur átti mikinn
þátt í að koma á fót og var lengi undir
stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar, sem
þá var skólastjóri Hlíðardalsskóla.
Svo spilaði Hjörtur á harmóniku og
notaði hana við leikfimikennsluna og
á barnaböllunum fyrir utan ótaldar
stundir heima við. Þá sungu þau og
börnin saman, stundum við harm-
ónikuleik Hjartar eða undirleik Est-
erar eða Þorsteins á píanóið. En hvað
sem fjölskyldan tók sér fyrir hendur,
sást handbragð Margrétar á öllu.
Og henni var fleira til lista lagt.
Hún var mikil hannyrðakona og því
var það að þegar ekki fékkst sér-
menntaður hannyrðakennari að skól-
anum lá beint við að biðja Margréti að
taka að sér kennsluna. Það gerði hún
með glöðu geði og fórst verkið vel úr
hendi, því börnin kunnu vel að meta
hana, glaðlyndi hennar og hlýlegt við-
mót.
Einnig starfaði Margrét lengi við
sundlaugina, vann þar við vörslu og
umsjón og hafði það starf með hönd-
um þar til hún fór á eftirlaun. En
heimili þeirra var í Laugaskarði rétt
fyrir ofan sundlaugina þar sem Hjört-
ur var hæstráðandi, forstöðumaður
laugarinnar og sundkennari, það
fylgdi íþróttakennarastarfinu.
Hjörtur var frá Núpum í Ölfusi, af
skaftfellskum ættum, en Margrét var
Húnvetningur og flutti með foreldr-
um sínum og systkinum til Hvera-
gerðis á unga aldri. Bæði sóttu þau
skóla í Hveragerði en þar sem 7 ára
aldursmunur var á þeim er ekki víst
að unglingurinn Hjörtur hafi gefið
barninu Margréti auga svo snemma.
Hitt er víst að þegar íþróttakennar-
inn réði sig í kennslu við nýreistan
skóla í Hveragerði 1946, þá 21 árs
gamall, er víst að augu hans fylgdu oft
eftir fallegu stelputryppi, einum af
nemendum hans. Og nokkrum árum
síðar gengu þau í hjónaband, íþrótta-
kennarinn og stelputryppið, þá orðin
kona, og eignuðust þrjú mannvænleg
börn, sem öll eru íþróttakennarar að
mennt og músikölsk með afbrigðum,
öll þrjú. Já, sjaldan fellur eplið langt
frá eikinni.
Hjörtur lést í júlí 1985. Það vildi
svo illa til að þá var ég með 30 manna
erlendan túristahóp á ferð í hálendinu
og gat ekki fengið mig lausan til að
vera viðstaddur jarðarförina. Ég hef
alltaf síðan verið með samviskubit af
þeim sökum.
Síðustu 17 árin hefur Margrét því
búið ein í Laugaskarði. Að vísu eru
börnin og barnabörnin ekki langt
undan. Dæturnar tvær, Ester og Jó-
hanna, búa í Þorlákshöfn og starfa
þar við kennslu, en sonurinn Þor-
steinn býr í Hveragerði og „puðar þar
í pólitík“, eins og eitt sinn var sungið,
en aðalstarf hans er skólastjórn í
Reykjavík.
Fjölskyldur okkar áttu margar
gleðistundir saman. Í skólanum, með
kórfélögunum, á ferðalögum, á
skemmtikvöldum eða á heimilum
okkar með vinum og vandafólki. Þá
var sungið eða farið með vísur, oft vís-
ur sem Hjörtur snaraði fram á augna-
blikinu, eða sagðar sögur og heims-
málin rædd (og leyst að sjálfsögðu).
Og alltaf var Margrét jafnglöð og ljúf
hvernig sem á stóð, tilbúin að verða
við óskum gestanna eða taka lagið
með börnunum. Alltaf.
En allt fram streymir endalaust og
enginn má sköpum renna. Í símtali
sagði Ester mér sjúkdómssögu móð-
ur sinnar í stórum dráttum. Margrét
hafði aðeins verið vikutíma á sjúkra-
húsinu þegar kallið kom. Allt til síð-
ustu stundar var hún jafn broshýr og
venjulega, ástin til afkomendanna
skein úr augunum og síðustu mínút-
urnar beið hún með bros á vör að hitta
aftur sinn elskaða eiginmann.
Ég kveð Margréti með virðingu og
þakklæti og sendi börnum hennar og
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur frá mér og mínu fólki.
Valgarð Runólfsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Garðakoti, Mýrdal,
Löngumýri 5,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 3. febrúar
sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Fjölskylda Sigríðar vill þakka öllum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför hennar.
Þorsteinn F. Kjartansson, Elín Berg,
Sigurður G. Kjartansson, Regína Sigurðardóttir,
Rafn F. Kjartansson,
Örn F. Kjartansson, Kristín S. Ögmundardóttir,
Anna Kjartansdóttir, Jón B. Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.