Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 53
✝ Hermann Eyj-ólfsson fæddist í
Hestgerði í Suður-
sveit hinn 11. janúar
1916. Hann lést á
hjúkrunardeild
HSSA á Höfn hinn
15. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Eyjólfur Run-
ólfsson, f. 1897, d.
1991, og Matthildur
Gísladóttir, f. 1889,
d. 1975. Hermann
var elstur í hópi fjög-
urra systkina. Hin
eru: Ingólfur, f.
11.10. 1925, Olgeir, f. 13.11. 1928,
d. 15.9. 1961, Hulda, f. 14.4. 1931,
d. 15.3. 1947.
Hermann kvæntist hinn 26.11.
1946 Huldu Sigurðardóttur, f. 12.
nóv. 1915, d. 9. sept. 1989. Foreldr-
f. 10. apríl 1956, og eiga þau þrjú
börn. Barnabarnabörnin eru 36 og
barnabarnabarnabörnin fimm.
Hermann bjó fyrstu æviár sín í
Suðursveit en flutti til Hafnar í
Hornafirði árið 1945. Hermann
starfaði þar sem verkamaður og
fiskmatsmaður, auk þess að
stunda smábúskap og leigði rækt-
unarland. Hann bjó í Hlíðarenda
ásamt eiginkonu sinni og byggði
þar hús við enda eldra húss sem
þar stóð fyrir. Hermann gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum og tók
virkan þátt í félagsstarfi á Höfn,
svo sem hjá Verkalýðsfélaginu
Jökli þar sem hann var ritari á ár-
inum 1950-53, gjaldkeri 1953-55
og meðstjórnandi 1964-69. Hann
var einn af stofnendum ung-
mennafélagsins Sindra. Þau hjón-
in fluttu sig í hentugra húsnæði í
Miðtúni á Höfn árið 1980 en eftir
andlát Huldu árið 1989 bjó Her-
mann á hjúkrunarheimilinu á
Höfn.
Útför Hermanns fer fram frá
Hafnarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ar hennar voru Sig-
urður Gíslason, f.
14.10. 1886, d. 16.9.
1968, og Þorbjörg
Teitsdóttir, f. 29.8.
1889, d. 25.7. 1978.
Börn þeirra Her-
manns og Huldu eru:
Sigþór Valdimar, f.
15. júní 1938; Gísli Ey-
mundur, f. 16. febr.
1941, maki Ásdís Mar-
teinsdóttir, f. 14. júní
1938, og eiga þau fjög-
ur börn; Gunnar Val-
ur, f. 15. nóv. 1942,
maki Birna Þórkatla
Skarphéðinsdóttir, f. 7. sept. 1946,
og eiga þau fimm börn; Erla Sig-
ríður, f. 8. sept. 1945, maki Guðni
Hermannson, f. 23. júlí 1946, og
eiga þau þrjá syni; Guðni Þór, f. 7.
apríl 1954, maki Elín Ingvadóttir,
Þá ertu genginn á fund feðra
þinna, afi minn, rétt rúmlega 87
ára að aldri. Þú sagðir mér þegar
ég ræddi við þig á afmælisdaginn
þinn hinn 11. janúar sl. að þú teld-
ir að ekki væri langt eftir. Þá
reyndist þú sannspár þó að ég hafi
ekki viljað trúað því þá. Alveg frá
því að ég man eftir mér sem smá-
gutti, búandi í sama húsi og þú við
Hafnarbraut 45a á Höfn, hefur þú
verið eins og klettur í hafi, sjálf-
sögð stoð og stytta sem alltaf
mátti leita til. Það var alltaf gott
að koma til ykkar ömmu og hjá
ykkur dvaldi ég í lengri og
skemmri tíma bæði þegar við
bjuggum í íbúðinni við hliðina á
ykkur og eins þegar við fluttum á
Silfurbrautina. Alltaf var ljúft að
koma til ykkar. Við sátum tveir
andspænis hvor öðrum og spjöll-
uðum saman og amma bar í okkur
veitingar. Ykkur ömmu þótti sér-
lega vænt um börn ykkar, barna-
börn og barnabarnabörn og þess
fékk ég að njóta í svo ríkum mæli.
Mér er sérlega minnisstæð
veiðiferðin okkar að Fýfu í Suð-
ursveit. Óharðnaður unglingurinn
gerði sér grein fyrir því að þó að
ferðalagið sjálft tæki langan tíma
– því ekki fórstu hratt yfir á Skod-
anum – að þá yrði samveran okkur
báðum mikils virði. Veiðin var
þokkaleg og þú gast sagt mér ým-
islegt. Þú varst hreinn og beinn og
ósáttur við mig þegar ég missti
þann stóra. Veiðimannseðlið var
sterkt en reiðin sat ekki lengi í þér
og ég fékk tilsögn í stangveiði sem
ég bý enn að. Ég man líka þegar
ég fékk að fara með þér út á fjörð
og draga silunganetin sem voru
þér svo mikilvæg eftir að þú hætt-
ir að vinna. Enn var sama veiði-
eðlið til staðar og eldmóðurinn.
Þú varst mjög stoltur af öllum
þínum afkomendum og þegar þú
fluttir á elliheimilið á Höfn safnaðir
þú í kring um þig miklu magni af
myndum af þessu fólki og gast sagt
mér til um hagi þess þá sjaldan að
ég kom í heimsókn til þín austur á
Hornafjörð. Þú varst afar skarpur
maður, víðlesinn og fróður um
marga hluti og bar þar engan
skugga á með árunum. Þú fylgdist
vel með atvinnuástandi og nánast
öllu sem viðkom Hornafirði, þjóð-
málum og á alþjóða vettvangi.
Þú keyrðir bílinn þinn bróður-
partinn af 87. aldursári þínu. Dag-
legar ferðir inn að Lónsafleggjara
og útí Ósland voru þér afar mik-
ilvægar. Nú ekur þú um grænar
grundir á öðru tilverustigi. Ég
vona að amma sé þinn farþegi í
þeim ferðum. Ég kveð þig með
söknuði en einnig með stolti. Ég er
stoltur af því að hafa átt þig að og
fengið að njóta samvista við þig í
gegnum árin. Mig tekur sárt að
þær voru ekki fleiri þessar sam-
verustundir nú hin síðari ár en við
því er víst fátt að gera núna. Vertu
blessaður að sinni. Ég votta börn-
um þínum, barnabörnum og fjöl-
skyldum þeirra allra mína dýpstu
samúð.
Hermann Þór Erlingsson.
Elsku afi. Það er sárt að þú sért
farinn en það huggar mig að hugsa
til þín, hugsa um allar stundirnar
sem við áttum saman. Þú varst allt-
af góður við mig og það var alltaf
gaman að koma í heimsókn til þín.
Þegar ég var yngri gafstu mér allt-
af konfekt þegar ég kom í heim-
sókn og þú hafðir alltaf einhverja
skemmtilega sögu til að segja mér.
Og alltaf þegar ég var að gera
skólaverkefni kom ég beint til þín
að því að þú kunnir svo margar
sögur og þekktir svo vel sögur af
Hornafirði. Þú mundir alltaf eftir
afmælinu mínu og þegar ég fékk
bílprófið bauð ég þér í bíltúr og þú
lést mig keyra bílinn þinn. Það
gladdi mig mjög að þú skyldir
strax treysta mér fyrir að keyra
bílinn þinn og ég man sérstaklega
eftir því að ég og pabbi komum til
þín ekki fyrir löngu síðan og þú
ætlaðir að lána okkur bílinn þinn
og þú réttir mér lyklana, en ekki
pabba, og sagðir að ég kynni svo
vel á bílinn. Svo núna síðustu mán-
uði fannst mér svo indælt að alltaf
þegar ég kom til þín hélstu í hönd-
ina á mér á meðan ég var hjá þér.
Það var líka gott að tala við þig því
þú sagðir alltaf þínar skoðanir og
varst alltaf hreinskilinn, eins og
þegar ég var 15 eða 16 ára þá litaði
ég hárið á mér dökkt og þú varst
ekki hrifinn af því og þú sagðir það
bara og þegar ég var komin með
minn rétta lit aftur varstu ánægður
með mig. Þú sagðir mér líka þegar
þú varst ánægður með mig og ég
held að þú hafir alltaf verið ánægð-
ur með mig því þú hrósaðir mér
svo oft og talaðir fallega til mín.
Ég á eftir að sakna þess að koma
ekki til þín um helgar og fara með
þig á rúntinn og eins þess að
hringja í þig og spjalla við þig. Þú
komst með mér á rúntinn á nýja
bílnum okkar helgina áður en þú
fórst og við rúntuðum saman út í
Ósland, það var yndislegt að þú
skyldir koma með mér á rúntinn
þá. Þú varst góður afi og ég á eftir
að sakna þín mikið. Ég geymi alltaf
góðar minningar og ást í hjarta
mér.
Þín
Matthildur B. Gunnarsdóttir.
HERMANN
EYJÓLFSSON
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin-
konu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
UNNAR ÁSTU STEFÁNSDÓTTUR,
Reykjabraut 11,
Reykhólum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi fyrir alúðlega og kærleiksríka umönnun.
Halla á lyflækningadeild 11E, þökk fyrir allt.
Guð geymi ykkur öll.
Páll Finnbogi Jónsson,
Inga María Pálsdóttir, Hilmar Óskarsson,
Aðalbjörg Pálsdóttir, Einar Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, er
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
RAGNHILDAR VALGERÐAR JOHNSDÓTTUR,
Sæviðarsundi 90,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurjón Jónsson Bláfeld,
Karen Kristjánsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson,
John Snorri Sigurjónsson, Jónína Björnsdóttir,
Kristín Sigurjónsdóttir,
Hildur, Kristján og Halla Karen.
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS DANÍELSSONAR,
Guttormshaga.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Lundi.
Ólöf Snælaugsdóttir,
Ólafur K. Þorsteinsson, Helga Gísladóttir,
Guðrún S. Þorsteinsdóttir, Hilmar Hoffritz,
Bjarni H. Þorsteinsson, Þuríður S. Guðmundsdóttir,
Daníel Þorsteinsson, Málfríður Hannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Allt frá því ég kom
fyrst inn á heimili
tengdaforeldra minna
var mér mjög vel tekið. Hin ís-
lenska gestrisni var þar í hávegum
höfð. Eftir að við Þuríður fluttum í
Kópavog 1998, höfðum við það fyrir
sið að koma í heimsókn á Digranes-
heiðina á sunnudögum. Þessar
heimsóknir munu seint líða mér úr
minni. Þú sagðir mér frá uppvexti
þínum í Geiradalnum, allt frá því að
nafni þinn sótti þig, hinn 2. desem-
ber 1912, út á Bakka og gekk þér í
föður stað, eftir að móðir þín dó.
Þessar frásagnir geymi ég í hug-
skoti mínu og mun segja langafa-
börnum þínum þær í fyllingu tím-
ans. Víst er að árin setja á manninn
mark. Mér er sérlega minnistæð
síðasta réttarferðin okkar, árið
2001 í Lögbergsrétt. Það var leið-
indaveður og alls ekkert ferðaveð-
ur fyrir gamlan og máttfarinn
mann. Þú fórst nú samt úti í veðrið
á viljanum einum saman, enda
áhuginn mikill. Það kom ákveðinn
glampi í augun og þú leist yfir safn-
ið eins og þú hafðir gert árum sam-
an, sem tómstundabóndi í Kópa-
vogi.
Um þetta gerðir þú eftirfarandi
vísu.
Það ég veit og það ég finn,
það eru litlar fréttir,
þetta er í síðasta sinn,
sem ég fer í réttir.
Hinn 12. desember sl. veiktist þú
alvarlega og varst lagður inn á
sjúkrahús. Ekki gafst þú þó upp,
ekki svona fyrst í stað. En aðfara-
nótt 15. febrúar sl. varstu ferðbú-
inn og kvaddir þitt fólk og ég er
þess fullviss að nafni þinn var nú
ARNÓR AÐALSTEINN
GUÐLAUGSSON
✝ Arnór Aðal-steinn Guðlaugs-
son fæddist á Bakka í
Geiradal í Reykhóla-
hreppi hinn 5. ágúst
1912. Hann andaðist
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi við
Hringbraut hinn 15.
febrúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Digranes-
kirkju 21. febrúar.
kominn aftur, rúmlega
90 árum síðar, að
sækja nafna sinn.
Hvort hann kom ríð-
andi á einhverjum
gæðinga sinna er ekki
gott að segja, en víst
að ykkur nöfnunum
hefur gengið vel ferðin
heim. Í dagrenningu
eruð þið líklega komn-
ir vestur fyrir Gils-
fjörð. Það er vor í lofti
þótt enn sé vika eftir
af Þorra. Og Tindarnir
gnæfa yfir gamla bæ-
inn og bjóða ferða-
langana velkomna heim. Guð blessi
minningu þína. Þinn tengdasonur,
Gunnlaugur Gunnlaugsson.
Kveðja frá Sauðfjáreigenda-
félagi Kópavogs
Sú var tíðin að í Kópavogi var
stundaður töluverður fjárbúskap-
ur, bæði á bújörðum og af tóm-
stundabændum. Í hópi þeirra síð-
arnefndu var Arnór A. Guðlaugs-
son. Með Svanfríði konu sinni og
Guðbirni syni sínum rak hann
myndarlegt fjárbú í bænum, lengst
af við Digranesveg í jaðri íbúðar-
byggðar og síðustu árin í fjárhúsa-
hverfi í Fífuhvammslandi þar sem
nú hefur risið Lindahverfi.
Arnór var mikill áhugamaður um
sauðfé og fjárbúskap og stundaði
einnig hestamennsku á tímabili.
Hann var minnisstæð kempa, dug-
legur og samviskusamur, tillögu-
góður og félagslyndur og var ritari
í stjórn Sauðfjáreigendafélags
Kópavogs um margra ára skeið.
Hann var mikils metinn í okkar
hópi og gerður heiðursfélagi 1997.
Þótt aldurinn færðist yfir og nokk-
ur ár væru liðin frá því að Arnór og
fleiri félagar urðu að láta af kinda-
eign vegna aðstöðuleysis fylgdist
hann stöðugt með enda minnisgóð-
ur með afbrigðum og fróðleiksfús.
Því voru kindasögur af ýmsu tagi
ætíð í fullu gildi. Litið var við í
Fossvallarétt við Lækjarbotna og
jafnvel skroppið í Húsmúlarétt
neðan Kolviðarhóls þar sem Arnór
hirti Kópavogsfé við sundurdrátt
um fjölda ára enda fjárglöggur vel.
Síðan var fylgst með heimtum á
haustin því að hugurinn var alltaf
við féð. Þennan góða félaga kveðja
nú bæði núverandi og fyrrverandi
félagar með virðingu og þökk.
En áhugamálin voru fleiri, þar á
meðal söfnun markaskráa. Safn
Arnórs varð eftir því sem næst
verður komist eitt hið besta á land-
inu og færði hann Bændasamtök-
um Íslands það allt að gjöf 1999,
um 200 bindi flokkuð og skráð með
dyggilegri aðstoð Guðbjörns. Það
féll í hlut undirritaðs að taka við
þessari veglegu gjöf og koma henni
fyrir í bókasafni BÍ. Þá sem endra-
nær var ánægjulegt að njóta gest-
risni Arnórs og fjölskyldu hans.
Um leið og undirritaður vottar
Svanfríði og fjölskyldu innilega
samúð vegna fráfalls Arnórs fyrir
hönd fjáreigenda notar hann tæki-
færið til að færa þeim öllum kærar
kveðjur frá sér og fjölskyldu sinni.
Mér er minnisstætt þegar við Arn-
ór hittumst fyrst fyrir 25 árum
uppi í Fossvallarétt. Öll okkar sam-
skipti voru alla tíð hin ánægjuleg-
ustu og kveð ég hann nú með sökn-
uði. Minningarnar eru margar og
góðar og í litlu fjárhjörðinni minni
gætir enn áhrifa frá gimbrunum
Botnu og Móhosu sem Arnór gaf
dætrum mínum ungum á sínum
tíma.
Blessuð sé minning Arnórs A.
Guðlaugssonar.
Ólafur R. Dýrmundsson.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.