Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 55

Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 55 Kokkakeppni í Smáralind Í dag, laugardaginn 1. mars, kl. 12–16 keppa tólf erlendir kokkar um tit- ilinn „Food & Fun“ matreiðslu- meistari ársins 2003, í Vetrargarð- inum í Smáralind. Matreiddir verða fiskréttir, kjötréttir og eftirréttir. Sunnudaginn 2. mars kl. 14–16 keppa þjóðþekktir Íslendingar í matreiðslu í boði Gestgjafans. Þar hafa keppendur tvær klukkustundir til að elda aðalrétt. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Opið hús hjá Ásatrúarfélaginu verður að í dag, laugardaginn 1. mars, kl. 14–18 á Grandagarði 8. Haukur L. Halldórsson mun halda fræðsluerindi um prímrúnir og dagatal fornmanna. Hann mun einnig ræða um spádóma og stjörnukort til forna eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Allir eru vel- komnir. Furðufataball fyrir fatlaða í Ár- seli í kvöld, laugardagskvöldið 1. mars, kl. 19.30–22.30. Verð 400 kr. og er 100 kr. ódýrara fyrir þá sem mæta í grímubúningum. Andlits- málun verður á staðnum og veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu búningana. Stangveiðifélagið Ármenn fagnar 30 ára afmæli sínu, en félagið var stofnað 28. febrúar 1973. Í dag, laugardaginn 1. mars, k. 14, fagna þeir afmæli sínu í Árósum, félags- heimili Ármanna, í Dugguvogi 13 í Reykjavík. Jóhanna Benediktsdóttir formaður býður gesti velkomna og erindi halda: Jón Hjartarson, fyrsti formaður Ármanna, Bjarni Krist- jánsson, Gylfi Pálsson og Sigurður Benjamínsson. Tónlistaratriði flytur Guðmundur Haukur Jónsson. Allir velkomnir. Konur í landbúnaði kynna merki sitt: Sól með húfu í dag, laug- ardaginn 1., og sunnudaginn 2. mars í Smáralind, í tengslum við kokka- samkeppni Food and Fun Festival. Í DAG Vettvangsfræðsla Fuglavernd- arfélags Íslands verður á morgun, sunnudaginn 2. mars, kl. 13-15, við Hvaleyrarlón, Hafnarfirði. Við Hval- eyrarlón er oft mikið af fuglum á þessum tíma. Einnig verður komið við hjá Hafnarfjarðarhöfn. Hist verður á uppfyllingunni við rennuna inní lónið, bak við dælustöðina. Fuglaskoðarar verða til leiðsagnar. Á MORGUN Íslenski Alpaklúbburinn heldur Banff fjallamyndahátíð í Smára- bíói dagana 10. og 11. mars nk. Að þessu sinni verða sýndar 18 myndir. Meginmarkmið Íslenska Alpa- klúbbsins er að auka áhuga fólks á fjallamennsku. Tvær íslenskar myndir verða sýndar á hátíðinni og er ein frá Ísklifurfestivali Ísalp árið 2000 en hin er frá ferð yfir Græn- landsjökul. Stysta myndin er um 2 mínútur og sú lengsta um 49 mín- útur. Banff fjallamyndahátíðin er mynda- samkeppni um fjallamennsku. For- val myndanna er unnið af nefnd sem velur um 40 myndir frá 29 löndum til áframhaldandi þátttöku í keppninni. Alþjóðleg dómnefnd velur síðan bestu myndirnar í 8 flokkum. Upp- lýsingar um Banff má finna á http://www.banffcenter.ca Miðasala fer fram í verslun Nanoq í Kringlunni og í verslun 66°N í Lækj- argötu. Miðaverð á hvort kvöld er kr. 800. Allar nánari upplýsingar ásamt lista yfir þær myndir sem sýndar verða er að finna á vef Ís- lenska Alpaklúbbsins www.isalp.is_ Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð HÍ í april. Prófið er ætlað þeim, sem ætla að fara í nám í Þýskalandi í haust. Prófgjaldið er kr. 8.000. Nán- ari upplýsingar má finna undir www.testdaf.de. Umsóknir eiga að berast ekki síðar enn 13. mars nk. Umsjón með prófinu hefur Peter Weiss í Tungumálamiðstöð HÍ, net- fang weiss@hi.is. Kynning á vegum Rannsókn- arstofnunar KHÍ Filip Paelman kennari við Centre for Intercultural Education, háskólanum í Gent í Belgíu, heldur kynningu á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ mánu- dag 3. mars kl. 16 í stofu K 205 í Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð og er öllum opin. Fjallað er um CLIM-aðferðina sem byggist á hugmyndum um samvinnunám eða samvirkt nám og hugmyndum um margþætt fyrirmæli. Í CLIM er áhersla lögð á að vinna með stöðu nemenda í hópnum, þannig að allir nemendur fái jafnan aðgang að námsferlinu. Nemendur fá fjöl- breytt verkefni, reyna sig í ólíkum hlutverkum og allir eru þátttak- endur. Grundvallarhugmyndir eru m.a. þær, að allir geti gert eitthvað, en enginn geti gert allt og að enginn hafi lokið verkefninu fyrr en allir hafi lokið því. Á NÆSTUNNI Sjálfstæðismenn halda opna stjórnmálafundi á Austurlandi um helgina undir yfirskriftinni: Góður ár- angur - gjöful framtíð. Í dag, laug- ardaginn 1. mars, kl. 15 á Seyðisfirði í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar Herðubreiðar. Málshefjendur verða: Arnbjörg Sveinsdóttir alþing- ismaður, Björn Bjarnason alþing- ismaður og Hilmar Gunnlaugsson lögmaður. Á morgun, sunnudaginn 2. mars, kl. 15 í Hótel Svartaskógi, Norður-Héraði. Málshefjendur verða: Arnbjörg Sveinsdóttir alþing- ismaður, Þorgerður K. Gunnarsdóttir alþingismaður og Hilmar Gunn- laugsson lögmaður. Allir velkomnir. STJÓRNMÁL SÖFNUNIN Börn hjálpa börnum stendur yfir dagana 1. til 22. mars. Þetta er árlegt söfnunarátak ABC- hjálparstarfs í samvinnu við grunn- skóla landsins. Þessa daga munu börn um allt land ganga í hús og safna framlögum í merkta og núm- eraða söfnunarbauka. Börnin eru auðkennd með barmmerkjum með sömu mynd og er á baukunum. Söfnunarféð rennur óskert til hjálpar umkomulausum börnum á Indlandi og í Úganda. Því verður í fyrsta lagi varið til kaupa á 150 rúmum fyrir börn á El Shaddai barnaheimilinu á Indlandi, í öðru lagi byggingu skólahúss með 5 kennslustofum í Úganda og í þriðja lagi byggingu verknáms- skóla fyrir Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Fer bygging verknáms- skólans eftir því hve mikið fé safn- ast, en stefnt er að því að hægt verði að koma a.m.k. einni deild hans á laggirnar með söfnuninni. Í söfnuninni í fyrra rann söfn- unarféð, sem var rúmar 6 milljónir, óskert til að ljúka byggingu El Shaddai barnaheimilisins og eru börnin að flytja inn í nýja húsið um þessar mundir. Kostnaðurinn við rúmin fyrir börnin á heimilinu og byggingu barnaskólans í Úganda sem safnað verður fyrir í ár nemur samtals tæpum 3 milljónum. Bygg- ing verknámsskólans kostar rúmar 7 milljónir og tæki og tól fyrir hin- ar mismunandi deildir skólans samtals um 4,7 milljónir króna. Auk þess sem börn ganga í hús og safna framlögum munu söfn- unarbaukar standa frammi í öllum bönkum, sparisjóðum, pósthúsum og bensínstöðum á höfuðborg- arsvæðinu og víðar. Reikningur söfnunarinnar er í Íslandsbanka nr. 515-14-110000 (kt. 690688- 1589). Safna fyrir börn í Úganda og á Indlandi Söfnun ABC-hjálparstarfs hafin Skeifan 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is • Opið frá kl. 9-18 • Laugardag frá kl. 10-16 Sendum í póstkröfu F rá b æ r ti lb o ð : • Magellan GPS-tæki • GPS-aukahlutir s.s. plast- pokar, tengi, loftnet o.fl. • Talstöðvar, bíla-, báta- og handtalstöðvar • Aukahlutir fyrir talstöðvar • Fjarstýrðar samlæsingar • Þjófavarnarkerfi • Hljómflutningstæki fyrir bíla, magnarar á frábæru verði, mikið úrval hátalara • GSM-handfrjáls búnaður • Radarvarar • Hleðslutæki 15-50% afsláttur Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 Tilbo› Barna flíspeysur bláar beinhvítar rau›ar fjólubláar tilbo› 1.490 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.