Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Örfirisey og Richmond Park koma í dag. Freri og Brúarfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kemur frá Reykjavík í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinnu- stofa kl. 13, söng- stund á morgun kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl.13– 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handavinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 bútasaumur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtu- daga. Mánudagur kl. 16 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, og mynd- list, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 13 fönd- ur og handavinna, kl. 13.30 enska, fram- haldsflokkur. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 10, leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 9–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13–16 körfugerð, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10– 13 verslunin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, handavinna kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14, kl. 9–14 hár- greiðsla. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 12.15 leir-skúlptúr, kl. 13 postulínsmálun. Félag eldri borgara Garðabæ. Æfing hjá Garðakórnum, kór eldri borgara Garða- bæ, alla mánudaga kl. 17.30 í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli. Allt söngfólk er hvatt til að koma og taka þátt í starfi með kórnum. Stjórnandi kórsins er Kristín Pjetursdóttir. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Mánudagur: Brids kl. 13. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt vetrardagskrá í boði alla virka daga kl. 9– 16.30. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 10.50, leikfimi, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 perlusaumur og fóta- aðgerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13.30 sögu- stund og spjall, kl. 13 postulínsmálun og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl. 14.15 spænska. Fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaaðgerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 13–16.45 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálun. kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.11–12 leik- fimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13– 16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia, kl. 13 handmennt, glerbræðsla og spilað. Gullsmárabrids. Brids að Gullsmára. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánu- dagkvöld kl. 20. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félags- heimilið Hátúni 12. Kl. 19 brids. Karlakór Reykjavík- ur aðalfundurinn sem frestað var 28. janúar sl. verður haldinn í Ými mánudaginn 17. mars, kl 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minning- arspjöld seld hjá kirkjuverði. Í dag er mánudagur 10. mars, 69. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Gjörið því iðrun og snúið yð- ur, að syndir yðar verði afmáðar. (Post. 3, 19.)     Sagt var frá því ábbc.co.uk á fimmtu- daginn, að fjármálaráð- herra Kína hefði lagt fram fjárlög kínverska ríkisins, þar sem met væri sett í fjárlagahalla þriðja árið í röð. Sam- kvæmt þeim verða út- gjöld hins opinbera í Kína 38 milljörðum doll- ara, eða sem nemur tæp- lega 3.000 milljörðum ís- lenskra króna, hærri en tekjur.     Ráðherrann, sem heitirXiang Huaicheng, segir að þrátt fyrir vax- andi halla á rekstri rík- isins sé aukinna fjár- veitinga þörf. Fjár- mununum verður varið í sveitum landsins, til end- urskipulagningar í land- búnaði og almannatrygg- ingum.     Í ávarpi sínu til flokks-félaga á miðvikudag- inn sagði hann að „bæði fjárlagahallinn og heild- arskuldir á árinu 2003 verða innan þolmarka“.     Ríkisstjórn Kína hefurlagt áherslu á það síðan á síðasta áratug að auka ríkisútgjöld til að auka hagvöxt. Síðustu fimm ár hafa útgjöld til velferðarmála nífaldast og útgjöld til landbún- aðar og menntamála tvö- faldast, að sögn ráð- herrans.     Kínverska ríkisstjórninhefur ekki viljað hækka skatta til að fjár- magna þessi auknu út- gjöld. Því hafa þau að mestu leyti verið fjár- mögnuð með lánsfé. Fjár- málaráðherrann hefur sætt gagnrýni vegna þessa, en hefur nú lofað að „bæta“ þar úr. Hann sagði líka að lögð yrði áhersla á, að koma í veg fyrir skattsvik í Alþýðu- lýðveldinu.     Því má kannski segja, íhálfkæringi, að þrátt fyrir fjarlægðina sé ástandið í Kína ekki svo ólíkt okkar. Auðvitað er stjórn ríkisfjármála mun styrkari hér, en kast- ljósið beinist í auknum mæli að þeim sem kunna að fara á svig við lög og reglur, meðal annars með því að skjóta undan skatti.     Þeir sem vonast til þessað skattar verði hækkaðir í Kína eru efins um að svo fari. Þeir segja að Xiang hafi margoft gefið loforð í þessa veru, en þrátt fyrir það aukist fjárlagahallinn ár frá ári.     Því má búast við því aðþessir óþreyjufullu fylgjendur aukinnar skattlagningar í Kína þurfi að bíða þolinmóðir í einhvern tíma. Að öllum líkindum verður fjár- lagahallinn viðvarandi áfram, því stjórnvöld virðast staðráðin í að auka útgjöld í sveitum landsins. STAKSTEINAR Kínverjar kynda undir fjárlagahallann Launalaus sorptæknir segir upp störfum NÚ ER mér nóg boðið og segi hér með upp starfi mínu, sem ég reyndar sótti aldrei um, sem sorptæknir við húseign mína og konu minnar við Stigahlíð. Þannig er að í nágrenni við hús okkar er strætóskýli fyrir farþega á leið í Kópa- vog, Garðabæ, Hafnarfjörð o.s.frv. og eðlilega neyta þeir sem bíða eftir strætó alls konar matvæla sem eru með umbúðum sem ofan- greindir farþegar þurfa að losa sig við, en við áður- nefnt strætóskýli er ekkert sorpílát/ruslakassi; hefur kannski ekki passað við arkitektúr þessa glæsilega glerhýsis. Því henda flestir þessum umbúðum á götuna og þær lenda síðan inni í garði hjá okkur hjónunum. Reyndar héldum við hjónin að við borguðum sorphirðugjald í fasteigna- gjöldum okkar en kannski höfum við ekki réttan skiln- ing á þessu. Við höfum bæði reynt að hafa samband símleiðis við hinar ýmsu deildir Reykja- víkurborgar, þ.e.a.s óskað eftir ruslakassa við strætó- skýlið og okkur alltaf verið lofað því en ekkert gerist. Mig grunar reyndar að þessu verði svarað á þann veg að við höfum ekki talað við rétta aðila, en þannig er það ekki því okkur hefur alltaf verið vinsamlega vís- að á réttan aðila innan kerf- isins. Nú, úr því ég sé mig tilneyddan í þessi skrif má einnig nefna gleymd og grafin loforð um styrk fyrir hljóðeinangrandi gler fyrir byggingar við götuna okk- ar, verðum víst að bíða eftir því þangað til búið er að skipuleggja gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þess má geta að lokum að nær allir íbúar í mínu hverfi við Kringlumýrar- braut skrifuðu undir lista þar sem óskað var eftir því við borgaryfirvöld að at- hugað verði, að koma fyrir svokallaðri hljóðmön aust- an megin við húseignir okkar; já, meira segja tvisvar með nokkurra ára millibili. Við hjónin eigum reynd- ar fallegt bréf þar sem seg- ir að ekkert verði gert á næstunni vegna hugsan- legra/mögulegra fram- kvæmda við ofangreind gatnamót. Íbúi við Stigahlíð. Dýrahald Gerpla er týnd GERPLA hvarf frá Grett- isgötu 75 aðfaranótt 16. febrúar. Hún er til heimilis á Skólavörðustíg og gæti því hafa haldið á þær slóðir. Hún er tæplega ársgömul, smávaxin og grábröndótt að lit. Hún er óvön að vera úti og gæti því hafa stungið sér inn í íbúð, geymslu eða skúr. Íbúar í nágrenninu eru vinsamlega beðnir um að kíkja eftir henni því hún getur verið lokuð inni. Þeir sem hafa séð til hennar eða hafa hana hjá sér eru vin- samlega beðnir að hringja í síma 896 0086 eða í Katt- holt. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is ÉG skrifa frá Danmörku, er í heimsókn þar en er flutt til Íslands (eftir 21 ár í Danmörku) ásamt eig- inmanni mínum, Snorra Gunnarssyni. Ég bjó fyrst á Sæbólsbraut 21 í Kópa- vogi, en flutti sl. haust í Blásali 22, Kópavogi, sem er blokk með um 40 íbúð- um. Við höfum verið í vand- ræðum með póst frá op- inberum stofnunum eins og sýslumanni og bönkum. Þeir geta ekki sett íbúðar- númer á póstinn til okkar vegna þess að það er þjóð- skrá sem stýrir heim- ilisfangi alls pósts sem sendur er út af opinberum eða hálfopinberum stofn- unum. Ég hringdi í Hag- stofu Íslands og þar var mér sagt að þar væri aldr- ei skrifað íbúðarnúmer, „það væri póstþjónustan sem ætti að sjá um það“. Getur það verið að hver vísi frá sér, án þess að nokkuð sé gert í málinu? Þetta er mál sem mér finnst að þurfi athugunar við, það getur ekki verið að það sé svo erfitt að setja íbúðarnúmer við heimilisföng í þjóðskrá. Get ég fengið skýringu á þessu öllu? Virðingarfyllst, Ingibjörg Krist- insdóttir, Blásölum 22, íb. 1104, Kópavogi. Vandræði með póstinn LÁRÉTT 1 skyggnist til veðurs, 4 farmur, 7 lagvopns, 8 loð- skinns, 9 tónn, 11 skelin, 13 friða, 14 gubbaðir, 15 durgur, 17 dimmviðrið, 20 bölvættur, 22 sund- fuglinn, 23 málms, 24 fiskar, 25 ræktuð lönd. LÓÐRÉTT 1 fen, 2 handa, 3 glufa, 4 sjávar, 5 kjánar, 6 púði, 10 fuglar, 12 þegar, 13 leyfi, 15 rifja, 16 um- ræða, 18 molar, 19 þefar, 20 aular, 21 blóðsuga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 spjátrung, 8 laxar, 9 fruma, 10 afl, 11 tórum, 13 attir, 15 basla, 18 smári, 21 fót, 22 gjall, 23 árann, 24 slóðaskap. Lórétt: 2 pexar, 3 áfram, 4 ræfla, 5 naumt, 6 flot, 7 saur, 12 uml, 14 tóm, 15 bága, 16 skafl, 17 aflið, 18 stáss, 19 ábata, 20 inna. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI átti afmæli á laugar-daginn. Þetta var ekki stór- afmæli, Víkverji nennti ekkert að halda upp á það. Óvæntar afmælis- kveðjur eru þó alltaf skemmtilegar; til að mynda fékk Víkverji bréf í síð- ustu viku frá Sævari Karli Ólasyni þar sem hann óskaði Víkverja til hamingju með afmælið. Með fylgdi skemmtileg teikning barns – Vík- verji gat ekki betur séð en að hún hefði verið teiknuð sérstaklega fyrir hann! Víkverji þekkir Sævar Karl ekki neitt en hefur einu sinni keypt flík í fataverslun hans í Bankastræti. Sævar Karl má eiga það að hann fer aðrar leiðir í kynningu á verslun sinni og vörum; hann reynir að hafa samskiptin á persónulegri nótum en almennt gerist, sendir reglulega frá sér skemmtilegan póst og skapar þannig jákvæða mynd af fyrirtæki sínu. Víkverji kann vel að meta þetta og myndi gjarnan vilja geta beint meiri viðskiptum til Sævars Karls – því miður leyfa fjárráðin það þó ekki! x x x VÍKVERJI fór til útlanda um dag-inn. Þetta telst ekki til tíðinda en er rifjað hér upp vegna þess að þeg- ar lent var í Kaupmannahöfn brut- ust út mikil fagnaðarlæti meðal far- þeganna. Víkverji hefur áður orðið var við að farþegar eiga það til að byrja að klappa um leið og flugvélin hefur snert jörðina. Eftir að hafa sótt námskeið hjá fyrirtækinu Atlanta fyrir langa löngu veit Vík- verji hins vegar að fullsnemmt er að fagna, þegar hjólin snerta jörðina. Ýmislegt getur farið úrskeiðis á þeim augnablikum, sem fylgja í kjöl- farið. Hitt vita væntanlega flestir, að mest hætta steðjar að í flugtaki og í lendingu. Ekki er óeðlilegt að menn fagni því, að lendingin hafi tekist klakklaust. Víkverji leggur hins veg- ar til að menn byrji ekki að klappa fyrr en endanlega er öruggt að lend- ingin hefur tekist. x x x TALANDI um ferðalög til útlanda.Víkverji er alltaf jafn undrandi á því, er hann mætir í flugstöð Leifs Eiríkssonar, að þar skuli ekki vera hægt að fá almennilegt kaffi. Evrópuflug er jafnan eldsnemma á morgnana og Víkverji sleppir stundum morgunkaffinu, áður en haldið er í flug, til að geta sofið nokkrum mínútum lengur. Hefur hann þá hugsað með sér, að hægt verði að fá sér kaffibolla úti í flug- stöð. Alltaf tekst honum að gleyma því að í flugstöðinni er aðeins selt versta skólp; hvers vegna er ekki bú- ið til almennilegt kaffi í Leifsstöð? Það er hægt að fá ýmislegt í Leifs- stöð – en ekki almennilegt kaffi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.