Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 1
KOMI til stríðs í Írak gæti tap banda- rískra flugfélaga aukist um fjóra milljarða dollara, andvirði 300 millj- arða króna, að sögn samtaka banda- rískra flugfélaga, ATA, í gær. Samtökin telja að þetta mikla tap geti orðið til þess að flugfélögin þurfi að segja upp 70.000 starfsmönnum og leggja niður 2.200 daglegar flugferðir. Þau segja að efnahagslegar afleiðing- ar stríðs í Írak geti orðið svo alvar- legar að mikil hætta sé á „glundroða- kenndri hrinu gjaldþrota í greininni“. Flugfélög þjóðnýtt? „Líkurnar á nauðungarþjóðnýtingu atvinnugreinarinnar eru ekki óraun- hæfar,“ segir í nýrri skýrslu samtak- anna. Þar kemur einnig fram að erf- iðleikar flugfélaganna myndu hafa alvarleg áhrif á allt efnahagslíf Bandaríkjanna og auka á atvinnuleys- ið í öðrum greinum. Gert sé ráð fyrir því að nær fjögur störf tapist í ferða- þjónustu fyrir hvern starfsmann flug- félaganna sem missi vinnuna. Robert L. Crandall, fyrrverandi að- alframkvæmdastjóri American Air- lines, segir að stríð í Írak geti leitt til „mestu kreppu í sögu flugsins“. „Grípi stóru flugfélögin ekki til stórfelldra sparnaðaraðgerða verða þau öll gjald- þrota á endanum.“ Óttast hrun flugfélaga komi til stríðs í Írak Washington. AFP, The Washington Post. Reuters Frábær túlkun á Carter Pacifica-strengjakvartettinn fær góða dóma vestanhafs | Listir 25 Árni Gautur Arason reiðubúinn að breyta til | Íþróttir 45 Mynddiskur með Bítlunum Myndir af síðustu æfingu þriggja Bítla meðal efnis | Fólk 50 STOFNAÐ 1913 69. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hafnaði tilboði Rosenborgar DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að stjórn George W. Bush for- seta væri tilbúin að hefja stríð í Írak án Breta ef þörf krefði. Rumsfeld sagði á blaðamanna- fundi í Washington að ákvæði stjórn breska Verkamannaflokks- ins að taka ekki þátt í hernaði í Írak gæti Bandaríkjaher látið til skarar skríða án þátttöku breska hersins. Mikil andstaða er innan Verkamannaflokksins við stríð í Írak samþykki ekki öryggisráð Sameinuðu þjóðanna nýja ályktun sem heimili hernað. Embættismenn í breska forsæt- isráðuneytinu voru undrandi á um- mælum Rumsfelds og áréttuðu að Bretar myndu taka þátt í hernað- inum neituðu Írakar að afvopnast, að sögn BBC í gærkvöldi. Bandaríkjamenn höfnuðu í gær málamiðlunartillögu um að Írökum yrði gefinn að minnsta kosti mán- aðar frestur frá mánudeginum kemur til að hlíta afvopnunarskil- málum öryggisráðsins. Þeir höfn- uðu einnig tillögu um að atkvæða- greiðslu í ráðinu um nýja ályktun yrði frestað og sögðu að hún ætti að fara fram í vikunni. Sex aðildarríki öryggisráðsins – Angóla, Chile, Gvæana, Kamerún, Mexíkó og Pakistan – sem hafa hvorki lýst yfir stuðningi né and- stöðu við ályktunardrögin lögðu til að Írakar fengju 30–45 daga frest í viðbót til að afvopnast. Banda- ríkjamenn, Bretar og Spánverjar höfðu lagt til að Írökum yrði gefinn lokafrestur til mánudagsins kemur til að hlíta afvopnunarskilmálun- um. Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði að ekki kæmi til greina að sam- þykkja tillögu ríkjanna sex en gaf til kynna að fresturinn yrði ef til vill lengdur um nokkra daga. Jiang Zemin, forseti Kína, sagði í gær að ekki væri þörf á nýrri ályktun og stjórnvöld í Pakistan og Chile sögðu að það „yrði mjög erf- itt“ fyrir þau að styðja hernað í Írak. Talsmaður stjórnarflokksins í Pakistan sagði að landið myndi sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Bandarískir embættismenn sögðust hafa tryggt stuðning þriggja Afríkuríkja í öryggisráðinu – Angóla, Gvæana og Kamerún – við ályktunardrögin. Frakkar sögðust hins vegar hafa talið stjórnvöld í Gvæana og Kamerún á að sitja hjá og stjórnin í Angóla hefði ekki enn gert upp hug sinn. Flugher Bandaríkjanna sprengdi í gær nýja og mjög öfluga sprengju, MOAB, í tilraunaskyni í Flórída og vonast til þess að geta beitt henni gegn mikilvægum skot- mörkum, meðal annars neðanjarð- arbyrgjum, komi til stríðs í Írak. Bandaríkjamenn vonast til þess að MOAB valdi svo mikilli sprengingu að íraskir hermenn verði skelfingu lostnir, haldi að beitt hafi verið kjarnorkusprengju og gefist upp. Stjórn Bush tilbúin að hefja stríð án Breta Hafnar tillögu um að gefa Írökum mán- aðar frest til að afvopnast Sameinuðu þjóðunum. AFP. Reuters Íraskir hermenn ganga framhjá málverki af Saddam Hussein, forseta Íraks, við herstöð norður af Bagdad.  „Nyet, No, Non“/18 Á AÐALFUNDI Kaupþings banka hf., sem haldinn verður síðdegis í dag, og í kjölfar hans má gera ráð fyrir, að umtalsverðar breytingar verði gerðar á yfirstjórn bankans. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, sem verið hefur stjórn- arformaður Kaupþings, mun láta af stjórnarfor- mennsku en sitja áfram í stjórn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Guðmundur Hauksson fyrir alllöngu hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að stjórnarformennska hans í Kaup- þingi samræmdist ekki starfi hans sem spari- sjóðsstjóri SPRON. Jafnframt hafa sparisjóð- irnir minnkað eignarhald sitt í Kaupþingi en fyrirtækið vaxið mjög hratt og eðlilegt talið að útrás þess á erlendum vettvangi yrði stjórnað af stjórnarformanni í fullu starfi. Sigurður Einarsson, sem verið hefur forstjóri Kaupþings frá því að Bjarni Ármannsson lét af því starfi fyrir nokkrum árum og tók við forystu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og síðar Ís- landsbanka, mun láta af starfi forstjóra og er gert ráð fyrir að hann verði formaður nýrrar stjórnar, sem kjörin verður á aðalfundinum í dag. Sigurður verður stjórnarformaður Kaupþings banka í fullu starfi. Hreiðar Már Sigurðsson, sem verið hefur að- stoðarforstjóri Kaupþings, mun taka við starfi forstjóra Kaupþings banka. Aðalfundur Kaupþings banka hf. verður hald- inn í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í dag og hefst kl. 17.00. Breytingar fyrirhugaðar á yfirstjórn Kaupþings banka hf. á aðalfundi í dag Sigurður stjórnarformað- ur – Hreiðar Már forstjóri Sigurður Einarsson Hreiðar Már Sigurðsson Guðmundur Hauksson EINN af hverjum tíu Íslend- ingum telst virkur í frum- kvöðlastarfsemi eða 11,3%, sem er hæsta hlutfall í Evrópu sam- kvæmt nýrri alþjóðlegri rann- sókn sem Háskólinn í Reykjavík framkvæmdi hér á landi með stuðningi Samtaka atvinnulífs- ins, Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífsins, forsætisráðuneytisins og Seðlabanka Íslands. Rögnvaldur J. Sæmundsson lektor í frum- kvöðlafræðum við HR kynnti niðurstöðurnar í gær og sagði að hér á landi væri auðvelt að stofna fyrirtæki en erfitt væri að fá inn áhættufjármagn. 11,3% virk í frum- kvöðlastarfsemi Ísland hæst í Evrópu  Helmingur/17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.