Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HAFNA MÁNAÐAR FRESTI
Bandarísk stjórnvöld höfnuðu í
gær málamiðlunartillögu um að
Írökum yrði gefinn a.m.k. mánaðar
frestur í viðbót til að hlíta afvopn-
unarskilmálum öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna. Bandaríkjamenn
höfðu lagt til að Írakar fengju frest
til mánudagsins kemur en eru nú
sagðir ljá máls á því að lengja hann
um nokkra daga.
Hátt hlutfall frumkvöðla
Einn af hverjum tíu Íslendingum
telst virkur í frumkvöðlastarfsemi
eða 11,3%, sem er hæsta hlutfall í
Evrópu. Þetta er niðurstaða alþjóð-
legrar rannsóknar.
Telja að skilaverð lækki
Stjórnendur tveggja stærstu af-
urðasölufyrirtækja landsins telja
flest benda til þess að skilaverð til
sauðfjárbænda lækki í haust vegna
mikils offramboðs á kjötmarkaði.
Þeir segja að sláturleyfishafar hafi
þurft að taka á sig tap vegna fram-
leiðslu síðasta hausts.
Yfirstjórn Kaupþings breytt
Gera má ráð fyrir að umtalsverðar
breytingar verði gerðar á yfirstjórn
Kaupþings banka hf. í kjölfar aðal-
fundar hans í dag. Guðmundur
Hauksson, sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis,
mun láta af stjórnarformennsku en
sitja áfram í stjórn Kaupþings, skv.
heimildum Morgunblaðsins. Sig-
urður Einarsson mun láta af starfi
forstjóra og gert er ráð fyrir því að
hann verði formaður nýrrar stjórn-
ar.
Mælar á Mýrdalsjökul
Þrír jarðvísindamenn voru á Mýr-
dalsjökli í gær að koma fyrir
skjálftamælum á Austmannsbungu
og Entukollum. Markmiðið er að
vakta Kötlu og kanna betur dýpi
skjálfta.
Náðu ekki sátt um Kýpur
Viðræður um endursameiningu
Kýpur fyrir milligöngu Sameinuðu
þjóðanna hafa farið út um þúfur. Að-
eins gríski hluti eyjunnar fær því að-
ild að Evrópusambandinu á næsta
ári og þetta dregur úr líkum á aðild-
arviðræðum við Tyrki.
NÝR TOYOTA AVENSIS
BRESKIR Á JÖKLI
DRAUMABÍLL LÆKNIS
AMERÍSKIR OG STÓRIR
BÍLASÝNINGIN Í GENF
FORD VÖRUBÍLL ’47
OPEL MERIVA
NÝSTÁRLEGAR LAUSNIR
Handfrjáls búnaður í bíla
fyrir flestar gerðir GSM síma.
Ísetning á staðnum.
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025 • www.kia.is
K IA ÍSLAND
Bílar sem borga sig!
Alhliða
lausn í
bílafjármögnun
Suðurlandsbraut 22 540 1500
www.lysing. is
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 16/17 Minningar 34/37
Erlent 18/20 Staksteinar 38
Höfuðborgin 21 Bréf 40
Akureyri 22 Dagbók 42/43
Suðurnes 24 Íþróttir 44/47
Landið 24 Fólk 48/53
Listir 25/26 Bíó 50/53
Umræðan 27/33 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
ÍSLENSKA ríkið hefur verið sýkn-
að af kröfu móður sem krafðist þess
fyrir hönd ófjárráða dóttur sinnar að
felld yrði úr gildi synjun landlækn-
isembættisins við því að upplýsingar
úr sjúkraskrám um látinn föður
hennar yrðu fluttar í gagnagrunn á
heilbrigðissviði.
Héraðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu, að dulkóðun heilsufarsupp-
lýsinga, aðgangshindranir, öryggis-
kröfur og eftirlit opinberra aðila með
rekstri gagnagrunns á heilbrigðis-
sviði, svo og þagnarskylda þeirra
sem koma að gerð og starfrækslu
hans gerði það að verkum að upplýs-
ingar þær, sem fyrirhugað var að
flytja í gagnagrunninn verði óper-
sónugreinanlegar í lagalegum skiln-
ingi, eftir að þær hafa verið fluttar í
hann. Hið sama gilti um hugsanlega
tímabundna tengingu gagnagrunns-
ins við gagnagrunn með ættfræði-
eða erfðafræðiupplýsingum, að upp-
fylltum skilyrðum, sem Persónu-
vernd setti. Dómurinn segir í niður-
stöðum sínum að nútímaaðferðir til
dulritunar séu það öruggar, aðal-
mennt sé talið nánast útilokað að
lesa dulritaðar upplýsingar, sé dul-
ritunarlyklinum haldið leyndum.
Mætti nefna að til væru dulritunar-
aðferðir í almennri notkun, sem
væru það traustar, að afkóðun tæki
mun lengri tíma en sem næmi aldri
alheimsins. Leit dómurinn því svo á,
að slík dulritun sem hér um ræddi,
gæti verið það traust, að uppfylltar
væru tæknilegar kröfur um óper-
sónugreinanleika dulritaðra gagna.
Helgi I. Jónsson, Allan V. Magn-
ússon og Snorri Agnarsson prófess-
or í tölvunarfræði kváðu upp dóm-
inn.
Dulkóðun uppfyllir
tæknileg skilyrði
INGVAR E. Sigurðsson leikari tá-
brotnaði á æfingu í Borgarleik-
húsinu í fyrrakvöld þar sem verið
var að æfa áhættuatriði í sirk-
usstíl í Rómeó
og Júlíu. Var
hann settur í
gifs, en ætlar
engu að síður að
leika tábrotinn
á 28. sýningu
næstkomandi
laugardags-
kvöld.
Tildrög slyss-
ins voru þau að
ákveðið var að
fara út í enn áhættusamari loft-
fimleikaatriði í sýningunni en
iðkuð höfðu verið og átti Ingvar
að taka heljarstökk með skrúfu.
Lendingin tókst hins vegar illa og
braut hann stórutá er hann kom
niður. Samkvæmt læknisráði má
hann ekki leika um helgina en
engu að síður ætlar hann að taka
af sér gifsið á laugardag og leika
eins og ekkert hafi í skorist, að
sögn Gísla Arnar Garðarssonar,
leikara í sýningunni. Ingvar vill
meina að hann geti vel leikið
þrátt fyrir meiðslin þótt það
verði e.t.v. sársaukafyllra en
venjulega. „Hann ætlar bara að
bíta á jaxlinn,“ segir Gísli Örn.
Ingvar
leikur þrátt
fyrir tábrot
Ingvar E.
Sigurðsson
MALBIKIÐ virtist ekki ýkja mikil fyrirstaða þessari
skóflugröfu í Bankastrætinu. Áhrifa framkvæmdanna
gætir víða og ríkisstjórnin hefur væntanlega ekki farið
varhluta af bramlinu þar sem hún sat og fundaði stein-
snar í burtu í Stjórnarráðinu í gærmorgun.
Grafan á eftir að klóra enn dýpra með stálarminum
því skipta á um allan jarðveg og lagnir í Bankastræti
og lýkur framkvæmdum ekki fyrr en í júní. Þá á ásýnd
og yfirbragð strætisins að vera svipað og í end-
urbættum hluta Skólavörðustígs.
Morgunblaðið/Ómar
Grafið gegnt ríkisstjórninni
GÍSLI Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður
hefur tilkynnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að vegna
hugsanlegra hagsmunaárekstra geti hann ekki
flutt málsvörn áfram fyrir hans hönd í máli sem
Dalsmynni ehf. höfðar á hendur Jóni Ásgeiri og
Þorsteini Má Baldvinssyni þar sem Dalsmynni
krefur þá um 227 milljónir króna vegna sölu Dals-
mynnis í Orca SA, og þar með Íslandsbanka, um
áramót 2002.
Ástæðan er samningur sem Jóhannes Jónsson,
faðir Jóns Ásgeirs, skrifaði undir fyrir hönd Schill-
ing Inc., dótturfélags Saxhóls, sem er eignarhalds-
félag í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar, um kaup á
hlut Jóns Ólafssonar í Orca í mars á síðasta ári. Í
samningi þessum segir að Jóhannes taki persónu-
lega ábyrgð á skuldbindingum samkvæmt samn-
ingnum.
Ástæða þess að Dalsmynni stefnir Jóni Ásgeiri
og Þorsteini Má og krefur þá um greiðslu er sú að
félagið telur sig hafa rétt á að nýta svokallað leið-
réttingarákvæði í samningnum sem gerður var
þegar félagið var leyst út úr Orca-hópnum. Í
samningnum, sem gerður var í janúar 2002, segir
að seljendur bréfanna, Dalsmynni ehf., hafi rétt á
að endurskoða hann ef aðrir eigendur verði leystir
út með sama hætti fyrir ágúst 2002.
Í mars í fyrra dró Jón Ólafsson sig út úr Orca-
hópnum. Jón seldi hlut sinn í Orca, og þar með Ís-
landsbanka, á genginu 5,0 krónur á hlut sem var
um 4% yfir markaðsgengi bankans á þeim tíma.
Nefndur samningur Dalsmynnis við Jón Ásgeir og
Þorstein Má um að leysa Dalsmynni út úr Orca
kvað hins vegar á um gengið 4,3 krónur á hlut.
Deilan snýst því um það hvort Dalsmynni fær
leiðréttingu á verðinu til samræmis við það gengi
sem Jón Ólafsson fékk þegar hann seldi sinn hlut.
Tilkynning send 11. mars
Í tilkynningu Schilling Inc. til Kauphallar Ís-
lands frá því 11. mars 2002 segir að Schilling Inc.,
dótturfélag Saxhóls ehf., hafi þann dag keypt alla
hluti Jóns Ólafssonar í Orca SA.
Jafnframt segir að gengið í umræddum við-
skiptum hafi verið viðmiðunargengi bréfa í Ís-
landsbanka eða 5,0.
Þá segir í tilkynningunni að á næstu vikum eftir
dagsetningu tilkynningarinnar muni eignarhlutur
Schilling Inc. í Íslandsbanka verða færður úr Orca
SA / FBA Holding SA yfir til Schilling Inc. Muni
þá Schilling Inc. eiga með beinum hætti 3,89%
eignarhlut í Íslandsbanka.
Engin vitneskja hjá Þorsteini
Gísli Baldur Garðarsson hrl. segir að vegna
samningsins sem fram er kominn geti hann ekki
flutt málsvörn fyrir Jón Ásgeir vegna þess að upp
geti komið hagsmunaárekstur milli Jóns Ásgeirs
og Þorsteins Más. „Eftir að samningurinn kom
fram varð ljóst að það kynni að verða hagsmuna-
árekstur milli umbjóðenda minna, Jóns Ásgeirs og
Þorsteins Más, enda hafði Þorsteinn Már sagt mér
að hann hefði enga vitneskju haft um þessi
tengsl,“ sagði Gísli Baldur í samtali við Morgun-
blaðið.
Gísli Baldur mun áfram reka málið fyrir hönd
Þorsteins Más.
Haft var samband við Jón Ásgeir Jóhannesson,
Jóhannes Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson en
þeir vildu ekki tjá sig um málið.
Mál Dalsmynnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Baldvinssyni
Hugsanlegur hagsmuna-
árekstur vegna undirskriftar