Morgunblaðið - 12.03.2003, Page 9

Morgunblaðið - 12.03.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 9 ÍSLAND hefur verið tilnefnd heið- ursþjóð í alþjóðlegu maraþoni sem fram fer árlega í Washington-borg. Í ár fer hlaupið fram 23. mars nk. Auðunn Atlason, sendiráðunautur í Washington, segir mótið hafa al- þjóðlegan blæ. Til leiks mæta hlaup- arar víðs vegar að úr heiminum auk fulltrúa allra ríkja Bandaríkjanna. Hann segir að þarna liggi tæki- færi til að koma Íslandi á framfæri. Íslenski sendiherrann muni færa sigurvegurum hlaupsins blómsveiga auk þess að pistill eftir hann verði í bæklingi sem dreift er meðal kepp- enda. Þá verði Reykjavíkurmaraþon kynnt rækilega sem vonandi skili sér í enn meiri fjölda erlendra þátt- takenda á Íslandi. Á sjálfan hlaupadaginn 23. mars verður hóf í boði Íslendinga við marklínu hlaupsins. Meðal gesta verða háttsettir stjórnmála- og emb- ættismenn, borgarstjóri Wash- ington auk fjölmiðla. Helgi Ágústs- son, sendiherra Íslands, mun flytja ræðu og fyrirtæki kynna starfsemi sína. „Við erum lítil þjóð og þetta er ódýr leið fyrir okkur til að ná til mjög margra,“ segir Auðunn. Talið er að um hundrað þúsund manns hafi fylgst með hlaupinu í fyrra auk allra hlauparanna, sem Auðunn von- ar að láti sjá sig í Reykjavík- urmaraþoni í ár. Árlegt Washington-maraþon Ísland verður heið- ursþjóð í hlaupinu RÍKISSTJÓRNIN ræddi hugmynd- ir að fyrirkomulagi um rekstrarstyrk til meðferðarheimilisins Byrgisins í gær. Byrgið hefur átt í miklum fjár- hagserfiðleikum. Að sögn Birkis J. Jónssonar, að- stoðarmanns félagsmálaráðherra, er stefnt að fundi með forsvarsmönnum þar sem farið verður yfir stöðu mála. „Á þessu stigi er ekki margt um málið að segja en við munum hitta forsvars- menn Byrgisins núna í þessari viku. Það er hins vegar búið að vinna lengi að málinu og því styttist vonandi í ein- hverja lendingu í því,“ sagði Birkir. Málefni Byrgisins Styttist í niðurstöðu GÆSLUVARÐHALD yfir karl- manni, sem var handtekinn fyrir ára- mót í Hollandi og framseldur hingað til lands, hefur verið framlengt til 16. apríl. Fyrri gæsluvarðhaldsúrskurð- ur rann út föstudaginn 7. mars. Yfirréttur í Hollandi féllst á að framselja manninn, sem hefur bæði íslenskan og þýskan ríkisborgararétt, til landsins en hann er grunaður um aðild að smygli á fimm kílóum af am- fetamíni og 150 grömmum af kókaíni til landsins. Að sögn Ásgeirs Karls- sonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík, eru engir aðrir í gæsluvarðhaldi vegna málsins en upphaflega voru þrír karlmenn og kona handtekin á Íslandi í tengslum við rannsókn málsins. Gæslu- varðhald framlengt HEIMSFERÐIR hafa ákveðið að bæta við ferðum til Alicante á Spáni í mánuðina júní-ágúst í sumar vegna mikillar eftirspurnar. Að því er fram kemur í frétt frá fé- laginu er gripið til þessarar fjölgun- ar vegna þess að nú þegar er uppselt í mörg flug í sumar. Þar kemur einn- ig fram að bókunarstaðan er mun betri nú en hún var á sama tíma í fyrra. Heimsferðir fjölga ferðum KARLMAÐUR sem fannst meðvit- undarlaus með höfuðáverka við veit- ingahúsið Glaumbar aðfaranótt sunnudags er á batavegi á Landspít- alanum og kominn af gjörgæsludeild. Tildrög atviksins voru mjög óljós til að byrja með og voru sett í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Ekki var vitað með hvaða hætti maðurinn hlaut áverka sína og var lýst eftir vitnum á sunnudag. Nokkur vitni höfðu sam- band við lögregluna í kjölfarið og er nú talið að maðurinn hafi slasast í átökum. Enginn hefur verið handtek- inn og hinn slasaði bíður skýrslutöku lögreglu. Lögreglan vill þakka fyrir veitta aðstoð vitna. Grunur um átök við Glaumbar Gott úrval af buxnadrögtum með stuttum og síðum jökkum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. LYF & HEILSA, KRINGLUNNI, MJÓDD OG SELFOSSI. APÓTEKARINN NÓATÚNI OG HAFNARSTRÆTI, AKUREYRI. *TILBOÐIÐ GILDIR FYRIR HYDRIANCE OG LOVING CARE CLAIROL HÁRALITIR Clairol háralitir eru að verða uppseldir á Íslandi vegna breytinga erlends.Þeir sem vilja tryggja sér þessa frábæru háraliti er bent á eftirfarandi verslanir: ÞÚ KAUPIR 1 HÁRALIT OG FÆRÐ ANNAN FRÍAN*   Laugavegi 87 Sími 511 2004 www.dunogfidur.is Perlan við Dóná Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Buda- pest þann 27. mars í beinu flugi til þessarar heillandi borgar sem er að verða einn vinsælasti borgaráfangastaður Íslendinga. Þú bókar tvö flugsæti, en greiðir aðeins fyrir eitt og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Budapest á frábærum kjörum og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Budapest allan tímann. Helgarferð til Budapest 27. mars frá kr. 19.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 2.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Mercure Duna, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð kr. 19.950 Flugsæti til Budapest, út 27. mars, heim 31. mars. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1. Síðustu 28 sætin Glæsileg hótel í hjarta Budapest Mercure Metropol Mercure Duna Munið Mastercard ferðaávísunina Spennandi kynnisferðir Kynnisferð um Búdapest Farþegar sóttir á hótel og ekið um þessa mögnuðu borg. Hetjutorgið, óperuhúsið, Stefánskirkja og þing- húsið. Margrétarbrú, Buda hæðirnar, Mattheusarkirkjan, Gellert hæð og Citadellan. Hálfur dagur. Leiðsögn með íslenskum fararstjórum Heims- ferða. Verð kr. 1.900 á mann Sigling á Dóná með kvöldverði Innifalið í verði: Sigling, matur, hálf flaska af víni, skemmtiatriði. Verð kr. 4.900. Szentendre Undurfagur bær við Dóná um klukku- stundarakstur frá Budapest. Í dag er bærinn einna líkastur lifandi safni. Fjöldi listamanna hefur sest þar að. Húsin eru áberandi litrík og verslanir, vinnustofur og söfn setja svip sinn á bæinn. Haldið til baka síðdegis með rútu. Um 6 klst. ferð. Verð kr. 2.400. Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 11-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Tilboðsdagar Vorjakkarnir komnir Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—16. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.