Morgunblaðið - 12.03.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 12.03.2003, Síða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR þingmenn Vinstrihreyfingar- innar-græns framboðs hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um bann við umskurði á kynfærum kvenna. Lagt er til að í fyrstu grein slíkra laga standi: „Hver sem með ásetningi eða gáleysi veldur tjóni á líkama eða heilsu stúlku eða konu með umskurði á kynfærum hennar, þ.e. með því að fjarlægja hluta þeirra, skal sæta fangelsi allt að sex árum. Hafi verknaðurinn haft svo alvarlegar afleiðingar að bani hlýst af eða brotið er sérstaklega hættu- legt vegna aðferðarinnar eða tækja sem notuð eru varðar brotið fang- elsi allt að 16 árum.“ Fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins er Kolbrún Halldórsdóttir. Í greinargerð frumvarpsins segir m.a. að samtökin Amnesty Inter- national áætli að um 135 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna í heim- inum hafi þolað umræddar mis- þyrmingar á kynfærum sínum. Þá telja samtökin að um 2 milljónir stúlkubarna séu umskornar á hverju ári, um 6.000 á dag. Í grein- argerðinni segir ennfremur að um- skurður sé enn framkvæmdur í 28 Afríkulöndum og að einhverju leyti í Indónesíu, Sri Lanka, Malasíu, Ind- landi, Egyptalandi, Óman, Jemen, Sameinuðu arabísku furstadæmun- um og hjá frumstæðum ættbálkum Suður-Ameríku. „Í kjölfar aukins fjölda innflytjenda frá löndum þar sem umskurður tíðkast hefur þörf fyrir lagasetningar er banna verkn- aðinn aukist í löndum Evrópu,“ seg- ir í greinargerðinni. „Vitað er að verknaðurinn hefur viðgengist í Danmörku, Bretlandi, Frakklandi, Spáni, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu og því gæti þess verið skammt að bíða að siðurinn berist hingað til lands.“ Í lok greinargerðarinnar segir að það sé skylda Íslendinga í samfélagi þjóðanna að leggja sitt af mörkum til að þessi forna hefð, sem um- skurður sé, verði aflögð. „Verði frumvarpið að lögum er það fyr- irbyggjandi aðgerð og skýr stuðn- ingsyfirlýsing Íslendinga við barátt- una gegn þessum hroðalegu misþyrmingum og mannréttinda- brotum á börnum og konum í heim- inum.“ Morgunblaðið/Jim Smart Karl Matthíasson Samfylkingu (til vinstri) og Hjálmar Árnason Framsóknarflokki fylgjast með umræðum á Alþingi. Aftan við þá sést í þá Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki og Kristin H. Gunnarsson Framsóknarflokki. Umskurður verði bann- aður í íslenskum lögum ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag en þá verða fyrirspurnir til ráð- herra. Um hádegi verður gert hlé fram til kl. 19.50 en þá hefjast svo- kallaðar eldhúsdagsumræður eða almennar stjórnmálaumræður. JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur í áttunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóð- enda í kosningum. Það hefur verið flutt á sjö síðustu þingum en ekki hlotið afgreiðslu. „Markmið þessa frumvarps er að gera fjármál stjórn- málasamtaka og frambjóðenda opin og sýnileg enda er leynd einungis til þess fallin að auka tortryggni al- mennings í garð stjórnmálasamtaka og einstakra frambjóðenda,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Í frumvarpinu er lagt til að stjórn- málasamtök verði framtalsskyld og að þau leggi árlega fram endurskoð- aða reikninga í dómsmálaráðuneyt- inu. Jafnframt er lagt til að fari fjár- framlag eða ígildi þess frá einstökum aðilum, þ.e. einstaklingum, fyrir- tækjum, félagasamtökum eða sjóð- um, yfir 500 þúsund kr. skuli birta nafn styrktaraðila samhliða birtingu ársreikninga. „Í frumvarpinu eru þau nýmæli,“ segir í greinargerð, „að frambjóðendur til Alþingis, sveitar- stjórna eða til embættis forseta Ís- lands, sem náð hafa kjöri, skulu fyrir lok kosningaárs gera grein fyrir heildarútgjöldum kosningabarátt- unnar og fjármögnun hennar.“ Meðflutningsmenn frumvarpsins eru sex aðrir þingmenn Samfylking- arinnar og báðir þingmenn Frjáls- lynda flokksins, þ.e. Sverrir Her- mannsson og Guðjón A. Kristjánsson. Frumvarp til laga um styrki til stjórnmálaflokka Frumvarpið lagt fram í áttunda sinn ALÞINGI samþykkti í gær ályktun þess efnis að ríkisstjórninni verði fal- ið að skipa nefnd til þess að gera út- tekt á réttarstöðu samkynhneigðs fólks á Íslandi. „Skal nefndin jafn- framt gera tillögur um úrbætur og nauðsynlegar aðgerðir til þess að jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra í samfélaginu,“ segir í ályktuninni. Tillaga að ályktuninni var lögð fram á Alþingi fyrir jól en fyrsti flutningsmaður hennar var Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Fulltrúar allra þing- flokka voru meðflutningsmenn. Í umsögn allsherjarnefndar þings- ins, sem mælti með samþykkt álykt- unarinnar, kom m.a. fram að mikil umræða hefði átt sér staða um rétt- arstöðu samkynhneigðs fólks á Norðurlöndunum og í Evrópu. „Mik- ilvægt er að skoða þessi mál heild- stætt, bæði stöðuna hér heima og í öðrum löndum og verður það m.a. hlutverk þeirrar nefndar sem hér er gerð tillaga um.“ Ályktunin var samþykkt sam- hljóða á Alþingi og hefur verið send ríkisstjórninni sem ályktun Alþingis. Þingsályktun um samkynhneigða samþykkt Réttarstaða samkyn- hneigðra verði könnuð ALÞINGI samþykkti í gær ályktun þess efnis að Byggðarann- sóknastofnun Íslands, í samvinnu við Þróunarstofu Austurlands, verði falið að fylgjast með sam- félagsbreytingum og þróun byggð- ar og atvinnulífs á því landsvæði þar sem áhrifa álvers- og virkj- unarframkvæmda á Austurlandi mun gæta mest. „Verkefninu verði ætlað fé í fjárlögum í sex ár frá og með árinu 2004,“ segir í álykt- uninni. Þar kemur einnig fram að Byggðarannsóknastofnun skuli skila formlegum skýrslum til ráð- herra byggðamála í lok árs 2005 og 2007 og síðan í lok verkefnisins. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar um ályktunina var Svanfríður Jón- asdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar. Fylgst verði með þróun samfélagsins á Austurlandi MEIRIHLUTI samgöngunefndar Alþingis mælist til þess að sam- gönguráðherra vinni nýjar tillögur um tekjuöflun og rekstur Flug- málastjórnar Íslands og að þær verði kynntar á Alþingi næsta haust í tengslum við gerð fjárlaga fyrir árið 2004. Kemur þetta fram í nefndaráliti meirihluta nefnd- arinnar vegna umfjöllunar nefnd- arinnar um þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2003 til 2006. Í álitinu tekur meirihlutinn fram að óvissa ríki um tekjuöflun og rekstur Flugmálastjórnar. „Álagn- ing flugvallargjaldsins sem er helsti tekjustofn stofnunarinnar og notað til að fjármagna fram- kvæmdir á flugvöllum auk margs annars hefur verið kærð af Eft- irlitsstofnun EFTA til dómstóls EFTA í Lúxemborg. Ef þessi gjald- taka reynist ólögleg þarf að endur- skoða tekjustofna Flugmála- stjórnar.“ Minnt er á að Ríkisendurskoðun sé að ljúka stjórnsýsluendurskoðun á Flugmálastjórn. „Að þeirri nið- urstöðu fenginni og með hliðsjón af framgangi mála í Lúxemborg telur nefndin rétt að samgönguráðherra vinni nýjar tillögur um tekjuöflun og rekstur stofnunarinnar […].“ Meirihluta nefndarinnar skipa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki, er formaður nefndarinnar. Tillögur verði gerðar um tekjuöflun Flugmála- stjórnar ALÞINGI samþykkti í fyrradag frumvarp dómsmálaráðherra, Sól- veigar Pétursdóttur, sem kveður m.a. á um hækkun hámarksrefs- ingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Var frumvarpið samþykkt með 44 samhljóða atkvæðum. Breytingartillaga Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, þingmanns Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, um að refsivert verði að kaupa vændi var hins vegar felld. 27 þing- menn greiddu atkvæði gegn tillög- unni en sjö þingmenn greiddu at- kvæði með henni, þ.e. þingmenn VG og Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins. Með samþykkt frumvarpsins hækkar hámarksrefsing fyrr- greindra kynferðisbrota í 8 og 12 ára fangelsi í stað 6 og 10 ára refsi- vistar. Auk þess er svonefnt mansal refsivert skv. nýsamþykktu lög- unum. Hámarksrefs- ing hækkar KRISTJÁN Pálsson, þingmaður ut- an flokka, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að Al- þingi álykti að skora á fjár- málaráðherra að draga nú þegar til baka kröfulýsingu sína um þjóð- lendur þar sem kröfurnar nái yfir þinglýst eignarlönd bænda og ann- arra jarðeigenda. Jafnframt að kröfurnar verði færðar úr veðbók- um. „Einnig verði bændum og öðr- um landeigendum greiddur kosn- aður þeirra af hagsmunagæslu í þjóðlendumálum, sbr. 17. gr. þjóð- lendulaga. Þá dragi fjármálaráð- herra til baka dómsmál sem áfrýjað var um úrskurð óbyggðanefndar í Árnessýslu,“ segir í tillögunni. Í greinargerð segir að markmið laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta hafi verið sagt að ná utan um skipulag miðhálendis Íslands, þess svæðis sem teljist einskis manns lands. „Hvergi í lögunum er að finna heimild til að gera kröfur um þinglýstar eignir manna,“ segir m.a. í greinargerðinni. Ríkið geri ekki kröfur í þing- lýstar eignir FJÓRIR þingmenn út þingflokkum stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um að landbúnaðar- ráðherra verði falið að skipa fimm manna starfshóp sem hafi það hlut- verk að koma með tillögur til úr- bóta fyrir loðdýrarækt í landinu. „Starfshópurinn skal athuga það lánakerfi sem greinin býr við, fóð- urmál, umhverfismál og byggða- mál,“ segir í tillögunni. Í greinargerð tillögunnar segir að framtíðarhorfur í loðdýrarækt hér á landi séu mjög góðar og að í greininni hafi verið allnokkur vöxt- ur þrátt fyrir áföll. „Tekjumögu- leikar eru miklir og má, ef rétt er á haldið, margfalda gjaldeyristekjur sem greinin gefur af sér. Þær eru nú 400 til 500 milljónir á ári.“ Minnt er á að loðdýrarækt eigi nokkra sögu hér á landi og að verð á skinnum á heimsmarkaði hafi fallið árið 1986. Sagt er að stuðn- ingur við loðdýrarækt hafi verið mikill á hinum Norðurlöndunum og að Danir hafi þar skarað fram úr, hvað það varðar. Danir hafi við- haldið stuðningskerfi sínu þrátt fyrir verðfallið árið 1986. Þá hafi þeir unnið að rannsóknum á grein- inni. Sagt er að Íslendingar njóti þess að hafa aðgang að norrænum rannsóknum í þessum efnum. Unnið verði að tillögum í loðdýrarækt FRUMVARPI fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, um að Kópavogs- höfn verði aðaltollhöfn var vísað til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í gær. Með frumvarpinu er lagt til að Kópavogshöfn verði aðaltollhöfn svo að skip í förum til og frá land- inu geti fengið fyrstu og síðustu tollafgreiðslu hér á landi við höfn- ina án sérstaks leyfis tollyfirvalda. Í athugasemdum með frumvarp- inu segir að á undanförnum árum hafi orðið mikil uppbygging í Kópa- vogshöfn og að aðstaða hafi skap- ast þar til afgreiðslu stórra skipa í millilandasiglingum. Kópavogs- höfn verði aðaltollhöfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.