Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 16
við að félagið hafi einnig haslað sér völl á nýjum vettvangi í fraktflugi og leiguflugi sem bæði lækki kostnað á hverja framleidda einingu og gefi færi á að flytja framleiðslugetu til annarra svæða utan annatíma. „Nið- urstaðan er að félagið gat dregið hratt og mikið saman í flugi og með skömmum fyrirvara. Við það lækk- aði kostnaður umtalsvert. Tekjur lækkuðu ekki í sama hlutfalli vegna þess að félagið náði að binda sam- dráttinn við lökustu markaðssvæðin. Niðurstaðan varð stórbætt afkoma byggð á uppbyggingu síðasta ára- tugar og ákveðinni stefnumótun og markmiðasetningu. Eins og fram hefur komið naut félagið þess einnig að ytri aðstæður, svo sem gengisþró- un, vaxtaþróun og eldsneytisverð, þróuðust með hagkvæmum hætti á árinu,“ að sögn Sigurðar en hagn- aður Flugleiða nam 2.611 milljónum króna á síðasta ári. Sigurður segir mikilvægt að fyr- irtækið haldi áfram að búa sig til framtíðar og vinni þrotlaust að áframhaldandi hagræðingu í rekstr- inum á sama tíma og bryddað er upp á nýjungum sem styðja við arðbæran vöxt. „Flugleiðir eru fyrirtæki í al- þjóðlegum rekstri og afkoma þess er jafnan að einhverju marki háð sveifl- um í alþjóðlegu hagkerfi og því að friður ríki á milli þjóða. Því er ástæða til að hafa áhyggjur af fram- vindu mála í Írak á næstu vikum og áhrifum af hugsanlegu stríði, eink- um á flutninga yfir Norður-Atlants- haf,“ segir Sigurður Helgason. UM þessar mundir eiga öll þýðing- armikil flugfélög í Norður-Ameríku utan eitt í mjög alvarlegum rekstr- arörðugleikum. Í Evrópu er mikið umrót eftir tiltölulega nýfengið frelsi og mikil samkeppni hefur skapast frá nýjum flugfélögum. Á síðustu tveimur árum hafa 22 ný flugfélög hafið rekstur í Evrópu, en á sama tíma hafa samtals 40 flugfélög horfið þar af sjónarsviðinu. „Einstakur árangur náðist í rekstri Flugleiða árið 2002. Eftir margvíslega erfiðleika undanfarinna ára og á tímum mikils vanda í al- þjóðaflugi og ferðaþjónustu tókst að ná rekstrarárangri sem verður að teljast afar góður. Þetta er besti ávinningur af starfi félagsins frá stofnun þess árið 1973,“ að því er fram kom í ræðu Harðar Sigurgests- sonar, stjórnarformanns Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær. Hann segir að að hluta til megi örugglega rekja fjárhags- og rekstr- arerfiðleika, sem víða þjaka fyrir- tæki í þessari grein, til ósveigjanlegs rekstrar, of mikilla fjárfestinga, of- framboðs og hás kostnaðar. „Sam- keppni lággjaldafélaga er kapítuli út af fyrir sig. Þau munu hafa áhrif á rekstur hefðbundinna flugfélaga en munu einnig mæta harðnandi sam- keppni á næstu misserum og árum. Raunsætt er að gera ráð fyrir að miklar sviptingar verði á næstu misserum í rekstri flugfélaga bæði austan hafs og vestan,“ að sögn Harðar. Stjórnarformaður Flugleiða segir Forstjóri og stjórnarformaður á aðalfundi Flugleiða Miklar sviptingar í vændum í flugrekstri Morgunblaðið/Kristinn Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, er enn unnið að hagræðingu í rekstri. að alllangt sé síðan Flugleiðir hófu að undirbúa reksturinn fyrir sam- keppni frá lággjaldafélögum og geri ráð fyrir henni. Tvö lággjaldafélög séu nú veigamest í Evrópu. Annað þeirra hafi þegar spreytt sig í tak- mörkuðum mæli á íslenska mark- aðnum og hætt. Sagt sé að hitt hafi íhugað að sækja á þann markað. Áhersla á að lækka kostnað við aðkeypta þjónustu Hörður nefndi í ræðu sinni að markmið Flugleiða sé að lækka kostnað á framleidda einingu í milli- landaflugi svo félagið geti tekið á móti samkeppni lággjaldafélaga. Því hafi Flugleiðir þróað flugrekstur sinn í átt til einnar flugvélagerðar, byggt upp mikla þekkingu á Netinu, þróað skipulag sitt svo þeir sem bera ábyrgð á rekstri Icelandair hafi ekki önnur verkefni og einbeiti sér að þeim rekstri. „Meðal annars með þetta í huga þarf félagið að ná góðu samkomulagi við starfsfólk um há- marksnýtingu vinnuaflsins. Meðal annars með þetta í huga er mikil áhersla lögð á að lækka kostnað við alla aðkeypta þjónustu á flugvöllum. Þetta eru allt þættir sem skipta máli í rekstri lággjaldafélaga og Flugleiðir og dótturfélög þeirra verða einfaldlega að beita sömu að- ferðum,“ að sögn Harðar. Framleiðslugeta færð til Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, tók undir orð Harðar í ræðu sinni á aðalfundinum og bætti VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                                                              !  ! " #$!%#&'(!%# ) *   !      +, "#    +,                  "#     -     .    !  FÖST laun forstjóra Flugleiða, Sig- urðar Helgasonar, með bílahlunn- indum eru nú um 18,7 milljónir króna á ári og hafa ekki breyst í tvö ár. Að sögn stjórnarformanns Flug- leiða, Harðar Sigurgestssonar, hef- ur forstjóri um nokkurra ára skeið haft kaupaukasamning, sem tengd- ur er afkomu félagsins. Hann hefur ekki gefið neitt af sér fyrr en á síð- asta ári í ljósi afkomunnar. Ábati hans skiptist í tvennt, 3,8 milljónir króna verða greiddar út í mars á þessu ári og 2,5 milljónir eftir tvö ár. „Forstjóri hefur innleyst kaup- réttarsamninga sem gerðir voru við hann árið 2001 og 2002. Nafnverð heildarkaupréttar sem hann hefur innleyst er 13,3 milljónir króna á genginu 1,8. Honum er ekki heimilt að ráðstafa þessum hlutabréfum fyrr en á miðju ári 2004,“ að sögn Harðar. Laun forstjóra 18,7 milljónir VERULEGUR árangur hefur náðst í að fjölga ferðamönnum til Íslands að undanförnu og stefna Flugleiðir að því að ferðamönn- um hingað fjölgi um 7% á ári, að sögn Harðar Sigurgestssonar. Hann gerði framtíðaruppbygg- ingu íslenskrar ferðaþjónustu að umræðuefni í ræðu sinni á aðal- fundi Flugleiða. Hörður segir að Ísland keppi við fjölda annarra áhugaverðra ferðamannastaða og væntanlega þurfi að verða framsækin þróun í greininni til að hún verði áfram samkeppnisfær. „Íslensk ferða- þjónusta hefur á að skipa áhuga- sömu fyrirtaksfólki, en það er ástæða til að ætla að stór hluti ís- lenskra ferðaþjónustufyrirtækja sé fjárhagslega veikburða og nauðsynlegt sé að byggja upp meiri styrk í greininni. En slík uppbygging verður að vera á eðlilegum rekstrarlegum for- sendum, en ekki óeðlilegum að- gangi að fjármagni opinberra sjóða eða stofnana. Slíkt verður þá fjötur um fót öllum fyrirtækj- um sem stunda þennan rekstur á eðlilegum forsendum og gera arðsemiskröfur til þess fjár- magns sem er í spilinu. Það er verkefni opinberra aðila að skapa atvinnulífinu almennt rekstrarumhverfi en það er hlut- verk atvinnugreina að móta stefnu og sækja fram á eðlilegum forsendum þar sem raunveruleg tækifæri eru fyrir hendi. Án kröfu um arðsemi af rekstri mun innlend ferðaþjónusta ekki ná því að dafna og blómstra,“ að sögn Harðar. Erlend samkeppni verði ekki niðurgreidd Hann sagðist í ræðu sinni vilja nefna annan þátt sem varðar uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni. „Um þessar mundir á hljómgrunn víða hug- mynd um að opinber stjórnvöld styrki með niðurfellingu gjalda flugrekstur erlendra flugfélaga, sem vilja fljúga tímabundið inná flugvelli á borð við Akureyri og Egilsstaði. Ég skil mætavel vilja Norðlendinga og Austlendinga til að efla atvinnulíf og ferðaþjón- ustu í heimabyggð. Ég hvet hins vegar eindregið til þess að frem- ur en að niðurgreiða hér erlenda samkeppni verði skoðuð hug- mynd sem varpað hefur verið fram um að hið opinbera stuðli frekar að uppbyggingu reglu- bundins áætlunarflugs milli Keflavíkurflugvallar og Akureyr- ar og Egilsstaða. Það yrði í tengslum við millilandaflug til fjölmargra ákvörðunarstaða er- lendis. Það myndi styrkja innan- landssamgöngur og búsetu. Það myndi einnig auðvelda þróun ferðaþjónustu á landsbyggðinni og markaðssetningu hennar í gegnum víðfeðmt sölunet Flugleiðafyrirtækjanna og ann- arra og það myndi koma ferða- þjónustu norðanlands og austan- í góð tengsl við afar stórt mark- aðssvæði,“ að sögn stjórnarfor- manns Flugleiða. Krefjast þarf arðsemi af rekstri SJÁLFKJÖRIÐ var í stjórn Flug- leiða á aðalfundi félagsins í gær. Í stjórn Flugleiða voru kjörnir Hörð- ur Sigurgestsson, Grétar Br. Krist- jánsson, Benedikt Sveinsson, Garð- ar Halldórsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jón Ingvarsson, Pálmi Haraldsson, Einar Þór Sverr- isson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Þeir Einar Þór og Jón Ásgeir koma nýir inn í stjórn í stað Birgis Rafns Jónssonar og Hauks Alfreðssonar. Samþykkt var á fundinum að stjórnarlaun vegna ársins 2002 verða 750 þúsund krónur og laun stjórnarformanns séu 1.500 þúsund krónur. Jafnframt var samþykkt á fund- inum að greiddur verði 17% arður til hluthafa vegna ársins 2002. Verður arðurinn greiddur eigi síð- ar en 11. apríl nk. Morgunblaðið/Kristinn Jón Ásgeir Jóhannesson kom nýr inn í stjórn Flugleiða í gær en við hlið hans situr Jóhannes Jónsson, faðir hans, og Kristín Jóhannesdóttir, systir hans. Sjálfkjörið í stjórn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.