Morgunblaðið - 12.03.2003, Side 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 17
www.lyfja.is
Einstök ný förðunartækni
Nýtt. So Ingenious
Multi-Dimension
Powder Makeup
Ný Quadra-Color tækni* er leyndarmálið að baki þessum púðurfarða sem hefur til að bera
frábæra aðlögunarhæfni. Ljósnemar fínstilla hann þannig að áferðin er jafn eðlileg í
dagsbirtu og í lampaskini. Tvær hliðar púðans gefa færi á tvennskonar áferð án þess að
vatnsdropi komi til: silkisléttri og gegnsærri eða mjúkri áferð og þekjandi. Þetta er
munúðarlegur farði, sem hylur ójöfnur, lagar sig að húð þinni og er afar þægilegur. Fæst
sem Powder Makeup (púðurfarði), Liquid Foundation SPF (fljótandi farði) og laust púður.
* Sótt hefur verið um einkaleyfi í Bandaríkjunum og á heimsvísu.
Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í Lyfju Smáratorgi í dag kl. 13-18,
Lyfju Lágmúla á morgun fimmtudag kl. 13-18 og Lyfju Setbergi föstudag kl. 13-18.
www.esteelauder.com
!"
##
$$$ #
!"
#
$
!
%
! &!
'
(
&!
)
!
'
*+ $
#
",-. /-,0
!
/1 --
/2 "
!
./
3
4
!
5#"
! "
# $%"& # '
# ('
# )))
%
$ * " + + + $ , "
ALÞJÓÐLEGA sjávarútvegssýn-
ingin í Boston er hafin. Fjöldi ís-
lenskra fyrirtækja tekur sem fyrr
þátt í sýningunni.
Útflutningsráð Íslands skipuleg-
ur þátttöku íslensku fyrirtækjanna
á sýningunni, sem haldin er árlega.
Sýningin er alþjóðleg sjávarútvegs-
sýning, ein hin stærsta sinnar teg-
undar í heiminum. Alls taka nærri
ríflega 750 fyrirtæki þátt í sýning-
unni og áætlað er að hana sæki um
15 þúsund gestir. Á sýningunni er
megináherslan lögð á sjávarafurðir
en auk þess eru þar sýndar vélar,
tæki og ýmis búnaður fyrir sjávar-
útveg. Í tengslum við sýninguna er
einnig haldinn fjöldi fyrirlestra og
funda.
Á sýningarbás Útflutningsráðs
sýna 14 íslensk fyrirtæki vörur sín-
ar og framleiðslu. Þau eru Marel,
Carnitech, 3X Stál, Norfisk, Skag-
inn, Icelandair Cargo, Maritech,
WiseFish Group, NorthIce USA,
North Atlantic Solutions, SÍF
Group, Iceland Seafood, Tros, Eim-
skip og Póls. Auk þess er Íslenska
umboðssalan hf. með eigin bás á
sýningunni.
Bostonsýningin hafin
Morgunblaðið/Helgi Mar
Sýningarbás Útflutningsráðs á sjávarútvegssýningunni í Boston.
TÆPLEGA helmingur íslensku þjóð-
arinnar telur sig hafa hæfileikana,
kunnáttuna og reynsluna til þess að
stofna fyrirtæki samkvæmt nýrri
skýrslu um frumkvöðlastarfsemi á Ís-
landi sem Háskólinn í Reykjavík
framkvæmdi með stuðningi Samtaka
atvinnulífsins, Nýsköpunarsjóðs at-
vinnulífsins, forsætisráðuneytisins og
Seðlabanka Íslands. Þá segir í skýrsl-
unni að einn af hverjum tíu Íslend-
ingum teljist virkur í frumkvöðla-
starfsemi, eða 11,3%, sem er hæsta
hlutfall Evrópuþjóða og setur Ísland í
10. sætið af öllum þeim löndum sem
tóku þátt í því alþjóðlega rannsókn-
arsamstarfi sem skýrslan er hluti af,
Global Entrepreneurship Monitor,
GEM.
Rögnvaldur J. Sæmundsson, lekt-
or í frumkvöðlafræðum við HR,
kynnti niðurstöður skýrslunnar og
sagði að hér á landi væri auðvelt að
stofna fyrirtæki en erfitt væri með að
fá inn áhættufjármagn. Jafnframt
sagði hann að ókostur hér á landi væri
skortur á frumkvöðlamenntun á öll-
um skólastigum og að auka þyrfti
áherslu á frumkvæði í skólum.
Rögnvaldur sagði að í framhaldi af
skýrslunni sæju menn fyrir sér að
næsta verkefni gæti verið úttekt á
fjármálaumhverfi fyrir frumkvöðla
en hér á landi kemur 10 sinnum meira
af fjármagni til nýrra fyrirtækja frá
vinum og vandamönnum en í öðrum
löndum. „Bankakerfið hefur ekki litið
á sig sem þátttakanda í fjármögnun
sprotafyrirtækja hér á landi,“ sagði
Rögnvaldur og Agnar Hansson,
deildarforseti Viðskiptadeildar HR,
bætti því við að svo virtist sem sprota-
fyrirtæki hérlendis væru að miklu
leyti fjármögnuð á yfirdrætti einstak-
linga og fyrirtækja.
Í skýrslunni kemur fram að upp-
hæðir sem hvert fyrirtæki fær úr
áhættufjárfestingarsjóðum eru
hvergi lægri í öllum GEM-löndunum
en á Íslandi.
Fram kemur að niðurstöður
skýrslunnar séu mótsagnakenndar
hvað varðar stöðu frumkvöðlastarf-
semi á Íslandi. „Miðað við önnur
GEM-lönd eru óvenju margir Íslend-
ingar þátttakendur í frumkvöðla-
starfsemi og svo virðist sem óvenju-
hátt hlutfall íslenskra frumkvöðla
ætli sér stóra hluti í rekstri sinna fyr-
irtækja. Á sama tíma virðist sem
skortur á fjármagni og menntun
standi í vegi fyrir því að hægt sé að
nýta þessi tækifæri á árangursríkan
hátt. Á meðan frumkvöðlaandinn
virðist vera til staðar er líklegt að
hann sé vannýttur. Það er að miklu
leyti í hendi stjórnvalda hvort okkur
beri gæfa til þess að nýta þennan
frumkvöðlaanda sem er ríkjandi í
landinu. Til þess að svo megi vera er
nauðsynlegt að skapa forsendur fyrir
aukinni sprotafjármögnun og al-
mennri frumkvöðlamenntun. Í því
felst að skapa fjármálamarkað þar
sem nægt fjármagn er fyrir hendi til
þess að styrkja góðar viðskiptahug-
myndir og að efla almenna þekkingu
á frumkvöðlaferlinu í alþjóðlegu sam-
hengi. Hvorugt gerist af sjálfu sér og
þess vegna er þörf á markvissum að-
gerðum stjórnvalda sem ná til sam-
félagsins í heild, ekki einungis til ein-
stakra byggðarlaga eða
atvinnugreina,“ segir í niðurstöðum
skýrslunnar.
Frostnótt eftir hlýindi
Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Há-
skólans í Reykjavík, sagði á fundinum
að skýrslan sýndi að frumkvöðlaandi
svifi yfir vötnum hér á landi.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði við sama tilefni að stöðugt efna-
hagslíf væri forsenda nýsköpunar.
„Verðbólga og óstöðugleiki eru eins
og frostnótt á nýgræðinga eftir hlý-
indakafla,“ sagði Davíð.
Davíð sagði jafnframt að það væri
gæfa fyrir Íslendinga hve margir
væru tilbúnir að taka áhættu og láta
skeika að sköpuðu. Hann fagnaði
skýrslunni og sagði að hún kæmi án
efa til með að hafa áhrif á ákvarðanir
stjórnvalda í þessum málaflokki.
Framkvæmdastjóri Nýsköpunar-
sjóðs, Gunnar Örn Gunnarsson,
kvaddi sér hljóðs á fundinum og sagði
m.a. að Nýsköpunarsjóður væri það
tæki sem óskað væri eftir í skýrslunni
en hann ætti lítið fé en mikið af eign-
um. Gunnar sagði að sjóðurinn hefði
fjárfest í 100 fyrirtækjum á fimm ár-
um og alltaf taki tíma fyrir viðkom-
andi fyrirtæki að koma undir sig fót-
unum og skila fé til baka til eigenda
sinna. Gunnar sagði einnig að nýsköp-
unarundiralda væri í þjóðfélaginu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt ávarp á fundinum og Guðfinna
Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, fylgdi skýrslunni úr hlaði.
Helmingur lands-
manna telur sig geta
stofnað fyrirtæki
Frumkvöðlaand-
inn vannýttur.
Þörf á markviss-
um aðgerðum
stjórnvalda
ACO Tæknival hf. (ATV) hefur
gengið frá yfirlýsingu um kaup á
rúmlega 90% hlutafjár í Svari hf. Að
mati greiningardeildar Íslands-
banka er Svar metið í viðskiptunum
á 40 milljónir króna.
Í fréttatilkynningu frá ATV segir
að áformað sé að yfirtaka rekstur
Svars frá næstu mánaðamótum og
sameina félögin. Kaupverðið verður
greitt með 10% hlutafjár í ATV og
hefur félagið þegar tryggt sér það
hlutafé. Heildarhlutafé í ATV er
438.509.000 krónur og lætur ATV
eina krónu í hlutafé á móti hverri
einni krónu í hlutafé Svars hf.
Í Morgunkorni greiningardeilar
Íslandsbanka segir að miðað við
nýjasta markaðsgengi ATV sé
markaðsvirði félagsins um 350 m.kr.
og að því gefnu er Svar í viðskipt-
unum metið á tæplega 40 milljónir
króna.
Í tilkynningu ATV segir að með
kaupum á Svari styrki ATV sig enn
frekar sem leiðandi fyrirtæki í sölu
á tækni- og fjarskiptabúnaði.
Jafnframt segir að Rúnar Sig-
urðsson framkvæmdastjóri Svars
muni koma til starfa hjá ATV, en
Rúnar stofnaði Tæknival 1983.
ATV kaupir Svar
Metið á
40 milljónir
króna