Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ um,“ staðfesti Denktash. Kýpur- Grikkir höfðu líka sína fyrirvara, en leiðtogi þeirra, hinn nýlega kjörni forseti Tassos Papadopoulos, kenndi óbilgirni Denktash um hvernig fór. Tyrkir vilja frekari viðræður Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi stjórnarflokksins í Tyrklandi sem tekur við forsætisráðherraembætt- inu þar í landi á næstu dögum, sagði að viðræðurnar um lausn Kýpurdeil- unnar ættu að halda áfram. „Málið krefst frekari samningaviðræðna. Áætlun Annans var hvorki fyllilega aðgengileg né fullkomlega óaðgengi- leg. … Það ber að halda viðræðunum áfram af fullri alvöru á grundvelli fórnfýsi af beggja hálfu,“ sagði Erd- ogan í Ankara í gær. Fulltrúar ESB í Brussel sögðu annars að fyrst umleitanir um sam- einingu Kýpur séu farnar út um þúf- ur í bili megi búast við því að það spilli jafnframt fyrir viðleitni Tyrkja til að fá að hefja aðildarviðræður. Tyrkland er eina landið í heimin- um sem viðurkennir ríki Kýpur- Tyrkja – og viðurkennir þar með ekki yfirráð hinnar alþjóðlega viður- kenndu Kýpurstjórnar yfir allri eynni. Tyrkir verða því í þeirri stöðu að vera að reyna að fá að semja um aðild að ESB á sama tíma og þeir halda hluta eins aðildarríkisins her- setnu og viðurkenna ekki stjórnvöld þess. Tyrkir lögðu inn umsókn um aðild að ESB árið 1987 og sóttu það fast að á leiðtogafundi sambandsins í Kaup- mannahöfn í desember sl. yrði ákveðin dagsetning fyrir upphaf að- ildarviðræðna. Þótt leiðtogarnir hafi ekki orðið við þessu hétu þeir Tyrkj- um því að skoða það aftur fyrir árs- lok 2004 hvort forsendur væru fyrir því að hefja slíkar viðræður. TALSMENN Evrópusambandsins (ESB) hörmuðu í gær að viðræður um endursameiningu Kýpur, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa haft milli- göngu um, skyldu hafa farið út um þúfur, en það þýðir að aðeins hinn gríski hluti eyjarinnar fær aðild að ESB á næsta ári – og dregur enn úr líkum á því að Tyrkir fái í bráð að hefja viðræður um aðild að sam- bandinu. Talsmenn framkvæmdastjórnar ESB í Brussel lýstu „djúpstæðum vonbrigðum“ yfir því að umleitanir um lausn á Kýpurdeilunni, sem stað- ið hefur í þrjá áratugi, skyldu hafa siglt í strand. Þetta þýðir að nú er ólíklegt annað en að það verði aðeins hinn gríski hluti Kýpur – sem er eina alþjóðlega viðurkennda ríkið á eynni – sem fái aðild að ESB á næsta ári. Úr þessu er öruggt að það verða að- eins fulltrúar Kýpur-Grikkja sem undirrita aðildarsamninginn í Aþenu hinn 16. apríl nk. „Við erum strand“ Samningaviðræður um tillögur Sameinuðu þjóðanna um endursam- einingu Kýpur fóru út um þúfur í fyrrinótt. Úrslitatilraun sáttasemj- ara SÞ, undir forystu Kofi Annans, framkvæmdastjóra samtakanna, til að ljúka þessum viðræðum með sam- komulagi um að hinn 30. marz skyldi haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um sameiningaráætlunina á báðum hlut- um eyjarinnar, lauk er Rauf Denk- tash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, neitaði að ganga að samkomulaginu. „Því miður skiluðu þessar umleit- anir ekki árangri. Við erum strand,“ segir í yfirlýsingu Annans eftir að viðræðunum lauk í Haag í fyrrinótt. „Okkur var ófært að ganga að áætluninni. Þetta er ekki áætlun sem við getum boðið okkar fólki að kjósa Áform um sameiningu Kýpur fara út um þúfur Aðeins Kýpur-Grikkir fá aðild að Evrópusambandinu 2004 og líkur minnka á aðildarviðræðum við Tyrki Brussel, Ankara, Haag. AFP, AP. AP Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, talar undir tyrkneskum fána í tyrknesk-hersettum hluta Níkosíu. Óbilgirni hans er kennt um að sátta- tilraunalota Sameinuðu þjóðanna um sameiningu Kýpur fór út um þúfur. FRAKKAR og Rússar hafa lýst yfir, að þeir muni beita neit- unarvaldi í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna verði lögð fyrir það tillaga, sem heimilar hernað gegn Írak. Þetta neitunarvald hafa aðeins fimm ríki, svokallaðir fastafulltrúar í ráðinu, Bandarík- in, Rússland, Bretland, Frakk- land og Kína. Frakkar beittu síðast neit- unarvaldi sínu árið 1976 en þá komu þeir í veg fyrir, að sam- þykkt yrði í ráðinu tillaga um, að smáeyjan Mayotte skyldi tilheyra Kómoroeyjum, eyjaklasa norður af Madagaskar í Indlandshafi. Bandaríkjamenn nýttu sér hins vegar þennan rétt fyrir aðeins þremur mánuðum. Þá hindruðu þeir, að öryggisráðið fordæmdi ofbeldið í Mið-Austurlöndum og einkanlega, að ísraelskir her- menn skyldu hafa skotið starfs- menn SÞ og eyðilagt matvæla- geymslur samtakanna. Sagði meðal annars frá þessu á fréttavef CNN. Neitunarvald ríkjanna, sem eiga fastafulltrúa í örygg- isráðinu, gerir þeim kleift að hafa miklu meiri áhrif á gang al- þjóðamála en önnur ríki. Það gefur þeim með öðrum orðum vald til að umbuna vinveittum ríkjum og refsa þeim, sem þau telja sér óvinveitt. Í 58 ára sögu Sameinuðu þjóð- anna hafa Sovétríkin og síðar Rússland beitt neitunarvaldinu alls 120 sinnum og að langmestu leyti á dögum Kalda stríðsins. Bandaríkin hafa beitt því 76 sinn- um og frá 1990 hafa þau næstum verið ein um það, oftast í þágu Ísraela. Bretar hafa beitt því 32 sinnum, Frakkar 18 sinnum og Kínverjar aðeins fimm sinnum. Orðið „neit- unarvald“ eða „veto“ kemur ekki fyrir í stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna. Ígildi þess er orðað með þessum hætti: „Ákvarðanir öryggisráðsins skulu teknar af níu ríkjum minnst auk sam- þykkis fasta- fulltrúanna.“ 15 ríki eiga sæti í ráðinu. Þetta þýðir, að til- laga Breta og Bandaríkjanna um hernað gegn Írak skuli tekin af níu ríkjum hið minnsta og án þess, að einhver fasta- fulltrúanna segi nei. Aðeins ein leið er framhjá neit- unarvaldinu og hún er sú að vísa málinu til allsherjarþingsins eins og gert var 1950 til að stöðva innrás norður-kóreskra komm- únista í Suður-Kóreu. Var það gert til að koma í veg fyrir, að Sovétmenn beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu. Telja sumir, einkum andstæðingar hernaðar í Írak, að rétt sé að fara þessa leið nú. Einn þeirra er William J. vand- en Heuvel, fyrrverandi sendimað- ur Bandaríkjastjórnar, en hann segir, að yfirlýsingar George W. Bush Bandaríkjaforseta um „markleysi“ Sameinuðu þjóðanna sé ekkert annað en „lýðskrum“. Segir hann, að þeir, sem eru and- vígir hernaði, geti „vísað málinu beint til allsherjarþingsins og borið það undir þjóðir heims“. Margir hafa orðið til að gagn- rýna þetta fyrirkomulag með fastafulltrúana enda endurspegla þeir löngu liðinn tíma, sigurveg- arana í síðari heimsstyrjöld. Heimurinn hefur breyst mikið síðan og því er haldið fram, að ef meirihlutinn fengi að ráða í ör- yggisráðinu, yrði tekið á miklu fleiri málum og miklu fleiri ályktanir afgreiddar. Þá er einn- ig gert ráð fyrir, að öryggisráðið hefði þau tæki og það fjármagn, sem þarf til að fylgja álykt- ununum eftir. Breytingar á stofnskrá SÞ verða hins vegar að fá samþykki allra ríkjanna fimm, sem hafa fastafulltrúa, og það er ekkert, sem bendir til, að þau muni af- sala sér neitunarvaldinu í bráð. Átökin vegna afstöðu þjóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til Íraksmála „Nyet, No, Non“ Sovétríkin og Rússland hafa alls beitt neitunarvaldi 120 sinnum en Bandaríkin þó langoftast frá 1990 „Herra Nyet“ eins og Andrei Gromyko var kallaður. Hann var lengi sendiherra Sov- étríkjanna hjá SÞ. HÁTTSETTUR fulltrúi í áströlsku leyniþjónustunni sagði í gær af sér í mótmælaskyni vegna þeirrar hörðu afstöðu sem áströlsk stjórnvöld hafa tekið í Íraksmálinu. Ástralska ríkis- stjórnin styður stefnu Bandaríkjanna í málinu en Bandaríkjamenn vilja fá heimild Sameinuðu þjóðanna til að ráðast á Írak hafi Írakar ekki afvopn- ast fyrir 17. mars. nk. Leyniþjónustumaðurinn, Andrew Wilkie, starfar í sérstakri greiningar- deild sem reglulega gefur John How- ard, forsætisráðherra Ástralíu, góð ráð í utanríkismálum. Segir Wilkie að það væri bæði „heimskulegt“ og „ekki áhættunnar virði“ fyrir Ástrala að vera svo tilleiðanlegir til að fylkja liði með þeim sem vilja ráðast á Írak. Í fyrradag sagði bandarískur dipló- mati, John Brown, upp störfum en Brown hefur starfað í utanríkisþjón- ustu Bandaríkjanna frá 1981. Sagðist hann ekki geta stutt stefnu Banda- ríkjastjórnar í Íraksmálinu. Brown er annar embættismaðurinn sem segir af sér í mótmælaskyni. Sá fyrri var fulltrúi í sendiráði Bandaríkjanna í Grikklandi. Segja upp vegna Íraks- málanna Sydney, Washington. AFP. ♦ ♦ ♦ ALÞJÓÐA gjaldeyrissjóðurinn (IMF) áætlar að langvinn hernað- arátök í Írak gætu dregið úr hag- vexti í heiminum um allt að tvö pró- sent, að því er þýska viðskiptablaðið Handelsblatt greindi frá í gær. Blaðið sagðist hafa komið höndum yfir eintak af efnahagsspá sjóðsins fyrir allan heiminn, er koma eigi út um miðjan apríl nk. Í spánni komi fram áhyggjur af „alvarlegum efna- hagsáhrifum“ stríðs í Írak. Langvinn átök myndu valda niðursveiflu um allan heim með hækkandi olíuverði, minnkandi tiltrú fjárfesta og neyt- enda og óvissu á fjármálamörkuðum. Einungis mjög stutt stríð myndi hafa jákvæð áhrif á hlutabréfamark- aði og efnahag heimsins. IMF óttast langt stríð Frankfurt. AFP. SÆNSKUR klerkur segir að betra væri að drepa Saddam Hussein, for- seta Íraks, heldur en varpa sprengj- um á írösku þjóðina. Telur hann að þetta geti verið réttlætanlegt út frá kenningum kirkjunnar. Í grein sem klerkurinn, Sverker Tronet, skrifar í Svenska Dagbladet í gær segir að það væri best fyrir Írak ef Saddam yfirgæfi land sitt eða ef hann yrði handtekinn og leiddur fyrir alþjóðadómstóla. „En ef þetta gengur ekki upp þá hlýtur að vera betra að drepa hann beint,“ segir Tronet í grein sinni, sem ber yfirskriftina „Byssukúlu fyrir Saddam!“ Segir hann að um siðferðilega betri leið væri þarna að ræða, heldur en leiða hörmungar stríðs yfir alla írösku þjóðina. „Með því að hefja stríð við Írak er maður um leið að taka þá meðvituðu ákvörðun að myrða allt að hundruð- um þúsunda saklausra borgara. Með því að gera ekki neitt væru menn hins vegar að gera Saddam Hussein kleift að halda áfram glæpsamlegri hegðun sinni,“ segir Tronet, sem er prestur í lúthersku kirkjunni sænsku. Tronet sagði að morð á harðstjóra teldist réttlætanlegt skv. mörgum helstu trúarkenningamönnum, t.d. hefði Tómas Aquinas ekki talið slíkt óeðlilegt á sínum tíma. Kirkju- kenningar réttlæti morð á Saddam Stokkhólmi. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.