Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 19 Borgartúni 35 - Pósthólf 1450 - 121 Reykjavík - Sími 591 0100 - Fax 591 0101 - mottaka@si.is - www.si.is Minnum félagsmenn á Árshóf Samtaka iðnaðarins sem verður í Versölum að kvöldi Iðnþings. Miðapantanir hjá Þóru Ólafsdóttur í síma 591 0100, netfang thora@si.is. Stjórn Samtaka iðnaðarins boðar til Iðnþings 2003 föstudaginn 14. mars n.k. Þingið verður haldið í Versölum, samkomusal í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg 1. DAGSKRÁ Afhending fundargagna 10:10 10:00 Hefðbundin aðalfundarstörf 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár 2. Ársreikningar Samtaka iðnaðarins 3. Tillaga stjórnar að fjárhagsáætlun næsta árs 4. Lýst kjöri formanns og meðstjórnenda 5. Kjör í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins 6. Kosning löggilts endurskoðanda 7. Kosning kjörstjóra og aðstoðarmanna hans 8. Önnur mál: - Almennar umræður um innri mál SI, störf og stefnu Ályktun Iðnþings Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins Ræða formanns, Vilmundar Jósefssonar Ræða iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur 12:00 Opin dagskrá Iðnþingi slitið Staldrað við árin 1993, 2003 og 2013 Útrásin, útflutningur og fjárfestingar erlendis Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco hf./Delta hf. Samsetning atvinnulífsins og líklegar breytingar næsta áratug Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands Staða Íslands í samfélagi þjóðanna. Hvar verðum við árið 2013? Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands Starfsskilyrðin. Hvernig fáum við erlend fyrirtæki til landsins og hvað er á því að græða? Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík 16:15 14:15 Umbreyting íslensks atvinnulífs IVAR Hansen, forseti danska þjóðþingsins, er látinn, 64 ára að aldri. Banamein hans var ekki nefnt er greint var frá andláti hans í Kaupmanna- höfn í gær. Hansen, sem var þingmaður Venstre, hafði gegnt þingforseta- embættinu frá því árið 1998. Eitt af síðustu embættisverk- um sínum vann hann í Reykja- vík, þar sem hann sat samráðs- fund norrænu þingforsetanna fyrir hálfum mánuði. Varaþing- forsetinn Svend Auken úr Jafn- aðarmannaflokknum tekur við embætti Hansens um sinn. Álum fækkar ÁLASTOFNINN við strendur Evrópu fer hraðminnkandi, eft- ir því sem þýzkur vísindamaður greindi frá í gær. Roland Lemcke við hafrannsókna- stofnun norður-þýzka sam- bandslandsins Mecklenburg- Vorpommern, segir ástæður samdráttarins óljósar. Getur hann sér þess helzt til að ástæðnanna sé að leita í breyt- ingum á hafstraumum, sem bera ála frá klakstöðvunum í Sargasso-hafi undan SA-strönd Bandaríkjanna til Evrópu. Skv. upplýsingum eftirlits- hópsins „Traffic“, sem starfar á vegum World Wide Fund for Nature, féll fjöldi ála sem bár- ust að ströndum Evrópu um 43% á tímabilinu 1984 til 2000. Splundraðist síðar SAMKVÆMT niðurstöðum ýt- arlegrar greiningar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA á síðustu augnablikun- um áður en geimferjan Col- umbia fórst í aðflugi að jörðu hinn 1. febrúar sl., virðist sem hún hafi ekki splundrast fyrr en 17 sekúndum síðar en áður var talið, eftir að skemmdir á neðra byrði vinstri vængjarins höfðu gert hana stjórnlausa. Á flot eftir fögnuð RÚSSNESK kona, sem fagn- aði Alþjóðakvennadeginum hressilega, endaði fögnuðinn á floti á ís úti á fljótinu Nevu, sem rennur í gegn um Pétursborg. Greindu starfsmenn ráðuneytis neyðaraðstoðarmála í Rúss- landi frá þessu í gær. Konan, sem kom í ljós að er 46 ára og heitir Valentina, lagði upp fót- gangandi yfir ísinn á ánni eftir að hafa innbyrt dágott magn áfengis í tilefni af Alþjóða- kvennadeginum, sem var á laugardaginn, en hann er opin- ber hátíðisdagur í Rússlandi. Fljótlega eftir að hún var lögð af stað gerði hún sér grein fyrir því að hún stóð á lausum ísfleka sem barst með straumi árinnar. Hún lét þetta ekki slá sig út af laginu heldur ákvað að fá sér blund og bíða björgunar. Lög- reglumenn, sem loks björguðu henni, óttuðust að þar lægi freðið lík. En það var öðru nær; Valentina náði sér furðu skjótt. STUTT Þing- forseti fellur frá Ivar Hansen VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, jók í gær verulega völd rúss- nesku leyniþjónustunnar, FSB, sem er arftaki hinnar alræmdu stofn- unar, KGB. Gerði Pútín umtals- verðar breytingar á uppbyggingu stofnunarinnar og skipaði nána bandamenn sína í allar helstu stöð- ur. Pútín skrifaði undir nokkrar til- skipanir í gær sem munu hafa veru- leg áhrif. Skilaði hann m.a. til FSB ýmsum verkefnum sem KGB hafði á sinni könnu á sínum tíma. Þannig mun FSB framvegis stýra eftirlits- málum, þ.e. njósnum með viðkvæm- um samskiptum, sem og vörslu og eftirliti á landa- mærum Rúss- lands. FSB mun reyndar deila ábyrgð með varnarmála- ráðuneytinu rússneska á samskiptaeftir- liti. Þá skipaði Pút- ín Konstantin Totskí sem sendi- herra Rússlands hjá Atlantshafs- bandalaginu (NATO). Eftirlit með landamæravörslu þýðir í reynd að FSB fær í sínar hendur yfirumsjón með starfi 174 þúsund landamæravarða en um er að ræða mikilvæg verkefni því m.a. fær FSB með þessu í sínar hendur stjórn á landamærunum að Georgíu, þar sem mikil spenna er. Ekki venjan „Venjulega eru landamæraverðir aldrei hluti af leyniþjónustu lands,“ sagði Pavel Felgenhauer, sérfræð- ingur í varnarmálum við AFP- fréttastofuna. „Á tímum Sovétríkj- anna var kerfið þó þannig en mark- miðið með því fyrirkomulagi var að loka landamærunum, einangra ríkið frá umheiminum.“ Eykur völd leyniþjónustunnar Moskvu. AFP. Vladímír Pútín NÝ afbrigði af ofurbakteríu, sem lengi hefur verið vandamál á sjúkra- húsum, breiðist nú út meðal fólks ut- an þeirra, að því er BBC greinir frá. Bakterían, metisillínþolin gullin klasahnettla, breiðist út við snert- ingu manna í millum og hafa komið upp tilvik í Bandaríkjunum og Evr- ópu, þ. á m. í Skotlandi. Sé smit ekki meðhöndlað á réttan hátt getur myndast ígerð og kýli. Af- brigðin standa af sér metisillín, sem er kröftugt sýklalyf, en önnur algeng lyf virka gegn því. Dr. Giles Edwards tjáði BBC að þótt þessar bakteríur séu ekki lífshættulegar geti þær verið mjög óþægilegar. Ofurbakter- íur breiðast út

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.