Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁTJÁN dómarar við Alþjóðasaka-
máladómstólinn voru í gær svarnir
í embætti en um er að ræða fyrsta
varanlega dómstólinn, þar sem
hægt verður að sækja menn til
saka fyrir stríðsglæpi. Viðstaddir
athöfnina voru Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, Beatrix Hollandsdrottning
og um fimm hundruð aðrir gestir.
Dómararnir átján – ellefu karl-
ar og sjö konur – kusu kanadíska
dómarann Philippe Kirsch sem
forseta dómsins. Verkefni dóm-
stólsins felur í sér málarekstur
vegna stríðsglæpa, þjóðarmorðs
og glæpa gegn mannkyni. Áttatíu
og níu þjóðir eiga aðild að dóm-
stólnum en Bandaríkin eru meðal
þeirra þjóða, sem ekki hafa fullgilt
stofnsáttmála hans og raunar er
Bandaríkjastjórn alfarið á móti
dómstólnum.
Vantar enn saksóknara
Dómstóllinn er að því leyti frá-
brugðinn stríðsglæpadómstóli SÞ,
sem einnig er staðsettur í Haag í
Hollandi, að hann er varanlegur.
Stríðsglæpadómstóllinn var hins
vegar á sínum tíma settur á lagg-
irnar sérstaklega til að taka á mál-
um er tengdust stríðinu í gömlu
Júgóslavíu. Sambærilegur dóm-
stóll starfar vegna þjóðarmorðsins
í Rúanda snemma á síðasta áratug.
Nýi dómstóllinn mun aðeins
geta tekið til meðferðar mál vegna
glæpa sem framdir eru eftir 1. júlí
2002. Fyrsta verkefnið er hins
vegar að ráða saksóknara til dóm-
stólsins en talið er að það verði
þrautin þyngri, að sögn kunnugra.
Ýmisleg vandamál blasi við sem
geri starfið óaðlaðandi.
Bandaríkjastjórn óttast að dóm-
stóllinn verði notaður í pólitískum
tilgangi og að bandarískir aðilar
verði dregnir fyrir dómstólinn að
ósekju. Hafa Bandaríkin þegar
gert samninga við 24 þjóðir um að
bandarískir ríkisborgarar og her-
menn njóti friðhelgi frá málsókn í
þessum sömu ríkjum.
Reuters
Yfirdómarinn, Philippe Kirsch (annar frá vinstri), hlýðir ásamt meðdómendum sínum á Kofi Annan.
Sóru eiða sem dómarar
við sakamáladómstólinn
Haag. AFP.
FRANCIS Crick, annar mannanna
sem uppgötvuðu DNA-hringstigann,
hefur nú birt rannsóknarniðurstöður
sem útskýra sálina og tengja manns-
sálina við tilteknar taugafrumur í
heilanum. Frá þessu greinir breska
blaðið The Sunday Times sl. sunnu-
dag.
Crick segir, að sér og samstarfs-
mönnum sínum hafi tekist að finna
frumuhóp sem sé uppspretta meðvit-
undar og „vitundar einstaklingsins
um sjálfan sig“. Nánari grein er gerð
fyrir niðurstöðunum í vísindaritinu
Nature Neuroscience. Í næsta mán-
uði verður hálf öld liðin síðan Crick
og James Watson uppgötvuðu DNA-
hringstigann, en þeir fengu Nóbels-
verðlaunin fyrir það.
Ógn við trúna
The Sunday Times segir að upp-
götvun Cricks og Watsons, að upp-
skriftin að lífinu og þróun þess væri
fólgin í litlu mólikúli, hafi löngum
verið talin mikil ógn við forsendur
trúar á æðri máttarvöld, og ef hin
nýja uppgötvun Cricks reynist áreið-
anleg, verði hún annar mikill sigur
vísindanna á trúnni.
Hingað til hafi vísindin ekki getað
útskýrt hvaðan manni komi meðvit-
und um sjálfan sig og hafi trúarleið-
togar jafnan sagt það vera vísbend-
ingu um eilíft líf sálarinnar. En Crick
hafi varið mörgum árum í rannsókn-
ir á meðvitundinni, og hafi helsta
markmið hans verið að afsanna til-
vist sálarinnar.
„Hið vísindalega viðhorf er það, að
útskýra megi huga manns – atferli
heilans – algerlega með tilliti til sam-
spils taugafrumna,“ hefur vísinda-
skýrandi The Times eftir Crick, og
bætir við, að hinar nýju rannsóknir
hans bendi til að Crick hafi tekist
ætlunarverk sitt.
Ritgerðin sem Crick og samstarfs-
menn hans birti nú í Nature Neu-
roscience sé byggð á margra ára til-
raunum, þ. á m. rannsóknum á fólki
með heilaskemmdir, rannsóknum á
dýrum og sálfræðilegum prófum.
Margar mikilvægustu vísbending-
arnar hafi fengist með því að tengja
litla þreifa inn í heila fólks sem þjáist
af flogaveiki. Í ritgerðinni sé útskýrt
hvernig margir hlutar heilans myndi
saman meðvitundina. „Við höfum nú
fyrirliggjandi í fyrsta sinn samhang-
andi skýringarmynd af þeim taugum
sem samsvara meðvitundinni í heim-
spekilegum, sálfræðilegum og
taugafræðilegum skilningi. Meðvit-
undin birtist í rauninni í litlum hópi
af taugum, einkum þeim sem senda
boð frá afturhluta heilabarkarins til
framhlutans,“ segir í ritgerð Cricks.
„Mikil einföldun“
The Sunday Times hefur eftir séra
Michael Reiss, prófessor í vísinda-
kennslufræðum við Háskólann í
London, sem er bæði prestur og vís-
indamaður, að Crick hafi einungis
fundið taugaþættina í meðvitund-
inni. „Þetta er eins og að halda því
fram að kirkja sé ekkert annað en
hrúga af grjóti og gleri,“ segir Reiss.
„Það er á vissan hátt alveg hárrétt,
en það er of mikil einföldun og lítur
framhjá kjarna málsins.“
Colin Blakemore, prófessor í
taugavísindum við Oxfordháskóla, er
aftur á móti sammála Crick um að
meðvitundin eigi sér lífefnafræðileg-
ar forsendur. „Vísindum og trú lend-
ir saman vegna þess að bæði reyna
að útskýra efnisheiminn, en í flestum
trúarbrögðum er gert ráð fyrir ein-
hverskonar allsherjarmarkmiði – en
það eru engar vísbendingar til um
það. Trú er kenning sem ekki er
hægt að sannreyna,“ hefur blaðið
eftir Blakemore.
Rifjað er upp, að Crick hafi látið
þau orð falla að sá dagur muni renna
að allir samþykki að hugmyndin um
sálir og fyrirheit um eilíft líf séu
blekkingar, rétt eins og allir sam-
þykki nú að jörðin sé ekki flöt.
„Sálarfrumurnar“ fundnar
’ Hið vísindalegaviðhorf er það, að út-
skýra megi huga
manns algerlega
með tilliti til sam-
spils taugafrumna. ‘
BANDARÍSKI vísindamaður-
inn James Watson, sem ásamt
Bretanum Francis Crick upp-
götvaði DNA-hringstigann fyr-
ir um hálfri öld, olli nokkurri
úlfúð í síðasta mánuði þegar
hann lét í ljósi þá skoðun sína
að ekkert væri athugavert við
að gáfur fólks væru auknar eða
útlit þess bætt með genastýr-
ingu.
Aðrir sérfræðingar tóku illa í
orð Watsons, því þeir óttast að
genarannsóknir lendi nú enn
eina ferðina í hringiðu deilna
um kynbætur.
„Ég myndi kalla það sjúk-
dóm að vera mjög vitlaus,“
sagði Watson. „Þau tíu prósent
sem verst eru sett eiga virki-
lega í erfiðleikum, jafnvel í
barnaskóla, og hver er orsök
þess? Margir myndu segja að
það væri fátækt og þvíumlíkt.
Það er líklega ekki ástæðan.
Þannig að ég myndi vilja breyta
þessu, hjálpa þessum tíu pró-
sentum.“
Watson er einnig fylgjandi
því að genastýringu verði beitt
til að bæta útlit fólks. „Fólk er
að segja að það væri skelfilegt
ef allar stelpur yrðu gerðar
sætar. Mér þætti það hins veg-
ar frábært.“
Vill vitk-
un með
gena-
stýringu
París. AFP.
SKÓLASTJÓRI sænsks gagn-
fræðaskóla vill að nemendur
útkjái deilumál sín með því að
fara í sjómann í stað þess að slást
á göngum skólans.
„Hugmyndin kom uppruna-
lega frá nemendum sjálfum á síð-
astliðnu hausti,“ segir skóla-
stjórinn, John Rittenberg, við
Transtenskolan í Hallsberg, sem
er um 200 km suður af Stokk-
hólmi. Í skólanum eru yfir 500
nemendur í 7.–9. bekk (8.–10.
skv. íslenzka kerfinu).
Rittenberg er mjög hrifinn af
hugmyndinni. Í byrjun þessarar
viku ávarpaði Heidi Andersson,
þrefaldur Svíþjóðarmeistari
kvenna í sjómanni, nemendur og
kennara á sal og ræddi um göfgi
íþróttarinnar. Að því loknu fengu
nokkrir nemendur og kennarar
að reyna sig í sjómanni við hana.
„Hún er nautsterk,“ segir
Rittenberg.
Í skólanum er búið að hengja
upp tvær töflur þar sem hægt er
að skrá úrslit sjómannsviður-
eigna, og lista yfir þá nemendur
skólans sem standa sig bezt í
íþróttinni. „Ég held að þetta
dragi úr ofbeldi í skólanum,“ seg-
ir skólastjórinn.
Þessi hugmynd að lausn á
deilumálum hefur farið víðar, að
því er virðist. Suður á Nýja Sjá-
landi ákváðu tvö fyrirtæki að
leysa deilu sína um yfirráð yfir
dreifikerfi með sama hætti og
sænsku skólabörnin leiða sín
álitamál til lykta.
TeamTalk Digital og MCS
Digital vildu bæði koma höndum
yfir sama farsímadreifikerfið, og
bæði voru tilbúin til að láta
sverfa til stáls í dómssalnum, og
hefði það getað kostað fyrirtæk-
in mikla fjármuni og mikinn
tíma.
Allt betra en að kljást
við lögfræðinga
En í stað þess að etja saman
lögfræðingum ákváðu ráðamenn
í fyrirtækjunum að taka málin í
eigin hendur í bókstaflegri merk-
ingu. Þeir fóru í sjómann. Sá sem
vann tvær glímur af þrem –
framkvæmdastjóri MCS – fór
með sigur af hólmi, og fékk
dreifikerfið að launum.
„Það var erfitt að tapa,“ sagði
David Ware, sem keppti fyrir
hönd TeamTalk. „En það er ekki
nærri eins slæmt og að þurfa að
fást við lögfræðinga.“
Allir í sjómann!
Stokkhólmi. AP.
UM 15 milljónir barna og kvenna í
Norður-Kóreu þurfa á tafarlausri
hjálp að halda til að tryggja af-
komu sína, þrátt fyrir merki um
batnandi hlutskipti fólks í landinu,
sagði Mher Khan, svæðisstjóri
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF), í gær.
„Við erum að nálgast hættu-
mörk,“ sagði Khan. „Bráður skort-
ur er á lyfjum, bóluefni og mat.
Berist ekki þessi nauðsynlegi
stuðningur gæti fjöldi þeirra er
þjáist af matarskorti aukist á
næstu mánuðum,“ sagði Khan enn-
fremur.
Bráður skortur
í Norður-Kóreu
Peking. AFP. UM þrjú þúsund Rúmenar komu
saman í miðborg Búkarest í gær til
að krefjast þess að gerðar verði op-
inberar upplýsingar um það hverjir
njósnuðu á sínum tíma um sam-
borgara sína fyrir rúmensku leyni-
lögregluna, Securitate. Kom fólkið
saman og myndaði eins konar keðju
umhverfis höll sem reist var í
valdatíð einræðisherrans Nicolaes
Ceausescus, en var reyndar aldrei
fullbyggð.
Talið er að Securitate hafi haft
700 þúsund uppljóstrara á sínum
snærum þegar Ceausescu var við
völd, þ.e. fram til ársins 1989, og að
um 40 þúsund manns hafi starfað
hjá lögreglunni.
AP
Vilja fá að vita
hverjir njósnuðu