Morgunblaðið - 12.03.2003, Page 21

Morgunblaðið - 12.03.2003, Page 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 21 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 KEILUHÖLLIN! Að gefnu tilefni, vegna fréttar af Keiluhöllinni í DV síðastliðinn fimmtudag, skal tekið fram að eignarhald og rekstur Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð er undirrituðum algerlega óviðkomandi. JÓN HJALTASON, GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, BJARNI VILHJÁLMSSON. VERIÐ er að glerja tengibyggingu milli Geysishús- anna í miðbæ Reykjavíkur. Í glerhýsinu verður ým- islegt að finna, s.s. sýningarsal fyrir Höfuðborg- arstofu sem flyst inn í Geysishúsið við Aðalstræti á næstu vikum. Geysishúsin eiga sér merka sögu og eru í eigu Minjaverndar. Við endurgerð húsanna var litið til fortíðar og gamalt tréverk innanhúss endurnýjað í upprunalegri mynd. Þar verður í framtíðinni að finna veitingahús og netkaffihús en auk þess mun Rammgerðin flytja starfsemi sína þangað. Búist er við að framkvæmdum við húsin ljúki í sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glerjað milli Geysishúsa Miðborg UMFERÐ um Arnarnesveginn hef- ur margfaldast frá því sem áður var áætlað síðan verslunarmiðstöðin Smáralind kom til sögunnar. Þetta segir Laufey Jóhannsdóttir, formað- ur skipulagsnefndar Garðabæjar, en bæjarstjórn hefur samþykkt að leita viðræðna við Vegagerðina og Kópa- vogsbæ um úrbætur vegna hinnar auknu umferðar. Laufey lagði tillögu þess efnis fyr- ir á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku og í greinargerð með henni segir að vegna umferðaraukningarinnar sé nú svo komið að ökumenn leiti í auknum mæli inn í íbúðahverfin við Bæjargil og Búðir, sem engan veg- inn séu ætluð til slíks gegnumakst- urs. Af þessum sökum mun bæjar- stjórn fara fram á viðræður við Vegagerðina og Kópavogsbæ um endurbætur á Arnarnesvegi, frá Hafnarfjarðarvegi að Reykjanes- braut og eru nokkrar hugmyndir á borðinu hvað það varðar. Beygjuljós og hringtorg Meðal annars vilja bæjaryfirvöld að umferðarljósum á gatnamótum Arnarnesvegar og Bæjarbrautar verði breytt auk þess sem gerð verði beygjuakrein framhjá ljósum frá Bæjarbraut í austurátt inn á Arn- arnesveg. Þá verði möguleikar á Morgunblaðið/Ómar Laufey segir hálfgert umferðaröngþveiti myndast við gatnamót Arnarnesvegar og Bæjarbrautar á stundum vegna þess hve margir aka niður Fífuhvammsveginn til að komast í Smáralind. Aðeins 20 metrar eru á milli þessara gatnamóta eins og sést á þessari mynd þar sem gatnamótin við Fífuhvammsveg eru fjær. Umferð í Smáralind til vandræða á Arnarnesvegi Garðabær hringtorgi við gatnamótin kannaðir auk þess sem athugað verði hvort unnt sé að tengja inn á sama hring- torg umferð frá Fífuhvammsvegi inn á Arnarnesveg. Í samtali við Morgunblaðið segir Laufey að málið sé orðið mjög brýnt. Umferðin í Smáralindina sé til vand- ræða og oft á tíðum komist menn hreinlega ekki inn í bæjarfélagið vegna hennar. „Það er ótækt að hafa þetta eins og það er í dag þar sem maður fer fyrst inn á Arnarnesveg, ekur um 20 metra og beygir síðan niður Fífuhvammsveg ætli maður í Kópavog. Þess vegna höfum við lagt til að koma þarna upp hringtorgi þar sem þessar tengingar yrðu heild- stæðar,“ segir hún. BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ leggjast eindregið gegn sameiningu Heilsugæslu Mosfellsumdæmis við heilsugæsluna í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi. Ályktun þessa efn- is var samþykkt á fundi bæjarráðs í síðustu viku að tillögu bæjarstjóra. Yfirvöld í Reykjavík lýstu sig á hinn bóginn í nóvember síðastliðnum fylgjandi sameiningunni eftir að heil- brigðisráðuneytið óskaði eftir afstöðu þeirra til málsins. Kemur fram í um- sögn borgarlögmanns af því tilefni að höfuðborgarsvæðið sé þegar eitt þjónustu- og atvinnusvæði þannig að heilsugæsluþjónusta er í dag veitt óháð sveitarfélagamörkum. Þá verði að gera ráð fyrir að við slíka sameiningu taki heilbrigðisráðu- neytið yfir 15% kostnaðarhlutdeild sveitarfélaganna í byggingu og bún- aði stöðvanna. Er þetta staðfest í um- sögn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, um málið. Óvenju stórt umdæmi Ragnheiður segir að heilsugæslan í Mosfellsbæ hafi ákveðna sérstöðu þar sem hún þjóni mjög stóru umdæmi að flatarmáli. „Við erum með Þingvalla- hreppinn, Kjósina og Kjalarnesið fyr- ir utan sjálfan Mosfellsbæinn þannig að Mosfellsbær er ört stækkandi bæj- arfélag. Við teljum að með því að hafa heilsugæsluna heima í héraði og án sameiningar við höfuðborgarsvæðið munum við geta veitt betri þjónustu en ella. Við teljum að þetta sé ótví- ræður kostur.“ Hún segir að fyrir nokkrum árum hafi stjórn heilsugæslunnar í Mos- fellsbæ verið flutt til Reykjavíkur en hins vegar hafi engin sameining átt sér stað. Fyrirhugað sé að Garðabær verði utan við sameininguna nú og Mosfellsbær vilji vera það líka. Hvað varðar niðurfellingu 15% kostnaðarhlutdeildar sveitarfélag- anna vegna búnaðar og byggingar heilsugæslustöðva segir Ragnheiður það ekki háð sameiningunni. Hún bendir á að í dag sé hluta íbúa Grafarholts beint að heilsugæslunni í Mosfellsbæ þar sem heilsugæslan í Árbæ anni ekki því hverfi. „Það segir mér að það sé tilhneiging höfuðborg- arinnar að seilast hingað til okkar frekar en öfugt. Við höfum haft af- burða þjónustu í gegnum tíðina og ég held að fólki ói við einhverjum breyt- ingum þar á. Við viljum einfaldlega halda því sem við höfum haft.“ Bæjaryfirvöld andvíg sameiningu við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu „Viljum halda því sem við höfum haft“ Mosfellsbær BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hef- ur samþykkt að undirbúa aðgerðir, sem miða eiga að því að tryggja ungu fólki atvinnu næstkomandi sumar. Er stefnt að því að tillögur þess efnis verði lagðar fyrir bæjarráð. Það var Erling Ásgeirsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem lagði fram tillögu þessa efnis á bæj- arstjórnarfundi í síðustu viku. Segir í greinargerð hans að þegar verði starfsmenn Garðabæjar varir við umtalsverða eftirspurn ungs fólks eftir sumarvinnu. „Unnt er að hraða ýmsum verkefnum í garðyrkju og annars staðar í bænum til að draga úr hugsanlegu atvinnuleysi ungs fólk,“ segir í greinargerðinni. Þá bendir Erling á að þegar hafi verið ákveðið að flýta framkvæmd- um við Flataskóla um eitt ár þannig að hann verði tilbúinn á þessu ári í stað ársins 2004. Einnig hafi verið samþykkt að auka fjárveitingar til gangstígagerðar og til opinna leik- valla. Kemur fram í greinargerð Er- lings að þessum framkvæmdum sé hraðað vegna þess svigrúms sem nú er á vinnumarkaði og væntanlegrar þenslu á vinnumarkaði næstu árin. Mikil eftirspurn eftir sum- arvinnu Garðabær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.