Morgunblaðið - 12.03.2003, Síða 22
AKUREYRI
22 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa
er með sjö flotkvíar í sjó í Eyja-
firði, í tengslum við fiskeldi félags-
ins en aðeins er þó fiskur í þremur
kvíum. Innan skamms hefst veiði á
þorski og ýsu og verður fiskurinn
settur í kvíar á firðinum, þorskur í
þrjár kvíar og ýsa í eina. Þá verða
klakin þorskseiði frá tilraunaeld-
isstöð félagsins á Hauganesi sett í
eina sjókví í maí í vor. Einnig er
ÚA með fjórar minni sjókvíar fyrir
tilraunaeldi og til söfnunar frá
fiskibátum en verið er að vinna að
endurbótum á þeim, gera þær
sterkari og burðarmeiri, að sögn
Óttars Más Ingvasonar, verkefn-
isstjóra hjá ÚA.
Morgunblaðið/Kristján
Guðmundur Jónasson, Karl Haraldsson og Magnús Bjargarson vinna við endurbætur á tilraunaflotkvíum ÚA.
Flotkvíarnar lagaðar
UNNIÐ er að því að setja upp gegn-
umlýsingatæki í flugstöðinni á Akur-
eyrarflugvelli, í samræmi við hertar
öryggisreglur í millilandaflugi sem
tóku gildi um síðustu áramót. Að
sögn Sigurðar Hermannssonar, um-
dæmisstjóra Flugmálastjórnar, þarf
flugstöðin á Akureyri að standa jafnt
að vígi á við aðrar flugstöðvar, þar
sem millilandaflug fer í gegn.
Grænlandsflug mun hefja beint
flug á milli Akureyrar og Kaup-
mannahafnar 28. apríl nk. og fljúga
tvisvar í viku á milli áfangastaðanna,
árið um kring. „Það eru almennt
hertar öryggisreglur í fluginu og við
erum að bregðast við því. Nú er kom-
in upp krafa um að leita bæði í hand-
og lestarfarangri vegna millilanda-
flugs. Við erum að koma upp búnaði
vegna þess og hann mun þjóna öllu
millilandaflugi sem um völlinn fer.
Þetta er gert til að auðvelda mönnum
að vinna það verk og flýta afgreiðslu,“
sagði Sigurður.
Fríhöfnin á Akureyrarflugvelli er
mjög lítil og aðeins í um 40 fermetr-
um í flugstöðinni. Sigurður sagði að
ef fyrirhugað millilandaflug, Græn-
landsflug, verður til frambúðar, sem
menn að sjálfsögðu voni, þrýsti það á
breytingar á aðstöðu fríhafnarinnar.
Mikill áhugi fyrir fluginu
til Kaupmannahafnar
Ferðaskrifstofa Akureyrar verður
aðalsöluaðili Grænlandsflugs á Akur-
eyri. Þá er þegar farið að skipuleggja
ýmsar ferðir í tengslum við áætlunar-
flugið m.a. helgarferð, fjórar nætur á
þriggja stjörnu hóteli í miðbæ Kaup-
mannahafnar á 49.900. Kynningar-
átak verður í gangi í maí og er far-
gjaldið þá 25.500 krónur með
sköttum og bókunargjaldi. Hægt
verður að bóka ferðir í gegnum Ama-
deus og farmiðar verða fáanlegir hjá
öllum IATA-ferðaskrifstofum en ekki
verður hægt að ganga frá bókunum
strax þar sem íslensk flugmálayfir-
völd hafa ekki afgreitt umsókn fé-
lagsins.
Ragnheiður Jakobsdóttir, skrif-
stofustjóri Ferðaskrifstofu Akureyr-
ar, sagði að mikill áhugi væri fyrir
flugi Grænlandsflugs til Kaupmanna-
hafnar. „Við fáum tugi fyrirspurna á
dag og þannig hefur það verið síðustu
vikur eða frá því að fréttir af þessu
flugi komu fram. En allt snýst þetta
um verð. Við höfum ekkert getað
bókað ennþá en erum að skrá fólk
niður,“ sagði Ragnheiður.
Hertar öryggisreglur í millilandaflugi
Leitarbúnaður sett-
ur upp í flugstöðinni
VETRARÍÞRÓTTIR fatlaðra verða
teknar fyrir á þremur námskeiðum í
Hlíðarfjalli ofan Akureyrar á næst-
unni, sem ætluð eru bæði iðkendum
og leiðbeinendum. Um er að ræða
samstarfsverkefni Vetraríþrótta-
miðstöðvar Íslands, Íþróttasam-
bands fatlaðra og Hlíðarfjalls.
Fyrsta námskeiðið, í alpagreinum
fyrir fatlaða, verður haldið um næstu
helgi, 14.-16 mars.
Námskeiðið er fyrir fólk sem
bundið er við hjólastól, þar sem not-
ast er við sérstakan hjólastólabúnað,
einnig fyrir þá sem hafa skert jafn-
vægisskyn, þá sem treysta sér til að
standa á skíðum eða skíði, sem og
leiðbeinendur.
Helgina 21.-23. mars verður nám-
skeið fyrir þroskahefta, þar sem
námsefnið er svig og gönguskíði, al-
menn kennsla fyrir þá sem vilja
stunda skíðaíþróttina og leiðbein-
endur. Helgina 4.-6. apríl og er svo
boðið upp á sams konar námskeið
fyrir blinda og sjónskerta, þar sem
undirstöðutækni skíðaiðkunar er
kennd ásamt leiðsögumannatækni
fyrir þá sem skíða með blindum.
Verð á hvert námskeið er kr. 5000
fyrir hvern þátttakanda og einn að-
stoðarmann. Innifalinn er skíðabún-
aður sem nota þarf á hvert námskeið
og lyftumiðar. Skráning fer fram í
Hlíðarfjalli, sími 462-2280 eða með
tölvupósti; hlidarfjall@hlidarfjall.is.
Skíðanám-
skeið fyrir
fatlaða
í Hlíðar-
fjalli
LEIKHÚSKÓRINN efnir til
tónleika í Samkomuhúsinu á
Akureyri á fimmtudagskvöld,
13. mars og hefjast þeir kl.
20.
Á tónleikunum syngur kór-
inn perlur úr óperum, óper-
ettum og söngleikjum, m.a. úr
La traviata, Lucia di Lamm-
ermor, Il trovatore, Carmen,
Kátu ekkjunni, Porgy og
Bess, South Pacific, My fair
Lady og Fiðlaranum á Þak-
inu.
Stjórnandi kórsins er Roar
Kvam, Aladar Racz leikur á
píanó, en einsöngvarar eru
þau Ari Jóhann Sigurðsson,
Elvý Hreinsdóttir, Hildur
Tryggvadóttir, Michael Jón
Clarke auk félaga í Leikhús-
kórnum.
Forsala aðgöngumiða er í
miðasölu Samkomuhússins.
Perlur
úr óp-
erum
SAMVERUSTUND verður í Gler-
árkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið
12. mars og hefst hún kl. 20.30.
Leikin verður tónlist og flutt hug-
leiðing. Yfirskrif samverustundar-
innar er: „Sælir eru syrgjendur því
þeir munu huggaðir verða“. Tónlist
flytja Sigríður Aðalsteinsdóttir,
mezzosópran og Daníel Þorsteins-
son, píanóleikari, en þau flytja verk-
in Fjórir alvarlegir söngvar eftir J.
Brahms og Þrjú ljóð eftir R. Strauss.
Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir flytur
hugleiðingu tileinkaða aðstandend-
um og syrgjendum.
Sælir eru
syrgjendur
OPIÐ hús verður hjá Svartfugli í
Listagilinu á Akureyri á laugardagi
15. mars frá kl. 14 til 17.
Þær breytingar hafa átt sér stað
í rekstrinum að nú er þar vinnu-
staður fjögurra listakvenna.
Þær eru Sveinbjörg Hallgríms-
dóttir sem hefur rekið Svartfugl frá
1996 en hún vinnur við grafík, Sig-
ríður Ágústsdóttir vinnur í leir,
Ragnheiður Þórsdóttir er myndvef-
ari og loks Anna Gunnarsdóttir sem
þæfir og vinnur úr leðri.
Opið verður hjá Svartfugli frá kl.
10-15 alla föstudaga og laugardaga,
að öðru leyti er opið þegar listakon-
urnar eru að störfum. Allir eru vel-
komnir í opna húsið og heitt verður
á könnunni, segir í frétt frá Svart-
fugli.
Opið hús hjá
Svartfugli
♦ ♦ ♦