Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 25 PACIFICA strengja- kvartettinn sem skip- aður er Sigurbirni Bernharðssyni fiðlu- leikara og þremur bandarískum félögum hans er enn í fréttum bandarískra dagblaða fyrir frábæra túlkun á strengjakvartettum Elliots Carters. Gagn- rýnandi Los Angeles Times, Richard S. Ginell fjallaði um tón- leika kvartettsins í blaði sínu á mánudag, en á tónleikunum lék Pacifica alla fimm kvartetta Carters. Hann hefur umsögnina með því að segja að nafn Carters eitt og sér veki ógn og ótta, Carter sé höfundur gríð- arlega flókinna og ómstríðra strengjakvartetta sem voru allt það sem minimalistarnir viltu andæfa með tónlist sinni. Hann segir að ein- hvern tíma hafi verið sagt að þraut- þjálfaðasta eyra gæti ekki hlustað á nema eitt þessara verka í einu, - allt umfram það leiddi til þess að heili hlustandans hreinlega bræddi úr sér. Ginell lýsir svo þeim undrum og stór- merkjum sem hann upplifði á tónleik- um Pacifica í Schönbergsalnum í Kaliforníuháskóla á laugardagskvöld. „Pacifica kvartettinn sem er ungur og flinkur og að því er virðist alger- lega óttalaus, lék alla fimm kvartetta Carters á einum tónleikum og viti menn, - eyrun voru hreint ekki á því að gefast upp, - þetta var ekkert nema gegndarlaus gleði. Með því að heyra alla kvartettana fimm gafst tækifæri til að heyra þróunina í kvartettum Carters á hálfri öld (1951- 1995) eins og einn skínandi boga – rétt eins þegar kvartettar Bartóks eru leiknir allir saman á tónleikum. Það má segja að fyrsti kvartett Carters sé kvartettinn sem Bartók átti eftir að semja, þar sem Carter tekur þar upp þráðinn úr römmum miðbikskvartettum Bartóks, en þó með synkópísku ívafi úr amerískum djassi. Í kvartett númer tvö byrjar Carter að stía hljóðfæraleikurunum í sundur - hann ýjar meir að segja að því að þeir eigi að sitja fjær hver öðrum en hefðin er. Í þriðja kvart- ettinum, byltingar- kenndri jarðfirð bogans, skiptir hann kvartettin- um upp í tvö dúó sem takast á af ákafa og eld- móði. Í fjórða kvartettinum sitja hljóðfæraleikararn- ir aftur í eðlilegri stöðu og Carter reynir að miðla málum á nýjan leik. Í fimmta kvartettinum reynir hann enn frekar að róa leikinn, með ein- földu, en torræðu tón- máli. Jafnvel hátt á ní- ræðisaldri (hann er nú 94 ára) gat hann fengið hljóðfæraleikar- ana til að svitna. Dæmi um það er kafli í miðja fimmta kvartettinum, þar sem hver hljóðfæraleikari spilar í sinni takttegund, - allir þurfa þó að byrja á sama punkti og enda á sama punkti takt eftir takt. Þetta var í þriðja skipti sem Paci- fica leikur kvartettana alla á tónleik- um, - þeir léku þá í New York í nóv- ember og í Chicago í febrúar. Samt sem áður lék kvartettinn eins og hann hefði spilað verkin áratugum saman og gjörþekkti músíkalskt eðli þeirra og innbyrðis tengsl. Víða mátti heyra eitthvað nýtt, sem fyrri túlkendur strengjakvartetta Carters, eins og til dæmis Juilliard kvartettinn, náðu ekki að töfra fram í leik sínum, nefni- lega mikla lýrík og ljóðrænu, sem dró fram mannlega tóninn í músíkinni á meðan þeir léku af hvellandi hörku þar sem það átti við. Glæsilegur tónn Pacifica kvartettsins og þróttmikill æskukraftur gæti einmitt verið sú samsetning sem þarf til að veiða kvartetta Carters loks inn í megin- straum tónlistarinnar.“ Með Pacifica er Carter ljúfur í eyra Sigurbjörn Bernharðsson Súfistinn, Laugavegi 18 kl. 20.30 Í tilefni af útgáfu bókarinnar Hin feiga skepna eftir Philip Roth í ís- lenskri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar efnir Bjartur til út- gáfuhátíðar undir yfirskriftinni „Karldýr í útrým- ingarhættu?“ Þar mun Rúnar Helgi kynna höfundinn og lesa upp úr bókinni. Hann mun svo taka þátt í pallborðs- umræðum ásamt Guðrúnu Evu Mín- ervudóttur rithöfundi og Davíð Loga Sigurðssyni blaðamanni um Roth, sögupersónuna Kepesh og karl- mennskuna. Þorlákskirkja kl. 20 Margrét Bóasdóttir, sópran og Miklós Dalmay, píanó, flytja ljóðasöngva eftir Franz Schu- bert og Hugo Wolf. Efnisskráin ber heitið Ástin og afbrýðin, og mun Tinna Gunn- laugsdóttir leik- kona lesa þýð- ingar ljóðanna á undan flutningi þeirra. Aðgangur er ókeypis fyrir nem- endur tónlistarskólans. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Margrét Bóasdóttir Rúnar Helgi Vignisson EINS og kemur fram í eftirmála Rúnars Helga Vignissonar að vand- aðri þýðingu hans á Hinni feigu skepnu eftir bandaríska rithöfundinn Philip Roth, er Roth „einn mesti helgimyndabrjótur í bandarískum bókmenntum fyrr og síðar […] enda er hvatalífið eitt helsta viðfangsefni hans“. Frægð hans byggir ekki síst á glöggskyggnum rannsóknum hans á þeirri hræsni er þrifist hefur í banda- rísku samfélagi í gegnum tíðina varð- andi siðferðisleg gildi. Það kemur því ekki á óvart þegar Roth í Hinni feigu skepnu vísar til verka Nathaniels Hawthornes er einnig krufði siðferð- isvitund landa sinna með afar næm- um hætti fyrr á tímum, ekki síst í sög- um er áttu sér stað í samfélagi púrítana (bls. 54). Í Hinni feigu skepnu kynnumst við gamalli söguhetju Roths, David Kap- esh, sem er aðdáendum Roth að góðu kunnur úr bókunum The Breast (1972) og The Professor of Desire (1979). Þegar hér er komið við sögu er Kapesh kominn af léttasta skeiði og rifjar upp ástarsamband við fyrr- um nemanda sinn, stúlkuna Consuelu Castello, sem er tæpum 40 árum yngri en hann sjálfur. Kynni þeirra endurnýjast með óvæntum hætti eft- ir nokkurra ára hlé og Kapesh neyð- ist til að horfast í augu við þær hugs- anir er nú sækja að honum með vaxandi þunga, þ.e. dauðleikann eða „feigð skepnunnar“. Kapesh er atvinnumenningarviti í stórborginni New York og eiginhags- munaseggur sem stöðugt leitar nýrra leiða til að svala fýsnum sínum undir yfirskyni kynferðislegrar frelsunar og hömluleysis. Hann er yfirlýstur andstæðingur allra þeirra borgara- legu gilda sem duttu úr tísku í kyn- lífsbyltingunni margumtöluðu, stað- ráðinn í að fylgja rökum þeirrar byltingar „til enda og það án þess að verða fórnarlamb hennar“ (bls. 59), en hefur mistekist að þróa lífssýn sína áfram á þann hátt að hann geti lifað í þokkalegri sátt við þá sem eru honum nánastir. Kynlíf er það sem hvetur hann til að takmarka sjálf- stæði sitt sem allra minnst, hjóna- bandið er „búr“ í hans huga (bls. 24), og börn eru á ábyrgð kvenna (bls. 73). Honum verður tíðrætt um konu að nafni Janie Wyatt, sem var e.k. tákn- mynd þess kvenfrelsis 7. áratugarins þar sem konur tóku líf sitt í eigin hendur, en aðdáun hans á henni kem- ur samt ekki í veg fyrir að hann lítils- virði hina ungu Consuelu 30 árum seinna í ofbeldisfullu kynlífi þar sem engin leið er til að „komast hjá drottnuninni sem fylgir því, sem verður að fylgja því…“ (bls. 32). Segja má að listin stjórni opinberu lífi Kapesh, en lostinn einkalífinu. Þessir tveir þættir tvinnast saman í sambandi hans við Consuelu, sem hann hlutgerir hreinlega sem lista- verk; „…hún er listaverk, ein af þess- um fágætu konum sem eru svo heppnar að vera listaverk, sígilt lista- verk, fegurð af klassískum toga, en lifandi, lifandi“ (bls. 44). Vegna þess hvernig Kapesh hefur hlutgert konur eru tengsl hans við þær að sjálfsögðu mjög óraunveruleg. Roth afhjúpar Kapesh sem list- neytanda er nýtir sér aðdráttarafl listarinnar í þágu lostans, svo sem er hann táldregur Consuelu með því að sýna henni myndir Velázquez; „það var áhrifamikill stundarfjórðungur þar sem við urðum bæði margs vísari – hún um Velázquez og ég, enn á ný, um hina dásamlegu heimsku lostans“ (bls. 18). Gleði Kapesh er þó löngu horfin í þessum leik, því skömmu seinna ljóstra hugrenningar hans upp um löngun til að „losna við þenn- an hluta [samskiptanna]. Ég þarf ekki aðra töfra en kynlíf“ (bls. 19). Þar reynist þó rótin að sjálfsblekk- ingu Kapesh liggja, því Hin feiga skepna er í raun uppgjör Philip Roth við hugmyndafræðileg umrót kynlífs- byltingarinnar og svipar hvað það varðar töluvert til verks Michels Huellebecqs, Öreindanna. Hvörfin í verkinu eiga sér stað á táknrænum þúsaldarmótum er marka ekki ein- ungis lok ákveðins tímabils hendur einnig endalok hans úreltu lífsvið- horfa – tíma hinnar „frelsuðu karl- mennsku“ (bls. 98). Uppgjörið er samtvinnað örlögum hans og Cons- uelu á þeim tímapunkti þar sem kyn- líf er óhugsandi fyrir bæði, og Kap- esh neyðist til að horfast í augu við þann mannlega kjarna er þau eiga sameiginlegan. Consuela afhjúpar fullkominn líkama sinn í síðasta sinn til þess eins að Kapesh geti fest hann á filmu, og Roth afhjúpar um leið táknræn hlutverk þessara tveggja sögupersóna með óyggjandi hætti; Consuelu sem (list)munar í samfélagi þar sem konur eru ofurseldar skefja- lausri fegurðardýrkun og Kapesh sem (list)neytanda í samfélagi sem sniðið er að óábyrgum losta karl- manna. Þegar upp er staðið er Cons- uela búin að uppgötva það sem Kap- esh þráast í lengstu lög við að viðurkenna – enda nær feigðinni en hann þrátt fyrir sinn unga aldur – að hún syrgir mest þau gildi sem hún hafði áður hafnað (bls. 132). Listin í þágu lostans BÆKUR Skáldsaga Eftir Philip Roth. Rúnar Helgi Vignisson þýddi. Bjartur 2003, 143. bls. HIN FEIGA SKEPNA Fríða Björk Ingvarsdóttir EYDÍS Franzdóttir óbóleikari, Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleik- ari og Guðrún Edda Gunnarsdóttir mezzósópran flytja verk eftir Caplet, Head, Elínu Gunnlaugsdóttur, Ibert, Albéniz, Fauré, Rubbra og Musto á tónleikum kennara Tónlistarskóla Kópavogs sem verða í Salnum í kvöld, kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er Óbó, pí- anó, söngur – fjölbreytt fágæti. Þeir hefjast á þremur litlum stykkjum fyrir óbó og píanó eftir enska tón- skáldið Michael Head (1900–1976). Guðrún Edda og Brynhildur flytja þrjú sönglög eftir Gabríel Fauré : Automne (Haust) við ljóð eftir Arm- and Silvestre, Spleen (Depurð) við ljóð eftir Paul Verlaine og En Sour- dine (Í kyrrþey) einnig við ljóð eftir Paul Verlaine. Þá leikur Eydís ein- leiksverk fyrir óbó eftir Elínu Gunn- laugsdóttir sem samið er undir áhrif- um frá samnefndu ljóði Óskars Árna Óskarssonar. Verkið var samið að beiðni Eydísar vorið 2002 til frum- flutnings á Listahátíð í Reykjavík en er hér frumflutt í nýlega endurskoð- aðri útgáfu. Þá verður flutt verk eftir franska tónskáldið André Caplet (1878–1925), La Croix Douloureuse (sársaukafulli krossinn) við ljóð eftir prestinn Lacordaire og er bæn sálna er syrgja. Að loknu hléi verður flutt verkið Iberia eftir spænska tónskáldið Is- aac Albeniz (1860–1909), en úr því leikur Brynhildur þáttinn Almería fyrir píanó. Guðrún Edda og Bryn- hildur flytja þrjú lög úr La Verdure Dorée (Gullna laufskrúðið) eftir Frakkann Jacques Ibert (1890– 1962), samið við ljóðahring eftir Tristan Derème. Lokaverk tónleikanna er Sónatan fyrir óbó og píanó eftir enska tón- skáldið Edmund Rubbra (1901– 1986). Ranglega kom fram á síðunni Næsta vika í Lesbók á laugardag að tónleikarnir væru á fimmtudag. Beð- ist er velvirðingar á því. Næstu tónleikar í röðinni verða 25. mars. Hexrec leikur en hann skipa Camilla Söderberg, Hilmar Þórðarson og Ríkharður H. Frið- riksson. Tónleikar Kristins H. Árna- sonar gítarleikara verða 23. apríl. Fjölbreytt fágæti Brynhildur Ásgeirsdóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Eydís Franzdóttir. FIÐLAN og harpan verða í aðal- hlutverkum á Háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Þessi sérstæða hljóðfærasamsetn- ing verður í höndum þeirra Lauf- eyjar Sigurðardóttur fiðluleikara og Elísabetar Waage hörpuleik- ara. Þær leika Sónötu eftir Louis Spohr og lítið tveggja þátta dúó eftir Gaëtano Donizetti. „Louis Spohr var fiðluleikari,“ segir Elísabet Waage, „en konan hans lék á hörpu. Hann samdi nokkur verk fyrir þau til að leika saman, og þetta er mjög fallegt, og lýsandi fyrir hrifningu hans á eiginkonunni.“ Fiðla og harpa á Háskólatónleikum Morgunblaðið/Jim Smart Elísabet Waage hörpuleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Bikiní - BCD skálar Sundbolir Strandpils COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.