Morgunblaðið - 12.03.2003, Side 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
H
vernig getur vinátta
skáldanna séra
Matthíasar Joch-
umssonar og
Steingríms Thor-
steinssonar verið annað en inn-
blásin? Samræður þessara and-
ans manna hafa vitaskuld ekki
varðveist, en ráða má af bréfa-
skriftum þeirra hvernig samband-
inu hefur verið háttað.
Matthías skrifar Steingrími frá
Reykjavík sumardaginn fyrsta
1865: „En ekkert bréf fékk ég í
þetta sinn, og þó ertu nýbúinn að
kyssa drenginn þinn. Ég skal ein-
hverntíma senda honum vöggu-
vísu, helzt ef ég kemst nær þér,
góði Steingrímur. En ekki stoðar
að vera að vola eins og hálfhor-
aður smaladrengur, sem er ný-
kominn heim úr hjásetu og vant-
ar. – Það segi
ég þér bara,
að vænna þyk-
ir mér um þín
bréf en allra
hinna, sem
mér skrifa,
nema einhver sendi mér 1.000 dali
til að sigla fyrir.“
Og andinn svífur yfir vötnum í
bréfum Matthíasar. Í næsta bréfi
á eftir ávarpar hann Steingrím
svo úr verður vísa: „Heita ástar
hjartans þökk hafðu fyrir bréfið
(öndin mín af elsku klökk óvart
gjörði stefið) þitt síðasta.“
Slík er ánægja skáldsins að fá
bréfið að það kveikir hjá honum
vísu. Þannig er kærkomið að fá
svör við þeim bréfum sem maður
sendir út í buskann. Er til nokk-
urs að tala ef enginn heyrir?
Á vissan hátt má líta á blaða-
greinar sem bréf blaðamanna til
lesenda sem berast þeim með öðr-
um bréfum inn um lúguna.
Það er mér minnisstætt að á
kvikmyndahátíðinni í Cannes
skrifaði einn spekúlantanna í dag-
legum pistli sínum að það yrði
honum kærkomið ef lesendur
gleddu hann með því að vefja
borða utan um ljósastaur gegnt
anddyri Carlton-hótelsins. Þá
vissi hann að greinarnar væru
lesnar af einhverjum einhvers
staðar.
Þegar ég hljóp framhjá staurn-
um á leið í viðtal fannst mér leitt
að enginn skyldi hafa orðið við
ósk hans. Ég einsetti mér að
strengja borða á staurinn, en síð-
an fórst það fyrir. Ég sé ennþá
pínulítið eftir því. Þó skortur á
tíma sé einkenni á nútímamann-
inum, þá þarf ekki annað en ör-
skotsstund til svara.
Í Viðhorfi fyrir mánuði skrifaði
ég um bréfaskriftir undir fyr-
irsögninni „Litlir kassar“. Ástæð-
an var sú að flestir eiga litla kassa
með bréfum sem þeir hafa fengið
send í gegnum tíðina. Og ekki er
hægt að hugsa sér betri geymslu-
stað fyrir minningar. Það er ekki
aðeins hægt að ganga að því vísu
að litli kassinn verði á sínum stað,
öfugt við tölvukassana sem enda á
haugunum. Bréfin miðla líka
minningum vel. Því fólk vandar
sig við bréfaskriftir og gefur af
sjálfu sér – andagiftin og hlýjan
rennur saman við letrið og varð-
veitist á pappírnum.
Það kom mér því ánægjulega á
óvart þegar Rúnar Kristjánsson
frá Skagaströnd sendi mér ljóða-
bréf í kassann:
Ég var að lesa viðhorf þitt
og vængi hef ég létta.
Svo senda vil ég svarið mitt
og segja einmitt þetta:
Í bréfum margt svo fallegt finnst
sem færir yl að brjósti.
En fyrir slíku fer víst minnst
í fengnum tölvupósti.
En samskipti til sálarhags
má síst af öllu trassa,
þó naumast gildi nú til dags
að nota litla kassa.
Það breytist allt á flugsins ferð
sem fyrri bréf og skeyti.
En þjóðfélagsins gamla gerð
var góð að mörgu leyti.
Og margs má sakna sem var þá
með sanni lífsins þáttur.
Svo angurværðin berst um brá
er breytist aldarháttur.
Ég var að lesa viðhorf þitt
og vel því tók minn sefi.
Hér sendi ég þér svarið mitt
– að sjálfsögðu í bréfi.
Það sem er dásamlegast við
bréfin eru öll leyndarmálin sem
eru fest á blað. Þegar fram líða
stundir komast næstu kynslóðir í
þau og kynnast nýrri hlið á for-
eldrum sínum. En ekki síður hálf-
heilögum mönnum, eins og þjóð-
skáldunum, sem gátu þá eftir allt
saman talað um annað en há-
stemmd efni eins og bókmenntir
og lýðveldisbaráttu.
Jónas Hallgrímsson skrifaði til
Stefáns Gunnlaugssonar bæj-
arfógeta 19. apríl 1942 og merkti
bréfið „(Prívat!)". Það kom samt
ekki í veg fyrir að bréfið yrði síðar
meir gefið út í bók. „Þú þekkir
þessa kerlingu - Þóra heitir hún,
vitlaus að ég held, og hefir brók-
arsótt og situr um mig nótt og
dag, úti og inni, svo ég hef aldrei
frið og er hér eins og í helvíti... Ég
vildi þú værir stundarkorn kom-
inn í minn stað, svo þú gætir séð
hvursu réttlátt það er að „pólitíið“
trassar fyrstu skylduna sína: að
vernda saklausa borgara.“
Að síðustu er það svo sam-
viskubitið sem stöðugt þjakar
bréfritarann. Því bréf kveikja
svarbréf og þau krefjast ekki síð-
ur tíma. Hér með vottast að svar-
bréfið til Rúnars Kristjánssonar
verði sent á þessu vori.
Stephan G. sendir bréf til Egg-
erts Jóhannssonar, ritstjóra
Heimskringlu og Aldarinnar. Þar
skammar hann Eggert góðlátlega
fyrir að svara sér ekki og vita-
skuld í bundnu máli:
Eggert minn!
Fékkstu ekki forðum bæði
frá mér bréf og nokkur kvæði?
„Ertu dauður“, Eggert minn?
Eggert minn!
Óánægður eg hef grátið
Aldar-fall og Kringlu-látið.
Þó var skap mitt stolt og státið
stæðist ritstjórinn.
Eggert minn!
Hvort sem þú ert lífs eða liðinn –
lifðu samt – í versa sniðin
eyk ég línu, ljóða-iðinn.
Lifðu! svo að óðar-kliðinn
þurfi ei teygja í eilífð inn,
eða lengja líksönginn,
Eggert minn.
Vinátta í
bréfum
Þannig er kærkomið að fá svör við bréf-
um sem maður sendir út í buskann. Er
til nokkurs að tala ef enginn heyrir?
VIÐHORF
Eftir Pétur
Blöndal
pebl@mbl.is
„BANDARÍKIN eru gengin af
göflunum,“ skrifaði í Times 15. janúar
sl. John le Carré, höfundur hinnar
þekktu skáldsögu, Njósnarinn sem
kom inn úr kuldanum. Þessari tilfinn-
ingu deila víst ófáir vítt um lönd með
rithöfundinum enska. Þeim George
W. Bush og Osama bin Laden í sam-
einingu virðist hafa tekist að rugla
fjölmarga Bandaríkjamenn í ríminu –
móta viðhorf þeirra til Íraksmálsins á
þann veg að erfitt er að samrýma þau
heilbrigðri skynsemi. Ljóst er að
Íraksmálið horfir allt öðruvísi við
meirihluta íbúa í þeim Evrópuríkjum
sem stóðu upphaflega að stofnun Atl-
antshafsbandalagsins. Ríkjandi við-
horf meðal almennings hérna megin
Atlantshafsins spegla þá skoðun að
heimsfriðnum stafi nú mikill háski af
framferði haukanna í Hvíta húsinu,
Pentagon og Downingstræti 10.
Uppskera óttans
Viðhorfsmótunin vestan hafs hefur
leitt til þeirrar ótrúlegu niðurstöðu að
fjölmargir Bandaríkjamenn álíta að
Saddam Hussein, einræðisherra í
Írak, sé ábyrgur fyrir árásinni á Tví-
turnana í New York 11. september
2001. Þetta hefur gerst þrátt fyrir þá
staðreynd að engar fullgildar sönnur
hafa verið færðar á tengsl einræðis-
herrans og stjórnar hans við al-
Qaedasamtök bin Ladens. Bush og
haukar hans voru líka búnir að
ákveða, mörgum mánuðum áður en
bin Laden lét höggið ríða 11. sept-
ember, að endurskoða stefnuna í
Íraksmálinu frá forsetatíð Bills Clint-
ons, en hann hafði gengið lengst með
því að láta gera ítrekaðar loftárásir á
loftvarnarstöðvar á flugbannssvæð-
unum í norður- og suðurhluta lands-
ins. Í febrúar 2001 var Bushstjórnin
aftur á móti farin að leggja á ráðin um
„massífan“ hernað gegn Írak. Hinu
sálræna ástandi, sem skapaðist
vestra með árásunum á Tvíturnana,
geta haukarnir svo þakkað það að
þeim skyldi takast herbragðið, þ.e. að
telja þegnunum trú um að árás á Írak
væri viðeigandi svar við hryðjuverk-
unum 11. september.
Einleikur í stað samstöðu
Árásargirni og einleikstilburðir
engilsaxneskra (bandarískra og
breskra) stjórnvalda í Íraksmálinu
þjóna ekki málstað afvopnunar og
sameiginlegs öryggis í heiminum.
Stefna þeirra grefur beinlínis undan
því að SÞ fái gegnt hlutverki sínu á
trúverðugan hátt, án þess að hleypa
öllu í bál og brand. Menn hafa orðið
vitni að því undanfarið hvernig eng-
ilsaxnesku stórveldin hafa beitt þeim
sönnunargögnum, sem þau telja sig
hafa undir höndum, til þess að rétt-
læta hernaðarstefnu sína í stað þess
að afhenda þau jafnóðum vopnaeftir-
litsmönnum SÞ. Vísast hér einkum til
ræðu Colins Powells, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, á fundi örygg-
isráðsins 5. febrúar sl. Nú er komið á
daginn að sum þeirra gagna, sem
Powell lagði fram á fundi öryggis-
ráðsins til þess að sýna fram á sök
Saddams Husseins, voru sótt í breska
„njósnaskýrslu“ sem var aftur að
hluta reist á tólf ára gamalli banda-
rískri doktorsritgerð! (Sjá frétt Mbl.
8. febr. sl.) Hér helgar tilgangurinn
augljóslega meðalið.
Sá málatilbúnaður bandarískra
stjórnvalda, að árás á Írak sé nauð-
synlegur liður í baráttunni gegn
hryðjuverkastarfsemi al-Qaeda,
hljómar sem hvert annað öfugmæli.
Aðild Íraksstjórnar að þeirrri starf-
semi hefur ekki verið sönnuð svo ótví-
rætt sé. En reyni menn að geta sér til
um afleiðingar yfirvofandi ásásar, þá
er deginum ljósara að fyrir utan öll
mannslífin sem týnast mun hatur í
garð Bandaríkjanna, sem þegar bær-
ist með mörgum manni í löndum
araba, magnast um allan helming.
Hvað er það sem vekur menn til ógn-
arverka á við „11. september“ ef ekki
einmitt slíkt hugarástand? Þvert á
allt öryggistal magna bandarísk
stjórnvöld með hernaðarstefnu sinni
hættuna á hryðjuverkaaðgerðum,
ekki aðeins heima fyrir, heldur og vítt
um heim.
Annað öfugmæli felst í þeim mála-
tilbúnaði að hernaðarárás á Írak, til
þess gerð að steypa Saddam Hussein
af stóli, muni búa í haginn fyrir frið-
samlegra andrúmsloft en ríkt hefur
undanfarin misseri í samskiptum Ísr-
aela og Palestínumanna. Flest bendir
þó til þess að Ariel Sharon muni nota
stríðsástand í Austurlöndum nær sem
skálkaskjól til þess að þjarma enn
frekar að Palestínumönnum. Eins og
ekki sé nóg að gert! Eða hvaða heil-
vita manni dettur í hug að böndum
verði komið á hryðjuverkaaðgerðir
einstakra hópa Palestínumanna með
því að Ísraelsstjórn herði enn á kúg-
unaraðgerðum sínum gegn almenn-
ingi á Vesturbakkanum og Gazasvæð-
inu?
Hér ber allt að sama brunni: Stefna
engilsaxnesku haukanna í Íraksmál-
inu er feigðarflan sem stríðir berlega
gegn markmiðum öryggis- og friðar-
gæslu í heiminum. Heimsbyggðina
varðar miklu að þessari hernaðar-
stefnu verði hnekkt í nafni heilbrigðr-
ar skynsemi. Að því ber íslenskum
stjórnvöldum að vinna bæði á vett-
vangi Atlantshafsbandalagsins og SÞ.
Haukarnir og
heilbrigð skynsemi
Eftir Loft
Guttormsson
„Stefna eng-
ilsaxnesku
haukanna í
Íraksmálinu
er feigðar-
flan sem stríðir berlega
gegn markmiðum ör-
yggis- og friðargæslu í
heiminum.“
Höfundur er prófessor við
Kennaraháskóla Íslands.
FYRIR stríð áttu Bretar og Frakk-
ar þar mikil ítök, enda höfðu Bretar
tekið virkan þátt í frelsisbaráttu
Araba og Súez-skurðurinn var graf-
inn undir stjórn fransks verkfræð-
ings. Með tilliti til þessarar gömlu
sögu er það furðulegt að báðum þess-
um aðilum, Bretum og Frökkum,
skuli hafa verið bægt frá þessum
heimshluta. Hinir ólöglegu fólksflutn-
ingar Gyðinga til Palestínu voru
skipulagðir af zionistum en á bak við
þá stóðu Sovétríkin annarsvegar, en
auðmenn Gyðinga í Bandaríkjunum
hinsvegar. Þannig var það hinn al-
þjóðlegi kommúnismi og alþjóða Gyð-
ingaauðvaldið, sem tóku höndum
saman til að mynda ríki zionista í Pal-
estínu. Ísrael er að miklu leyti stjórn-
að af austur- Evrópuzionistum, sem
fæstir em Gyðingar að uppruna. Um
þessa þróun skrifaði rithöfundurinn
Arthur Köstler mjög glögga og skil-
merkilega lýsingu eftir ferð til ísrael
1948, en Köstler er af Gyðingaættum.
Hann sagði: „Í ísrael er mikill grein-
armunur gerður á vinnumarkaönum:
þeir, sem eru af rússnesku og pólsku
bergi brotnir eru látnir ganga fyrir.
Að ganga í berhögg viö stofnanir eða
samtök sem vinna fyrir þessa austur-
Evrópumenn getur stundum jafngilt
fjárhagslegu hruni fyrir viðkomandi.“
Ennfremur segir Köstler: „Útlit hins
unga ísraelska karlmanns vekur
mesta athygli manns. Þessi ungi mað-
ur er ógyðinglegur í útliti.“ Og enn
segir Köstler: „Það er ekkert vafaat-
riði að á kynstofninum fer fram ein-
kennileg líffræðileg breyting.“ Þessi
einkennilega líffræðilega breyting,
sem Köstler talar þarna um, er ein-
faldlega blöndun Gyðinga við þessa
austur-Evrópumenn, sem að uppruna
eru frá Khazar konungdæminu, sem
stóð fram á 12. öld. Khazarar eru
mongólskur þjóðflokkur sem tók sig
upp frá mið-Asíu og fluttist til austur-
Evrópu. En á 7. öld tók konungur
Khazara upp Gyðingatrú. Á þetta at-
riði, aö zionisminn er að nokkru leyti
ógyðinglegur og borinn uppi af aust-
ur-Evrópumönnum hafa vesturland-
agyðingar hvað eftir annað bent á og
fengið staðfest af mannfræðingum
samanber alfræðiorðabók Gyðinga.
En allt kemur fyrir ekki. Ráðamenn á
vesturlöndum virðast starblindir fyrir
áætlunum zionista þótt þeir ræði þær
mjög opinskátt. 1948 sagði til dæmis
þekktur bandarískur zionisti Ben
Hecht: „Á næstu 25-35 árum mun Ísr-
ael fá það landrými, sem þeir þarfnast
til að verða meðal fimm stærstu þjóða
í heimi.“ Síðan eru liðin um það bil 30
ár og ekki fjarri lagi aó þessi spá hafi
þegar ræst, og þjóðin sem þarna var
fyrir þegar zionistar hófu innflutning
síns fólks, er nú hernumin í eigin
landi. Undafarna mánuði höfum við
horft á skriðdreka Ísraelsmanna
valtra yfir hús og mannvirki, sem Ís-
lendingar og aðrir hafa gefið Palest-
ínumönnum. Og enginn segir neitt.
Aldrei hefur heimurinn horft upp á
annað eins vægðarleysi og grimmd í
beinni sjónvarpsútsendingu, þar sem
saklaus börn og vanfærar konur eru
skotin.
Ég sat viö hliðina á bandarískum
hjónum í flugvél á leið til Wasington í
sumar. Konan spurði: „Ætlar þú ekki
að heimsækja Bush og Hvíta húsið ?“
„Ég: Hef lítinn áhuga að tala við
þann mann, gildir öðru máli um Clint-
on.“ Þau horföu á mig smástund. Svo
sprakk blaðran og þau töluðu af ákefð.
Á flugvellinum í Baltimore sagði kon-
an: „Farðu varlega, talaðu ekki svona
opinskátt þegar þú kemur til Wash-
ington.“ Þannig er hið rómaða frelsi í
vesturheimi í dag. Hvað lengi ætlar
heimurinn að loka augunum fyrir
hryðjuverkum ísraelsmanna í Palest-
ínu? Hvað lengi ætla Bandaríkjamenn
að þykjast vera að útrýma hryðju-
verkamönnum hér og þar og allstaðar
í heiminum á sama tíma sem þeir
hlýða í auðmýkt Sharon og fylgifisk-
um hans sem fyrirskipa útrýmingu á
Palestínumönnum í anda Hitlers og
Stalíns? Hvar er nú rödd Evrópu um
frið og mannúð í heiminum ?
Púðurtunnan
fyrir botni
Miðjarðarhafs
Eftir Hilmar
Jónsson
„Hvar er nú
rödd Norður-
landa um
frið og
mannúð í
heiminum?“
Höfundur er rithöfundur og
formaður FEB á Suðurnesjum.