Morgunblaðið - 12.03.2003, Side 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 37
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í
dag kl. 13–16.30. Handavinna, spilað,
föndrað. Gestur Ásgerður Ingimarsdóttir,
sem fer með gamanmál. Bílaþjónusta í
símum 553 8500, 553 0448 og
864 1448.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Krakkaklúbbar í safnaðarheimilinu: 9–
10 ára börn kl. 16–17 og 11–12 ára kl.
17.30–18.50. www.domkirkjan.is
Grensáskirkja. Samvera aldraðra kl. 14.
Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall.
Alfa-námskeið kl. 19.30–22.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Fræðsla: Grind-
arbotnsæfingar og álfabikarinn. Jóna
Margrét Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl.
11. Kvöldbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass-
íusálma og bænagjörð. Allir velkomnir.
Kl. 12.30 súpa og brauð (kr. 300) Kl.
13–16 opið hús fyrir eldri borgara. Fjöl-
breytt dagskrá. Söngstund, tekið í spil,
upplestur, föndur, spjall, kaffisopi o.fl.
Þeir sem ekki komast af sjálfsdáðum
eru sóttir. Hafið samband við kirkjuvörð
í síma 520 1300.
Laugarneskirkja: Kirkjuprakkarar (1.–4.
bekkur) kl. 14:10. TTT-fundur (5.–7.
bekkur) kl. 16:15. Fermingartími kl.
19:15. Unglingakvöld Laugarneskirkju
og Þróttheima kl. 20:00. (8. bekkur).
Umsjón hefur Sigurvin Jónsson guð-
fræðinemi og Ingibjörg Dögg Kjartans-
dóttir tómstundaráðgjafi hjá Þróttheim-
um. (Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12.
Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár-
usdóttir. 7 ára starf kl. 14:30. Fös-
tuguðsþjónusta kl. 20:00. Kór Neskirkju
syngur. Organisti Reynir Jónasson.
Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Að lok-
inni guðsþjónustu verða kaffiveitingar
og myndasýning frá ferðinni að Kára-
hnjúkum sl. sumar
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Léttur hádegisverður eftir stundina.
Fríkirkjan í Reykjavík. Alfa-námskeið í
safnaðarheimilinu kl. 20. Kyrrðar- og
bænastund í kapellu safnaðarins í safn-
aðarheimilinu, Laufásvegi 13, 2. hæð,
kl. 12. Allir velkomnir.
Árbæjarkirkja. Kl. 12:00. Kyrrðarstund í
hádegi. Orgeltónlist, altarisganga, fyr-
irbænir og íhugun. Kl. 13:00–16:00. Op-
ið hús.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag
kl.12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina. „Kirkjuprakkarar“. Starf
fyrir 7–9 ára börn kl.16.30. TTT. Starf
fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðs-
starf á vegum KFUM & K og kirkjunnar
kl. 20.
Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM &
KFUK kl. 20:00–21:45. (sjá nánar:
www. digraneskirkja.is).
Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi
kl. 12:00. Altarisganga og fyrirbænir.
Boðið er upp á léttan hádegisverð á
vægu verði að lokinni stundinni. Prestar
safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleik-
ari Hörður Bragason. Allir velkomnir.
Námskeiðið „Að búa einn“ kl. 20:00–
22:00. KFUM fyrir drengi 9–12 ára í
Grafarvogskirkju kl.16:30–17:30. Kirkju-
krakkar í Rimaskóla kl. 17:30–18:30
fyrir 7–9 ára. TTT (tíu til tólf ára) í Rima-
skóla kl. 18:30–19:30. Æskulýðsfélag í
Engjaskóla kl. 20:00–22:00, fyrir 8.–9.
bekk.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10.
Opið hús kl. 12. Léttur hádegisverður og
skemmtileg samverustund. TTT-starf kl.
17. Tólf spora námskeið kl. 20.
Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára
börnum í dag kl. 16:45–17:45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf með 10–12
ára börnum TTT, á sama stað kl. 17:45–
18:45.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19. Alfa-
námskeið í safnaðarheimili Lindasókn-
ar, Uppsölum 3.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í
dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjart-
anlega velkomnir. Tekið á móti fyrir-
bænaefnum í kirkjunni í síma 567
0110. Æskulýðsfundur fyrir unglinga
14–15 ára kl. 20. Biblíulestraröð Selja-
kirkju kl. 19:30 annan hvern miðviku-
dag. Næsti lestur er miðv. 12. mars.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Heitt á könn-
unni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag
eldri borgara á Álftanesi. Notalegar
samverustundir með fræðslu, leik, söng
og kaffi. Auður eða Erlendur sjá um
akstur á undan og eftir.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safn-
aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt-
umst og spjöllum. Heitt á könnunni og
djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir
með eða án barna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr-
irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í
Ljósbroti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu
og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til
sóknarprests eða kirkjuvarðar. Opið hús
fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Gott tæki-
færi til að hittast, spjalla saman, spila
og njóta góðra veitinga. Verið velkomin.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn-
ar í dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
16:20 TTT yngri, 9–10 ára krakkar í
kirkjunni. Spiladagur. Sr. Þorvaldur Víð-
isson og leiðtogarnir. Kl. 17:30 TTT
eldri, 11–12 ára krakkar í kirkjunni.
Vatnsfundur. Sr. Þorvaldur Víðisson og
leiðtogarnir. Kl. 20:00 Opið hús í
KFUM&K fyrir æskulýðsfélagið. Hulda Lí-
ney Magnúsdóttir.
Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safn-
aðarheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3.
hæð, frá kl. 10–12. Umsjón hefur Arn-
dís L. Bernharðsdóttir og Þuríður D.
Hjaltadóttir. AA-fundur kl. 20.30 í Lága-
fellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl.
12:00. Kyrrðar- og fyrirbænastund í
kirkjunni kl. 12:10. Samverustund í
Kirkjulundi kl. 12:25 – súpa, salat og
brauð á vægu verði – allir aldurshópar.
Umsjón: Sigfús B. Ingvason Æfing Kórs
Keflavíkurkirkju frá 19:30–22:30.
Stjórnandi: Hákon Leifsson.
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). For-
eldramorgun í Safnaðarheimilinu í dag
kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og
Petrínu Sigurðardóttur.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar
í síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Lofgjörð, lestur Orðsins, fróð-
leikur og samvera. Allt ungt fólk velkom-
ið.
KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Kristni-
boðsvika. kl. 20:00. „Allt á iði hjá spá-
manninum“ Upphafsorð: Einar Helgi
Ragnarsson. Söngur: Helga Magnúsdótt-
ir.
„Allt á iði í Pókot“ – myndröð frá Kenýa.
Hugleiðing: Kristín Bjarnadóttir. Kaffi
eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl.
10. Opið hús, kaffi og spjall fyrir börnin.
ÆFAK, yngri deild, kl. 20. Fræðsla fyrir
foreldra fermingarbarna í Safnaðarheim-
ili kl. 20. Þorsteinn Haukur Þorsteins-
son tollfulltrúi ræðir um skaðsemi fíkni-
efna. Með í för er leitarhundurinn Bassi.
Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12:00
til 12:00. Orgelleikur, fyrirbænir, sakra-
menti. Léttur málsverður að helgistund
lokinni í safnaðarsal. á vægu verði.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
Í KVÖLD, miðvikudaginn 12.
mars, verður föstuguðsþjónusta
kl. 20.00 í umsjá sr. Franks M.
Halldórssonar. Kór Neskirkju
leiðir almennan safnaðarsöng.
Organisti verður Reynir Jón-
asson. Að guðsþjónustu lokinni
verða kaffiveitingar og mynda-
sýning í safnaðarheimilinu.
Jóna Hansen kennari sýnir
myndir frá sumarferðinni í
Herðubreiðarlindir og að Kára-
hnjúkum síðastliðið sumar.
Föstuguðsþjónusta í Villinga-
holtskirkju Föstuguðsþjónusta
verður fimmtudaginn 13. þ.m.
kl. 21:00. Söngkór Hraungerðis-
prestakalls syngur undir stjórn
Inga Heiðmars Jónssonar og
María Weiss leikur einleik á
fiðlu. Píslarsagan lesin og hug-
leidd. Vænst er þátttöku ferm-
ingarbarna og aðstandenda
þeirra. Kristinn Ág. Friðfinns-
son.
Aðalfundur Laug-
arnessafnaðar
VIÐ minnum á að aðalsafn-
aðarfundur Laugarnessafnaðar
verður á sunnudaginn kemur,
þann 16. mars, að lokinni guðs-
þjónustu kl. 11:00. Á fundinum
munu fulltrúar hverrar greinar
á safnaðartrénu segja á lifandi
og skemmtilegan hátt stuttlega
frá því sem þau hafa starfað og
notið í Laugarneskirkju á liðnu
ári. Starfsskýrsla sóknar-
nefndar verður kynnt og reikn-
ingar lagðir fram. Aðalfundir
Laugarnessafnaðar eru jafnan
jákvæð upplifun.
Föstuguðs-
þjónusta í
Neskirkju
✝ Ragnheiður Jóns-dóttir fæddist 9.
maí 1931. Hún lést 2.
mars síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Halldóru
Guðmundsdóttur og
Jóns Þorvarðarsonar
kaupmanns í Verð-
anda. Systkini Ragn-
heiðar eru Guðmund-
ur, f. 1920,
Þorvarður, f. 1921, d.
1948, Steinunn
Ágústa, f. 1923, Jón
Halldór, f. 1929, og
Gunnar, f. 1932.
Eftirlifandi eiginmaður Ragn-
heiðar er Ólafur Pálsson húsa-
smíðameistari í Hafnarfirði. Börn
þeirra eru: Kristín, f. 1956, maki
Jónas Gunnlaugsson, f. 1956, börn
þeirra eru Birna, f. 1981, og
Gunnlaugur, f. 1986;
Páll, f. 1959, sam-
býliskona Sonja
Guðrún Óskarsdótt-
ir, f. 1960, börn
þeirra eru Ólafur
Óskar, f. 1981, og
Linda, f. 1991; og
Jón Þorvarður, f.
1963, sambýliskona
Bertha Guðrún
Kvaran, f. 1964,
börn þeirra eru tví-
burar, stúlkubörn
fædd 1988, sem dóu
skömmu eftir fæð-
ingu, Rakel, f. 1990,
Karen, f. 1991, Aldís, f. 1994, og
Óðinn, f. 1995.
Útför Ragnheiðar var gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði 10.
mars, í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Vetur og vor takast á þessa daga.
Það er gróandi í laukum og brum-
hnappar á runnum skrýðast frost-
rósum. Birtan þokar myrkrinu
hægt en örugglega að sjónarrönd.
Móðursystir mín, Ragnheiður Jóns-
dóttir, háði sína lokabaráttu á slík-
um degi og féll með reisn eftir sól-
arlag. Margs er að minnast og
þakka. Frænka mín var glöð, skap-
heit, stjórnsöm og skemmtileg, enn
umfram allt góð manneskja. Hún
var átta árum yngri en móðir mín
og fékk það hlutverk að gæta okkar
systra. Því eru mínar fyrstu minn-
ingar tengdar henni. Hún var mér
fyrirmynd um margt, útskýrði
hvernig maður átti að klæðast,
haga sér og ganga um götur bæj-
arins án þess að hlaupa eða draga
tærnar. Við áttum okkur dásamlegt
leyndarmál, því hún tók mig einu
sinni með sér á kaffihúsið Gilda-
skálann í Reykjavík. Ég fékk
rjómaköku og appelsín meðan hún
spallaði við vini og vinkonur. Þegar
systir mín, Inga, fæddist tók hún
hana líka að sér og kvartaði fyrir
hennar hönd yfir því hún varð að
ganga í fötunum af mér. Slíkt þótti
Röggu frænku ekki sæmandi.
Ragga var heimasætan á þessum
árum, enn í foreldrahúsum ásamt
tveimur yngstu bræðrum sínum,
Gunnari og Jóni. Stundum gistum
við barnabörnin hjá ömmu og afa,
Halldóru Guðmundsdóttur og Jóni
Þorvarðarsyni, sem oft var kenndur
við Verðanda. Þá var hátíð. Kvöld
eitt frá þessum árum er mér í
barnsminni. Ég hafði fengið að
gista og svaf á bedda inni hjá
Röggu frænku. Hún stóð á miðju
gólfi klædd víðu pilsi og ljósri
blússu, mittismjó með breitt belti
um sig miðja og bar við sig fallegan
kjól. Hún ljómaði af gleði og til-
hlökkun, því hún var að pakka niður
fyrir hjólaferð til Skotlands. Augun
blikuðu af björtum draumi, því með
í ferðinni var piltur, Ólafur Pálsson
úr Hafnarfirði. Ekki dugði annað
en tjalda öllu sem til var. Þetta vissi
ég ekki þá, en mér er minnisstætt
hvað mér fannst hún falleg. Seinna
kynntist ég Óla. Hann var enginn
venjulegur piltur, það skynjaði ég
barnið.
Draumurinn rættist. Þau Óli
giftu sig og hófu búskap á heimili
Páls og Jennýjar, tengdaforeldra
Röggu við Brekkugötu í Hafnar-
firði. Þar hreiðruðu þau um sig í ör-
lítilli stofu og enn minna svefnher-
bergi. Dag einn var okkur boðið í
kaffi og viti menn, í svefnherberg-
inu stóð vagga, og þar í hvíldi gull-
fallegt sofandi kornabarn. Þetta var
litla frænka mín, hún Kristín fædd
1956. 1955 varð faðir minn fyrir
slysi sem síðar dró hann til dauða
langt um aldur fram. Á meðan hann
var sjúkur þurftu foreldrar okkar
oft að dvelja langdvölum erlendis.
Ragga, Óli og Kristín fluttu þá inn
og munaði ekki um að sinna okkur
systrum. Seinna, þegar mamma fór
enn utan til að vera hjá pabba á
sjúkrahúsi í Danmörku, átti ég
skjól hjá ömmu Dóru og afa Jóni,
en Ingu var ýmist komið fyrir hjá
ættingjum eða vinum. Það er erfitt
að vera fimm ára og fara á milli
fólks vegna veikinda og fjarveru
foreldra. Eitt sinn fékk hún að vera
hjá þeim Röggu og Óla og fólkinu í
Brekkugötu. Þar leið henni best og
þar eignaðist hún nýjan afa í Páli,
tengdaföður Röggu. Árin liðu, faðir
okkar lést 1958 og móðir okkar
þurfti að læra að standa ein með
okkur börnin. Við fluttum og það að
þurfti að laga dyr, setja upp ljós og
fleira smálegt. Ragga frænka kom
með Óla sinn og lagði á ráðin og oft-
ar en ekki vann hann svo verkið.
Lífið tók við, ungu hjónunum
bættust tveir mannvænlegir synir,
Páll 1959 og Jón Þorvarður 1963.
Ragga og Óli byggðu sér fallegt hús
við Lækjarkinn í Hafnarfirði. Við
sáum alltof lítið hvert af öðru, börn-
in á upvaxtarárunum. Samt voru
þau og Ragga frænka og Óli alltaf
hluti af lífi okkar. Líf þeirra saman
var farsælt, börnin mannvænleg og
vel að öllu hlúð. Þegar börnin höfðu
hleypt heimdraganum komu barna-
börnin hvert af öðru og áttu inn-
hlaup hjá afa og ömmu. Börnin,
tengdabörn og barnabörn guldu
það ríkulega, ekki síst þessi síðustu
erfiðu ár.
Þegar elli kerling fór að gera vart
við sig fundu þær systur saman á
ný eftir skarkala og kvaðir mann-
dómsáranna. Þær töluðust við nær
daglega og hittust oftar en fyrr.
Móðir mín hefur misst systur og
sinn besta vin. Mikill er sá missir.
Ragga unni lífinu og var ósátt við
að yfirgefa það svo snemma. Við
minnumst Röggu frænku með virð-
ingu og þökk. Útför hennar fór
fram í kyrrþey í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði 10. mars síðastliðinn að
ósk hinnar látnu. Fyrir hönd móður
minnar og fjölskyldu vottum við
Óla, börnum þeirra, tengdabörnum
og barnabörnum hugheila samúð.
Dóra S. Bjarnason.
Elskuleg mágkona mín Ragn-
heiður Jónsdóttir er látin eftir
langa baráttu við illvígan sjúkdóm
sem hún bar með miklu æðruleysi
fram á síðasta dag.
Við höfum átt langa leið saman
og er ég hugsa til baka þá minnist
ég þess fyrst þegar ég heyrði talað
um Röggu var það að bróðir hennar
sagði mér frá brúðkaupi hennar og
Óla sem var haldið með pompi og
prakt í Naustinu. Stuttu seinna
hitti ég þau hjón í fyrsta sinn eins
og alla hennar fjölskyldu , en þrjú
systkinin voru þá gift og farin að
heiman. Minn tilvonandi eiginmað-
ur var þá einn eftir heima hjá for-
eldrum sínum hjónunum Jóni kaup-
manni í Verðanda og frú Halldóru.
Þessi fjölskylda bjó alla tíð að Öldu-
götu 26, það var glæsilegt heimili
og þar ólst Ragga upp við mjög gott
atlæti.
Ég minnist þess hve gaman var
að heimsækja Röggu og Óla á
Brekkugötuna í Hafnarfirði þar
sem þau hófu búskað hjá frú Jen-
nýju móður Óla en hann stóð í stór-
ræðum við að byggja þeim hjónum
framtíðarhús. Þá minnist ég með
mikilli gleði dagsins þegar hún kom
með Kristínu sína nýfædda í heim-
sókn á Öldugötuna, mér fannst hún
svo fallegt barn, okkur Röggu þótti
gott að rifja þetta upp, síðan komu
drengirnir hennar hann Palli og
Jónsi elskulegir drengir.
Þegar við Gunnar bróðir hennar
fluttumst í Hafnarfjörð hittumst við
oftar og börnin okkar kynntust
hvert öðru og var Ragga alltaf góð-
ur vinur barnanna minna.
Ragga var mjög skemmtileg
manneskja sem sá alltaf eitthvað
spaugilegt við hlutina sem ég sá
ekki, og meira að segja þegar ég
hitti hana síðast og þá var hún orðin
mjög veik varð hún að segja mér
eina skemmtilega, og hún sagði við
mig, þú hlýtur að segja eitthvað
skemmtilegt, ég reyndi.
Ragga var ákveðin kona og í
fyrrasumar sagði hún við mig að
hún væri búin að ákveða að koma í
kaffi fyrst allra til Nönnu í nýja
sumarbústaðinn hennar á hverju
sem gengi. Hún hringdi af og til í
mig og fylgdist með hvernig gengi
með að byggja, og henni fannst það
ekki ganga alveg nógu hratt, hún
hafði ekki nógan tíma. Síðan var
það um verslunarmannahelgina í
fyrra að Jóhann Ingi og Nanna
fluttu inn í bústaðinn og við Gunnar
fórum austur, fyrstu gestirnir í
kaffi voru Ragga og Óli, hún stóð
alltaf við það sem hún sagði. Síðan
næsta dag áttum við Gunnar,
Nanna og Indiana góðan dag í sum-
arbústaðnum hjá Óla og Röggu
ásamt Sonju, Palla og Lindu dóttur
þeirra, það var ánæjuleg samveru-
stund.
Það er margs að minnast að lok-
um, og ég er þakklát Röggu fyrir
hvað hún var mér alltaf góð mág-
kona. Gunnar og hún voru miklir
vinir og þeim þótti afskaplega vænt
hvoru um annað og fram á seinasta
dag var hún að hafa áhyggjur af
honum og senda honum kveðjur, en
hann var á sjúkrahúsi þegar hún
lést.
Ég sendi Óla og fjölskyldunni
allri mínar samúðarkveðjur.
Ég þakka Guði fyrir líf Ragn-
heiðar og starf og bið þess að það
megi bera ávöxt í niðjum hennar –
þjóð okkar til blessunar um ókomin
ár.
Ég fel hana góðum Guði með
þeirri bæn að friður hans sem er
æðri öllum skilningi megi umvefja
hana á nýrri vegferð.
Elísa.
RAGNHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
Innilegar þakkir og Guðs blessun til allra þeirra,
sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs unnusta míns,
föður, sonar, bróður og barnabarns,
VALDIMARS GUNNARSSONAR,
Stekkjarbergi 4,
Hafnarfirði.
Þórdís Arna Benediktsdóttir,
Axel Valdimarsson, Karen Sif Jónsdóttir,
Sigríður Valdimarsdóttir, Gunnar Gíslason,
Daði Gunnarsson, Þuríður Gunnarsdóttir,
Lára Sæmundsdóttir.