Morgunblaðið - 12.03.2003, Page 42

Morgunblaðið - 12.03.2003, Page 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Leiður siður MIKIÐ ættu nú Íslending- ar, margir hverjir, að venja sig af þessu handapati sem þeir viðhafa í viðtalsþáttum og telja sig vera að leggja áherslu á orð sín eða spurningar, sveiflandi höndunum út í loftið eins og vængbrotnir fuglar eða bréfarusl sem fýkur til í roki. Þetta pat er svo auð- sýnilega lært, en fáum gef- ið. Við erum ekki Ítalir eða Frakkar sem tjá sig í tali með þessum leiða sið, sem er fáum gefið. Áhorfandi. Hætta af álverum og virkjunum STUNDUM velti ég fyrir mér hvort við Íslendingar erum ekki að bjóða hætt- unni heim með því að reisa fjöldann allan af álverk- smiðjum hér á landi. 1. Er það ekki rétt, að það er mikið notað af áli í vopn? Þessar verksmiðjur hljóta því að vera ýmsum hryðjuverkasamtökum gott skotmark, því að sé þeim eytt, telja þeir kannski, að þeim sé minni hætta búin. 2. Kárahnjúkavirkjun á að sjá einni svona verk- smiðju fyrir rafmagni. Er hún þá ekki líka feiknagott skotmark? Það þarf áreið- anlega ekki margar bomb- ur þar. 3. Af hverju er ekki byggður fjöldinn allur af álverksmiðjum og virkjun- um í Bandaríkjunum? Eru bandarískir athafnamenn hræddir um eigið skinn? Hildur. Einkamál.is AF hverju er ekki hægt að ná í forsvarsmenn einka- mál.is í síma ef eitthvað kemur uppá? Ég er búin að reyna og reyna en ekkert gengur. Vinkona mín var að skrá sig á einkamál.is, hún fékk notendanafn og lykilorð sem var samþykkt en ekkert gengur. Það mætti hafa meiri upplýsingar um hvar hægt sé að ná í forsvarsmenn í síma, því þeir símar sem eru gefnir upp eru annað- hvort lokaðir eða ekki hægt að ná í starfsfólk í númerunum. Kona. Góð þjónusta ÉG var svo óheppin fyrir rúmri viku að fá þursabit. Eftir sex daga var ég ekki orðin neitt betri í bakinu og var þá bent á kínversku nuddstofuna í Hamraborg 20a Kópavogi. Eftir fyrsta skiptið mitt þar í nálastungum og nuddi var ég orðin ótrúlega mikið betri og í dag þegar ég er búin að fara tvisvar er ég næstum verkjalaus. Ég á eftir tvö skipti og er alveg viss um að það dugi til að ég komist í gott lag með bakið. Kínverska nuddstofan í Hamraborg fær sem sagt mín bestu meðmæli. María Richter. Tapað/fundið Derhúfa týndist HVÍT derhúfa með svörtu skyggni og svartri snúru (skipstjórahúfa) með svörtu og gulu merki týnd- ist við Engjaskóla í Graf- arvogi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 616 1687. Gleraugu týndust GLERAUGU í álumgjörð og með hálskeðju töpuðust 2. mars. Finnandi vinsam- lega hringi í 699 7292. Dýrahald Páfagaukur týndist PÁFAGAUKUR, ljós- grænn, lítill, týndist frá Blómabúðinni í Spönginni í Grafarvogi sl. sunnudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 586 1045 og 823 8661. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is ÞAÐ vakti undrun mína – og þó – þegar ég hringdi í Háskóla Íslands í símanúmer Guðmundar Ólafssonar lektors að þá var svarað á ensku. Þetta sýnir að Háskóli Ís- lands tekur enska tungu í vaxandi mæli sér til trausts og halds en snýr baki við þjóðtungunni. Allar áskoranir svo- kallaðra Hollvina- samtaka Háskólans, ávörp Vigdísar Finn- bogadóttur, fyrrum for- seta, með tilvitnun í Snorra Hjartarson skáld: „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“ er ekki lengur í heiðri höfð. Ég benti á það í fyrra að Happdrætti Háskóla Íslands léti syngja á ensku í sjónvarpsauglýs- ingu. Háskólinn tók ekk- ert tillit til þeirrar ábendingar en hélt at- hæfi sínu áfram. Það vekur furðu að ís- lensk stjórnvöld skuli krefjast þess af útlend- ingum sem setjast hér að að þeir læri íslensku á sama tíma og íslensk stjórnvöld og æðsta menntastofnun Íslend- inga nota ensku í sívax- andi mæli. Lesendur Morgun- blaðsins geta sjálfir gengið úr skugga um að þessi athugasemd um Háskólann sé rétt með því að hringja í síma- númerið 525 4588. Pétur Pétursson, þulur. Það vakti undrun mína MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hvidbjörnen kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Richmond Park kom og fór í gær, Emer- alda fór í gær. Svilas kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8–12.30 bað, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13–16.30 bridge/ vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 postulínsmálun, kl. 13– 16.30 módelteikning, kl. 9–14 hárgreiðsla, kl. 9–16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrj- endur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinnuhornið, kl. 13.30 trésmíði nýtt og notað. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Myndlist kl.10–16, línudans kl. 11, gler- skurður kl. 13, pílu- kast kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Forsetinn kemur í heimsókn kl. 14, uppl. í síma 588- 2111. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Félag eldri borgara, Suðurnesjum Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Í dag kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 10.30 gamlir leikir og dans- ar, leiðsögn í vinnu- stofum fellur niður eft- ir hád., spilasalur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 boccia og glerlist, kl. 13 glerlist og félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnustofan op- in. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, búta- saumur, útskurður, hárgreiðsla og fótaað- gerð, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 15 teiknun og málun. Fótaaðgerðir og hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15–14.30 versl- unarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Get- um bætt við nem- endum í mósaik á fimmtud. kl.13–16. Helgistund verður fimmtud. 13. mars kl.10.30. Kór Fé- lagsstarfs aldraðra syngur. Allir velkomn- ir. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 fótaað- gerð, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13–16 föndur, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félags- heimilið Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Barðstrendinga- félagið. Félagsvist í Konnakoti, Hverf- isgötu 105, kl. 20. 30 í kvöld. Allir velkomnir. ITC-deildin Melkorka heldur fund að Borg- artúni 22, 3 hæð. kl. 20 í kvöld. Fundurinn er öllum opinn. Uppl. í s. 587 1712. Hulda Gísla- dóttir. Kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík, fundur kl. 20 í kvöld. Spilað bingó. Í dag er miðvikudagur 12. mars, 71. dagur ársins 2003. Gregor- íusmessa. Orð dagsins: Gjörið ekkert af eigingirni eða hégóma- girnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. (Fil. 2, 3.) Tillögur um að skyldastjórnmálaflokka til að opna bókhald sitt, eins og víða tíðkast, hafa ekki sízt komið frá Samfylk- ingunni, en Jóhanna Sig- urðardóttir hefur t.d. margflutt frumvarp þess efnis ásamt fleiri þing- mönnum. Í pistli á Deigl- unni eftir Davíð Guð- jónsson heyrist nú sami tónn, en úr annarri póli- tískri átt.     Auðvitað ber okkurskylda til að setja lög um fjármál stjórn- málaflokka. Þetta er spurning um leikreglur til framtíðar,“ skrifar Davíð. „Til þess að fá heildarmynd af starfsemi og stefnu stjórn- málaflokks er nauðsyn- legt að vita hvort hann sé fjármagnaður á eðlileg- um forsendum og sam- kvæmt þeim leikreglum sem samfélagið setur. Það er í raun jafnfárán- legt fyrir stjórn- málaflokk að gefa ekki upp upplýsingar um fjár- mögnun sína eins og að gefa ekki upp stefnu flokksins í einstökum málum. Hvað þætti okk- ur til dæmis um það ef Vinstri grænir neituðu að gefa upp afstöðu sína í mannréttindamálum eða Frjálslyndir í jafnréttis- málum? Þeim fyndist kannski bara að almenn- ingi kæmi afstaða þeirra ekkert við en segðu jafn- framt að við stefnu þeirra í þessum málum væri ekkert að athuga! Hvað er til dæmis í vegi fyrir því að erlendir að- ilar geti haldið uppi ís- lenskum stjórn- málaflokki og beitt þannig áhrifum sínum?“     Davíð segir að þetta séerfitt mál og hugs- anlegt að allir stjórn- málaflokkar myndu skaðast lítillega við það að opna fjármál sín. „Samfylkingin virðist reyndar trúa því að hún hagnist á aðgerðinni. En lög um fjármál stjórn- málaflokka þyrftu auð- vitað að vera þannig gerð að þau kæmu í veg fyrir öll framhjáhlaup og óeðlilega afslætti. Því miður virðist Samfylk- ingin ekki hafa kjark til þess að ríða á vaðið og opinbera sitt bókhald. Slíkt myndi nefnilega setja þrýsting á alla hina flokkana,“ skrifar Davíð.     Og Davíð klykkir út:„Sjálfstæðisflokk- urinn þráast hins vegar við og vísar meðal annars til þess að Kohl og Kristi- legi Demókrataflokk- urinn hafi orðið uppvís að spillingu þrátt fyrir ströng lög þar í landi [í Þýskalandi] um fjármál stjórnmálaflokka. Þessi rök halda auðvitað ekki vatni og okkur sjálfstæð- ismönnum væri nær að þrýsta á um breytingar á þessu innan flokksins. Enda er pistlahöfundur þess fullviss að aðgerðin myndi hafa lítil áhrif ef allir flokkar opnuðu bók- hald sitt í einu eftir kosn- ingar, það er líka margt sem bendir til þess að nú sé rétta tækifærið.“ STAKSTEINAR Fjármál stjórnmálaflokkanna Víkverji skrifar... JÓN Benediktsson, Auðnum í Lax-árdal, horfði á fréttirnar í síðustu viku rétt áður en hann fór á Bún- aðarþingið. Hann orti beint upp úr fréttunum: Ísraelsmenn eru enn að skjóta Araba og þeirra hús að brjóta en norðaustan til í Nígeríu voru nýlega drepnir fjörutíu. x x x ÍSLENSK sveit verður aldrei blóm-legri heldur en í orðum Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra eins og sannaðist í ávarpi hans á Búnaðarþinginu. Það á ekki aðeins við um íslenska hestinn, en hann hef- ur beitt sér fyrir því að Ísland sé við- urkennt sem upprunaland íslenska hestsins, heldur einnig íslenskar sveitakonur í samtökunum „Lifandi landbúnaður – Gullið heima“, sem landbúnaðarráðherra hefur unnið með. Hann sagði um framtakið: „Konurnar hafa verið að minna á sig og notað til þess skemmtilegar að- ferðir sem duga. Íslenskar sveitakon- ur hafa staðið fyrir lífsgleðihátíðum og baráttu fyrir íslenskar sveitir. Þær eiga auðvelt með að nálgast neytendur, þær eru baráttusveit sem er að hefja stórsókn.“ Nú er spurning hvort landbúnaðarráðherra beiti sér ekki líka fyrir því að Ísland verði við- urkennt sem upprunaland íslenskra sveitakvenna. x x x GUÐNI fór mikinn þegar hann tal-aði um íslensku mjólkina, sem væri manninum lífsnauðsynleg til að byggja upp hraustan og sterkan lík- ama. Þess vegna voru skilaboð hans til æsku þessa lands: „Meiri mjólk, minna gos.“ Í tilefni af þessum ummælum Guðna kvaddi Halldór Blöndal, for- seti Alþingis og fyrrverandi landbún- aðarráðherra, sér hljóðs undir liðn- um andsvör í móttöku eftir setningu Búnaðarþingsins: Morgunblaðið/Jim Smart Guðni Ágústsson á Búnaðarþingi. Þar sem Ísland á þessi ungu börn undir himni há brosir heiðartjörn þar með búandsbrag meður breiðum hljóm þennan dýrðardag mælir djúpum róm: „Þar sem himnesk hross magna hófagný eða kýrnar koss fá með kurt og pí þetta fríska fólk hefur fjörleg bros drekkur meiri mjólk sýpur minna gos.“ x x x STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for-maður Vinstri grænna og fyrr- verandi landbúnaðarráðherra, lætur sjaldan eiga inni hjá sér. Þegar Guðni fléttaði gagnrýni á Vinstri græna inn í lýsingu á því hvað sveitirnar væru grænar bað Steingrímur um orðið: Guðni hefur mikið malað mann og annan þreytt, en það er gáfa að geta talað svona glæsilega um ekki neitt. LÁRÉTT 1 heimula, 4 kunn, 7 lufsa, 8 rangindi, 9 lík, 11 skrá, 13 espa, 14 bjart, 15 þrótt, 17 alda, 20 rak- lendi, 22 dý, 23 eimyrjan, 24 loftsýn, 25 dregur fram lífið. LÓÐRÉTT 1 brúkar, 2 ágreiningur, 3 svelgurinn, 4 naut, 5 lé- legt, 6 sjúga, 10 afbragð, 12 nóa, 13 borða, 15 vit- anlegt, 16 styrkti, 18 spil, 19 hefur undan, 20 hafði upp á, 21 ferming. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 nöturlegt, 8 undar, 9 sægur, 10 ann, 11 ilmur, 13 apann, 15 gusts, 18 hafur, 21 áar, 22 tímir, 23 unaðs, 24 sunnudags. Lóðrétt: 2 öldum, 3 urrar, 4 lasna, 5 gagna, 6 funi, 7 hrun, 12 urt, 14 púa, 15 gutl, 16 sömdu, 17 sárin, 18 hrund, 19 flagg, 20 ræsa. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.