Morgunblaðið - 12.03.2003, Side 44
ÍÞRÓTTIR
44 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÓSKAR Bjarni Óskarsson þjálfari
ungmennalandsliðsins í handknatt-
leik, skipuðu leikmönnum undir 21
árs aldri, hefur valið 20 manna æf-
ingahóp til undirbúnings fyrir und-
ankeppni HM sem liðið tekur leikur
á í Búlgaríu 18.-20 apríl. Hópurinn
sem Óskar valdi er þannig skip-
aður:
Markverðir:
Björgvin Gústavsson, HK
Pálmar Pétursson, Valur
Sigurjón Þórðarson, Fram
Aðrir leikmenn:
Baldvin Þorsteinsson, KA
Logi Geirsson, FH
Sigurður Eggertsson, Valur
Elías Már Halldórsson, HK
Jón B. Pétursson, Fram
Friðrik B. Þorvaldsson, Valur
Hörður Fannar Sigþórsson, Þór
Arnór Atlason, KA
Guðlaugur Hauksson, ÍR
Vilhjálmur Halldórsson, Stjarnan
Andri Berg Haraldsson, FH
Lárus Jónsson, Fram
Ingólfur Axelsson, KA
Ólafur Víðir Ólafsson, HK
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukar
Einar Logi Friðjónsson, KA
Einar Hólmgeirsson, ÍR
32 landslið leika í undankeppninni
í átta riðlum. Ísland leikur í riðli
með Úkraínu, Moldavíu og Búlgaríu
en úrslitakeppni HM fer fram í
Brasilíu 24.ágúst til 6. september.
Óskar Bjarni velur
21 árs hópinn
Logi Geirsson
DANSKA handknattleikssambandið hagn-
aðist um a.m.k. 40 milljónir króna á því
að halda Evrópumeistaramótið í hand-
knattleik kvenna undir lok síðasta árs en
verið er að ljúka uppgjöri vegna mótsins
um þessar mundir. Í ljósi þessa hafa Dan-
ir ákveðið að sækja um að halda Evr-
ópukeppnina bæði í karla- og kvenna-
flokki karla árið 2006. Danir gera sér
hins vegar ljós að það verði við ramman
reip að draga varðandi karlakeppnina ef
Þjóðverjar sækja um að halda keppnina
árið 2006, eins og þeir hafa látið í veðri
vaka eftir að heimsmeistarakeppnin árið
2005 gekk þeim úr greipum á þingi Al-
þjóða handknattleikssambandsins í lok
síðasta árs. Sæki Þjóðverjar hins vegar
ekki um keppnina gera Danir sér góðar
vonir að fá a.m.k. að halda karlakeppnina.
Danir græddu
á EM kvenna
Hlynur
Morthens
úr leik?
MICK McCarthy, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Írlands, er nú
sterklega orðaður við Sunderland,
sem lét Howard Wilkinson knatt-
spyrnustjóra fara á mánudags-
kvöldið og einnig aðstoðarmann
hans, Steve Cotterill. Hann hætti
sem knattspyrnustjóri hjá Stoke til
að gerast aðstoðarmaður Wilkin-
son. Þeir tóku við stjórninni hjá
Sunderland af Peter Reid í októ-
ber og undir stjórn þeirra vann
Sunderland aðeins tvo leiki af tutt-
ugu. Í dag verður fundur með
fréttamönnum og McCarthy kynnt-
ur til sögunnar.
STOKE City hefur fengið Mark
Williams varnarmann frá Wimble-
don að láni til loka leiktíðarinnar.
Williams, sem er 33 ára gamall, á
að baki 19 landsleiki fyrir N-Íra en
hann hefur verið í röðum Wimble-
don frá árinu 2000 og hefur leikið
25 leiki með liðinu á yfirstandandi
leiktíð.
ALEX Ferguson, stjóri Man-
chester United, og kollegi hans hjá
Liverpool, Gerard Houllier, virð-
ast ætla í kapphlaup um að krækja
í franska framherjann Djibil Cisse
sem leikur með Auxerre. Houllier
hefur lengi haft augastað á Cisse
en frést hefur að Ferguson ætli að
blanda sér í málið og reyna að
lokka Frakkann til Old Trafford.
Fleiri félög hafa sýnt Cisse áhuga,
þar á meðal Barcelona og AC Mil-
an.
MARTIN Boquist, landsliðsmað-
ur Svía í handknattleik, hefur gert
þriggja ára samning við Kiel í
Þýskalandi, en Boquist leikur nú
með Redbergslid í heimalandi sínu.
Um tíma leit út fyrir að Boquist
færi til HSV Hamborg, en honum
snerist hugur. Þá hefur línumað-
urinn Markus Ahlm hjá Ystad
einnig gert samning við Kiel og
leikur með félaginu á næstu leiktíð.
TOBBEN Evjen, 38 ára gamall
Norðmaður, hefur verið ráðinn
þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins
Team Tvis Holstebro sem Aron
Kristjánsson, landsliðsmaður í
handknattleik, gerði samning við í
byrjun árs. Evjen tekur við þjálf-
uninni í sumar en Ole Andersen,
núverandi þjálfari, sagði upp starfi
sínu á dögunum og tekur við þjálf-
un Otterup frá Fjóni á næstu leik-
tíð, en Otterup er svo gott sem
fallið úr úrvalsdeildinni. Evjen hef-
ur síðustu ár þjálfað Bodø.
PAVLA Hamackova, heims-
meistari í stangarstökki kvenna frá
Tékklandi, verður ekki á meðal
keppenda á heimsmeistaramótinu í
frjálsíþróttum sem fram fer í
Birmingham í Englandi um
helgina. Hamackova meiddist á
ökkla á tékkneska meistaramótinu
fyrir skömmu og hefur ekki náð
sér að fullu ennþá, því getur hún
ekki varið titil sinn.
FÓLK
Úrvalsdeild karla hefst annaðkvöld með tveimur leikjum,
Grindavík–Hamar og KR–Njarðvík.
Á föstudaginn leika Haukar–Tinda-
stóll og Keflavík–ÍR og síðan eru leik-
ir númer tvö hjá þessum liðum á laug-
ardaginn og sunnudaginn og komi til
þriðja leiks verður hann á mánudag-
inn og/eða þriðjudaginn.
Forsvarsmenn félaganna voru allir
bjartsýnir á gengi sinna liða í gær,
flestir leikmenn væru tilbúnir í slag-
inn en þó eru einhver meiðsli hjá
Grindvíkingum þar sem Darrel Lewis
hefur verið meiddur, „hann er þó allur
að koma til, en ég veit ekki enn hvort
hann verður tilbúinn í næsta leik,“
sagði Páll Axel Vilbergsson leikmað-
ur Grindvíkinga í gær. Sömu sögu er
að segja af Helga Jónasi Guðfinns-
syni, ekki er vitað hvort hann nær að
leika með í rimmunni við Hamar.
Eugene Christopher, erlendur
leikmaður ÍR, hefur verið meiddur en
„hann er allur að skríða saman,“ sagði
Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR, en
hann stýrir ungu liði í úrslitakeppn-
inni, liði þar sem aðeins tveir leik-
menn hafa áður tekið þátt í úrslita-
keppninni.
Hjá öðrum eru menn sem hafa ver-
ið meiddir að ná sér á strik á ný og má
þar nefna Njarðvíkinginn Pál Krist-
insson. „Hann er orðinn góður og nýi
útlendingurinn hefur haft góð áhrif á
liðið, menn eru svei mér þá farnir að
hafa gaman af körfuknattleik á ný og
ég held bara áhorfendur líka,“ sagði
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarð-
víkinga.
Hann sagðist hlakka til að mæta
KR enda alvanalegt í úrslitakeppn-
inni. „KR-húsið er okkar annar
heimavöllur,“ sagði Friðrik.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR,
tók í sama streng og sagði að í skoð-
anakönnun meðal leikmanna sinna
hefði komið í ljós að þeim líkaði best
að leika í Njarðvík.
Keflvíkingar segjast ekki enn hafa
náð að sýna sitt besta í vetur og von-
ast til að allt smelli saman í úrslita-
keppninni.
Bjartsýnir á gott gengi
ÚRSLITAKEPPNIN í körfuknattleiknum hefst annað kvöld með
tveimur leikjum. Stúlkurnar hefja hins vegar ekki leik fyrr en á
þriðjudaginn í næstu viku en úrslitin í 1. deild karla verða á föstu-
daginn.
Ekki verður annað sagt en aðÓlafur hafi gert sitt ýtrasta til
að koma sínum mönnum í undan-
úrslit Meistara-
deildarinnar en
Ólafur skoraði
hvorki fleiri né færri
en 16 mörk í 34:34
jafnteflinu á móti Portland og enn
og aftur sýndi Ólafur að hann er
einn fremsti handknattleiksmaður
heims.
„Jú mér gekk svo sem ágætlega
og ég fann mig vel í leiknum,“ sagði
Ólafur, hógvær sem endranær, en
aðeins þrjú marka hans komu af
vítalínunni og hann minnist þess
ekki að hafa skorað fleiri mörk í ein-
um og sama leiknum.
„Það var verst að þetta skyldi
ekki duga. Við vorum með undirtök-
in í fyrri hálfleik og fyrstu tíu mín-
úturnar í síðari hálfleik og áttum
bara mjög góða möguleika á að
komast áfram. Við misstum damp-
inn um miðjan hálfleikinn og hleypt-
um Spánverjunum inn í leikinn en
með örlítið betri markvörslu og
betri nýtingu úr hornunum hefðum
við getað slegið þá út. Það kom hins
vegar í ljós að ósigurinn á heimavelli
reyndist okkur ansi dýrkeyptur,“
sagði Ólafur en Magdeburg tapaði
heimaleiknum gegn Portland, 26:22.
Kveður Magdeburg í vor
Ólafur kveður félaga sína í
Magdeburg í vor eftir sex ára dvöl
hjá félaginu en hann hefur sem
kunnugt er gert samning við
spænska félagið Ciudad Real. Ólaf-
ur hefur á þessum árum unnið
glæsta sigra með Magdeburg. Há-
punkturinn er sigurinn í Meistara-
deildinni á síðustu leiktíð þegar
Magdeburg lagði Fotex Vezsprém í
úrslitaleik og árið áður urðu Ólafur
og félagar hans þýskir meistarar.
Þá hefur Ólafur í tvígang fagnað
sigri í EHF-keppninni og tvisvar
sinnum tekið á móti viðurkenningu
sem besti leikmaður deildarinnar.
„Þó svo að enginn titill vinnist
þetta árið get ég vel við unað og
kveð mjög sáttur í vor. Nú er öll
pressa farin af manni og ég ætla að
njóta þess að spila þá leiki sem við
eigum eftir í deildinni og slappa af í
fyrsta skipti í langan tíma. Dagskrá-
in er óvenju róleg á næstunni eða
fjórir eða fimm leikir á einum mán-
uði í stað átta eða níu. Ég mun þó
ekki slá slöku við. Ég ætla að lyfta
og styrkja mig og mæti svo hungr-
aður til Spánar í sumar. Stefnan hjá
okkur núna er halda þriðja sætinu í
deildinni og það gæti tryggt liðinu
sæti í Meistaradeildinni en Þýska-
land og Spánn sækja fast til EHF að
þriðja sætið í þessum sterkustu
deildarkeppnum í Evrópu gefi
Meistaradeildarsæti.“
Ólafur segist hlakka til að mæta
Þjóðverjum en Íslendingar sækja
Þjóðverja heim og spila við þá í
Berlín þann 22. þessa mánaðar.
„Ég var á blaðamannafundi í síð-
ustu viku þar sem leikurinn var
kynntur. Það er mikill áhugi fyrir
leiknum og höllin í Berlín verður
kjaftfull. Það verður gott fyrir okk-
ur strákana að koma saman og hitt-
ast og setja okkur markmið fyrir
komandi verkefni,“ sagði Ólafur.
Ólafur Stefánsson fór á kostum í Pamplona
og skoraði 16 mörk í Evrópuleik
„MAÐUR verður víst að taka því að vinna engan titil þetta árið,“
sagði Ólafur Stefánsson við Morgunblaðið en lið hans, Magdeburg,
var slegið út af Portland San Antonio í Meistaradeild Evrópu í hand-
knattleik í Pamplona á Spáni um helgina. Þar með fuku síðustu von-
ir lærisveina Alfreðs Gíslasonar út í loftið að vinna titil á tímabilinu
en Magdeburg, sem hampaði Evrópumeistaratitilinum á síðustu
leiktíð, er úr leik í baráttunni við Lemgo og Flensburg um sigur í
deildinni og er sömuleiðis úr leik í bikarkeppninni.
Eftir
Guðmund
Hilmarsson
„Verst að þetta
skyldi ekki duga“
BREIÐABLIK og Stoke hafa
gert samstarfssamning um að
veita ungum og efnilegum
leikmönnum félaganna tæki-
færi til að kynnast knatt-
spyrnu hjá hvoru félagi um sig.
Stjórn Stoke mun veita
drengjum úr Breiðabliki færi á
að æfa með yngri liðum félags-
ins á Englandi auk þess sem
Stoke getur fengið efnilega
Blika til að æfa og keppa með
unglinga- og varaliði meist-
araflokks og Blikar geta feng-
ið efnilega leikmenn frá Stoke
til að leika með meistaraflokki
Kópavogsliðsins.
Blikar og
Stoke semja
HLYNUR Morthens mark-
vörður Gróttu/KR meiddist
á úlnlið í leiknum við Säve-
hof á sunnudagskvöldið og
er óttast að hann sé brotinn.
Heimasíða Grótta/KR grein-
ir frá því að Hlynur hafi far-
ið í myndatöku en ekki hafi
verið hægt að greina hvort
bátsbein hægri handar hafi
brotnað og ekki fæst úr því
skorið fyrr en eftir rúma
viku. Hlynur var settur í
gifsumbúðir sem hann þarf
að vera með næstu vikuna.
Hann stendur því ekki á
milli stanganna hjá Seltjarn-
arnesliðinu í kvöld sem mæt-
ir Stjörnunni og heldur ekki
í leiknum við HK á sunnu-
daginn.