Morgunblaðið - 12.03.2003, Side 46
ÍÞRÓTTIR
46 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hlíðarsmára, sími 585 4100 - ludvik@uu.is
Man.Utd - Fulham 20.-23. mars
Úrval Útsýn í Smáranum og Man. Utd klúbburinn á Íslandi bjóða
upp á ferð á leik Man. Utd og Fulham
Örfá sæti laus. Beint leiguflug til Manchester. Gist í miðborg Manchester.
Verð: 52.000 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, gisting í 3 nætur með
morgunverði, rútur til og frá flugvelli, miði á
leikinn og íslensk fararstjórn.
Liverpool v Leeds
og
Liverpool v Celtic
20.-23. mars
Úrval Útsýn í Smáranum og Liverpool
klúbburinn á Íslandi bjóða upp á ferð á
Liverpool - Leeds og Liverpool - Celtic
Eigum nokkur sæti laus í þessa frábæru ferð í beinu leiguflugi til
Manchester.
Gist í miðborg Liverpool
Nú er um að gera að nota sjaldgæft tækifæri og sjá tvo heimaleiki
með Liverpool í sömu ferð.
Verð: 60.000 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, gisting í 3 nætur með morgunverði, rútur til og frá
flugvelli, miðar á báða leikina og íslensk fararstjórn.
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Inter Mílanó - Newcastle ........................ 2:2
Christian Vieri 46., Ivan Cordoba 60. - Alan
Shearer 42., 49. - 53.459.
Barcelona - Leverkusen.......................... 2:0
Javier Saviola 16., Thomas Kleine 49.
(sjálfsm.) - 62.228.
Staðan:
Barcelona 5 4 1 0 10:2 13
Inter 5 2 2 1 9:8 8
Newcastle 5 2 1 2 10:11 7
Leverkusen 5 0 0 5 5:13 0
Lokaumferðin 19. mars:
Leverkusen - Inter
Newcastle - Barcelona.
B-RIÐILL:
Ajax - Valencia......................................... 1:1
Petri Pasanen 56. - Kily Gonzalez 28. (víti) -
48.633.
Arsenal - Roma ........................................ 1:1
Patrick Vieira 12. - Antonio Cassano 45.
Rautt spjald: Francesco Totti (Roma) 22. -
35.472.
Staðan:
Ajax 5 1 4 0 5:4 7
Arsenal 5 1 4 0 5:3 7
Valencia 5 1 3 1 3:5 6
Roma 5 1 1 3 6:7 4
Lokaumferðin 19. mars:
Roma - Ajax
Valencia - Arsenal
England
1. deild:
Gillingham - Wimbledon.......................... 3:3
Crystal Palace - Ipswich.......................... 1:1
Staða efstu og neðstu liða:
Portsmouth 35 21 10 4 73:34 73
Leicester 36 20 11 5 58:32 71
Reading 35 19 4 12 45:33 61
Nottingham F. 35 16 11 8 62:36 59
Sheff. Utd. 33 17 7 9 51:36 58
Wolves 35 15 11 9 61:37 56
Ipswich 36 13 12 11 55:46 51
Norwich 34 13 10 11 44:34 49
Gillingham 35 13 10 12 48:49 49
Rotherham 36 13 9 14 52:50 48
Burnley 33 13 9 11 48:56 48
------------------------------------------
Walsall 36 11 7 18 47:54 40
Brighton 36 8 8 20 36:55 32
Stoke City 36 7 11 18 36:63 32
Sheff. Wed. 36 6 12 18 37:59 30
Grimsby 36 7 9 20 41:72 30
2. deild:
Brentford - Colchester............................. 1:1
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Miami - Utah..........................................73:83
Atlanta - LA Clippers ...........................95:86
Dallas - Minnesota ................................83:92
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Essodeild:
Ásgarður: Stjarnan – Grótta/KR..............20
1. deild kvenna, Essodeild:
Fylkishöll: Fylkir/ÍR – FH .......................20
Í KVÖLD
ÚRSLIT
EVA Stefánsdóttir, leikmaður Njarðvíkur í
körfuknattleik, leikur ekki með í úrslita-
keppni, en hún fór úr axlarlið fyrir nokkru og
missti fyrir vikið alveg af síðustu tveimur leikj-
um liðsins.
Úrslitakeppnin hefst hjá stúlkunum á þriðju-
daginn í næstu viku og á fundi í gær kom fram
að öll félögin eru tilbúin í slaginn og hlakka til.
KR-ingar sögðu góðan stíganda hafa verið í
vetur hjá liðinu, Grindvíkingar telja sig einnig
hafa tekið framförum í vetur og hafa stefnt
upp á við síðustu mánuðina. Keflvíkingar
höfðu mikla yfirburði framan af vetri en önnur
lið hafa bætt við sig þannig að yfirburðir Kefl-
víkinga eru ekki eins miklir og fyrr í vetur. Hjá
Njarðvík hefur talsvert verið um meiðsli og
víst að róðurinn gegn Keflvíkingum verður
erfiður.
Eva ekki meira
með í vetur
HILMAR Þórlindsson, sem er á mála hjá Cangas í
efstu deildinni í handknattleik á Spáni, verður vænt-
anlega lánaður til Arrate, félags í næstu deild fyrir
neðan það sem eftir er tímabilsins.
Hilmar segir á heimasíðu sinni í gær að honum líki
vel hjá nýja félaginu, svona við fyrstu sýn og að
sjúkraþjálfari þess sé mun betri en hjá Cangas. Hilm-
ar hefur verið meiddur og gengið erfiðlega að fá sig
góðan en nú á að láta á það reyna hvort hann getur
spilað og nýja félagið er í mikilli baráttu um að kom-
ast upp í efstu deildina, er í öðru sæti og átta leikir
eftir.
Hilmar kom til Eibar, bæjarins þar sem Arrate er,
í gær og fór strax á skotæfingu og líkaði vel, bæði
við leikmenn og stjórnarmenn félagsins og vonast
hann til að geta leikið á laugardaginn sinn fyrsta leik
í langan tíma.
Hilmar lánaður
í 2. deildina
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hilmar Þórlindsson.
VERÐANDI Íslandsmeistarar
í handknattleik karla fá tæki-
færi til að komast í hina nýju
meistaradeild Evrópu sem
hleypt verður af stokkunum
næsta vetur. Í deildinni verða
32 lið og þar af fara 24 beint í
deildina. Um hin átta sætin
verður spilað næsta haust.
Auk verðandi Evrópumeist-
ara munu Þýskaland og
Spánn fá þrjú sæti hvor þjóð í
deildinni, Danmörk, Ung-
verjaland, Slóvenía og Króat-
ía fá tvö hver þjóð og síðan fá
Frakkland, Portúgal, Svíþjóð,
Júgóslavía, Noregur, Tékk-
land, Rússland, Ítalía og
Makedónía að senda meist-
aralið sín beint í deildina.
Meistaralið annarra Evr-
ópuþjóða, þar á meðal Íslands,
leika um þau átta sæti sem þá
standa eftir. Svo framarlega
sem verðandi Íslandsmeist-
arar ákveða að taka þátt í
keppninni.
Íslenskt lið
getur kom-
ist í meist-
aradeildina
Heimamenn í Arsenal fengu óska-byrjun þegar fyrirliðinn Pat-
rick Vieira skoraði á 12. mínútu með
skalla eftir hornspyrnu og var þetta
aðeins þriðja markið sem hann gerir
fyrir Arsenal á þessari leiktíð. Tíu
mínútum síðar var Francesco Totti,
fyrirliði Rómverja, rekinn af velli eft-
ir að hafa gefið Martin Keown oln-
bogaskot þegar þeir stukku saman
upp til að skalla boltann. Þetta var
mjög strangur dómur en skömmu
áður hafði dómarinn rætt við þá
Totti og Keown þar sem þeir höfðu
eitthvað verið að kljást.
Keown er frábær leikari og ensk
knattspyrna setti niður með svona
hegðun. Það er alltaf talað um að
Ítalir hendi sér alltaf niður til að
leika og fá dæmd brot á mótherjana,
en það lék enginn betur en Keown,“
sagði Fabio Capello, þjálfari Roma,
eftir leikinn. Arsene Wenger, stjóri
Arsenal, sagðist ekki hafa skoðað at-
vikið á myndbandi. „Ég sá Keown
detta og síðan rautt spjald og það
kom mér á óvart,“ sagði Wenger.
Þegar mínúta var eftir af þeim
þremur sem dómarinn bætti við í
fyrri hálfleik jafnaði Antonio Cass-
ano eftir mikinn sofandahátt í vörn
heimamanna.
Ivan Pelizzoli varði vel í marki
gestanna en þeir fengu þó besta færi
leiksins sem nýttist ekki. Nú verður
Arsenal í það minnsta að ná jafntefli í
síðasta leiknum í Valenciu. „Auðvit-
að getum við unnið í Valenciu, við er-
um með frábært lið og ef við náum að
sýna okkar bestu hliðar þá getum við
unnið alla,“ sagði Vieira nokkuð von-
svikinn eftir leikinn og bætti við að
það hefði ekki vantað færin í leikinn,
menn hefðu einfaldlega skotið allt of
oft framhjá markinu.
Staðan er flókin, Arsenal kemst
áfram með því að fá stig í Valenciu,
en tapi liðið þar kemst Valencia
áfram ásamt Ajax ef liðið vinnur í
Róm. Vinni Roma hins vegar kemst
liðið áfram, ásamt Arsenal verði
jafntefli í Valenciu, því Roma er með
betri árangur en Valencia og Ajax.
Allir sáttir í Amsterdam
Í Amsterdam komust gestirnir yf-
ir með marki Kily Gonzalez úr víta-
spyrnu sem dæmd var við lítinn
fögnuð áhorfenda og Ronalds Koem-
ans, þjálfara Ajax. Fram að markinu,
sem kom á 26. mínútu, hafði leikur-
inn verið í jafnvægi, gestirnir leyfðu
heimamönnum að vera með boltann
en ógnuðu ávallt með skyndisóknum.
Eftir hlé sóttu heimamenn meira
og varnarmaðurinn Petri Pasanen
skoraði með fallegum skalla á 57.
mínútu eftir flotta sendingu Maxwell
Scherrer. „Það var enginn að dekka
mig þannig að ég þakkaði bara fyrir
góða sendingu og skoraði,“ sagði
varnarmaðurinn hamingjusamur
með að hafa bjargað stigi fyrir Ajax.
Valencia hélt áfram að sækja en ekk-
ert gekk. „Við hefðum getað unnið en
ég er þokkalega sáttur með eitt stig,“
sagði Rafael Benitez, þjálfari Valen-
ciu, eftir leikinn.
Koeman var ánægður. „Við erum
búnir að leika fjóra leiki við Valencia
og Arsenal án þess að tapa. Það er
fínn árangur,“ sagði hann.
Engin breyting
ENGIN breyting varð á stöðunni í B-riðli Meistaradeildarinnar í gær-
kvöldi þar sem báðum leikjunum lyktaði með 1:1 jafntefli. Arsenal
gerði jafntefli á heimavelli við Roma þrátt fyrir að leika manni fleiri
frá 22. mínútu. Í Amsterdam gerðu Ajax og Valencia einnig jafntefli.
Það eina sem breyttist var að liðin bættu við sig stigi. Öll fjögur liðin
geta enn komist áfram.
Reuters
Ivan Pelizzoli varði mark Roma vel, hér frá Freddie Ljungberg og Robert Pires sækir að honum.