Morgunblaðið - 12.03.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 12.03.2003, Síða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 47  HLYNUR Jóhannesson og fé- lagar í Stord eru komnir í úrslita- keppnina um norska meistaratitil- inn í handknattleik eftir sigur á Kragerö, 30:22. Stord er í fimmta sæti úrvalsdeildar og er öruggt með að verða í hópi sex efstu þegar tvær umferðir eru eftir. Stavanger, Sandefjord, Runar, Fet og Dramm- en eru komin í úrslit en þangað komast einnig tvö efstu lið 1. deild- ar. Heimdal, Kristiansand, Fylling- en og Haslum, undir stjórn Krist- jáns Halldórssonar, berjast um sætin tvö í lokaumferðinni þar.  HARALDUR Hinriksson, knatt- spyrnumaður frá Akranesi, gekk í gær til liðs við 1. deildarlið HK úr Kópavogi. Haraldur, sem er 34 ára, hefur leikið 90 leiki með Skaga- mönnum í efstu deild og fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með þeim.  PÄR Zetterberg, fyrrum lands- liðsmaður Svía í knattspyrnu, er á leið til Anderlecht í Belgíu í þriðja skipti á ferlinum eftir að þessu tímabili lýkur. Zetterberg hefur leikið í þrjú ár með Olympiakos í Grikklandi en hann var áður valinn besti leikmaðurinn, bæði í Belgíu og Svíþjóð. Hann hefur ekki leikið með sænska landsliðinu í þrjú ár eftir að hann lenti upp á kant við Tommy Söderberg landsliðsþjálf- ara.  GERMAN Burgos, markvörður Atletico Madrid og argentínska landsliðsins, sagði í gær að reyk- ingar hefðu nærri því kostað sig líf- ið. Burgos, sem er 33 ára, gekkst undir aðgerð fyrir skömmu þar sem krabbameinsæxli var fjarlægt úr líkama hans. Á blaðamannafundi sem hann hélt í gær greindi hann frá því að hann hefði reykt frá 17 ára aldri og það hefði verið rót vandans.  MARTHA Burk, kvenréttinda- kona í Bandaríkjunum, ætlar í mál við borgaryfirvöld í Augusta í Georgíu. Ástæðan er að yfirvöld svara ekki beiðni hennar um að fá að mótmæla við aðalinnganginn að Augusta golfvellinum þegar Mast- ers-golfmótið verður haldið þar í sumar.  BURK vill mótmæla því að konur fái ekki aðgang í golfklúbbinn og hefur farið fram á að fá leyfi til að vera með 24 mótmælendur við inn- ganginn á þriðja degi mótsins, 12. apríl, og aðra 200 við götuna upp að vellinum.  LEYNIR og Golfklúbbur Reykja- víkur hyggja á samstarf í sumar þannig að félagsmenn geti leikið án endurgjalds. Þetta myndi þýða aukna umferð um Garðavöll á Akranesi þar sem um 2.000 fé- lagsmenn eru í GR. Í fyrra voru leiknir 12.300 hringir á Garðavelli, 900 fleiri en árið áður en völlurinn ber allt að 30.000 hringi á sumri. FÓLK SJÚKRAÞJÁLFARI enska knatt- spyrnufélagsins Ipswich Town segir að útilokað sé að Hermann Hreiðarsson geti byrjað að spila knattspyrnu á ný fyrr en eftir sex vikur. Samkvæmt því eru engar líkur á að Hermann verði með ís- lenska landsliðinu gegn Skotum í Glasgow 29. þessa mánaðar, eftir aðeins 17 daga. Sjúkraþjálfarinn, David Will- iams, sagði á heimasíðu Ipswich í gær að Hermann hefði þurft að fara í aðgerð vegna skurðarins sem hann fékk fyrir ofan hnéð strax á laugardagskvöldið. „Það þurfti að sauma vöðvann saman. Liðbönd skemmdust ekk- ert en vöðvinn þarf þrjár vikur til að gróa, án áreynslu, þannig að Hermann þarf að vera á hækjum í þrjár vikur. Eftir það getur hann byrjað að þjálfa vöðvann upp að nýju. Það eru því senni- lega minnst sex vikur þar til hann getur spilað á ný,“ sagði Willi- ams. Hermann hefur sjálfur ekki viljað afskrifa möguleikann á að taka þátt í landsleiknum en í þetta skiptið er nokkuð ljóst að viljinn einn nægir ekki til. Það verður því skarð fyrir skildi í ís- lensku vörninni á Hampden Park. Útilokað að Hermann verði með í Glasgow SJÖ félög í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu hafa boðið fram velli sína undir úrslita- leiki í UEFA keppninni vorið 2004 og 2005, eftir því sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greinir frá. Ákveðið verður síðar í þessum mánuði hvar úrslitaleikir keppninnar fyrrgreind tvö ár verða haldn- ir. Félögin sem er um að ræða eru Aston Villa, Southampton, Manchester City, Sunderland, Leeds, Liverpool og Newcastle. Það er talið vinna gegn um- sóknum ensku félaganna að úr- slitaleikur meistaradeildar Evrópu í vor fer fram á Old Trafford, heimavelli Manchest- er United. Talið er að UEFA vilji dreifa úrslitaleikjunum sem mest á milli Evrópuþjóð- anna sem hafa fyrsta flokks velli líkt og fyrrgreind ensk fé- lög. Þar af leiðandi er talið að Englendingar fái ekkert af úr- slitaleikjum þessara tveggja ára heim til sín og lengra verði að líða milli þess sem úrslita- leikir Evrópumótanna verði í Englandi. Leverkusen mætti með hálfvæng-brotið lið til Barcelona. Þýska liðið hefur ekki fengið stig í keppn- inni og er í bullandi fallhættu í þýsku 1. deildinni, þannig að lykilmenn voru hvíldir, auk þess sem meiðsli hafa herjað á leikmannahóp þess. Javier Saviola kom Barcelona yfir strax á 16. mínútu eftir góða fyrir- gjöf frá Marc Overmars en hann var þýsku vörninni stöðugur ógnvaldur. Úrslitin voru ráðin í byrjun síðari hálfleiks þegar Þjóðverjarnir skor- uðu sjálfsmark, 2:0. Thomas Kleine stýrði þá boltanum í eigið mark eftir skalla frá Frank de Boer. Barcelona hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum í meistaradeildinni í vetur á meðan gengið heima fyrir hefur verið með allra slakasta móti. Liðið er nú ósigrað eftir að Radomir Antic tók við þjálfun þess í síðasta mánuði. Þá var sigurinn í gærkvöld sá 200. frá upphafi hjá spænska fé- laginu í Evrópukeppni. Antic sagði að sigur á borð við þennan væri til þess fallinn að auka virðinguna fyrir liði sínu á evrópsk- um vettvangi. „Sá sem ætlar að vinna meistara- deildina verður að leika á sannfær- andi hátt og öðlast virðingu, og ég tel að við séum á réttri leið að því leyti. Leikur liðsins í kvöld var mjög já- kvæður og ég er afar ánægður með hvernig mínir menn stjórnuðu leikn- um. Ekki síst vegna þess að okkur vantaði marga leikmenn vegna meiðsla, en þeir sem fylltu í skörðin stóðu sig mjög vel, bæði reyndir leik- menn og ungir og óreyndir,“ sagði serbneski þjálfarinn. Thomas Hörster, þjálfari Lever- kusen, sagði að þrátt fyrir tapið hefði hann séð ýmis batamerki á leik sinna manna. „Við spiluðum betur og vor- um skipulagðari en oft áður og það gefur mér auknar vonir fyrir loka- sprettinn í þýsku deildinni,“ sagði Hörster. Alan Shearer skoraði tvívegis í Mílanó Leikurinn í Mílanó var opinn og líflegur og Newcastle var betri að- ilinn lengi vel. Það var mjög verð- skuldað þegar Alan Shearer kom enska liðinu yfir rétt fyrir leikhlé, skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Craig Bellamy sem lék varnar- menn Inter grátt við vítateigslínuna hægra megin. Christian Vieri jafn- aði, 1:1, með hörkuskalla í upphafi síðari hálfleiks en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Shearer sitt annað mark þegar hann nýtti sér slæm mistök hjá Francesco Toldo í marki Inter, 2:1. Varnarmaðurinn Ivan Cordoba jafnaði fljótlega fyrir Inter, 2:2, og þar við sat. Cuper ánægður með jafnteflið en Robson vonsvikinn Hector Cuper, þjálfari Inter, var mjög ánægður með jafnteflið. „Stigið er okkur ákaflega dýrmætt því nú eigum við alla möguleika á að kom- ast áfram. Við vissum að þetta yrði erfitt, þar sem það voru forföll í okk- ar liði, en við gerðum það sem til þurfti og spiluðum sérstaklega vel í síðari hálfleik. Seinna markið frá Shearer var okkur mikið áfall en við brugðumst einstaklega vel við því. Það verður ekki auðvelt að spila í Leverkusen, sérstaklega þar sem Vieri verður í leikbanni, en ég hef trú á mínu liði, sama hverjum ég tefli fram,“ sagði Cuper. Vieri fékk gult spjald í gærkvöld fyrir að sparka boltanum burt í reiði sinni og er þar með kominn í eins leiks bann. Bobby Robson, hinn sjötugi knatt- spyrnustjóri Newcastle, kvaðst von- svikinn með að hafa ekki náð að knýja fram sigur. „Inter er með pálmann í höndunum eftir þessi úr- slit því ég á ekki von á að Leverkus- en eigi eftir að hjálpa okkur. Allt get- ur þó gerst og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur á meðan nokkur möguleiki er á að komast áfram en ég held að Leverkusen eigi ekki möguleika gegn Inter,“ sagði Robson. Reuters Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, fagnar fyrra marki sínu gegn Inter í Mílanó í gærkvöld á hefð- bundinn hátt. Hann hefur nú skorað fimm mörk í tveimur síðustu leikjum í meistaradeildinni. Sigur númer 200 og Barcelona áfram BARCELONA tryggði sér í gærkvöld sigur í A-riðli meistaradeildar Evrópu og sæti í átta liða úrslitum keppninnar með því að sigra Bayer Leverkusen, 2:0, á heimavelli sínum, Nou Camp. Á meðan skildu Inter og Newcastle jöfn, 2:2, í bráðfjörugum leik í Mílanó og það ræðst því ekki fyrr en í lokaumferð riðlakeppninnar í næstu viku hvort þeirra fylgir Barcelona áfram. Inter stendur betur að vígi, er stigi á undan, og mætir Leverkusen á útivelli en Newcastle fær Barcelona í heimsókn. Sjö ensk félög vilja UEFA- úrslitaleiki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.