Morgunblaðið - 12.03.2003, Page 56

Morgunblaðið - 12.03.2003, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VERULEGUR árangur hefur náðst í að fjölga ferðamönnum til Íslands að undan- förnu og stefna Flugleiðir að því að ferða- mönnum hingað fjölgi um 7% á ári, að sögn Harðar Sigurgestssonar, stjórnarformanns Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum komu um 300 þúsund ferðamenn hingað í fyrra og hefur ferðamönnum því fjölgað um 21 þúsund á ári. Hörður segir að Ísland keppi við fjölda annarra áhugaverðra ferða- mannastaða og væntanlega þurfi að verða framsækin þróun í greininni til að hún verði áfram samkeppnisfær. Aðalfundur Flugleiða Stefnt að 7% fjölgun ferðamanna  Miklar/16 Morgunblaðið/Kristinn Hörður Sigurgestsson á fundinum í gær. STJÓRNENDUR tveggja stærstu afurðasölufyrirtækja landsins telja flest benda til þess að skilaverð til sauðfjárbænda muni lækka í haust. Þetta sé afleiðing mikils offram- boðs á kjötmarkaði. Sláturleyfis- hafar hafi þurft að taka á sig tap vegna framleiðslu síðasta hausts og því hafi sauðfjárbændur ekki enn þá fundið fyrir því af fullum þunga. „Það hefur orðið mikil verðlækk- un á kindakjöti á markaði. Slátur- leyfishafar hafa hins vegar verið búnir að skuldbinda sig og í mörg- um tilvikum eru þeir búnir að greiða fullt verð til bænda þannig að þeir eru núna að tapa á sölunni. Það voru nokkrir sláturleyfishafar sem voru settir á stofn með lítið eigið fé eftir fall Goða. Það má reikna með að næsta haust verði verðlækkun hjá bændum í ljósi þessarar stöðu og mjög líklega munu einhverjir sláturleyfishafar komast í þrot,“ sagði Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Jón Helgi Björnsson, fram- kvæmdastjóri slátursviðs Norð- lenska, hefur sömu sögu að segja: „Norðlenska er í sterkari stöðu en margir aðrir því við erum búnir að selja meginhluta af okkar birgðum. Almennt má segja að sláturleyfis- hafar séu að selja lambakjöt á lægra verði en þarf til að reka fyr- irtækin. Það hlýtur að leiða til mik- ils taps hjá afurðasölufyrirtækjun- um.“ Jón Helgi sagði að þetta myndi leiða til verðlækkunar hjá bændum næsta haust. Hann sagðist hins vegar vonast eftir að markaðurinn næði jafnvægi, en staðreyndin væri hins vegar sú að menn hefðu verið tilbúnir til að keyra áfram þrátt fyrir að ekkert vit væri í því verði sem væri á markaðnum. Allgóð sala hefur verið á lamba- kjöti síðustu mánuðina. Salan í nóvember, desember og janúar var t.d. 13,8% meiri en í sömu mánuð- um árið á undan. Birgðir eru samt talsvert miklar, en landbúnaðar- ráðuneytið ákvað í fyrra að fara ekki að tillögu Bændasamtakanna um útflutning á erlenda markaði og ákvað minni útflutning en sam- tökin lögðu til. Ráðuneytið vildi með því leggja áherslu á aukna sölu á innlendan markað. Spáð verðlækkun til sauðfjárbænda í haust Afleiðingar verðstríðs á markaði eru ekki allar komnar fram  Flýtir/12 ÞRÍR jarðvísindamenn voru í gær á Mýrdals- jökli að koma fyrir skjálftamælum á Aust- mannsbungu og Entukollum. Skjálftavirkni í Kötlu hefur aukist umtals- vert á undanförnum misserum og samþykkti ríkisstjórnin nýlega að veita 13 milljónir króna á fjáraukalögum til að halda áfram viðbótarvöktun á Mýrdalsjökli og við eld- stöðina Kötlu vegna eldgosahættu á svæðinu. Gögn sótt í mælana eftir sex vikur Halldór Ólafsson hjá Norrænu eld- fjallastöðinni var einn af jarðvísindamönn- unum á jöklinum í gær. Hann segir að þeir hafi tekið niður GPS-tæki sem sett voru upp á jöklinum á fimmtudag í síðustu viku og sett í staðinn niður skjálftamæla. „Það er gert ráð fyrir að reka þessa skjálftamæla í sex vikur og verða þá sótt gögn í mælana. Það er verið að vakta Kötlu og fékkst nýlega viðbótarfjármagn til þess. Var því um að gera að hefjast handa við að nýta það til góðra verka hér á jöklunum,“ sagði hann. Um er að ræða samvinnuverkefni Veð- urstofunnar, Norrænu eldfjallastöðvarinnar og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Með Halldóri á jöklinum voru Erik Sturkell frá Veðurstofu Íslands og Haukur Brynjólfs- son frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Björgunarsveitin Víkverji aðstoðaði jarðvís- indamennina á beltabíl í gær en slæmt færi var á jöklinum. Mæla dýpi skjálftanna „Það er markmiðið að kanna betur dýpi skjálftanna. Með því að koma skjálftamælum nær upptökunum eru meiri möguleikar á að meta dýpi þeirra. GPS-mælingarnar eru gerðar til að kanna breytingar á skorpunni en mælingar með GPS-tækjum eru að jafnaði gerðar einu sinni eða tvisvar á ári,“ segir Halldór. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þeir sem unnu að uppsetningu mælanna voru Halldór Ólafsson frá Norrænu eldfjallastöðinni (l.t.v.), Haukur Brynjólfsson frá Raunvísindastofnun Háskólans og Grétar Einarsson úr Björgunarsveitinni Víkverja í Vík (l.t.h.). Aftan við þá er Erik Sturkell frá Veðurstofu Íslands. Skjálftamælar settir niður á Mýrdalsjökli „ÞAÐ virðist vera skilningur hjá yfirvöld- um á nauðsyn þess að bæta verulega þjón- ustu við börn og unglinga með geðraskanir og þessar fyrstu aðgerðir lofa góðu um framhaldið,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) Landspítala – háskólasjúkrahúss, um samþykkt ríkisstjórnarinnar á tillögum Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra um aukna þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. „Þarna er komið fjármagn til að setja á fót neyðarþjónustuteymi og þá áformar ráðherra að stækka unglingadeildina á Dal- braut og gera stjórnsýsluathugun á starf- seminni, sem ég tel vera til bóta ef í því felst athugun á stjórnunarlegri stöðu deildarinn- ar. Ennfremur eru boðaðar frekari fram- kvæmdir þegar fleiri tillögur koma. Ég held því að Jón Kristjánsson sé að bregðast vel við vandanum og að hann hafi lagt línurnar með framhaldið. Þetta eru skref í rétta átt.“ Ólafur segir að það fjármagn sem um ræðir á þessu stigi, þ.e. 20 milljónir kr. vegna neyðarþjónustuteymisins, dugi til tímabundins reksturs þess og og 5 milljónir vegna barnageðlæknisþjónustu utan stofn- ana nægi til að halda þeirri þjónustu í horf- inu á þessu ári. „Síðan koma aðrar úrlausn- ir væntanlega í kjölfarið með stækkun unglingadeildarinnar og flutningi göngu- deildar. Það eru töluvert fjárfrekar en nauðsynlegar framkvæmdir. Það væri auð- vitað endasleppt ef punkturinn væri settur aftan við aðgerðirnar nú, enda hefur Jón Kristjánsson sagt að svo sé ekki.“ Yfirlæknir BUGL um til- lögur í geðheilbrigðismálum Aðgerðir ráðherra lofa góðu um framhaldið  Þjónusta efld/4 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.