Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÁTTUR VIÐ FRESTUN George W. Bush Bandaríkja- forseti er sáttur við það að atkvæða- greiðsla öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um nýja ályktun um Írak frestist fram yfir helgi. Bandaríkja- menn og Bretar höfðu viljað að hún færi fram í dag. LÍ kaupir í Straumi Landsbanki Íslands keypti í gær rúmlega tuttugu prósenta hlut í fjár- festingarfélaginu Straumi fyrir tæp- lega 1,8 milljarða króna. Stærsti seljandinn var Íslandsbanki, sem seldi 18,9% hlut. Óttast afleiðingarnar Óttast er að morðið á Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, valdi óróa á gervöllum Balkanskaga, þar sem ófriður geisaði allan síðasta áratug. Fjöldi manns var handtek- inn í Serbíu í gær í tengslum við leit yfirvalda að morðingjunum. Fyrsta húsið í 12 ár Verið er að byggja íbúðarhús á Neskaupstað, það fyrsta sem þar er byggt í tólf ár. Búið er að úthluta sjö lóðum í landi bæjarins, og þess vænst að þær byggist á þessu ári. Flokkur Kúrda bannaður Stjórnlagadómstóll Tyrklands bannaði í gær starfsemi stærsta stjórnmálaflokks Kúrda í landinu. Taldi dómurinn flokkinn stefna ein- ingu landsins í hættu með því að styðja aðskilnaðarsinna. Þung druna Gífurleg sprenging varð við Kára- hnjúka síðdegis í gær, er rúm sjö tonn af sprengiefni voru notuð til að sprengja meira en 20 þúsund rúm- metra af bergstáli úr brún árgljúf- urs Jöklu við Kárahnjúka. Verið er að gera vegstæði niður bergstálið að væntanlegum hjárennslisgöngum. Enginn 17. júní? Til greina kemur að skólaár Menntaskólans á Akureyri verði fært til samræmis við skólaár ann- arra framhaldsskóla landsins, þann- ig að kennsla hefjist í ágúst og ljúki í maí. Myndi þá rofna sú áratuga- langa hefð að skólinn brautskrái stúdenta á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 14/18 Minningar 38/43 Erlent 20/23 Kirkjustarf 43 Höfuðborgin 24 Brids 45 Akureyri 25/26 Bréf 48/49 Suðurnes 26/27 Dagbók 50/51 Landið 27 Íþróttir 52/55 Listir 28/37 Fólk 56/61 Umræðan 31/46 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Þjónustan 35 Veður 63 * * * F Ö S T U D A G U R 1 4 . M A R S 2 0 0 3 B L A Ð B  SVIPMIKIÐ ÚR NORÐRI OG FÍNLEGT ÚR AUSTRI/2  ÞJÓÐSÖNG- URINN OG GÍNURNAR/2  TÍSKUFYLGIHLUTIR – SEM HRINGJA/3  POOL – PÍLUKAST – KEILA/4  NEI VIÐ NEYSLU/6  AUÐLESIÐ/8  UM HELGAR fer Benedikt van Hoofí sundlaugarnar í Laugardal og ímessu í Hallgrímskirkju, en þess á milli vinnur hann við færiband í Osta- og smjörsölunni. Þessi tuttugu og fimm ára Þjóðverji, sem er mjólkurfræðingur að mennt, hefur tekið slíku ástfóstri við land og þjóð að ekki einungis hefur hann sest hér að heldur er hann langt kominn með að láta húðflúra íslenska skjaldarmerkið á bringuna á sér. Hvort tveggja voru stórar ákvarðanir, sem hann segir endurspegla einkunnarorð sín í anda gamals, þýsks máltækis: Láttu þig ekki dreyma um lífið, heldur lifðu drauma þína. „Þegar ég var lítill strákur í úthverfi München vissi ég ekk- ert um Ísland, en ég átti bók með myndum af fánum og skjaldarmerkjum allra landa. Ég hreifst mjög af því íslenska, fannst það langfallegast og var líka ánægður með að í því voru engin vopn eða önnur drápstól,“ segir Benedikt um fyrstu vitneskju sína um Ísland. Svo leið og beið og Ísland var ekkert inni í myndinni hjá honum fyrr en árið 1996 að hann ákvað að fara í vikufrí til útlanda. Eftir vangaveltur um Venesúela og önnur framandi lönd varð Ísland fyrir valinu. Þegar heim kom leiddi bolur með mynd af Íslandi, sem hann keypti á Hard Rock Café, til kynna við íslenska stúlku og aust- urrískan eiginmann hennar – og fleiri ferðalaga til Íslands. „Þegar ég kom inn á McDonalds í München vakti bolurinn athygli Guðnýjar Jónu Guðmarsdóttur, sem þar vann. Við tókum tal saman og kynntumst skömmu síðar betur þegar ég fór sjálfur að vinna þarna, en ég hafði þá verið atvinnulaus um hríð,“ segir Benedikt, sem kom fimm sinn- um til Íslands áður en hann ákvað að setj- ast hér að. Sumarið 2001 hafði hann uppi á Guðnýju og Herwig, manni hennar, sem þá voru flutt til Íslands og unnu bæði á McDonalds. „Við ferðuðumst um landið og ég hreifst æ meira af náttúrunni, menningunni og fólk- inu, sem er svo stolt af landinu sínu. Þegar þau hjónin spurðu mig af hverju ég flytti ekki bara til Íslands greip ég hugmyndina á lofti og ákvað á augabragði að láta slag standa svo framarlega sem ég fengi hús- næði og starf.“ Benedikt skrapp til München til að ganga frá ýmsum málum, kom aftur í ágúst sama ár og hefur verið hér síðan. Hann fékk fyrst vinnu á McDon- alds og hóf að læra íslensku, sem hann skilur nú prýðilega í ræðu og riti og talar merkilega vel. Hann kveðst vera alsæll og þótt vígur sé á tvær tungur ut- an móðurmálsins á hann varla orð til að lýsa hrifningu sinni. Skjaldarmerkið er hins veg- ar órækur vitnisburður um að svo sé. Bene- dikt segir að Ísland standi hjarta sínu næst og því sé húðflúrið þar. Þótt ekki sé sársaukalaust að láta húð- flúra sig, kemur í ljós að Benedikt hefur komist í hann krappari. Hann er á skrá hjá Beinmergsgjafastofnun Þýskalands, sem leitaði til hans í ágúst í fyrra, því bein- mergur hans passaði við Austurríkismann, sem þurfti á aðgerð að halda. „Ég flaug til Hamborgar þar sem beinmergur var tek- inn úr mér og flogið með hann til sjúklings- ins í Vín. Það gladdi mig mjög að bein- mergur minn bjargaði lífi hans. Allar tilfinningar eru í hjartanu og því er húð- flúrið fyrir mér líka tákn um þá góðu til- finningu að hafa bjargað mannslífi.“ Benedikt varð ekkert meint af og hann ber sig líka vel undan húðflúrinu. Segir svolítið sárt þar sem landið liggur mitt á milli brjóstanna og grínast með að menn þurfi að þjást til að verða fallegri. „Svanur Jónsson í Tattó og skarti gerði útlínurnar í október, fyllti út fánann í desember, er hálfnaður með landið og næstum búinn með drekann en hinar landvættirnar eru enn bara útlínur. Framvindan ræðst af tíma og fjárráðum mínum, en ég býst við að myndin verði fullbúin í apríl.“ Og hvað kosta svo herlegheitin? Um fimmtíu þúsund krónur, svarar Benedikt, sem sér ekki eftir einum eyri og kveðst fá mikla athygli í sundlaugunum fyrir til- tækið. Til heiðurs landi og lífi Morgunblaðið/Árni Torfason  Benedikt van Hoof býst við að skjaldarmerkið verði fullklárað í næsta mánuði. Í merkinu eru engin vopn eða drápstól UNDIRBÚNINGUR fyrir undirrit- un samninga vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði er í fullum gangi á ýms- um vígstöðvum. Heimamenn á Aust- fjörðum undirbúa mikla uppákomu í íþróttahúsinu á Reyðarfirði á morg- un, þar sem skrifa á undir samn- ingana að viðstöddum fulltrúum Al- coa, stjórnvalda, Landsvirkjunar og Fjarðabyggðar. Áður en undirritun fer fram þarf a.m.k. tvennt að liggja fyrir, annars vegar álit Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, á opinberum stuðningi við ál- ver og Kárahnjúkavirkjun og hins vegar starfsleyfi frá Umhverfis- stofnun fyrir 320 þúsund tonna álver Alcoa, Fjarðaál. Samkvæmt upplýs- ingum frá Umhverfisstofnun er stefnt að útgáfu starfsleyfisins í dag og sömuleiðis er búist við því að ESA skili álitinu í dag. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær reikna með að álitið kæmi frá ESA í dag. Það væri sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ráðu- neytið hefði aflað sér. Valgerður sagðist ennfremur reikna með að álitið yrði jákvætt fyrir stjórnvöld og að undirritunin færi því fram á morgun eins og að væri stefnt. „Þeg- ar ég segist vera bjartsýn á að álitið verði jákvætt byggi ég það mat á nið- urstöðu ESA vegna álvers Norður- áls á Grundartanga sem við teljum sambærilega framkvæmd og fyrir- huguð er á Austfjörðum.“ Hjá Eftirlitsstofnun EFTA feng- ust takmarkaðar og óljósar upplýs- ingar í gær. Thor Arne Solberg Jo- hansen, upplýsingafulltrúi ESA, sagðist ekkert geta tjáð sig um málið að öðru leyti en því að álitið væri enn í vinnslu hjá stofnuninni og væri um- fangsmikið. Hann sagðist ekki hafa heimild til að gefa upplýsingar um hvort þeirri vinnu lyki á morgun eða á einhverjum öðrum tíma. Afstaða tekin til athugasemda Helgi Jensson, forstöðumaður framkvæmda- og eftirlitssviðs Um- hverfisstofnunar, segir að starfsleyf- ið ætti að verða gefið út í dag, komi ekkert óvænt upp á. Búið sé að taka afstöðu til þeirra athugasemda sem bárust stofnuninni frá fjórum aðilum við auglýstum tillögum að starfsleyfi fyrir álver Alcoa. Frá því að leyfið hefur verið gefið út er tveggja vikna frestur til að kæra það til ráðherra. Reiknað er með áliti ESA í dag Umhverfisstofnun stefnir að útgáfu starfsleyfis í dag fyrir álver Alcoa ÍSLENSKA kokkalandsliðið mat- reiddi lambakjöt fyrir ráðherra og alþingismenn í Fjarðarkaupum í gær en verslunin stendur fyrir verkefninu Íslenskur landbúnaður 13.–22. mars. Þá daga fer fram um- fangsmikil kynning á fjölda land- búnaðarafurða. Hér má meðal annarra sjá al- þingismennina Steingrím J. Sigfús- son, Siv Friðleifsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur gæða sér á góðgætinu. Í gær fór fram umræða á Alþingi um kjör sauðfjárbænda og hvaða leiðir séu færar til að bæta þau. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kokkalandsliðið mat- reiðir fyrir þingmenn MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að lífeyrismál fyrr- verandi sjómanns hér á landi séu tæk til efnis- legrar meðferðar. Maðurinn höfðaði mál fyrir ís- lenskum dómstólum árið 1999 en tapaði á báðum dómsstigum. Mannréttindadómstóllinn telur að skoða eigi hvort brot hafi átt sér stað á 1. grein 1. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu varðandi eignarétt og 14. grein sáttmálans um mismunun. Sviptur bótum eftir greiðslur í nærri 20 ár Björg Thorarensen lagaprófessor er umboðs- maður dómstólsins hér á landi fyrir hönd rík- isins. Hún segir málið í þeirri stöðu að dómstóll- inn hafi óskað eftir afstöðu beggja aðila til sáttaleiðar áður en lengra verði haldið. Verði að- ilar sammála um að reyna sáttaleið gerir dóm- stóllinn tillögu að slíkri lausn. Náist ekki sættir munu málsaðilar skila inn greinargerðum og dæmt verður efnislega í málinu í Strassborg, eft- ir atvikum að loknum málflutningi. Taka þarf af- stöðu til sáttaleiðar fyrir 10. apríl næstkomandi. Sjómaðurinn slasaðist alvarlega á fótum um borð í togara skömmu fyrir jól árið 1978 og varð að hætta sjómennsku eftir það. Var hann metinn með 100% örorku til sjómannsstarfa og varanleg almenn örorka hans var metin 25%. Naut hann örorkubóta og barnalífeyris úr Lífeyrissjóði sjó- manna frá árinu 1979 og alveg fram á mitt ár 1997. Vegna breytinga á lögum sjóðsins, sem voru tilkomnar vegna erfiðleika í rekstri hans, féllu greiðslur til mannsins alfarið niður þar sem meðal breytinganna var að almenn örorka yrði að vera 35% eða meiri til að sjóðfélagi ætti rétt á lífeyri. Hann sætti sig ekki við þetta og höfðaði mál fyrir dómstólum, en fleiri sjóðfélagar lentu í sömu aðstöðu. Taldi hann að með þessum breyt- ingum hefði verið brotið gegn eignaréttarákvæð- um og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmálans. Jafnframt taldi hann að áunninn lífeyrisréttur nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og yrði ekki af honum tekinn nema með skýlausri lagaheimild. Sem fyrr segir tapaði hann málinu á báðum dómsstigum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Lífeyrissjóð sjómanna og íslenska ríkið af kröf- um mannsins með dómi í maí árið 1999. Mað- urinn áfrýjaði til Hæstaréttar, sem staðfesti dóminn í desember sama ár. Í maí árið 2000 leitaði sjómaðurinn fyrrver- andi, sem í dag er skrifstofumaður í Reykjavík, til Mannréttindadómstólsins í Strassborg sem nú, tæpum þremur árum síðar, hefur komist að þeirri niðurstöðu að málið sé tækt til efnislegrar meðferðar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru mjög fá mál sem komast að hjá dómstólnum og fjöldi mála á hverju ári er ekki talinn tækur til efnis- meðferðar. Mál fyrrverandi sjómanns tækt til efnismeðferðar Sáttaleið til skoðunar fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu MÁLFLUTNINGI í máli ríkissak- sóknara gegn tveimur bræðrum, sem ákærðir eru fyrir alvarlega lík- amsárás við Skeljagranda um síð- ustu verslunarmannahelgi, var frest- að í gær til 28. mars. Vildi dómari að ákæruvaldið aflaði gagna um per- sónulega hagi bræðranna í samræmi við ákvæði laga um meðferð opin- berra mála. Fram kom við réttarhöld í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær að bræð- urnir hafa gengist undir sálfræði- meðferð á Litla-Hrauni, þar sem þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því í ágúst og lýstu þeir sig fúsa til að upplýsa um hagi sína. Bræðurnir hafa játað sök sína að hluta. Þeir eru einnig ákærðir fyrir líkamsárás á Eiðistorgi síðar sama dag og fleiri afbrot. Málflutningi frestað í líkamsárás- armáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.