Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNINGARLEGT sam- félag annars vegar og fjölskrúðug tímabil hins vegar hafa átt allan hug krakkanna í Varmárskóla í Mosfellsbæ að undanförnu en í dag er lokadagur þemadaga í skól- anum. Líkan af Eiffelturninum, vináttuteppi og japönsk Tangram- þraut er meðal afraksturs daganna auk þess sem einn og einn hippi hefur verið þar á vappi. Að sögn Guðrúnar Mark- úsdóttur, deildarstjóra miðstigs Varmárskóla, hefur yngri skóla- deildin, 1.–6. bekkur, einbeitt sér að fjölmenningunni á meðan ung- lingarnir í skólanum hafa verið uppteknir af mismunandi tímabil- um tengdum sjötta, sjöunda, átt- unda og níunda áratugnum. „Við erum komin með dálítinn hóp af nýbúum í skólann og fjöl- menningarlega þemað í yngri deildinni þróaðist út frá því,“ segir Guðrún. „Þetta er svolítið vítt þema sem hentar vel þar sem börn allt niður í fyrsta bekk taka þátt í verkefnavinnunni. Kennurunum gekk þó ótrúlega vel að einangra sig niður á ákveðin verkefni.“ Hún segir að hugtök eins og sam- vinna og vinátta hafi verið ofarlega á borði í vinnunni. „Við blönduðum t.d. saman 1. og 5. bekk en þau eru að vinna verkefni sem kemur mjög vel út.“ Þarna er Guðrún að vísa til vináttuteppsins svokallaða sem hefur orðið til þess að hörðustu spilamenn í eldri bekknum verða ljúfir sem lömb þótt þeir tapi í spil- um fyrir sér miklu yngri börnum. Að sögn Guðrúnar eru börnin mest að velta fyrir sér kynþátt- unum og trúarbrögðunum þó slíkt sé fjarri því að vera framandi fyrir þeim. „Þau sjá þetta auðvitað en þeim finnst þetta alls ekki fram- andi því þau eru blönduð í bekkj- unum og þekkja hvort annað mjög vel.“ Hippar og brilljantín Sem fyrr segir er unglingadeild skólans þó upptekin af öðrum hlut- um á þemadögunum. „Hún tók fyr- ir sjötta, sjöunda, áttunda og ní- unda áratuginn þar sem krakkarnir eru að skoða tísku- strauma, bíla og annað þess hátt- ar,“ segir Guðrún og bætir því við að ekki vanti stemninguna. „Þar eru allir uppdressaðir í sér- kennilega hippatísku eða eru búnir að horfa á Grease og setja sig inn í tíðarandann. Og þau trúa því varla að fólk hafi verið svona klætt í þá daga. Þó finna þau ótrúlegustu hluti heima eins og sérkennilega eyrnalokka, gamla leðurjakka og brilljantín.“ Í gærkvöld var síðan ball hjá unglingadeildinni og í dag mun hún sýna afrakstur þemavinnunnar í skólanum. Yngri deildin ætlar þó að eiga sýningu á sínum verkefnum til góða þar til í vor en þá verða verkefni þemadaganna dregin fram og stillt upp til sýningar. Menning á marga vegu Morgunblaðið/Golli Krakkar í fimmta og sjötta bekk Varmárskóla voru uppteknir við að baka brauð frá öllum heimsins hornum í gær. Vel lukkaðir þemadagar í Varmárskóla Mosfellsbær ÞAÐ var ekki annað að sjá en að storkurinn knái hann Styrmir kynni vel að meta ný húsakynni sín sem hann flutti í í Hús- dýragarðinum í gær enda getur hann flögrað þar um, tyllt sér á steina, veitt sér til matar, vaðið í tjörn og leitað skjóls í litlum kofa þegar veður eru óblíð. Um er að ræða búr sem er 180 fermetrar að grunnfleti og 4,60 metrar á hæð og verður að telj- ast stærsta fuglabúr landsins að því er segir í frétt frá Hús- dýragarðinum. Búrið mun svo nýtast öðrum flækingsfuglum í framtíðinni. Morgunblaðið/Golli Storkastökk í stærsta búri landsins Laugardalur HÁVAÐAMENGUN vegna umferð- ar um Hafnarfjarðarveg frá Arnar- neshæð suður í Engidal er yfir við- miðunarmörkum við átta íbúðarhús, sem standa þar í grennd, auk 17 óbyggðra íbúðalóða í Arnarneslandi. Samþykkt var á fundi bæjarráðs Garðabæjar á þriðjudag að gera framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna hljóðvarna svo að minnka mætti hávaðamengunina við veginn. Í skýrslu, sem verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen (VST) gerði um hávaðamengunina, kemur fram að samkvæmt reglugerð eru viðmiðun- armörk vegna hávaða í eldri hverfum 65 desibel en 55 desibel í nýskipu- lögðum hverfum. Umferðarhávaðinn reyndist hins vegar vera meiri en 65 desibel við átta hús, sem standa við Laufás, Njarðargrund, Ásgarð, Fax- atún og Aratún. Þá eru 17 lóðir, lang- flestar við Löngufit, utan við 65 desi- bela mörkin. Hávaðinn eins og við Miklubraut Segir í bréfi íbúa við Aratún að umferðarhávaðinn sé þvílíkur að ekki sé verandi úti við vegna hans og hjá mörgum í hverfinu ekki inni við heldur. Hávaðamengunin, sem mælst hafi 67 desibel, sé jafnmikil og við Laugaveg, Hverfisgötu og Miklu- braut í Reykjavík og er í því sam- bandi vísað til hávaðakorts af Reykjavík sem borgin hefur gefið út. Segir í skýrslu VST að grípa þurfi til mótvægisaðgerða til að bæta ástandið og þá sérstaklega varðandi Akrahverfi – Arnarnesland, enda séu kröfurnar í nýskipulögðum hverfum meiri en í þeim sem eldri eru. Þannig þurfi að reisa varnir, breyta eða laga þær sem fyrir eru, á samtals sex stöðum þar sem 65 desi- bela markið þarf að vera uppfyllt. Þá þurfi að reisa tvær manir í hinu nýja hverfi sem yrðu blanda af hljóð- veggjum og jarðvegsmönum. Kostnaður á bilinu 90–144 milljónir Leggur verkfræðistofan til tvær útfærslur á hljóðvörnunum og mun- ar talsverðu á áætluðum kostnaði vegna þeirra eða rúmlega 54 millj- ónum króna. Sé rými sparað eins og unnt er með því að hafa varnirnar að mestu fólgnar í hljóðveggjum yrði kostnaðurinn rúmar 144 milljónir króna. Sé hins vegar gerðar fleiri jarðvegsmanir, sem þýðir að meira rými þarf undir þær, yrði kostnaður- inn rúmar 90 milljónir. „Við erum að skoða hljóðvarnir við Hafnarfjarðarveginn heildstætt,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir bæj- arstjóri. „Það eru vandamál annars vegar í Túnunum og við Löngufitina og hins vegar við elsta hluta Ása- hverfisins. Bæjarráð fór yfir tillög- urnar frá VST og metur það sem svo að það sé algerlega óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða til að tryggja hljóðvist meðfram Hafnarfjarðar- veginum. Það er meginatriðið.“ Hún segir bæjarverkfræðing vera að skoða hvaða leiðir séu æskilegast- ar í þeim efnum og hver tilkostnað- urinn yrði. Í þeirri skoðun sé stuðst við niðurstöður úr skýrslu VST. Þá sé einnig verið að skoða hvenær heppilegur framkvæmdatími væri. „Við erum m.a. að skoða hvenær við getum fengið heppilegt efni til að setja í jarðvegsmanir og það sjón- armið kom fram að æskilegast væri að fara í jarðvegsmanirnar á meðan frost væri í jörðu til að vernda um- hverfið sem mest. Þannig að bæjar- ráð vildi skoða hvort ekki væri rétt að bíða með framkvæmdir þar til gott frost er í jörðu.“ Hávaði frá Hafnarfjarðarveginum yfir viðmiðunarmörkum Gripið til aðgerða vegna hljóðmengunar Garðabær HUGMYNDIR um byggingu fjöl- býlishúss fyrir eldri borgara á lóð austan við svæði Skógræktarinnar í Fossvogsdal fá ekki hljómgrunn íbúa í grennd við lóðina. Af þeim sökum mælir skipulagsfulltrúi ekki með að af áformunum verði. Umrædd lóð afmarkast af landi Skógræktarfélagsins til vesturs, Árlandi og Ánalandi til austurs, Fossvogsvegi til norðurs og Kópa- vogi til suðurs. Á síðustu árum hafa þrír aðilar sent erindi inn til borg- arinnar og óskað eftir því að fá lóð- inni úthlutað undir byggingu en samkvæmt Aðalskipulagi Reykja- víkur 1996–2016 er það skilgreint sem útivistarsvæði til sérstakra nota. Var fyrri umsóknum svarað í samræmi við það en eftir að fallið var frá því að flytja Ræktunarstöð Reykjavíkur í dalinn var ákveðið að skipulagsyfirvöld myndu skoða lóð- ina með uppbyggingarmöguleika í huga. Sú umsókn sem nú var til um- fjöllunar gekk út á að reisa á lóð- inni þriggja hæða fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum fyrir eldri borg- ara. Í nóvember síðastliðnum voru hagsmunaaðilum í nágrenninu kynntar þessar hugmyndir. Mættu hugmyndirnar talsverðri andstöðu þeirra og meðal annars bárust und- irskriftalistar frá 49 íbúum með at- hugasemdum þar sem mælst var til að reiturinn yrðu áfram skilgreind- ur sem grænt svæði. „Fram kom sú hugmynd að svæðið yrði gert að útivistarsvæði fyrir fjölfötluð börn og ábendingar um skort á bílastæð- um í tengslum við útivistarsvæði bárust munnlega,“ segir í umsögn embættis skipulagsfulltrúa. Er það niðurstaða embættisins að mæla ekki með uppbyggingu á lóðinni að svo komnu, heldur sé ákjósanlegra að skoða frekari upp- byggingu á svæðinu í samhengi við lóð Landspítala – háskólasjúkra- húss í Fossvogi og framtíðaráform þar. Ekki mælt með fjölbýlishúsi Fossvogsdalur ÁSDÍS Skúladóttir kennari hefur verið valin „Eldhugi Kópavogs“ af Rótaryklúbbi bæjarins. Það var Kristófer Þorleifsson, forseti Rótary- klúbbsins, sem afhenti henni viður- kenningu vegna þessa á þriðjudag. Segir í umsögn valnefndar að Ásdís hafi hafið störf hjá Kópavogsbæ árið 1978 og aðallega starfað að málefnum aldraðra. M.a. hafi hún stofnað leik- listarhópa skipaða eldri borgurum í Kópavogi sem hafa fengið margvís- legar. Ásdís hafi ritað mikið um öldrunar- mál, haldið fyrirlestra og unnið að sjónvarpsþætti um aldraða sem ný- lega var sýndur í finnska sjónvarpinu. „Hún hefur gert eldra fólkið að meiru en hlustendum, hún hefur gert það að gerendum þeirra verka sem unnin eru,“ segir í umsögninni um Ás- dísi. Þannig hafi störf hennar verið vel unnin og orðið bæjarfélaginu til ánægjuauka. Morgunblaðið/Golli Ásdís Skúladóttir valin eldhugi bæjarins Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.