Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 23 HANS-Adam II, fursti af Liechten- stein, segir í nýlegu blaðaviðtali að haldi Evrópusambandið fast við að krefjast yfir tuttuguföldunar á þró- unarsjóðsframlagi Liechtensteins og hinna EFTA-ríkjanna í Evrópska efnahagssvæðinu, Íslands og Nor- egs, í viðræðunum um aðlögun EES- samningsins að stækkun ESB til austurs, borgi EES-aðild sig einfald- lega ekki lengur fyrir Liechtenstein. Hann segist þó ekki trúa því að ráða- menn ESB séu tilbúnir til að láta EES-samstarfið fara út um þúfur vegna þessa atriðis. Veðjað á WTO í stað EES? Í ýtarlegu viðtali sem birtist við furstann í liecthensteinska blaðinu Wirtschaftsregional fyrir nokkru tjáir furstinn sig fyrst og fremst um þann vanda sem furstadæmið stend- ur frammi fyrir vegna tilrauna Evr- ópusambandsins til að setja sam- ræmdar reglur um eftirlit með fjármálastarfsemi og skattheimtu af fjármagnstekjum, en sambandið þrýstir einnig mjög á alþjóðlegar fjármálaþjónustumiðstöðvar utan sambandsins, eins og í Liechten- stein, Sviss og á Ermarsundseyjun- um brezku, að gangast einnig undir þessar reglur. Furstinn segir Liechtenstein eiga meira undir samningum um þessi mál en aðildinni að EES. „Ég myndi segja að mikilvægi EES sé minna. Takist okkur að halda þátttökunni í EES áfram án þess að kostnaðurinn fari úr böndum, væri það gott. Ef ekki, þá getum við litið svo á að samningurinn hafi þó þjónað okkur vel á síðustu árum. Þá yrðum við að takmarka okkur við Heimsviðskipta- stofnunina, sem við eigum líka aðild að,“ segir furstinn. Hann bendir á að WTO gegni æ stærra hlutverki við að skapa ramm- ana fyrir leikreglur alþjóðaviðskipta. „Útflutningur okkar fer að stórum hluta, í mun meiri mæli en tilfellið er t.d. í Sviss, til „þriðju landa“ utan EES-svæðisins. Það sýnir að efna- hagslíf okkar er samkeppnishæft, óháð EES. Að þessu leytinu er ég bjartsýnn,“ segir furstinn, „jafnvel þótt EES-samningurinn skyldi hverfa.“ Kostnaður sé í samræmi við hag af samstarfinu Spurður um hvað hann telji að Liechtenstein geti að hámarki unað við mikinn kostnaðarauka af EES- samstarfinu, segir furstinn að hækk- un á framlagi landsins í þróunarsjóð vegna stækkunar EES geti aðeins endurspeglað þann hag sem það hef- ur af því. Annað væri óeðlilegt. Það sé ekki hægt að krefja Liecht- enstein um tuttugufalda hækkun framlags, þegar á móti komi aðeins 20% fjölgun íbúa á EES-svæðinu (við inngöngu Mið- og Austur-Evr- ópuríkjanna tíu fjölgar íbúum EES úr um 375 milljónum í um 450 millj- ónir), og markaðurinn sem við bætist – mældur í heildarþjóðarframleiðslu, í evrum – vex aðeins um 5%. Íbúar Liechtenstein, sem er í tollabandalagi við Sviss, eru um 30.000. Liechtenstein fékk sjálf- stæða aðild að EFTA og EES árið 1995, í kjölfar þess að Svisslendingar höfnuðu EES-aðild fyrir sitt leyti. EES-aðild myndi ekki borga sig lengur Furstinn af Liechtenstein segir kröfur ESB um marg- földun þróunarsjóðsgreiðslna geta sprengt EES AP Hans-Adam II, fursti af Liechten- stein, í kastalagarðinum heima. GENGI GJALDMIÐLA mbl.is alltaf á föstudögum Laugardagskaffi í Valhöll Fylgist með næstu fundum á xd.is Allir velkomnir Upplýsinga- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur opna spjallfundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardags - morgnum fram að kosningum. Annar fundurinn verður á morgun, laugardaginn 8. mars, kl. 11.00. Gestur fundarins verður Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Sími 515 1700 Upplýsinga- og fræðslunefnd Þriðji fundur verður á morgun, laugardaginn 15. mars, kl. 11 00. Gestur fundarins verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður. Hringdu í Gulu línuna 1444 Skráðu þig hjá Gulu línunni í síma 1444 eða sendu tölvupóst framtidin@gulalinan.is. Heimasíða er www.nu.is Eigum við samleið? Við undirrituð, sem höfum meðal annars gagnrýnt fiskveiðistjórnarkerfið og fjallað um önnur brýn þjóðmál, teljum: • Að stjórnvöld hafi aukið óhóflega skattlagningu á lágar tekjur og miðlungstekjur og með því stuðlað að vaxandi skuldasöfnun heimilanna í landinu. • Að stjórnvöld hafi látið hjá líða að gæta hagsmuna almennings og stuðlað þannig að því að fámennir sérhópar sölsi undir sig verðmæti sem þjóðin á. • Að stjórnvöld sinni ekki skyldu sinni að móta löggjöf til að tryggja réttlátar leikreglur á fjármálamarkaði með þeim afleiðingum að fámennir hópar afli sér valda og áhrifa í skjóli almannafjár og séraðstöðu. • Að verð á nauðsynjum og lánsfé sé hér of hátt vegna þess að stjórnvöld móti ekki eðlilegt samkeppnisumhverfi. • Að stjórnvöld hafi vanrækt þá skyldu að stuðla að sátt meðal þjóðarinnar um jafnvægi milli landnýtingar og landverndar. • Að það hafi verið hrapaleg mistök að afhenda fámennum hópi útvalinna aðganginn að fiskimiðunum, sem metinn er á að minnsta kosti 300 milljarða króna. • Að við úthlutun veiðiréttar hafi ekki verið gætt ákvæða stjórnarskrár um jafnræði og atvinnufrelsi. Í ljósi þessa finnst okkur skorta viðunandi valkost til að berjast fyrir mannúðlegu þjóðfélagi, atvinnufrelsi og jafnræði borgaranna. Gegn spillingu, sérhyggju og óhæfilegri skattheimtu. Ef þú ert sammála og vilt skoða með okkur hvort hægt er að búa til slíkan vettvang, þá hvetjum við þig til að hafa samband við Gulu línuna í síma 1444, sem skráir nöfn þeirra sem áhuga hafa á að leggja þessum málefnum lið. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið framtidin@gulalinan.is. Heimasíða er www.nu.is. Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur. Ingi Björn Albertsson, fyrrv. alþingismaður. Jón Magnússon, hrl. Lúðvík Emil Kaaber, hdl. Sigurður Kristjánsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri. Tryggvi Agnarsson, hdl. Valdimar H. Jóhannesson, framkvæmdastjóri. Flosi Ólafsson, leikari. Kristín Björg Knútsdóttir, kennari. Hilmar Viktorsson, viðskiptafræðingur. Kristjana Samper, myndlistarmaður. Bárður G. Halldórsson. Konráð Adolphsson, viðskiptafræðingur. Stefán Benediktsson, fyrrv. alþingismaður. Sveinn Tryggvason, fyrrv. fiskverkandi. Jón Kristjánsson, fiskifræðingur. Ólafur Flosason, tónlistarkennari. Halldór Bjarnason, framkvæmdastjóri Baltasar Samper, myndlistarmaður. Sigrún Hv. Magnúsdóttir, félagsráðgjafi. Albert Tómasson, fyrrv. flugstjóri. Sigurður Runólfsson, vélvirkjameistari. Bubbi Morthens, tónlistarmaður. Guðmundur Ingólfsson, framkvæmdastjóri. Hlöðver Ólafsson, framkvæmdastjóri. Kristján Örn Jónsson, rafvirkjameistari. Ólafur Stephensen, verslunarmaður. Guðbjartur Halldórsson, sölustjóri. Gísli G. Jóhannsson, sölumaður. Guðmundur R. Jóhannsson, skrifstofumaður. Einar Axelsson, tæknifræðingur. Sigurður Konráðsson, kerfisfræðingur. Sigríður Guðmundsdóttir, ferðafræðingur. Guðmundur G. Halldórsson, Húsavík. Magnús Theódór Magnússon, Teddi, myndlistarmaður. Trausti Ólafsson , framkvæmdastjóri. Guðmundur J. Guðjónsson, grafískur hönnuður. Ríkarður Örn Pálsson, tónlistarmaður. Hjálmar Diego Haðarson, kerfisfræðingur. Sigurður A. Magnússon, rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.