Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þjónn, það er víst svín í súpunni minni. Leikjadansleikur í Gullsmára Arfleifð til yngra fólksins Leikjadansleikurverður í félags-heimilinu Gull- smára, Gullsmára 13, nk. laugardag, 15. mars og hefst klukkan átta um kvöldið. Samkoman er á vegum félagsheimilanna Gullsmára og Gjábakka og er opin fólki á öllum aldri. Í forsvari ásamt öðrum er Erna B. Ein- arsdóttir og svaraði hún nokkrum spurningum sem fyrir hana voru lagð- ar. – Segðu okkur fyrst, hvað er leikjadansleikur? „Leikjadansleikur er dansleikur þar sem fólk fer í samkvæmisleiki jafnframt því að dansa.“ – Hverjir eru þessir leikir og dansar og hvenær voru þeir við lýði og vinsælir? „Til eru margskonar leikir sem iðkaðir voru hér áður fyrr þegar fólk kom saman til að skemmta sér. Í þessu sambandi má nefna Ásadans, Nafnakall, ýmsa marsa, Bomsadeisí og fleira. Þessir dansar voru við lýði og vinsælir á fyrri hluta tuttugustu aldar og víða í sveit- um voru þeir iðkaðir allt fram til 1970. Þeir eru einfaldir og allir ættu að geta haft gaman af.“ – Hver er tilurð og markmið þessarar uppákomu? „Tilurð þessarar uppákomu má rekja til þess að valinn hóp- ur var að skipuleggja þorrablót sem haldið var í Gullsmára 8. febrúar síðastliðinn. Þá var rætt um að gaman væri að endur- vekja slíkan leikjadansleik eins og verður í Gullsmára á morgun. Í Gullsmára hefur verið verkefni í gangi sem nefnist Ljós í glugga Gullsmára. Markmiðið með þessu verkefni er að auka starfsemi í félagsstarfinu í Gull- smára utan opnunartíma og að verði ljós í gluggum þar á kvöld- in og um helgar. Þetta verkefni er framlag áhugasamra eldri einstaklinga og vonandi verður framhald á því. Nú þegar er ljós í glugga í Gullsmára nokkur kvöld og þangað eru allir vel- komnir óháð aldri.“ – Á hvers vegum er leikja- dansleikurinn og hver heldur ut- an um dagskrána? „Leikjadansleikurinn er eins og margt fleira í dagskrá fé- lagsstarfs aldraðra í Kópavogi sprottinn upp úr vinnu áhuga- samra eldri borgara. Í Kópavogi fá eldri borgarar aðstöðu fyrir sín áhugamál í félagsheimilunum sem myndast hefur vegna gagn- kvæms trausts stjórnenda og eldri borgara. Forstöðumaður félagsstarfsins heldur utan um þessa samkomu sem og starf- semina. Á leikjadansleiknum sjálfum verður það Helga Þór- arinsdóttir, margþekktur þjóð- dansari með meiru, sem stjórnar og kynnir upprifjun á gömlum selskapsleikjum og dönsum. Magnús Randrup þen- ur nikkuna eins og gert var hér áður fyrr.“ – Er þetta bara fyr- ir eldri borgara, eða á að reyna að brúa kynslóðabilið? „Það er ósk þeirra sem standa að þessari samkomu að sjá sem flesta aldurshópa, enda er það eitt af markmiðunum að flytja þessa menningararfleifð til yngra fólksins. Forða henni frá gleymsku og er því yngra fólkið sérstaklega hvatt til að mæta og nema. Vissulega er þetta einn liðurinn í að brúa kynslóðabilið.“ – Hafið þið bryddað upp á svona löguðu áður? „Ýmsar uppákomur hafa verið í félagsheimilunum svo sem tískusýningar, grænmetis- og ávaxtadagar, þorra fagnað með bóndakaffi og góu með konu- kaffi, en svona leikjadansleikur hefur ekki verið haldinn fyrr.“ – Sjáið þið fram á að halda svona skemmtikvöld reglulega, t.d. mánaðarlega eða árlega? „Ef fólk sýnir þessu áhuga og vel tekst til munum við reyna að hafa svona uppákomu minnst tvisvar á ári.“ – Reiknið þið með góðri þátt- töku? „Þetta er alger frumraun og því vitum við ekkert um þátttök- una en okkur þætti skemmtilegt að fá sem flesta til að skemmta sér með okkur.“ Við þetta má bæta, að á næst- unni, nánar tiltekið fimmtudag- inn 27. mars, verður endurtekin dagskrá frá sama tíma á síðasta ári sem bar þá yfirskriftina Ein- mánaðarfagnaður – Kynslóðir mætast á sköpunar- og skemmtidagskrá. Að sögn Sig- urbjargar Björgvinsdóttur for- stöðumanns Gullsmára verður dagskráin í ár með svipuðu sniði og í fyrra en slíkar dagskrár væru ein af mörgum tilraunum sem gerðar hafa verið til að opna félagsstarf aldraðra í Kópavogi fyrir fólki á öllum aldri og brúa þannig margum- rætt kynslóðabil, eins og hún komst að orði. Einmánaðarfagnaðurinn í fyrra var samstarfs- verkefni Gjábakka, Leikskólans Mar- bakka og Digranes- skóla og meðal ann- arra viðburða var skákkeppni milli Gjábakka og Digranesskóla, myndlistarhorn Gjábakka og Marbakka, listvefn- aðarkennsla fyrir alla aldurs- hópa, ljóðalestur, söngskemmt- anir og handverksmarkaður svo eitthvað sé nefnt. Segir Sigur- björg að fagnaðurinn hafi mælst vel fyrir, þátttaka hafi verið ein- staklega góð, enda sé hann end- urtekinn nú. Erna B. Einarsdóttir  Erna B. Einarsdóttir er fædd 11. apríl 1935 í Reykjavík. Erna starfaði við verslunarstörf mest- an hluta starfsævinnar, en lauk launavinnu á hæfinga- og end- urhæfingadeild Landspítalans í Kópavogi. Erna hefur verið bú- sett í Kópavogi í síðast liðin 36 ár. Eiginmaður hennar var Gunnar Oddsteinsson en hann lést árið 1979. Þau eignuðust fimm börn sem öll eru búsett í Kópavogi í dag. Barnabörnin eru tíu talsins. …ýmsir mars- ar, bomsa- deisí og fleira FRAMTAK fjárfestingarbanki hf. fer fyrir hópi einstaklinga sem hefur áhuga á að kaupa Sementsverksmiðj- una hf. sem er að öllu leyti í eigu ríkisins. Verksmiðjan hefur verið auglýst til sölu og segir að í auglýs- ingunni að hún verði seld í einu lagi til eins aðila eða eins hóps fjárfesta. Leitað er að fjárfesti sem hefur áhuga á að viðhalda rekstri fyrirtæk- isins, efla það og stuðla að virkri sam- keppni á íslenskum byggingamark- aði. Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir að aðilar sem tengjast Sementsverk- smiðjunni, eins og birgjar og við- skiptavinir, hafi hug á að kaupa verk- smiðjuna í þeim tilgangi að halda starfseminni áfram. Framtak fjár- festingarbanki, sem áður hét Þróun- arfélag Íslands, sér um að leiða þess- ar viðræður, afla gagna hjá umsjón- araðila sölunnar og kynna þá mögu- leika sem fyrir hendi eru. Sveinn segir ekki tímabært að nafngreina þessa aðila því enn eigi margir eftir að kynna sér málið betur og fá frekari upplýsingar um stöðu og framtíðarhorfur verksmiðjunnar. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, segir rekstur Sementsverk- smiðjunnar vera mikið hagsmunamál bæjarins vegna atvinnutækifæra sem hún veitir. Fulltrúar bæjarins hittu iðnaðarnefnd Alþingis fyrir síð- ustu helgi og komu á framfæri þeirri skoðun að heppilegra hefði verið að selja verksmiðjuna við betri aðstæð- ur. „Við gerum hins vegar ekki at- hugasemd við að ríkið velji þessa leið til að styrkja verksmiðjuna. Við telj- um afar þýðingarmikið, og það er okkar megininnlegg í umræðuna, að væntanlegir kaupendur haldi áfram framleiðslunni. Eins og kemur fram í auglýsingunni er verið að leita að slíkum kaupanda og við erum sátt við það,“ segir Gísli. Vill leigja lóðina en ekki selja Jafnframt segir hann að Akranes- kaupstaður hafi upphaflega afhent lóð undir reksturinn endurgjalds- laust með því skilyrði að þar yrði rek- in þessi framleiðsla. „Okkur finnst eðlilegt á þessum tímamótum, ef rík- ið selur verksmiðjuna, að lóðirnar verði afhentar Akraneskaupstað aft- ur og lóðaleigusamningur verði gerð- ur í framhaldinu við nýja rekstrar- aðila um það svæði sem starfsemin fer fram á,“ segir Gísli og bendir á að fyrirtækið standi í hjarta bæjarins og það skipti miklu máli að umhverfið verði þannig að sómi sé að. „Við höfum farið þess á leit að lóð- irnar verði ekki eignarlóðir heldur leigulóðir,“ segir Gísli og bíður nú formlegs svars þar um frá iðnaðar- ráðuneytinu. Hann segir að óform- legt samkomulag hafi náðst um þetta á sínum tíma við þáverandi iðnaðar- ráðherra, Finn Ingólfsson, þegar til stóð að selja Sementsverksmiðjuna, og hann treystir að það muni ganga eftir nú. „Allar hugmyndir um að leggja niður rekstur Sementsverksmiðj- unnar í bænum eru algjörlega á skjön við þá stefnu bæjarstjórnar að rekst- urinn haldi áfram. Við teljum að þær hugmyndir komi ekki til greina á þessum tímapunkti,“ segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. Akraneskaupstaður vill fá lóð Sementsverksmiðjunnar afhenta Birgjar sýna Sements- verksmiðjunni áhuga PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hefur gengið til samninga við Akureyrarkaupstað vegna móttöku 24 flóttamanna frá fyrrum Júgóslav- íu. Um er að ræða sex fjölskyldur sem koma til landsins 24. mars. Einn- ig hefur verið gerður samningur milli ráðuneytisins og Rauða kross Ís- lands, sem mun sjá um framkvæmd verkefnisins í umboði félagsmála- ráðuneytis líkt og undanfarin ár. Samningur félagsmálaráðuneyt- isins og Akureyrarbæjar um mót- töku flóttamannanna var formlega undirritaður síðasliðinn miðvikudag. Skv. upplýsingum félagsmálaráðu- neytisins er meginmarkmið að gera flóttamönnunum kleift að hefja nýtt líf hér á landi og veita þeim sérstakan stuðning í eitt ár frá komu þeirra til landsins. Fá þeir kennslu í íslensku og samfélagsfræði og boðið verður upp á vorskóla, sumarskóla og sér- staklega hugað að börnunum í því sambandi. Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins gegna jafnframt lyk- ilhlutverki við félagslega aðlögun flóttamanna í viðkomandi sveitarfé- lagi. Samkvæmt samningnum munu flóttamennirnir njóta aðstoðar fyrsta árið varðandi húsnæði, heilbrigðis- þjónustu, framfærslu, menntun og fleira. Ráðinn hefur verið sérstakur verkefnisstjóri og túlkur fyrir verk- efnið hjá Akureyrarkaupstað og er undirbúningur kominn vel á veg hjá sveitarfélaginu. Félagsmálaráðu- neytið skuldbindur sig til að greiða Akureyrarkaupstað í samræmi við kostnaðaráætlun sem fylgir samn- ingnum og hljóðar hún upp á 36,3 milljónir króna. Akureyrarkaupstaður gerir samning um móttöku 24 flóttamanna Sex fjölskyldur væntanlegar frá fyrrum Júgóslavíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.