Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ S kilnaðarbörn eru mun líklegri en önnur börn til að leiðast út í notk- un fíkniefna, misnota áfengi og eiga við geðræn vandamál að stríða á lífsleiðinni. Þá er tíðni sjálfsvíga mun hærri hjá skilnaðarbörnum en öðrum börnum. Synir ein- stæðra mæðra eru líka fjórum sinnum líklegri en synir mæðra sem eru í hjónabandi eða sam- búð til að neyta fíkni- efna. Þá eru þessi börn mun líklegri til að grípa til ofbeldis og fá fyrir það dóm en önnur börn. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar sænskra félagsmála- yfirvalda sem birt var á síðum Morgunblaðsins ekki alls fyrir löngu. Ég vil nú ekki taka það djúpt í árinni að segja að ég hafi verið andvaka yfir fréttinni, en vissulega er það áfall fyrir for- eldra „skilnaðarbarna“ að sjá slíkar niðurstöður. Barnið mitt er sem sagt í stórhættu á að verða fíkniefnadjöflinum að bráð ef marka má niðurstöður könn- unarinnar. Hann er alla vegna miklu líklegri til þess en skóla- félagarnir sem búa hjá báðum foreldrum. Það er hreint öm- urleg vitneskja. Þar sem Íslend- ingar miða sig oft við Svía hlýtur að vera óhætt að yfirfæra nið- urstöður könnunarinnar á ís- lenskar aðstæður. Mér varð hugsað til fréttar- innar þegar ég sat með syni mínum um daginn að borða steiktan fisk með kartöflum. Ég hugsaði að þess væri nú ekki langt að bíða að hann flytti inn í eiturlyfjagreni í miðbænum og því bætti ég svolítið á grænmet- isskammtinn hjá honum, vitandi að aðrir „skammtar“ gætu orðið honum ofarlegar í huga í fram- tíðinni. Ég horfði á glaðlega and- litið hans og hugsaði hrygg með mér að örlög hans væru svo gott sem ráðin því hann er vissulega „skilnaðarbarn“. Best að njóta góðu áranna meðan sakleysið varir. Það er ofboðslega vand- meðfarið að túlka niðurstöður kannana sem sýna að ákveðinn hópur einstaklinga sé líklegri en annar til að leiðast út í neikvætt líferni. Það getur haft margs konar áhrif og ég get vel ímynd- að mér að margir hafi hugsað sem svo að þarna væri nú komin skýringin á því að þessi og hinn hefði fetað ógæfubraut í lífinu. Í könnuninni var tekið tillit til áhrifa sem atvinnuleysi, tekju- munur eða geðrænir sjúkdómar hjá foreldrunum gætu haft og því má segja niðurstöðuna nokk- uð skothelda. Þegar það hafði verið gert var tíðni félags- og heilsufarslegu vandamálanna samt tvöfalt hærri meðal skilnaðarbarnanna en hinna. Þá er eðlilegt að velta fyrir sér af hverju? Af hverju í ósköp- unum eru skilnaðarbörn í Sví- þjóð svona hræðilega óham- ingjusöm og ólánsöm? Getur verið að einhver breyta hafi gleymst í könnuninni? Eða get- um við með fullri vissu sagt að skilnaðarbörn séu líklegri en önnur til að verða undir í lífinu? Er þá ekki full ástæða til að hlúa sérstaklega að þeim? Bæði af hinu opinbera og innan hverrar fjölskyldu? Geta stjórnvöld látið niðurstöður kannanna sem þess- arar sem vind um eyru þjóta? Nei, göngum til vopna og berj- umst fyrir lífi og limum þessara greyja! Ef þetta er virkilega raunin, eru þessi börn fórnarlömb skiln- aða og ættu að fá viðeigandi meðferð. Skilaboðin sem umrædd könn- un sendir okkur eru ekki aðeins þau að skilnaðarbörn séu mörg hver vandmeðfarinn hópur til- vonandi eiturlyfjafíkla, heldur að skilnaðir séu slæmir og foreldrar skilnaðarbarna slæmir foreldrar. Ég stóð einmitt sjálfa mig að því að velta því fyrir mér í örvænt- ingarfullri leit að skýringu! En áfram skal haldið í þeirri leit. Eru það erjur foreldra skiln- aðarbarnsins sem valda þessu? (Get ómögulega séð að það eitt komi til. Margir foreldrar deila, ekki nærri allir skilja og margir ná fyrst sáttum eftir að þeir skilja!) Er það þvælingur á börn- um milli staða sem veldur? (Hvað þá með öll börnin sem er dröslað frá einum stað til annars í pössun daginn út og inn?) Er það ólík fæða sem börnin fá á heimilum foreldranna? Ég meina, hvað veit maður! Eða skyldi það vera samfélagið og fordómar þess gagnvart þeim sem ákveða að skilja, langflestir í þeim tilgangi að öðlast betra líf fyrir sig og sína, sem veldur því að skilnaðarbörnum finnist þau vera „afgangs stærð“, hafnað af samfélaginu? Hverjar svo sem skýringarnar eru finnst mér nauðsynlegt að komast til botns í málinu. Öðru vísi verður það ekki lagað. Það er ekki nóg að lesa um kannanir í fjölmiðlum og krossa sig í bak og fyrir og bölsótast út í foreldra sem skilja, ef engin lausn eða skýring finnst. Það er ekki heið- arlegt gagnvart neinum. Síst af öllum skilnaðarbörnunum. Þess skal að lokum getið að í þessari grein kemur orðið „skiln- aðarbarn“ fyrir 15 sinnum. Skilnaðarbörn á Íslandi eru þó mun fleiri. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að árið 2001 hafi um 21,7% íslenskra barna á aldr- inum 0–17 ára búið hjá einum fullorðnum, oftast að líkindum hjá öðru foreldri. Stór hluti þess- ara barna á eftir að ánetjast eit- urlyfjum í nánustu framtíð. Fíklar framtíðar- innar? Þá fór ég að hugsa að þess væri ekki langt að bíða að sonurinn flytti inn í eit- urlyfjagreni í miðbænum og því bætti ég á grænmetisskammtinn hjá honum, vit- andi að aðrir „skammtar“ gætu orðið honum ofarlegar í huga í framtíðinni. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FRÁ árinu 2000 hefur á vegum Ferðamálaráðs Íslands staðið yfir vinna við þróunarverkefni sem lýtur að flestu því sem viðkemur upplýs- ingamiðstöðvum á Íslandi. Verkefn- ið felur í sér vinnu sem skapa á heppilegt fyrirkomulag sem hentað getur á öllum svæðum landsins. Bæði hvað varðar heildarskipulag upplýsinga-miðstöðva, rekstur þeirra og eðlileg viðmið gæða og ör- yggis. Einnig um aðkomu ríkisins að rekstri þeirra stöðva, sem flokkaðar hafa verið sem landshluta- og landa- mæramiðstöðvar. Skilningur hjá alþingismönnum Alþingismenn, ekki síst þeir sem sátu í fjárlaganefnd árið 1999 og síð- ar gerðu sér strax grein fyrir mik- ilvægi upplýsingamiðlunar í ferða- þjónustu og að mikilvægið mundi aukast til muna með breyttri hegðan ferðamanna en ferðamönnum á eig- in vegum hefur fjölgað verulega síð- ustu ár. Þess vegna tóku þeir erind- um Ferðamálasamtaka Íslands og Ferðamálaráðs um fjármagn á fjár- lögum til reksturs upplýsingamið- stöðva mjög vel en þó með þeim fyr- irvara að sveitarfélög og samtök þeirra kæmu einnig að þeim rekstri. Mikilvægi upplýsinga- miðstöðva eykst Það hefur komið í ljós í þessari þróunarvinnu, að mikilvægi þessara miðstöðva hefur aukist ár frá ári. Ferðamaðurinn, hvort heldur hann er innlendur eða erlendur, sækir sínar upplýsingar um landshluta, svæði og einstök fyrirtæki í mið- stöðvarnar og gerir kröfu um að þær séu til staðar með eðlilegan opnunartíma. Hann fer fram á fag- lega upplýsingagjöf starfsmanna með þekkingu á landinu og sögu þess og ekki síður að starfsmenn hafi kunnáttu til að tala hin ýmsu tungumál. Til þess að uppfylla þessar kröfur verður að standa vel að uppbygg- ingu og rekstri upplýsingamiðstöðva um allt land. Þróunarvinna Ferða- málaráðs Íslands hefur miðast við að þróa heildarskipulag í þessu sam- bandi og var því ákveðið við stofnun Upplýsingarmiðstöðvar Suðurlands í Hveragerði fyrir þremur árum að verkefnið skyldi þróað á hennar svæði. Hér er einungis átt við kerfi við uppbyggingu og rekstur upp- lýsingamiðstöðva en ekki þær vinnu- aðferðir og samstarf samtaka, fyrirtækja og sveitarfélaga við markaðssetningu landshluta eða svæða. Enda er sá munur ljós. Eitt er að veita upplýsingar til ferða- manna eftir að þeir eru komnir á svæði eða að vinna að markaðssetn- ingu til að laða ferðamanninn til svæðisins. Suðurland fyrirmynd annarra Hveragerðisbær ásamt At- vinnuþróunarsjóði Suðurlands og Ferðamálasamtökum Suðurlands hafa staðið að rekstri landshluta- upplýsingamiðstöðvarinnar á Suður- landi með rekstrarstyrk frá Ferða- málaráði. Upplýsingamiðstöðin hefur verið rekin af myndarskap af eigendum og forstöðumanni hennar Davíð Samúelssyni frá stofnun og uppbygging þeirra fallið vel að þró- unarvinnu Ferðamálaráðs. Hluti af þessu verkefni er að koma upp svæðamiðstöðvum og hafa þær þegar tekið til starfa í Árborg, á Hellu, í Vík og á Kirkjubæjar- klaustri en innan tíðar mun ein von- andi bætast við á Hvolsvelli. Um þessar svæðamiðstöðvar er gerður þjónustusamningur við landshluta- miðstöð Suðurlands í Hveragerði. Þjónustusamningurinn felur í sér þjónustu aðalstöðvarinnar við svæðamiðstöðina hvað varðar upp- byggingu, þjálfun starfsfólks, síma og e-mail þjónustu og fleira sem kemur rekstrinum að góðu og ein- faldar allt rekstrarfyrirkomulagið fyrir viðkomandi sveitarfélög. Skipulagið hefur reynst vel og er til fyrirmyndar. Það er aðstandend- um til sóma og mun verða af hálfu Ferðamálaráðs unnið að því að yf- irfæra það yfir í aðra landshluta hvern á fætur öðrum í samráði við sveitarfélög, fyrirtæki í greininni og samtök þeirra í landshlutunum. Ferðaþjónusta til eftirbreytni Eftir Pétur Rafnsson „Skipulagið hefur reynst vel og er til fyrirmyndar. Það er að- standendum til sóma …“ Höfundur er formaður Ferðamála- samtaka Íslands og verkefnastjóri Ferðamálaráðs. ÞORSTEINN Þorgeirsson hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins skrif- aði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu. Í greininni er fjöldi atriða sem vert er að gera athugasemdir við en hér verður aðeins drepið á nokkur þeirra. Þorsteinn segir að núverandi kvótakerfi hafi verið komið á 1984 með því að kvótinn hafi verði afhent- ur endurgjaldslaust. Rétt er að rifja það upp að einungis hluti þeirra fisk- tegunda sem nú eru kvótabundnar voru kvótasettar 1984 og að þá var atvinnufrelsi þeirra útgerða sem stunduðu fiskveiðar skert verulega. Eðlilegast var að þeir sem höfðu fjár- fest í atvinnugreininni héldu veiði- heimildunum. Síðan þá hafa ýmsir fiskistofnar verið kvótasettir og stór hluti þeirra veiðiheimilda er tilkom- inn vegna þess að útvegsmenn hafa hætt fjármunum sínum til að byggja upp veiðireynslu fyrir Ísland og þá sjálfa. Í því sambandi má nefna út- hafskarfa, kolmunna, norsk-íslenska síld, þorsk í Barentshafi og rækju á Flæmingjagrunni. Þorsteinn talar um að megnið af kvótanum hafi „færst á færri hendur“ og á þá vænt- anlega við að þeir sem nú nýta veiði- heimildirnar hafa keypt þær að lang- stærstum hluta. Það er rétt að nú stunda færri aðilar útgerð en áður, en það eru fleiri eigendur að sjáv- arútvegsfyrirtækjum en áður var. Rétt er að minna á að það var mark- miðið með lögunum um stjórn fisk- veiða að hagræðing ætti sér stað í greininni þannig að hún skili arði, enda er það ein helsta forsenda þess að unnt sé að halda góðum lífskjörum á Íslandi. Þorsteinn víkur nokkrum orðum að sértækum skatti sem Al- þingi samþykkti að leggja á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki á síðasta ári og segir: „Í framkvæmd kom gjaldið að mestu í stað annarra opinberra gjalda og leiddi ekki til teljandi hækkunar opinberra gjalda sjávarút- vegsfyrirtækja sem mörg hver greiða óverulega skatta.“ Þessa ræðu heyrum við talsmenn Samfylkingar- innar gjarnan flytja. Rétt er að minna hagfræðinginn á að sömu regl- ur gilda um skattgreiðslur sjávarút- vegsfyrirtækja og annarra fyrir- tækja í landinu þó að vísu þekkist dæmi um að ákveðin stór iðnfyrir- tæki greiði lægri skatta en almennt gerist. Skattarnir ráðast af afkom- unni og með batnandi afkomu aukast skattgreiðslurnar. Nefna má að Sam- herji hf. hefur nýlega birt upplýsing- ar um að fyrirtækið muni greiða á sjötta hundrað milljónir í opinber gjöld á þessu ári. Vel rekið útgerð- arfélag í Hafnarfirði sem gerir út tvö skip greiðir um fimmtíu milljónir í tekjuskatt á þessu ári. Sú fullyrðing að hinn sértæki skattur á sjávarút- veginn komi að mestu í stað opin- berra gjalda og leiði ekki til teljandi hækkunar er röng. Þó ekki komi fram hvað Þorsteinn á við vænti ég þess að hann sé að vísa til þróunar- sjóðsgjalds og veiðieftirlitsgjalds. Þróunarsjóðsgjaldið var sett á til að standa undir tilgreindum skuldbind- ingum og það sem eftir er af þeim er vegna þess að útvegsmenn ákváðu að kosta smíði nýs hafrannsóknaskips. Miðað við að hið nýja gjald hefði ver- ið komið að fullu til framkvæmda á þessu ári er ekki langt frá því að um tíföldun væri að ræða frá því sem út- vegurinn greiðir í veiðieftirlitsgjald og ég á ekki von á öðru en að við Þor- steinn leggjum svipaðan skilning í þá stærð. Aðalástæða þessarar greinar er ekki að rekja það sem að framan greinir heldur að reyna að fá botn í stefnu Samtaka iðnaðarins í fisk- veiðistjórnarmálum. Framkvæmda- stjóri samtakanna hefur gengið fram fyrir skjöldu og boðað að 20% afla- heimilda skuli tekin af sjávarútvegs- fyrirtækjunum og boðin upp á hverju ári. Hagfræðingur Samtaka iðnaðar- ins segir í tilvitnaðri grein: „Samfylk- ingin hefur nýverið lagt til að einka- eign kvóta verði afnumin í þrepum og nýtt kvótakerfi sett á laggirnar. Afla- heimildir yrðu seldar á uppboði hæstbjóðanda til tímabundinna af- nota til að tryggja jafnan aðgang að auðlindinni og þjóðinni arð af henni. … Ekki skal lagt mat á tillögurnar hér …“ Síðar í greininni segir: „En besta leiðin til að fyrirbyggja nei- kvæð áhrif afnáms eignakvóta er að nota fyrningarreglu …“ Rétt er að rifja upp að í grunninn er stefna Samfylkingarinnar sú að 10% veiði- heimilda skuli tekin af útgerðunum og boðnar upp. Stefna framkvæmda- stjóra Samtaka iðnaðarins er skýr, hann vill ganga lengra í eignaupptök- unni en Samfylkingin. Ekki verður vel ráðið hver skoðun hagfræðingsins er, þó ýmsum sýnist hann á sömu skoðun og Samfylkingin. Því spyrja útvegsmenn, er eignaupptökustefna Samfylkingarinnar stefna Samtaka iðnaðarins? Samtök iðnaðarins og Samfylkingin Eftir Friðrik J. Arngrímsson „Stefna fram- kvæmda- stjóra Sam- taka iðnaðarins er skýr, hann vill ganga lengra í eignaupptökunni en Samfylkingin.“ Höfundur er framkvæmdastjóri LÍÚ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.