Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 41 Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN J. ÞORSTEINSDÓTTIR píanóleikari, Laugarásvegi 73, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Elísabet Waage, Helgi Kristinsson, Benedikta G. Waage, Hallur Árnason, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Margrét Birgisdóttir, María S. Gunnarsdóttir, Gérard Lemarquis, Guðmundur Óli Gunnarsson, Hörður Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR JÓNAS SIGURÐSSON, Prestastíg 9, áður Grýtubakka 6, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Auður Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HANNES LÁRUS GUÐJÓNSSON, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Hrafnistu, sími 585 9500. Jóhann Hannesson, Elsa Björnsdóttir, Sigurður Hannesson, Guðrún Böðvarsdóttir, Sævar Hannesson, Magnea Vattnes, Rúnar Hannesson, Ólöf Pálsdóttir, Guðjón Hannesson, Helgi Davíðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐMUNDAR STEINÞÓRS MAGNÚSSONAR, Langholtsvegi 60, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks 5. hæðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Guð blessi ykkur. Eygló Fjóla Guðmundsdóttir, Eggert Guðjónsson, Erla Sæunn Guðmundsdóttir, Guðmundur Þorkelsson, Gestur Óli Guðmundsson, Lea Þórarinsdóttir, Anna Maggý Guðmundsdóttir, Kristján Guðleifsson, Áslaug Gyða Guðmundsdóttir, Gunnlaugur B. Óskarsson, Guðmundur Heiðar Guðmundsson, Kristín L. Magnúsdóttir, Magnús Guðmundsson, Guðný Kristmundsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Uni Guðjón Björnsson, Sigurður Guðmundsson, Sigurlín Alda Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR H. KONRÁÐSSON, Aratúni 6, Garðabæ, lést miðvikudaginn 12. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Oddný Dóra Jónsdóttir, Konráð Þórisson, Vala Dröfn Hauksdóttir, Oddný Þóra Konráðsdóttir. gott til málanna. Dugnaðarforkur sem aldrei taldi eftir sér að rétta hjálparhönd. Í minningunni er sér- staklega bjart í kringum hana. Ég sé fyrir mér unga stúlku í sól- skini að vori ganga inn um hliðið á skólalóðinni. Hún er í ljósum fötum með skólatöskuna í fanginu eins og siður var í þann tíð. Það er glamp- andi maísól. Unga stúlkan brosir og það er svo sérstaklega uppörvandi bros. Þannig er fyrsta minning mín um Guggu, ekki grunaði mig þá að hún ætti síðar eftir að verða mág- kona mín, en mörgum árum síðar er hún kom í heimsókn með bróður mínum þekkti ég strax brosið og þetta bjarta og glaða fas sem hún hafði til að bera. Gugga var andlega sinnuð kona og það var ekki síst á þeim grunni sem okkar samskipti voru fyrir utan hefðbundin fjölskylduboð. Við höfð- um gaman af heimspekilegum um- ræðum um tilgang tilveru okkar hér á jörð. Oft sá hún einhvern nýjan flöt á viðfangsefninu og gaman er að minnast þessara stunda nú. Hún var fróð og víðlesin á alls konar efni. Já- kvæðni hennar gerði það að verkum að hún var oftar en ekki með í leik. Síðastliðið haust er okkar árlega fjölskylduskákmót var bauðst hún fyrst til að vera í eldhúsinu og sjá um veitingar eins og hún hafði gert árinu áður, en þegar lagt var að henni að tefla frekar sló hún til og sagði brosandi: „Jæja þá, krakkarnir verða að hafa einhvern til að máta.“ Og auðvitað voru börnin mikið ánægðari fyrir bragðið þó að sjálf- sögðu væru fleiri mátaðir. Nú hefur þessi mæta vinkona og mágkona lokið göngu sinni hér á meðal vor. Hún hefur eflaust verið kölluð til hærra flugs og fegri leiks einhvers staðar þar sem birtan ríkir. Minn- ingin um brosið hennar bjarta mun lifa með okkur sem þekktum hana. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég votta öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðbjargar Hermannsdóttur. Sigurjóna Björgvinsdóttir. Guð gaf okkur ástina, Guð gaf okkur þig. Nú kallar Guð og ástin verður tregafull. Við fellum tár, en erum einnig þakklát, því Guð leyfði okkur að þekkja þig. Guð kallar – og þú veist, Guð kallar – og þú skilur. En við skiljum ekki, og munum ekki skilja: Af hverju nú? Af hverju nú? Far vel, kæra vinkona. Richard K. Brandt. Elsku frænka mín, frá því að þú varst lítil telpa og komst með ömmu Guðbjörgu í sveitina hefur þú verið mér hjartfólgin sem dóttir, systir og vinkona. Ég á þér, elsku frænka, svo ótal margt að þakka. Þú leiðbeindir mér og Jóni svo rétt og vel í gegnum flókinn vef er við festum kaup á jörð síðast liðið ár, að það var eins og að fara eftir landakorti. Þú gafst þér alltaf tíma og dyr þínar stóðu ávallt opnar – þú vildir öllum veita lið og öllum hjálpa. Grandvarleiki var þitt aðalsmerki sem þú barst í þínu stóra hjarta enda varstu vinsæl og elskuð af öllum sem þekktu þig. Þú trúðir því að hver manneskja hefði val til að breyta rétt gagnvart sjálfri sér og náunga sínum því lífið hérna á jörðinni væri í stöð- ugri skoðun og hverjum manni væri gefin tími til að þroska sig sem betri og kærleiksríkari manneskja. Þú varst kjarninn í fjölskyldunni – tengdir okkur saman, enda sóttumst við öll eftir nærveru þinni og dáðust að þér á svo djúpstæðan hátt sem varla er hægt að útskýra. Þú skynj- aðir nefnilega, sást og heyrðir meira sem flestum okkar er að jafnaði gef- ið og sagðir oft að við ættum að tala meira við almættið og hlusta meira en við almennt gerðum. Við færum svo margs á mis ef við gerum það ekki. Ég kom til þín á sjúkrahúsið og þegar ég hélt í höndina þína – þú vissir að drægi að kveðjustund – vildi ég þakka þér fyrir allt sem þú hafðir gert fyrir mig en mér varð orðs vant. Þú aftur á móti þakkaðir mér og sagðir mér að þér þætti svo óskaplega vænt um mig og fjöl- skyldu mína. Þú varst helsjúk en samt svo sterk og huggandi. Þú sagðist vera tilbúin þegar Guð vildi fá þig til sín. Nú kveð ég þig elsku frænka mín, þú munt ávallt eiga þinn sess í hjarta mínu. Far þú í friði og vertu Guði falin. Góður Guð veiti elsku systur minni, Gylfa, börnunum, tengda- börnum, barnabörnum, ættingjum og vinum styrk og kærleika. Sigurborg móðursystir. Einstaka manneskja hefur eitt- hvað meira til að bera en gengur og gerist í mannheimum og við sem er- um svo lánsöm að hafa kynnast Guggu erum einróma um að það átti sannarlega við um hana. Gugga hafði eitthvað sérstakt við sig sem gerði það að verkum að fólk laðaðist að henni og leið vel í návist hennar. Guð var örlátur á gjafir sínar til Guggu, ekki einasta í fríðleika og geislandi brosi heldur einnig í gáf- um, stóru hjarta og styrk sem hún á lífsleið sinni nýtti ríkulega til að gefa af sér til annarra. Fáir feta í fótspor Guggu þegar kemur að ósérhlífni, hjálpsemi og manngæsku. Hún var alltaf boðin og búin að veita aðstoð við hverju sem hún gat og alltaf var hún tilbúin að hlusta á og hughreysta aðra. Gugga er og mun alltaf vera í okkar huga boðberi kærleika, æðruleysis og styrks. Guð hefur tekið hana í faðm sinn og mun leiða hana á fund föður henn- ar og ömmu – í faðm kærleikans. Elsku Alla, Gylfi, Simmi, Martha, Davíð, María, Sigurbjörg og að- standendur Guð veiti ykkur styrk og huggun. Elsku frænka við minnumst þín með þökk og virðingu. Þín frændsystkini Sigríður Ólöf, Ragnhildur, Guðbjörg, Guðmundur, Jón, Þórdís, Hulda og Rósa. Í dag kveðjum við kæran sam- starfsmann og vinkonu Guðbjörgu Hermannsdóttur. Guðbjörg hóf störf í Háaleitisútibúi Búnaðar- banka Íslands haustið 1980. Var hún þá fyrir nokkru komin heim frá Bandaríkjunum, þangað hafði hún farið ung að skoða heiminn. Þar kynntist hún fyrri manni sínum og eignaðist eldri börnin sín tvö, Mörtu og David. Gugga var mjög fróðleiksfús, hafði lesið mikið, sótt námskeið í ýmsu sem hún hafði áhuga á og kom enginn að tómum kofanum hjá henni. Henni farnaðist vel í vinnu, var hjálpleg, úrræðagóð, gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana, sérstak- lega bóngóð og alltaf stutt í kímnina og brosið. Áttum við margar góðar stundir saman í vinnu og utan vinnutíma. Hún hafði til dæmis mikinn áhuga á talnaspeki og hélt fyrsta námskeið í þeirri speki hér á landi. Árið 1987 kynntist hún eftirlifandi manni sín- um Gylfa Björgvinssyni og eiga þau saman soninn Sigmund. Það eru mikil forréttindi að fá að vinna með svo sterkri og jákvæðri konu sem alltaf sá björtu hliðarnar á tilverunni. Við þökkum henni sam- fylgdina og geymum minningar um góða stúlku. Gylfa og börnum þeirra, Aðal- björgu móður hennar og öðrum ætt- ingjum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Samstarfsfólk Háaleitisútibúi. Litfríð og ljóshærð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. (Jón Thoroddsen.) Þessar ljóðlínur koma upp í huga mér þegar Gugga mín hefur kvatt þennan heim. Á stundum sem þess- um verður orða vant, eftir standa spurningar sem ekki fást svör við, en jafnframt þakklæti fyrir hennar til- veru hér á jörðu. Hún var skírð í höfuðið á ömmu sinni Guðbjörgu, þeirri einstöku konu sem í raun engin orð ná yfir. Um margt voru þær líkar. Báðar smávaxnar, nettar og glaðværar, en umfram allt var það æðruleysið sem einkenndi þær í gegnum erfiðleika lífsins. Guðbjörg amma kom inn á heimili Aðalbjargar dóttur sinnar, skömmu eftir að hún og Hermann hófu sinn búskap, þá orðin ekkja tæplega fertug og var þar upp frá því, eða í rúm fjörtíu ár. Samband þeirra þriggja var einstakt. Tillits- semi, virðing og kærleikur gagnvart hvert öðru var þar í fyrirrúmi. Í skjóli þeirra ólst Gugga upp og fékk frá þeim allan þann stuðning og kærleika sem hún þurfti á að halda, enda mikið á hana lagt frá barnsaldri vegna afleiðinga lömunarveiki. Dugnaðurinn, krafturinn og glað- værðin fleytti henni áfram yfir allar hindranir. Þegar Hermann og amma féllu frá með stuttu millibili styrktist samband þeirra mæðgna enn frekar. Mikill er því missir elsku Öllu minn- ar og ykkar allra. Okkar kynni hófust fyrir nær fjör- tíu árum og bar þar aldrei skugga á. Gugga var lánsöm í lífinu þrátt fyrir allt. Hún eignaðist sína góðu fjölskyldu, Gylfa og börnin sín, Mörthu, Davíð og Sigmund, sem horfir nú á eftir henni stuttu fyrir fermingardaginn sinn. Einnig reyndist Gugga Sigurbjörgu og Maríu, dætrum Gylfa, afar vel. Þung eru nú sporin ykkar elsku vinir. Ég bið algóðan Guð að leiða ykkur veginn fram á við, styðja ykk- ur og styrkja, svo og systkinin og aðra aðstandendur. Guð geymi þig elsku Gugga mín. Megir þú ganga á ljóssins vegum. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Edda L. Jónsdóttir. Alltof fljótt kveðjum við góða vin- konu okkar hana Guggu, eftir stutt og erfið veikindi sitjum við eftir með minningarnar einar. Við Gugga urð- um vinkonur strax í æsku, leiðir okk- ar lágu fyrst saman þegar við bjugg- um hlið við hlið í Skipasundinu og eru margar góðar minningarnar þaðan. Um tíma flutti Gugga með fjölskyldunni vestur í bæ en ekki varð það þó til þess að slíta vin- skapnum því við ferðuðumst bara á milli með strætó. Eftir stutta dvöl í vesturbænum flutti fjölskyldan svo aftur í hverfið og varð ég strax hálf- gerður heimalningur á því yndislega heimili. Mér er mjög minnisstætt sumarið þegar við unnum saman á Reykja- lundi á unglingsárum, í minningunni var sól alla daga, þetta var mjög skemmtilegur tími og kom þá ber- lega í ljós krafturinn í Guggu, því þrátt fyrir fötlun sína dró hún okkur stelpurnar í langar gönguferðir nán- ast á hverju kvöldi. Leiðir okkar skildi um tíma þegar við vorum að hefja búskap, Gugga flutti til Bandaríkjanna en við héld- um þó alltaf bréfasambandi. Eftir 10 ára dvöl í Bandaríkjunum varð hálfgerð endurnýjun á vin- skapnum þegar Gugga flutti aftur heim. Hún varð strax tíður gestur á heimili okkar, „grár köttur“ eins og hún sagði oft, en hún var ætíð vel- komin á heimili okkar og notalegt að hafa hana í kringum sig. Þegar hún flutti svo í nágrenni við okkur varð eins og tvö heimili opnuðust fyrir börnum okkar, þau völsuðu á milli heimilanna eftir sinni hentisemi. Eftir að Gugga og Gylfi fóru að búa saman var alltaf mikið um að vera hjá þeim, þau urðu bændur í tómstundum og mjög framkvæmda- glöð. Gugga var gjafmild og hjálpleg og hafði alltaf húmorinn í lagi, hún var skemmtileg í umgengni og kom- um við til með að sakna þess að eiga ekki fleiri samverustundir með henni. Við erum þakklát fyrir þær stund- ir sem við áttum saman, með þessum fáu orðum kveðjum við góða vin- konu. Elsku Gylfi, Sigmundur, Dav- íð, Martha, Alla og fjölskyldur, ykk- ur sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Birna og Magnús.  Fleiri minningargreinar um Guðbjörgu Hermannsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.