Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 55  TEITUR Örlygsson lék í gær sinn 100. leik í úrslitakeppninni í körfu- knattleik. Í leikjunum 100 hefur hann gert 1.770 stig. Hann hefur verið með í úrslitakeppninni frá upp- hafi vega, 1984, nema árið 1997 þeg- ar hann lék með Larissa í Grikk- landi.  TEITUR hefur oftast allra verið kosinn besti leikmaður Íslandsmóts- ins, 1989, 1992, 1996 og 2000, en aldr- ei þau ár sem Njarðvíkingar hafa orðið meistarar.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, milliríkjadómarar í hand- knattleik, dæma leik ungverska liðs- ins HERZ-FTC Búdapest og El Osito L’Eliana frá Valencia á Spáni í Meistaradeild kvenna í Búdapest sunnudaginn 23. mars.  EL Hadji Diouf, landsliðsmaður Senegal og leikmaður með Liver- pool, hefur kallað yfir sig vandræði. Hann hrækti að áhorfendum í lok leiks Celtic og Liverpool í Glasgow í gærkvöldi. Stuðningsmenn Celtic hrópuðu inn á völlinn og svaraði Diouf þeim hrópum með að hrækja, sem sést á sjónvarpsupptökum. Diouf á yfir höfði sér leikbann.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur mikinn hug á að fá til liðs við sig rúmenska landsliðs- manninn Cristian Chivu, 22 ára, sem stóð sig frábærlega vel í vörninni hjá Ajax í tveimur leikjum gegn Arsenal í meistaradeild Evrópu. Real Madrid og AC Milan hafa einnig áhuga á honum.  FRANK Neubarth, þjálfari þýska liðsins Schalke, sem er í fjórða sæti í Þýskalandi og er með í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu, á í erf- iðleikum. Hann getur ekki teflt fram átta leikmönnum úr byrjunarliði sínu í leik gegn Hamborg um helgina, vegna meiðsla. „Við verðum að kalla á áhugamenn til liðs við okk- ur,“ sagði Neubarth við þýska blaðið Kicker í gær.  KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, hefur mik- inn hug á að fá styrk fyrir miðherj- ann Robbie Fowler – fyrir næsta keppnistímabil, með því að kaupa fyrrverandi félaga hans hjá Liver- pool og enska landsliðinu, Steve McManaman frá Real Madrid til City.  GLENN Roeder, knattspyrnu- stjóri West Ham, hefur spurt Tony Adams, fyrrverandi fyrirliða Arsen- al, hvort hann sé tilbúinn að aðstoða hann á lokasprettinum í ensku úr- valsdeildinni. West Ham er í fallbar- áttu og hlutverk Adams væri að veita leikmönnum góð ráð og styrk í lokabaráttunni.  NÍGERÍUMENN hafa ekki kallað á Celestine Babayaro, varnarmann Chelsea og Kanu hjá Arsenal, til að leika með Nígeríu gegn Malaví. For- ráðamenn nígeríska sambandsins segja að yngri menn fái tækifæri til að sýna sig og sanna í leiknum. FÓLK ÓLAFUR Þórðarson, þjálfari ung- mennalandsliðs Íslands, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, hefur valið fjóra nýliða í landsliðshóp sinn sem mætir Skotum á Broad- wood-vellinum í Cumbernauld föstudaginn 28. mars. Nýliðarnir eru Atli Jóhannsson, ÍBV, Ólafur Páll Snorrason, Fylki, Örn Kató Hauksson, KA, og Bjarni Þórður Halldórsson, Fylki. Aðrir leikmenn í hópnum eru Ómar Jóhannsson, Keflavík (15 leikir), Helgi Valur Daníelsson, Peterborough (14), Grétar Rafn Steinsson, ÍA (9), Guðmundur Við- ar Mete, Norrköping (7), Ármann Smári Björnsson, Val (5), Hannes Þ. Sigurðsson, Viking (4), Haraldur F. Guðmundsson, Keflavík (4), Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík (4), Sigmundur Krist- jánsson, Utrecht (4), Gunnar Heið- ar Þorvaldsson, ÍBV (3), Viktor Bjarni Arnarsson, TOP Oss (2), og Jökull I. Elísabetarson, KR (2). Leikurinn gegn Skotum er liður í Evrópukeppni 21 árs landsliða og undankeppni ÓL í Aþenu. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa – fyrir Skotlandi og Lithá- en. Ólafur Þórðarson velur fjóra nýliða Grindvíkingar byrjuðu leikinnmeð miklum látum og náðu að pressa gestina í byrjun leiks þann- ig að þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Margar auðveldar körfur eftir press- una skiluðu heima- mönnum fljótt í forskot og þegar leikhlutanum lauk höfðu heima- menn náð góðri forustu, 33:15. Í þessum leikhluta átti Corey Dick- erson, nýr leikmaður Grindvíkinga, frábæran leik og hitti nánast úr öll- um sínum skotum og skoraði 16 stig í leikhlutanum. Heimamenn hættu að pressa gestina sem kom- ust inn í leikinn hægt og rólega þannig að munurinn var kominn niður í 13 stig í hálfleik. Gestirnir létu þar ekki staðar numið og gengu á lagið og jöfnuðu leikinn undir lok þriðja leikhluta þannig að staðan að honum loknum var 55:55. Heimamenn byrjuðu síðasta leik- hlutann með látum og náðu aftur frumkvæðinu og um miðjan leik- hlutann var forustan sjö stig, sem telst ekki mikið í körfubolta. Gest- irnir voru ekki á því að gefast upp og minnkuðu forystuna. Það var síðan á síðustu mínútum leiksins að heimamenn lönduðu sigrinum, 80:74, ekki síst fyrir 12 stig frá Helga Jónasi Guðfinnssyni í loka- leikhlutanum. Bestir í liði heimamanna voru þeir Guðmundur Bragason og Páll Axel Vilbergsson. Þá áttu þeir Cor- ey Dickerson og Helgi Jónas Guð- finnsson ágæta spretti. Hjá gest- unum voru þeir Svavar Pálsson, Hjalti Jón Pálsson og Lárus Jóns- son bestir. „Þetta var erfitt, léleg hittni hjá okkur. Þetta er úrslitakeppnin og menn gefa allt í leikina. Við byrj- uðum af krafti, góð stemning í hópnum en við hleyptum þeim inn í leikinn. Það getur verið að við höf- um haldið að þetta væri komið hjá okkur en svo var ekki. Nú er það erfiður útivöllur sem tekur við en við ætlum okkur að klára þetta í tveimur leikjum,“ sagði besti leik- maður Grindvíkinga, Guðmundur Bragason. GRINDVÍKINGAR höfðu betur þegar Hamarsmenn mættu í heimsókn í gærkveldi. Heima- menn sigruðu 80:74 í baráttu- leik þar sem bæði lið gáfu allt í leikinn og deildarmeistararnir eru þar með komnir með 1:0- forystu í einvígi liðanna um sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Garðar Páll Vignisson skrifar Arnar Kárason fór á kostum í upp-hafi leiks og kom félögum sínum af stað svo það gekk allt upp á meðan allt gekk á afturfót- unum hjá gestunum, sem voru óöruggir í sínum aðgerðum. Eftir fyrsta fjórðung var staðan 30:10 fyrir KR en strax í öðrum var ljóst að Njarðvíkingar væru ekki svona auðveld bráð þegar þeir hófu að berjast fyrir sínu. Í hálf- leik munaði 15 stigum en KR fengið 12 villur og Njarðvík fimm – það seg- ir mikið um baráttuna fyrir hlé. Njarðvíkingurinn Gregory Harris tók loks duglega við sér og fór mikinn þegar Njarðvíkingar söxuðu enn meira á forskotið en þar munaði líka mikið um snarbættan varnarleik. En alltaf þegar gestirnir byrjuðu að narta í hæla vesturbæinga tókst þeim að stíga skrefi framar. Það lá samt í loftinu að ef KR misstigi sig myndu Njarðvíkingar ná forystu og það gekk eftir þegar ein mínútu og 45 sekúndur voru eftir. Þar með urðu hlutverkaskipti og nú þurftu heima- menn að taka á sprett þegar Njarð- víkingar reyndu að halda boltanum sem lengst og það tókst þeim. „Við gáfum þeim alltof mörg tæki- færi til að komast inn í leikinn,“ sagði Baldur Ólafsson úr KR eftir leikinn en hann tók 6 fráköst, varði þrjú skot og skoraði meðal annars úr tveimur þriggja stiga skotum. „Þetta var svip- að og í síðasta leik við þá þegar við náðum okkur á strik en núna tókst þeim enn betur en okkur að komast inn í leikinn. Þeim tókst það núna og af hverju ættum við ekki að geta gert eins í næsta leik?“ Arnar nýtti færin vel og átti 10 stoðsendingar. Darrell Flake var stigahæstur og tók 13 frá- köst, átti 6 stoðsendingar og varð tvö skot. „Ég var bara gráðugur, fann mig vel og þegar ég hitti strax í síðari hálfleik kom sjálfstraustið, enda fannst mér ég þá vera fljótari en varnarmennirnir sem áttu að gæta mín,“ sagði Teitur eftir leikinn en hann lék allan leikinn og skoraði úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum auk þess að gefa sjö stoðsendingar. „Við vorum seinheppnir í byrjun og gáfum þeim galopin færi en þegar við náðum okkur betur upp á tærnar hættum við að gefa þeim þessi færi og allt varð erfiðara fyrir þá. Við töluðum síðan um í hálfleik að þetta myndi ekki ganga upp hjá okkur á einni eða tveimur mínútum, við þyrftum að taka okkar tíma að ná þeim. Ég veit ekki hvort leikurinn um daginn sat í okkur því þá fengum við fljúgandi byrjun en það getur líka verið að þetta hafi verið úrslitaskrekkur. Mér fannst þeir hafa haft sálfræðina með sér í byrjun vegna þess að flestir voru búnir að spá okkur sigri en það dugði þeim ekki, við tókum þá samt. Ástæð- an er einfaldlega sú að við erum með hörkugott lið, allir geta skorað og all- ir spilað vörn,“ bætti Teitur við og hyggst ná á tindinn. „Næsti leikur er ný viðureign. Við lítum á úrslita- keppnina eins og stiga, það eru átta þrep upp á tindinn og nú er fyrsta lokið en þetta verður alltaf jafnerf- itt.“ Friðrik Stefánsson var einnig drjúgur með 16 fráköst og fjögur var- in skot. Gregory Harris var einnig góður og sá um að drífa félaga sína af stað þegar þurfti en það gerði Hall- dór Karlsson einnig. Morgunblaðið/Kristinn Friðrik Stefánsson, miðherji Njarðvíkinga, hrifsar boltann úr höndum Darrells Flakes, leikmanns KR, rétt eins og Njarðvíkingar hrifsuðu sigurinn úr höndum KR-inga undir lok leiksins. Teitur tók völdin TEITUR Örlygsson tók til sinna ráða og kórónaði frábæra kafla sinna manna með því að skora tíu af sextán síðustu stigum Njarð- víkinga og innsigla þannig 90:87 sigur á KR í fyrsta eða fyrri leik lið- anna í vesturbænum í gærkvöldi. Njarðvíkingar voru vel að sigr- inum komnir þegar þeim tókst hægt og bítandi að vinna upp tuttugu stiga forskot heimamanna og komust í fyrsta sinn yfir tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok. Næsta viðureign verður á laugar- daginn og allt mögulegt, enda unnu liðin deildarleiki sína á útivelli. Stefán Stefánsson skrifar Grindavík í basli eftir góða byrjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.