Morgunblaðið - 14.03.2003, Page 55

Morgunblaðið - 14.03.2003, Page 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 55  TEITUR Örlygsson lék í gær sinn 100. leik í úrslitakeppninni í körfu- knattleik. Í leikjunum 100 hefur hann gert 1.770 stig. Hann hefur verið með í úrslitakeppninni frá upp- hafi vega, 1984, nema árið 1997 þeg- ar hann lék með Larissa í Grikk- landi.  TEITUR hefur oftast allra verið kosinn besti leikmaður Íslandsmóts- ins, 1989, 1992, 1996 og 2000, en aldr- ei þau ár sem Njarðvíkingar hafa orðið meistarar.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, milliríkjadómarar í hand- knattleik, dæma leik ungverska liðs- ins HERZ-FTC Búdapest og El Osito L’Eliana frá Valencia á Spáni í Meistaradeild kvenna í Búdapest sunnudaginn 23. mars.  EL Hadji Diouf, landsliðsmaður Senegal og leikmaður með Liver- pool, hefur kallað yfir sig vandræði. Hann hrækti að áhorfendum í lok leiks Celtic og Liverpool í Glasgow í gærkvöldi. Stuðningsmenn Celtic hrópuðu inn á völlinn og svaraði Diouf þeim hrópum með að hrækja, sem sést á sjónvarpsupptökum. Diouf á yfir höfði sér leikbann.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur mikinn hug á að fá til liðs við sig rúmenska landsliðs- manninn Cristian Chivu, 22 ára, sem stóð sig frábærlega vel í vörninni hjá Ajax í tveimur leikjum gegn Arsenal í meistaradeild Evrópu. Real Madrid og AC Milan hafa einnig áhuga á honum.  FRANK Neubarth, þjálfari þýska liðsins Schalke, sem er í fjórða sæti í Þýskalandi og er með í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu, á í erf- iðleikum. Hann getur ekki teflt fram átta leikmönnum úr byrjunarliði sínu í leik gegn Hamborg um helgina, vegna meiðsla. „Við verðum að kalla á áhugamenn til liðs við okk- ur,“ sagði Neubarth við þýska blaðið Kicker í gær.  KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, hefur mik- inn hug á að fá styrk fyrir miðherj- ann Robbie Fowler – fyrir næsta keppnistímabil, með því að kaupa fyrrverandi félaga hans hjá Liver- pool og enska landsliðinu, Steve McManaman frá Real Madrid til City.  GLENN Roeder, knattspyrnu- stjóri West Ham, hefur spurt Tony Adams, fyrrverandi fyrirliða Arsen- al, hvort hann sé tilbúinn að aðstoða hann á lokasprettinum í ensku úr- valsdeildinni. West Ham er í fallbar- áttu og hlutverk Adams væri að veita leikmönnum góð ráð og styrk í lokabaráttunni.  NÍGERÍUMENN hafa ekki kallað á Celestine Babayaro, varnarmann Chelsea og Kanu hjá Arsenal, til að leika með Nígeríu gegn Malaví. For- ráðamenn nígeríska sambandsins segja að yngri menn fái tækifæri til að sýna sig og sanna í leiknum. FÓLK ÓLAFUR Þórðarson, þjálfari ung- mennalandsliðs Íslands, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, hefur valið fjóra nýliða í landsliðshóp sinn sem mætir Skotum á Broad- wood-vellinum í Cumbernauld föstudaginn 28. mars. Nýliðarnir eru Atli Jóhannsson, ÍBV, Ólafur Páll Snorrason, Fylki, Örn Kató Hauksson, KA, og Bjarni Þórður Halldórsson, Fylki. Aðrir leikmenn í hópnum eru Ómar Jóhannsson, Keflavík (15 leikir), Helgi Valur Daníelsson, Peterborough (14), Grétar Rafn Steinsson, ÍA (9), Guðmundur Við- ar Mete, Norrköping (7), Ármann Smári Björnsson, Val (5), Hannes Þ. Sigurðsson, Viking (4), Haraldur F. Guðmundsson, Keflavík (4), Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík (4), Sigmundur Krist- jánsson, Utrecht (4), Gunnar Heið- ar Þorvaldsson, ÍBV (3), Viktor Bjarni Arnarsson, TOP Oss (2), og Jökull I. Elísabetarson, KR (2). Leikurinn gegn Skotum er liður í Evrópukeppni 21 árs landsliða og undankeppni ÓL í Aþenu. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa – fyrir Skotlandi og Lithá- en. Ólafur Þórðarson velur fjóra nýliða Grindvíkingar byrjuðu leikinnmeð miklum látum og náðu að pressa gestina í byrjun leiks þann- ig að þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Margar auðveldar körfur eftir press- una skiluðu heima- mönnum fljótt í forskot og þegar leikhlutanum lauk höfðu heima- menn náð góðri forustu, 33:15. Í þessum leikhluta átti Corey Dick- erson, nýr leikmaður Grindvíkinga, frábæran leik og hitti nánast úr öll- um sínum skotum og skoraði 16 stig í leikhlutanum. Heimamenn hættu að pressa gestina sem kom- ust inn í leikinn hægt og rólega þannig að munurinn var kominn niður í 13 stig í hálfleik. Gestirnir létu þar ekki staðar numið og gengu á lagið og jöfnuðu leikinn undir lok þriðja leikhluta þannig að staðan að honum loknum var 55:55. Heimamenn byrjuðu síðasta leik- hlutann með látum og náðu aftur frumkvæðinu og um miðjan leik- hlutann var forustan sjö stig, sem telst ekki mikið í körfubolta. Gest- irnir voru ekki á því að gefast upp og minnkuðu forystuna. Það var síðan á síðustu mínútum leiksins að heimamenn lönduðu sigrinum, 80:74, ekki síst fyrir 12 stig frá Helga Jónasi Guðfinnssyni í loka- leikhlutanum. Bestir í liði heimamanna voru þeir Guðmundur Bragason og Páll Axel Vilbergsson. Þá áttu þeir Cor- ey Dickerson og Helgi Jónas Guð- finnsson ágæta spretti. Hjá gest- unum voru þeir Svavar Pálsson, Hjalti Jón Pálsson og Lárus Jóns- son bestir. „Þetta var erfitt, léleg hittni hjá okkur. Þetta er úrslitakeppnin og menn gefa allt í leikina. Við byrj- uðum af krafti, góð stemning í hópnum en við hleyptum þeim inn í leikinn. Það getur verið að við höf- um haldið að þetta væri komið hjá okkur en svo var ekki. Nú er það erfiður útivöllur sem tekur við en við ætlum okkur að klára þetta í tveimur leikjum,“ sagði besti leik- maður Grindvíkinga, Guðmundur Bragason. GRINDVÍKINGAR höfðu betur þegar Hamarsmenn mættu í heimsókn í gærkveldi. Heima- menn sigruðu 80:74 í baráttu- leik þar sem bæði lið gáfu allt í leikinn og deildarmeistararnir eru þar með komnir með 1:0- forystu í einvígi liðanna um sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Garðar Páll Vignisson skrifar Arnar Kárason fór á kostum í upp-hafi leiks og kom félögum sínum af stað svo það gekk allt upp á meðan allt gekk á afturfót- unum hjá gestunum, sem voru óöruggir í sínum aðgerðum. Eftir fyrsta fjórðung var staðan 30:10 fyrir KR en strax í öðrum var ljóst að Njarðvíkingar væru ekki svona auðveld bráð þegar þeir hófu að berjast fyrir sínu. Í hálf- leik munaði 15 stigum en KR fengið 12 villur og Njarðvík fimm – það seg- ir mikið um baráttuna fyrir hlé. Njarðvíkingurinn Gregory Harris tók loks duglega við sér og fór mikinn þegar Njarðvíkingar söxuðu enn meira á forskotið en þar munaði líka mikið um snarbættan varnarleik. En alltaf þegar gestirnir byrjuðu að narta í hæla vesturbæinga tókst þeim að stíga skrefi framar. Það lá samt í loftinu að ef KR misstigi sig myndu Njarðvíkingar ná forystu og það gekk eftir þegar ein mínútu og 45 sekúndur voru eftir. Þar með urðu hlutverkaskipti og nú þurftu heima- menn að taka á sprett þegar Njarð- víkingar reyndu að halda boltanum sem lengst og það tókst þeim. „Við gáfum þeim alltof mörg tæki- færi til að komast inn í leikinn,“ sagði Baldur Ólafsson úr KR eftir leikinn en hann tók 6 fráköst, varði þrjú skot og skoraði meðal annars úr tveimur þriggja stiga skotum. „Þetta var svip- að og í síðasta leik við þá þegar við náðum okkur á strik en núna tókst þeim enn betur en okkur að komast inn í leikinn. Þeim tókst það núna og af hverju ættum við ekki að geta gert eins í næsta leik?“ Arnar nýtti færin vel og átti 10 stoðsendingar. Darrell Flake var stigahæstur og tók 13 frá- köst, átti 6 stoðsendingar og varð tvö skot. „Ég var bara gráðugur, fann mig vel og þegar ég hitti strax í síðari hálfleik kom sjálfstraustið, enda fannst mér ég þá vera fljótari en varnarmennirnir sem áttu að gæta mín,“ sagði Teitur eftir leikinn en hann lék allan leikinn og skoraði úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum auk þess að gefa sjö stoðsendingar. „Við vorum seinheppnir í byrjun og gáfum þeim galopin færi en þegar við náðum okkur betur upp á tærnar hættum við að gefa þeim þessi færi og allt varð erfiðara fyrir þá. Við töluðum síðan um í hálfleik að þetta myndi ekki ganga upp hjá okkur á einni eða tveimur mínútum, við þyrftum að taka okkar tíma að ná þeim. Ég veit ekki hvort leikurinn um daginn sat í okkur því þá fengum við fljúgandi byrjun en það getur líka verið að þetta hafi verið úrslitaskrekkur. Mér fannst þeir hafa haft sálfræðina með sér í byrjun vegna þess að flestir voru búnir að spá okkur sigri en það dugði þeim ekki, við tókum þá samt. Ástæð- an er einfaldlega sú að við erum með hörkugott lið, allir geta skorað og all- ir spilað vörn,“ bætti Teitur við og hyggst ná á tindinn. „Næsti leikur er ný viðureign. Við lítum á úrslita- keppnina eins og stiga, það eru átta þrep upp á tindinn og nú er fyrsta lokið en þetta verður alltaf jafnerf- itt.“ Friðrik Stefánsson var einnig drjúgur með 16 fráköst og fjögur var- in skot. Gregory Harris var einnig góður og sá um að drífa félaga sína af stað þegar þurfti en það gerði Hall- dór Karlsson einnig. Morgunblaðið/Kristinn Friðrik Stefánsson, miðherji Njarðvíkinga, hrifsar boltann úr höndum Darrells Flakes, leikmanns KR, rétt eins og Njarðvíkingar hrifsuðu sigurinn úr höndum KR-inga undir lok leiksins. Teitur tók völdin TEITUR Örlygsson tók til sinna ráða og kórónaði frábæra kafla sinna manna með því að skora tíu af sextán síðustu stigum Njarð- víkinga og innsigla þannig 90:87 sigur á KR í fyrsta eða fyrri leik lið- anna í vesturbænum í gærkvöldi. Njarðvíkingar voru vel að sigr- inum komnir þegar þeim tókst hægt og bítandi að vinna upp tuttugu stiga forskot heimamanna og komust í fyrsta sinn yfir tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok. Næsta viðureign verður á laugar- daginn og allt mögulegt, enda unnu liðin deildarleiki sína á útivelli. Stefán Stefánsson skrifar Grindavík í basli eftir góða byrjun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.