Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 2
Táknmál
fermingar-
innar
Borgaraleg ferming
Fermingarbörn
í Hafnarkirkju
Hártíska telpna og
drengja
Fermingarbarn í
Kópavogskirkju
Ferns konar
fermingarhlað-
borð og upp-
skriftir
E in ákveð in á Nes inu
Kennsluefni
um ferminguna
Fermingarfötin2003
Fermingarbörn
í Neskirkju
Í þjóðbúningnum á
fermingardaginn
Fermist hjá
Kvennakirkjunni
Ferming
árið 1929
Blómaskreytingar
Förðunartískan
Fermdist ein í
Hjaltastaðarkirkju
Golfmót daginn
fyrir fermingu
Bakar
fermingartertur
á Héraði
Í blaðinu
FERMING í nútímasamfélagi er vissulega að-
eins endurómur af gildi hennar fyrr á öldum.
Hún var samofin menntun barna, en þau urðu
að læra að lesa og skrifa til að geta staðfest
skírnina. Þau þurftu jafnvel að berjast fyrir því
að fá þennan lærdóm. Hólmfríður Margrét
Björnsdóttir Hjaltadóttir fæddist árið 1870.
Hún var látin í fóstur fárra daga gömul og
þvældist síðan á milli bæja. Hún hafði áhuga á
menntun og lærði að lesa en kunni ekki enn að
skrifa þegar kom að fermingunni.
Hún var svo lánsöm að kennari einn bauðst
til að kenna henni skrift og reikning fyrir ekkert.
Hún varð svo glöð að hún hljóp heim til að
segja föður sínum frá þessu, en hún hafði ný-
lega flutt til hans og 14 annarra barna hans og
konu. Hann tók ekki vel í þetta og svaraði:
„Þú verður víst aldrei svo hátt sett í veröld-
inni, að skrift sé þér nauðsynleg.“
Draumurinn var úti og Hólmfríður grét sárt í
einrúmi. Faðir hennar sýndi henni ekki mikla
virðingu og hafði engan áhuga á fermingunni.
Hæfileikinn að geta sett sig í spor annarra
og að geta a.m.k. ímyndað sér hvernig þeim
líður, er hátt skrifaður nú á tímum. Svo hátt að
ef það tekst að þjálfa hann, telst að bæði upp-
eldi og skólastarf hafi heppnast vel. Sennilega
býr tvennt á bak við þennan hæfileika; virðing
og samkennd.
Fjórtánda árið er óvenjulegt í lífi flestra ís-
lenskra barna. Eitthvað gerist sem erfitt er að
festa í orð. „Allt breytist þetta ár,“ sagði maður
sem rifjaði árið upp, „hugsunin, ábyrgðin og lík-
aminn; ég varð annar.“
Á þessu ári stíga börnin formlega inn í heim
fullorðinna og oftast með einhverri athöfn eins
og fermingu eða veislu. Börnin eru klædd eins
og fullorðin, þau gangast undir einskonar próf,
trúarlegt eða borgaralegt, og þau halda veislu
fyrir stórfjölskylduna. Þau þiggja gjafir sem
styrkja sjálfsmynd þeirra og öryggi. Svona hef-
ur þessu verið háttað um aldir.
Fermingarbörnin taka þennan dag mjög al-
varlega, þau búa sig vandlega undir hann og
vilja alls ekki að neitt fari úrskeiðis. Þetta er
þeirra dagur og það er þeirra að taka þýðing-
armestu ákvarðanirnar.
Mikilvægt er af þessum sökum að fullorðnir
sýni þessum degi virðingu og tali ekki um hann
eins og hér sé um hégóma barna að ræða og
hræsni samfélagsins. Dagurinn er eitthvað
mikilu meira og hann á sér djúpar rætur í sög-
unni og menningunni. Hann er félagsleg athöfn
og eitthvað sem hefur skapast ósjálfrátt í flest-
um samfélögum, einhver áfangi á þeirri leið að
verða fullgildur meðlimur í samfélaginu.
Hólmfríður M. B.Hjaltadóttir fermdist með
hjálp nágranna sinna. Húsfreyja á næsta bæ
lánaði henni brúðarkjólinn sinn fyrir athöfnina,
og reyndar allan fatnað. Hún leið með Hólm-
fríði, sem sagði í endurminningum sínum
(Tvennir tímar. 1949. Elínborg Lárusdóttir) að
óvíst sé að hún hafi nokkru sinni á ævinni verið
þakklátari. Björg lét söðla reiðhestinn sinn og
lánaði Hólmfríði hann til kirkjunnar.
Björg bar virðingu fyrir Hólmfríði.
Morgunblaðið/Kristinn
Ferming og virðing
Fermingar 2003
Umsjón efnis:
Gunnar Hersveinn
Helga Kristín Einarsdóttir
Umbrot:
Harpa Grímsdóttir
Sigurbjörg Arnarsdóttir
Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson, nema
annað sé tekið fram.
Forsíða: Fermingarbörnin Birkir og Anna
Björk Kristjánsbörn.