Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 6
BORGARALEG ferming árið 2003 verður haldinn sunnudaginn 13. apríl í Háskólabíói klukkan 11:00. Hún er á vegum Siðmenntar sem er félag um borgaralegar athafnir og var stofnað 1990. Félagið er málsvari mannúðarstefnu og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stend- ur fyrir borgaralegum athöfnum. Tilgangur með borgaralegri fermingu er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir mann- inum, menningu hans og umhverfi. Borgaraleg fermingarbörn sækja námskeið þar sem þau læra sitt- hvað sem er góður undirbúningur fyrir það að verða fullorðinn með öll- um þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Virk hlustun Sérvaldir kennarar hafa umsjón með hópunum sem ætla að fermast og auk þeirra eru gestafyrirlesarar. Kennt er eftir sérstakri námskrá og er fjallað um viðfangsefni eins og fjölskylduna, lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, hamingju, gleði, sorg, samskipti, mannrétt- indi og réttindi unglinga, jafnrétti, siðfræði, efahyggju, baráttu fyrir friði, samskipti kynjanna, umhverfismál o.fl. Kennsluaðferðin byggist á samræðum með virkri hlustun. Nem- endur sitja í hring í augnsambandi og ræða saman. Hápunktur fermingarinnar er virðuleg lokaathöfn sem foreldrar barnanna skipuleggja og stjórna með hjálp Siðmenntar. Þar eru börnin sjálf í aðalhlutverkinu. Þau koma fram prúðbúin, flytja ávörp, ljóð og sögur og spila á hljóðfæri. Að lokum fá þau skrautritað skjal til stað- festingar á því að þau hafi lokið fermingarnámskeiðinu. Trúi á sjálfan mig Fyrst var fermt borgaralega hér á landi 1989. Eftir næstu fermingu hafa um sex hundruð fermst á borgaralegan hátt, og um 7000 gestir sótt athafnir. Núna eru um 90 börn sem fermast borgaralega. Linus Orri Gunnarsson Cederberg er meðal þeirra sem ætla að fermast með þessu lagi í apríl. Hann er fæddur 12. nóvember árið 1989 og gengur í Hlíðaskóla. „Ég er skírður, en ég er trúleysingi, trúi bara á sjálfan mig,“ segir hann og er það ástæðan fyrir því að hann valdi að fermast borgaralega. „Ég missti trúna ellefu ára.“ Hann segist ekki hafa verið hvattur til að fermast borgaralega heldur hafi hann lesið bækling frá Siðmennt um þessa fermingu og hrifist af. „Fermingarfræðslan er á heimspekilegum nótum,“ segir hann og að honum falli það vel. „Í síðasta tíma var t.d. fjallað um eiturlyf og spila- fíkn, en ég er á námskeiði á föstudögum.“ Hann hlakkar til athafnarinnar og segir að veislan verði í heima- húsi, annaðhvort hjá mömmu hans Maríu Cederberg eða pabba hans Gunnari Randverssyni. „Ég býst við að fá Playstation 2, sjónvarp og hjól í fermingargjöf,“ segir hann. Flestir fermast hjá þjóðkirkjunni og því er hann oft spurður hvers vegna hann ætli að fermast borgaralega. Hann segist verða var við gagnrýni og stundum fordóma. Flestir verða hissa, en gera yfirleitt ekki mikið mál úr þessu. Þetta er nú einu sinni frjálst val í frjálsu landi. Er þetta sami hamarinn? Linus Orri býst við að fara á mála- braut í Menntaskólanum við Hamrahlíð, því hann sé nokkuð sterkur í tungumálum, talar sænsku, íslensku og ensku, auk þess kann hann nokkur skil á spænsku, en stjúppabbi hans er frá Chile. Hann nefnir að lokum dæmi um heimspekilegar umræður í tíma hjá Jóhanni Björnssyni sem kennir á fermingarnámskeiðunum. „Hér er hamar. Fyrst eyðileggst skaftið og það er skipt um það. Síðar skemm- ist hausinn og skipt er um hann. Er þetta sami hamarinn?“ Linus Orri svaraði: „Ef við köllum hamarinn t.d. Jóa, skiptum um skaft, þá heitir hann áfram Jói. Svo skiptum við um haus, þá heitir hann enn Jói. Nákvæmlega eins og ef hljómsveit heitir áfram Jói þótt búið sé að skipta um alla meðlimi hennar.“ Linus segir þetta dæmi um svar, en í raun sé ekki nauðsynlega til neitt endanlegt svar við þessari spurningu um hamarinn. Námsþættir fermingar Jóhann Björnsson er heimspekingur sem hefur m.a. haldið opin námskeið um heimspeki hversdagslífs- ins. Hann hefur umsjón með fermingarnámskeiðum Siðmenntar. Námsþættir fermingarnámskeiðanna sem hann skipuleggur eru eft- irfarandi. Sjá nánar www.sidmennt.is/ferming. Lífsviðhorf I – um frelsi, ábyrgð og ákvarðanatöku. Lífsviðhorf II – um hamingju og gildi lífs. Trúarbrögð og efahyggja. Tilfinningar, til okkar sjálfra og annarra, gleði, sorg, missir, breytingar. Mannleg samskipti, tjáning og jafnrétti. Mannréttindi og réttindi unglinga – jafnrétti. Breytingar kynþroskaáranna og samskipti kynjanna – að vera saman. Um samskipti unglinga og fullorðinna (með þátttöku forráðamanna barnanna). Vímuefni – áhrif, áhætta og varnir. Morgunblaðið/Kristinn Frjálst val í frjálsu landi Linus Orri Gunnarsson valdi borgaralega ferm- ingu. Hann kann vel við kennsluaðferðina þar en hún einkennist af heimspekilegum sam- ræðum. HAFNARKIRKJA er í Bjarnanesprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1962–1966 og vígð 28. júlí 1966. Þar munu meðal annarra tvíburasysturnar Sara Björk og Urður María Sigurð- ardætur fermast. Þær eru í áttunda bekk í Heppuskóla á Höfn í Horna- firði. Blaðamaður ræddi lítillega við Söru Björk um fermingarundirbún- inginn, en fermingin er á hvítasunnunni. Tíminn er nægur og þær eru alveg rólegar. „Við erum hjá sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni og fórum í fimm messur fyrir jól og förum í fimm eftir jól,“ segir Sara Björk og að þær séu einnig í fræðslunni hjá honum. Fermingarveislan verður í sal í bænum og hafa þær ákveðið að litur skreytinganna verði rauður. „Það verður matur fyrir sextíu gesti,“ segir hún. Þær eru að spá í fötin en eru ekki búnar að ákveða þau endanlega. Sara Björk og Urður María eru fæddar í Gautaborg í Svíþjóð en ólust upp á Egilsstöðum, faðir þeirra, Sigurður Mar Halldórsson ljósmyndari, er uppalinn á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi. Móðir þeirra, Þórhildur Kristjánsdóttir þroskaþjálfi, er frá Vestfjörðum. Hún starfar við málefni fatlaðra hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Sara og Urður eru í Tónlistarskóla Austur-Skaftafellssýslu. Sara lærir á flautu og Urður á píanó. „Ég á mörg áhugamál,“ segir Sara, t.d. tónlist og svo er hún skáti og í björgunarsveit. Urður hefur m.a. áhuga á tölv- um, skák, tónlist og vináttu. Enn alveg rólegar Tvíburasysturnar Sara Björk og Urður María fermast í Hafnarkirkju á hvítasunnunni. Þær hafa mikinn áhuga á tónlist. Sara Björk og Urður María heima hjá sér í Baldursgarði á Höfn. Morgunblaðið/Sigurður Mar Sara Björk og Hrefna vinkona hennar æfa sig stundum saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.